Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Aðalgeir Framhald af bls. 9. En þegar Brynjólfur kemur Is- landi út úr dönsku grundvallar- lögunum, þá er þvi litill gaumur gefinn, enda þótt það sé liklega það besta, sem hann gerði fyrir okkur. En þar vantar hina dramatisku umgjörð. Það er sitt- hvað að bera fram mótmæli eins og Jón gerði með vopnaðá her- menn baksviðs, reiðubúna að skakka leikinn ef með þyrfti, eða beita menn fortölum á nefnda- fundum úti i Danmörku eins og Brynjólfur. Hve mikil áhrif? En það má segja, að hann hafi ekki haft svo ýkja mikil áhrif á stjórnmál okkar. Meðal annars vegna þess, að ýmsar hugmyndir sem hann ber fram eru i raun á dagskrá enn i dag. Eins og Björn Þorsteinsson minntist á i and- mælum sinum, þá verður hann fyrstur manna til að vekja máls á þvi óréttlæti, að ekki sé jöfn kjós- endatala á bak við hvern þing- mann. Og hann er jafnvel að tala um landið sem eitt kjördæmi til að skapa öllum jafnan rétt, — þetta er svona gamalt. Og hann er að berjast fyrir sem al- mennustum kosningarétti, að eignarréttur og staða ráði þvi ekki, hvort menn hafi kosninga- rétt eða ekki. Og við vitum að það tók sinn tima hér á landi að þessi sjónarmið væru virt. Ýmis bar- áttumál hans fá ekki undirtektir fyrr en löngu seinna og þá ekki fyrir áhrif frá honum, heldur vegna þess fyrst og fremst, að menn eru þá komnir lengra á leið sjálfir. Það er erfitt að skýra þetta, en það er svo með Fjölni, að hann er ákaflega óvinsæll og áhrifalitill þau árin, sem hann er aðkoma út. Vinsældir hans koma löngu seinna. — Viltu bæta nokkru við tal okkar um hlutverk Brynjólfs. — Hann lendir þarna inn á stjórnarskrifstofurnar, og það er erfitt að festa hendur á þvi, hvað hann i raun og veru gerir. Ég hef t.d. sterkan grun um það, að hann ráði afstöðu Rentukammersins varðandi skipulag Alþingis. Kammerið skrifar ákveðið bréf, álitsgerð, þegar málið er lagt fyrir það, sem gengur á móti bæði. Embættismanna-samkomunni og Hróarskelduþinginu. Og það er mikið samræmi milli þess, sem Brynjólfur skrifaöi um alþingi i Fjölni, og þess, sem Balthazar Christensen beitti sér fyrir á Hróarskelduþingi, enda voru þær hugmyndir komnar frá Brynjólfi. Þannig er þetta um margt fleira, þaö er erfitt að vita, hvað Bryn- jólfur hefur til mála lagt, þvi það er ekki skráð beinlinis. Það er greinilegt, að Brynjólfur hefur haft mikið lag á að ná hylli manna og telja þá á sitt mál. Hann hefur haft einhverja per- sónutöfra, sém menn hafa fallið fyrir. Það sést t.d. vel á bréfum Páls Melsteðs, að hann breytir mjög i jákvæða átt skoðun sinni á Brynjólfi eftir að hanrt hefur kynnst honum persónulega 1848 og vírðist verða alúðarvinur hans. Og það er greinilegt að danskir stjórnmálamenn hafa haft mikla trú á honum. Þegar þeir velja starfsmenn i Rikis- þingið, þá er hann strax tekinn, islendingurinn. Og það er kannski enn merkilegra, að hann er settur til þess að semja álitsgerð um samskipti hertogadæmanna og Danmerkur þegar Slésvikur- striðið er á dagskrá, fenginn til að hrekja ásakanir hertogadæm- anna um að þau hafi verið skatt- pind af Danmörku, og hver sem væri hefði ekki verið settur i það verk, þegar svo mikið var i húfi. Að velja og hafna — Hvað segir þú um þann vanda, sem þvi fylgir að setja saman ævisögu manns sem hefur hlutverki að gegna i stjórnmála- sögu, hvaða ramma á að setja sliku verki, hverju á að sleppa og hvað að taka með? — Þetta var óskaplega mikill höfuðverkur fyrir mig, og ég ætla auðvitað ekki að halda þvi fram að ég hafi ratað þá einu réttu leið i þessu. En það er ekki nema rétt, að ævisagan er erfið viðureignar; — hve langt á að fara i samtiðar- lýsingunni, i þvi að skipa viðkom- andi i sæti