Þjóðviljinn - 22.09.1974, Síða 7
Sunnudagur 22. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
DuQdOQDQ^ÖD7
Endurminningar Neruda — Að éta jörðina og
drekka sjóinn — Salama ekki af baki
dottinn — Feimnismál frá stríðsárunum
— Dániken útlistar helgra manna sögur —
Allri snilld sjónvarpað frá öðrum hnöttum
HIÐ MIKLA SKALD Chile,
Pablo Neruda, lést nokkrum
dögum eftir valdarán herfor-
ingjanna — meðan hann barðist
fársjúkur við dauðann skrifaði
hann siðustu siðurnar i ævi-
minningum sinum, og fjalla þær
um vin hans Allende forseta og
þau svik sem framin höfðu verið
á Chile. Nokkra af köflum þess-
ara endurminninga birtum við
hér i Þjóðviljanum — þeir fjöll-
uðu um afskipti Neruda af
stjórnmálum, um þingmennsku
hans á striðsárunum, sem lauk
með þvi að hann varð að flýja
einræðisherrann Videla og
komst til Frakklands á passa
vinar sins, skáldsins
Asturiasar. Og svo um afskipti
Neruda af alþýðufylkingunni og
íramboði Allendes.
Endurminningarnar nefnast
„Confieso que he vivido” —Ég
játa að ég hef lifað, og hafa
komið út bæði á Spáni og i
Argentínu. Þær rekja allan feril
Neruda sem skálds, diplómata,
kommúnista, segir frá skálda-
draumum æskuáranna,
konsúlsárum i Asiu, pólitiskri
vakningu á árum borgarastriðs-
ins á Spáni, árum útlegðar,
heimkomu, frá vinum og óvin-
um, sigrum og sárum vonbrigð-
um.
ENDURMINNINGARNAR
hafa hlotið hina bestu dóma.
Arthur Lundkvist segir t.d. á
þessa leið I DN: „Langur kafli i
bókinni heitir „Skáldskapurinn
er köllun”, en þar lætur Neruda
afdráttarlaust mjög I ljósi per-
sónuleg viðhorf sln til ljóðsins
og skáldsins. Hann kallar sjálf-
an sig hamingjusaman mann og
leggur áherslu á rétt skáldsins
til hamingju — með því skilyrði
að hann sé sameinaður fólkinu i
baráttu þess fyrir hamingju.
Talar um llf sitt sem það væri
einskis virði I sjálfu sér, heldur
samsett úr lifi allra manna;
þannig lifa skáld. Hann kveðst
gleypa I sig „tilfinningar, bæk-
ur, athygli og deilur”, hann
kveðst vilja „éta alla jörðina,
drekka allan sjóinn”. Hann ber
fram hástemmdan lofsöng til
orðanna, þess lifs og þróttar
sem i . þeim felst, fegurðar
þeirra og auðæfa sem tilheyra
öllum eða ættu að tilheyra öll-
um.
Það er ekki hægt annað en að
veita endurminningum Neruda
viðtöku sem yfirmáta gjöf, og
það er vanþakklæti að nefna
hluti sem maður saknar”. En
Lundkvist finnst ekki nóg skrif-
að um ýmsa vini skáldsins, og
þá of einhliða lof um ágæta
menn eins og Hikmet, Aragon,
Erenbúrg og Eluard, sem voru i
senn vinir hans og samherjar.
Hann saknar þess að Neruda
skuli ekki hafa fjallað meir um
vandkvæði kommúnista eftir
dauða Stalins, og þá einnig um
slðustu æviár sin. En Lundkvist
veit að gagnrýni hans er m.a.
óréttmæt vegna þess að Neruda
entist ekki aldur til að ljúka
verki sinu — hann kallar endur-
minningarnar „stórkostleg
verk, full með lif, húmor og
skáldskap.”
•
FINNSKI RITHÖFUNDURINN
Hannu Salama er einn þeirra
manna sem hefur til að bera á-
ræði og hugkvæmni til að fást
við efni sem eru viðkvæm þjóð
hans „hættuleg”, bannhelg.
Margir mun kannast við nafn
hans siðan hann átti I málaferl-
um út af skáldsögu einni, þar
sem fyllikarl einn fór með guð-
last. En nú hefur Salama bæst i
hóp þeirra finnskra skálda sem
fást við hinar viðkvæmu
styrjaldir finna; borgara-
styrjöldin 1918 milli finnskra
rauöliða og hvitliða, vetrar-
striðið, aðildin að heims-
styrjöldinni — allar eiga þær sér
hliðar sem koma iila við marga,
ef fram eru dregnar.