i limanum? Hvað af framlagi hans er frumlegt og hvað miðlun á hugmyndum annarra? Þetta eru erfiðar spurningar, en um leið skemmtileg heilabrota- vinna. En eins og ég sagði þér áðan, þá fannst mér heldur slök útkoma á minum tilgátum og hugmyndalegu vangaveltum, svo að ég hefi heldur haldið mig á jörðinni. Það má vel vera að það þyki banal sagnfræði að halda sig við staðreyndir. En maður er þá ekki að koma errores á flot. Arni Magnússon varaði menn við þeirri atvinnubótavinnu að koma á stað vitleysum, sem aðrir þurfa svo að kveða niður, og hafi þá allir nokkuð að starfa. Sannleikurinn er sá, að tilgáta, sem ekki á sér stoð í veruleikan- um getur orðið furðulega lifseig, þegar hún einu sinni er komin á flakk. Það þarf alveg gifurlegt högg til að rota hana. Hún lifir kannski miklu meira lifi i sögunni en staðreyndirnar. Enda eru til-' gátur alltaf tengdar vissri ósk- hyggju, menn vilja fá eitthvað ákveðið fram, og þá byrja þeir að spinna ivöf til að fá óskir sinar inn i samhengið. Það þarf vissan setning til að láta þetta ekki leiða sig af réttri leið, og ég vil ekki segja að það hafi alltaf tekist — en ég reyndi allavega að hafa stift taumhald á þessum freistingum. Ég er alveg viss um að ýmsum finnst það galli á bókinni, að ég skuli ekki koma með fleiri stað- hæfingar um hlutina, skuli ekki nota sterkari liti. En það er alltaf hægtað setja þá inn. Fyrst verður að draga upp skissuna — og það verður hún, sem ræður myndinni, litirnir koma siðar. Og ég held að ég sé þá altént búinn að rissa upp mótifið. Þegar ég kom til Hafnar til að gefa út bréf Brynjólfs, var Sverrir Kristjánsson þar fyrir við skrásetningu bréfa. Hann leið- beindi mér á margan hátt og veitti mér ómetanlega aðstoð viö rannsóknir á 19du öld. Hann er manna best að sér i Fjölni.og mér hefur fundist hann skilja þessa tima öðrum betur. Það vildi svo illa til, að ég get þess hvergi orð- rétt né stafrétt, sem ég hef frá Sverri i bókinni, en ef ég hefi gert mig sekan um ritstuld, þá er það að ég hafi tekið frá honum án þess að geta þess. Ég hefi mjög verið i sambandi við hann.og Lúðvik Kristjánsson, og báðir hafa bent mér á ótal margt,og ég vil þakka þeim samfylgdina i 19du öldinni. Arni Bergmann Allende Framhald af 5. siðu. lendes heföi heppnast hefði það þvi vel getað ráðið úrslitum i Frakklandi, komið vinstri stjórn að völdum og Mitterrand i for- setastól, og kannski haft svipuð á- hrif á Italiu, og jafnvel miklu við- ar. ,,Láta peruna rotna!” Þetta sá Kissinger fyrir þegar 16.-17. september 1970 — og var ekki furða þótt hann yrði ótta- sleginn! Brýnustu hagsmunamál bandariska heimsveldisins voru i veði: tilraun Allendes mátti ekki heppnast. En það var tilgangs- laust að reyna að koma i veg fyrir það með beinu valdráni eða ,,lög- regluaðgerð”, þvi að tilraun, sem er kyrkt i fæðingu með ruddalegri valdbeitingu, misheppnast ekki. Slikt valdarán hefði einfaldlega svipt grimunni af ihaldsflokkum Chile og bandarikjamönnum sjálfum og sýnt að þeir hikuðu ekki við að fótumtroða þær lýð- ræðisreglur, sem þeir sjálfir boða, um leið og hagsmunir þeirra væru i veði. Þess vegna var nauðsynlegt að láta tilraun Allendes renna smám saman út I sandinn eins og af sjálfsdáðum, búa þannig i haginn að hún hlyti að misheppnast og láta lita svo út að hefði alltaf ver- ið dæmd til að misheppnast — hún hefði verið óframkvæmanleg. Það varð að nota tilraun Allendes til að búa til nýja goðsögn — sem styrkti vitanlega þær sem við höf- um áður nefnt — goðsögnina um „mistök hins marxiska draum- óramanns”. Til þess þurfti vitan- lega að fara hægt i sakirnar, en það var lika þess virði. Strax og ráðamenn Banda- rikjanna höfðu gert sér grein fyrir þessu, var hætt við áætlanir um að koma i veg fyrir að Allende gæti tekið við völdum. 1 stað þess var búin til önnur áætlun, sem miðaði að þvi, eins og sagt var, ,,að láta peruna þroskast þangað til hún rotnaði” — og má e.t.v. sjá bergmál af þessu orðalagi i at- hugasemd Merriams sem áður var nefnd. En á meðan þessi áætlun var að virka, fékk Allende vitanlega tækifæri til að framkvæma hluta af stefnuskrá sinni: það kom i ljós hvað hann ætlaði að gera og hvaða undirtektir það fékk. Það hefur sennilega verið þetta sem Kissinger óttaðist þegar hann vildi láta til skarar skriða sem fyrst — og má vera að ótti hans hafi haft við rök að styðjast. e.m.j. Grikkland Framhald af bls. 11. Grikkland. En stjórn Karaman- lisar hefur, frá þvi hún komst til valda, m.a. unnið að þvi að koma á a.m.k. aukaaðild Grikklands að EBE. Papandreú var að þvi spurður, hvaða augum hann liti það sam- starf sem nú væri að hef jast milli Frakklands og Grikklands, en þessi riki hafa i Nato bæði þá sér- stöðu, að þau hafa sagt heri sina úr hernaðarsamstarfi við Nato. Papandreú taldi, að slikt ,,sam- starf” gæti orðið hættulegt þegar til lengdar léti, vegna þess að það gæti auðveldlega þróast i átt til þess að Grikkland yrði frökkum háð. „Undirrót hins illa hefur i Grikklandi allan þennan tima verið einmitt sú, að landið var háð Bandarikjunum, og þetta eig- um við að láta okkur verða til varnaðar og vara okkur á nýjum herrum. Papandreú svaraði þvi með nokkurri varfærni, hvar hann setti hreyfingu sinni mörk til vinstri, en i landinu eru nú tveir kommúnistaflokkar. Hann sagði að hann hafnaði kommúnisku valdakerfi, þar eð það fæli skrif- finnum völdin, en hann legði þess I stað áherslu á dreifingu valdsins og rétt fólks til að velja og hafna. (áb tók saman) r Utvarpsannáll Framhald af bls. 7. Þessir þættir hafa verið nokk- urskonar sálrænn skæruhernað- ur, ákveðin tilraun til þess að fá þjóðina til þess að sætta sig við hið óumflýjanlega. Til viðtals hefur Baldur kvatt ýmiskonar hagfræðinga, sem sumir hafa verið auglýstir sem miklir visindamenn, er verulegt mark væri á takandi. En hann hefur jafnan haft svo mikið taum- hald á visindamönnunum, að hann hefur jafnan fengið það út úr þeim, er hann óskaði eftir. Að lokum skal svo drepið á þrjú erindi um dag og veg, sem eru mér öðrum fremur minnisstæð. Fyrst skal nefna erindi Aslaug- ar Ragnars, blaðamanns. Það má teljast merkilegt fyrir þær sakir, að þar ultu upp úr manneskjunni blóðhrá kosninga- slagorð frá liðnu sumri,svo sem eins og miðstjórnarvald, byggða- stefna og dúsa fyrir Alþýðu- bandalagið, og átti hún þar við lokun Keflavikursjónvarpsins. Það er ekkert við þvi að segja, þótt flytjendur dags og vegar túlki hverjar þær skoðanir sem þeim eru efstar i huga. Það er heldur ekkert við þvi aö segja, þótt þeir boði skoðanir þess stjórnmálaflokks, sem þeir telja sig fylgja. En þeir ættu helst að nota sin eigin orð, en forðast að fá þau að láni hjá þeim flokkum, er þeir þjóna. Þeir Hlöðver Sigurðsson og Andrés Kristjánsson túlkuðu báð- ir ákveðin sjónarmið og lifsvið- horf i sinum erindum. Þó að skoðanir þeirra og lifs- viðhorf hafi verið og séu allmjög á dagskrá með þjóðinni, höfðu þeir báðir það fram yfir blaða- manninn, sem áður var nefndur, að þeir þurftu ekki að fá orð og hugtök að láni hjá skoðana- bræðrum sinum. Þeir áttu báðir nægan orðaforða til þess að tjá skoðanir sinar á sjálfstæðan og persónulegan hátt. Hlöðver talaði aðallega um vel- ferðarsamfélagið og hugleiddi, hversu mætti bæta úr þeim göll- um, sem gera vart við sig innan þess. Andrés ræddi hinsvegar um herstöðvamálin og þá kúvend- ingu, sem þau virðast nú vera að taka I höndum ndverandi vald- hafa. Þó aö margt