Um þessi strið hefur Vainö
Linna gefið merkilegt yfirlit I
bálkum sinum. En Hannu
Salama ræðst i nýlegri skáld-
sögu sem á sænsku hefur verið
kölluð Kommer upp i tö (Raben
och Sjögren) i að lýsa atvikum
sem af eðlilegum ástæðum hafa
mjög legið i þagnargildi. Hann
segir á sinn hátt söguna af þvi,
að á striðsárunum urðu til á bak
við viglinurnar finnskar skæru-
liðasveitir kommúnista, sem
töldu sig eiga i andfasiskri bar-
áttu (Finnland var þá komið i
bandalag við Þýskaland), en
voru af öðrum taldir til land-
ráðamanna.
Til þess er tekiö i umsögnum,
að Salama gæti ótrúlegrar hiut-
drægni I túlkun sinni: „Hvorki
gamlir stalinistar né rétt þenkj-
andi patríótar munu þar finna
það sem þeir vilja helst lesa,”
segir einn gagnrýnandi. Sagan
er ekki um hetjur eða þá glæpa-
menn. Salama sýnir hóp
manna, sem við vissar aðstæður
eiga að velja milli þess að svikja
föðurland sitt eða að svíkja stétt
sina. Vettvangurinn er
Tampere, verkamannaborgin,
þar sern sár borgarastriðsins
eru enn opin. Rikislögreglan
gerir áhlaup á verkamanna-
hverfin þar sem andspyrna er i
vexti, og skæruliðar leita út I
skógana, hlustandi á finnskar
raddir frá Moskvuútvarpinu,
sem gefa verkamönnum fyrir-
heit um betri daga án
kapitalista. Persónur Salama
eru ekki Hamlet-figúrur i stór-
um vafa um sinn hlut: Vissum
manneskjum við vissar félags-
legar aðstæður er val auðvelt —
það er þessi veruleiki, einatt
grimmur og harður, sem
Salama gefur lesendum kost á
að skilja.
•
ÖNNUR BÓK úr allt öðru
umhverfi. Erich von Daniken
heitir maður sem íslendingar
hafa allrækilega kynnst af þýð-
ingum. Hann hefur orðiö frægur
og firnarikur á bókum sem
spekúlera með áhuga manna á
sambandi viö aðra hnetti, og
Pablo Neruda. Ekki eitt llf,
heidur hluti af lifi allra.
Erick von DSniken. Hann lofar
þvi að vitringarnir á
vetrarbrautunum láti alla ill-
mennsku i pólitík mistakast.
Hannu Salama. Skæruhernaöur
að baki finnsku vigiinunnar á
striðsárunum.
skrifað fjórar bækur, sem gefa
sér þá forsendu að flest það sem
skiptir máli I sögu mannkyns sé
afleiðing af heimsóknum ofur-
menna frá öðrum stjörnum. Alls
hafa þessar bækur verið prent-
aðar I 22 miljónum eintaka.
Fimmta bók Danikens heitir
„Vitranir” (Erscheinungen).
Þar eru ekki sagðar rokufréttir
eins og i fyrri bókum. Engin ný
tiðindi af málmbókasafni þvi
sem Daniken þóttist hafa fundið
Ihelli i Andesfjöllum og væri frá
fornum geimförum komið. Þar
segir heldur ekki af fundum
Hesekiels og annarra spámanna
Gamlatestamentisins og geim-
skipa sem fara á milli vetrar-
brauta. Þess i stað rekur
Daniken sögur af heilögum
mönnum og dýrlingum, krafta-
verkasögur' kirkjunnar, sem
eru tengdar þvi að mönnum
birtist eitthvað, þeir sjá sýnir.
Eins og vænta mátti hefur
Daniken fram að færa sinar
skýringu á öllu saman: Sýnir og
vitranir helgisagnanna eru að
hans dómi einskonar fjarskeyti
frá göfugum þroskaverum sem
milli stjarna fara og hafa mestu
ráðið um mannlífsins gang.
Kirkjan hafi svo að sinu leyti
snúið boðskap vitrananna til
samræmis við sinar kreddur á
hverri tið segir þessi goðsagna-
prangari.
DÁNIKEN SEGIR að fjar-
skiptasjónvarp þetta (vitranir
m.ö.o), sé mjög blessunarrikt,
leggi enda höfuðáherslu á „frið
og ástúð”. Ennfremur láti
stjarnsendar sér annt um vis-
indalegar framfarir — hafi
Niels Bohr t.d. séð atómmódel
sitt I draumi. Yfirleitt telur höf-
undur alla trúarbragðahöfunda
og snillinga jarðar aðeins mót-
tökustöðvar fyrir boð frá
vetrarbrautunum. Hinsvegar
gæti þessir boðendur þess einnig
að „allar kirkjulegar og verald-
legar einræðisstjórnir mis-
heppnist”.
Samsetning sinn prýðir
DSniken siðan með glefsum af
fróðleiksmolum um heilarann-
sóknir, parasálfræði og fleiri
tiskugreinum. Bók hans er frá-
leitt jafnmikill reyfaralestur og
hinar fyrri, en boðskapurinn er
sá sami: Manneskjan er aum og
vesæl og ekki sjálfs sin ráðandi
— allt gott kemur að utan, að
vlsu ekki frá guðum eins og áð-
ur, heldur eru geimvisindi
einskonar sett I þeirra stað.
Þetta er llklegt til vinsælda á
okkar mannlægingartimum,
enda biða 23 forlög eftir útgáfu-
rétti að „Vitrunum”. —AB tók
saman.
Meðan dvalist er á Kanarieyjum nota margir tækifæriö til að
skreppa i dagsferð til Afrlku.
Vetrarferðir til
Kanaríeyja byrja
Þegar Flugfélag lslands hóf
sólarferðir tii Kanarfeyja i árslok
1970 varð fljótiega Ijóst að mikiil
áhugi var fyrir vetrarorlofi I sól
og sumri, að margir myndu not-
færa sér þessa þjónustu, þegar
fram i sækti. Sú hefur einnig orðið
raunin á, og þrátt fyrir nokkra
örðugleika I byrjun hvað áhrærði
gistingu á Kanarieyjum, þá hafa
þessar ferðir átt vaxandi vinsæld-
um að fagna enda hefur gistiað-
staða batnaö ár frá ári með aukn-
um viðskiptum og bctri fótfestu á
hótelmarkaöi eyjanna.
1 haust munu Kanarieyjaferðir
Flugleiða h.f. hefjast þann 31.
október, en alls eru áætlaðar 16
feröir til Kanarieyja i vetur. Sú
breyting verður á ferðatilhögun,
að flogið er nú frá Islandi að
morgni fimmtudags og komið til
Kanarieyja kl. 14:00. Hópur sem
er á heimleið leggur af stað frá
Kanarieyjum kl. 16:00 og kemur
til Keflavikur kl. 22:00. Millilent
verður I Glasgow I þessum ferð-
um, en þar hafa áhafnaskipti
fram. Flestar ferðirnar verða
flognar með Boeing 727 þotum
Flugfélagsins, en fjórar ferðir
verða flognar með DC-8 þotum
Loftleiða á þeim timum, sem
mest eftirspurn hefur verið. eftir
ferðum til Kanarieyja, en það er i
desember og I janúar.
Gisting i Kanarieyjaferðum
Flugleiða verður sem áður i smá-
hýsum, Ibúðum og hótelibúðum
eða á hótelum, og eru verð og að-
búnaður við allra hæfi. Þá hefur
verið opnuð skrifstofa á Kanari-
eyjum til þess að greiða fyrir far-
þegum. Skrifstofan er á jarðhæð i
besta stað á Playa del Ingles og
verðuropin á skrifstofutima. Auk
þess munu fararstjórar heim-
sækja ferðafólkið, leiðbeina þvi,
og hjálpa þvi til að komast I lengri
eða skemmri útsýnisferðir. Svo
og greiða fyrir þvl að öllu leyti.
Aðalfararstjóri verður sem áð-
ur Guðmundur Steinsson. Hann
hefur starfað fyrir félagið á
Kanarieyjum frá upphafi ferða
þangað, en starfaði áður að slik-
um málum á Spáni og viðar.
Um það leyti er sólarferðir
Kanarieyja hófust dvöldu um það
bil helmingur farþega i höfuð-
borginni á Gran Canaria, Las
Palmas. Þróunin hefur hins veg-
ar orðið sú, að fleiri og fleiri
kjósa að dvelja á suðurhluta eyj-
arinnar, Playa del Ingles, sem er
að öðru jöfnu sólrikari. Þó eru
allmargir, sem kjósa frekar að
dvelja norður frá, njóta hins fjör-
uga næturlífs borgarinnar. Ferðir
milli staðanna eru tiðar.