hafi verið um þessi mál rætt, bæði með og móti.minn- ist ég ekki, að nokkrum manni hafi tekist betur upp en Andrési i þetta sinn. Orð hans voru meitluð, og auðheyrilega svo þaulhugsuð, að engu orði var ofaukið og ekkert vantaði, er máli skipti. Og auk þess voru þau flutt af svo trega- full sannfæringarþunga, að manni hlaut að volgna innanrifja. Og margur maðurinn, sem kominn er á gamals aldur, en hef- ur á langri ævi þráð það umfram aðra hluti, að ættjörð hans yrði i raun og veru frjáls, meðan hann væri enn ofar moldu, mun taka undir þá persónulegu játningu Andrésar, að kollsteypan sem nú er framundan verði hans sárasta lifsreynsla. 8. sept. 1974. Skúli Guðjónsson. 25% Framhald af bls. 1. hækkunarinnar. I ágúst var talið að sambærileg tala væri 119,6. Framfærsluvisitalan Þá hefur verið rætt um þau áhrif sem ákveðnar og þegar komnar eða væntanlegar hækkanir hafi á visitölu fram- færslukostnaðar Hún var reiknuð út 296,8 stig 1. ágúst sl. Taiið er að ráðstafanirnar hækki hana í 333 stig á timanum fram að 1. nóvem- ber. Þar er um að ræða um 12% hækkun, en prósentin talin skiptast þannig milli hækkunar- tiiefna : Vegna eldri tilefna og er- lendra hækkana 4,7. I þessari tölu eru talin áhrif hækkana hitaveitu, rafmagnsveitu og strætisvagna. Vegna búvöruverðhækkana (11,9% hækkun verðlagsgrund- vallar, þar af komin til fram- kvæmda 9,5%) 2,0 prósentustig. Vegna gengislækkunarinnar er talið að hækkanir verði 3,7 prósentustig. Vegna hækkunar bensingjalds 0,4 stig, vegna hækkunar raforkusjóðsgjalds 0,1 stig, og vegna söluskatts- hækkunar 1,3 stig. Þessar tölur hafa verið á dagskrá viðræðn- anna — en sumir telja að þær séu of lágt áætlaðar og að þær verði i rauninni allt að fjórðungi hærri þegar öll kurl komi til grafar. Síldin fryst Framhald af 16. siðu sem leiguibúðir. Byrjað var á byggingu þessara fjölbýlis- húsa i fyrrahaust. Annað þeirra er nú uppsteypt og hitt að hálfu leyti. — I sumar var unnið að þvi að leggja oliumöl á helstu um- ferðaræðarnar i bænum og mun möl hafa verið lögð á 2ja km. vegarkafla. Aður hafði nokkur hluti aðalgötunnar verið steyptur en þetta er það fyrsta sem lagt er af oliumöl. Það hefur orðið mikil bót að fá þetta ekki sist fyrir þær sakir að aldrei fyrr i sögu Hafnar hefur önnur eins umferð verið um þorpið og i sumar eftir að hringvegurinn var opnaður. —S.dór. VELDUR,HVER 0 SAMVINNUBANKINN^ m ERUM 3 í námi og vantar 3ja til 4ra herbergja íbúð sem fyrst. Má þarfnast lag- færingar. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar i síma 73864 næstu kvöld. almenni MÚSIK skólinn Kennsia hefst 23. september n.k.— Upplýsingar og innrit- un nýrra nemenda alla virka daga i skrifstofu skólans, Stakkholti 3, simi 2-54-03, kl. 10-12, og 18-20. Kennslugreinar: Harmonika, Melodica, Guitar, Bassi, Fiðla, Flauta, Madolin, Saxophon og trommur. Athugið: Aðeins 1. min. gangur frá Hlemmtorgi. — Simi 2-54-03. almenni MÚSIK skólinn GARÐAHREPPUR Samtök sveitarfélaga i Reykjanesum- (læmi óska að taka á leigu i Garðahreppi húsnæöi fyrir fræðsluskrifstofu kjör- dæmisins. Upplýsingar veitir Axel Jónsson, Goða- túni 2, simi 43222. Kórskólinn í Kópavogi Haustnámskeið eru að hefjast. Kennslu- greinar verða: Raddþjálfun, nótnalestur, heyrnarþjálfun, öndun og slökun, kórisk söngþjálfun, ljóðasöngur og kórsöngur. Sigriður E. Magnúsdóttir heldur fyrir- lestra um söng og taltækni. Aðrir kennar- ar verða: Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Einar Sturluson og Guðmundur Gilsson. Kennt verður bæði i hóptimum og einka- timum. Unglingar undir 18 ára aldri fá 50% afslátt frá kennslugjaldi. Upplýsingar og innritun i sima 42039.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.