Þjóðviljinn - 22.09.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. septembcr 1974.
Sunnudagur 22. september 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9
FRANSKAR KONUR GRÍPA TIL EIGIN RÁÐA
Framkvæma sjálfar
fóstureyöingar meö
sogaðferðinni
íslendingur, sem hefur starfað með þeim, segir frá
Meðan þrefað er um
frönsku fóstureyðingalög-
gjöf ina og þarlend yf irvöld
reyna að tefja fyrir mál-
inu, einsog fram kemur í
greininni hér á síðunni,
hefur hópur franskra
kvenna gripið til eigin
ráða. Með hjálp lækna
haf a þær lært sogaðferðina
svokölluðu og framkvæma
nú fóstureyðingar sjálfar
ef meðgöngutíminn er inn-
an átta vikna, en aðstoða
annars konur við að kom-
ast til aðgerða erlendis.
Jafnframt leggja þær
ríka áherslu á fræðslu um
getnaðarvarnir og berjast
fyrir frjálsum fóstureyð-
ingum að lögum, sagði
Ragnheiður Ragnarsdóttir
i viðtali við Þjóðviljann, en
hún hefur undanfarin ár
stundað myndlistarnám í
Aix-en-Provence í Frakk-
landi, þar sem hún kynntist
þessum samtökum kvenna
og starfaði dálítið með
þeim.
— Samtökin kallast MLAC, þ.e.
Mouvement de la liberation de
l’avortement et la contraception
(Hreyfingin fyrir frjálsum fóstur-
eyðingum og getnaðarvörnum),
sagði Ragnheiður, og hefur þegar
orðið það ágengt i baráttu sinni og
áróðri, að getnaðarvarnir eru nú
greiddar af sjúkrasamlaginu, en
það var eitt af þvi sem samtökin
einsettu sér að koma fram. Aður
gátu stúlkur undir 21 árs aldri
heldur ekki fengið getnaðarvarn-
ir einsog t.d. pilluna nema að þær
kæmu með undirskrift foreldra
sinna til læknisins, en nú hefur
aldurstakmarkið fengist lækkað i
18 ára einsog kosningarétturinn.
— Þýðir þetta i reynd, að yngri
stúlkur fái ekki getnaðarvarnir
eða fara læknarnir kringum lög-
in?
— Það er sjálfsagt upp og ofan.
En auðvitað er stúlku, sem er á-
kveðin, innan handar að fá bara
einhverja vinkonu sina til að út-
vega pilluna.
Hinsvegar vantar mjög upplýs-
ingar um getnaðarvarnir og nota
t.d. aðeins 7% franskra kvenna
pilluna. Það er talið, að um helm-
ing þeirra fóstra sem koma undir
i Frakklandi sé eytt, þannig að
segja má, að ólögleg fóstureyðing
sé notuð sem nokkurskonar getn-
aðarvörn, oft með alvarlegum af-
leiðingum, þvi ýmsir geta hugsað
sér að græða á vandræðum
kvennanna og eru þá mismunandi
samviskusamir i verki.
Liður i
baráttunni
Fóstureyðingalögin i Frakk-
landi eru jafnvel enn strangari en
hér, aðeins tekið tillit til læknis-
fræðilegra ástæðna og alls ekkert
til félagslegra aðstæðna. Liður i
baráttu MLAC fyrir frjálslegri
löggjöf er uppfræðsla á fundum
og framkvæmd fóstureyöinga eða
aöstoð við að fá fóstureyðingu er-
lendis. Samtökin hafa ekki fariö
úti að vísa á ákveðna hjálpfúsa
lækna, hinsvegar kemur oft fyrir,
að læknar visa konum á samtök-
in.
En það er langt frá þvi að
MLAC geti annaö öllum tilfellum,
sem til þeirra leita og þvi er valið
úr og þeim hjálpað fyrst og
fremst, sem ekki hafa efni á að
fara til annarra landa eöa eru
undir aldri. Eins eru samtökin
mjög ströng á timatakmörk og
framkvæma einungis aðgerðir á
konum, sem hafa gengiö með inn-
an við 8 vikur. Sé konan komin
lengra á leið er henni hjálpað að
komast til útlanda, oftast Hol-
lands eða Sviss, og konur úr sam-
tökunum fara með. Venjulega er
þetta svo, að fleiri fara saman i
hóp með einni til tveimur úr
hreyfingunni, sem sjá þá um öll
formsatriði i Hollandi. Bæði er ó-
dýrara að fara i hóp, en það er
lika gert vegna þess, að það er
mikill siðferðilegur styrkur fyrir
konurnar að vera saman i stað
þess að pukrast með þetta hver i
slnu horni.
Kenna sogaðferðina
— Mér skilst, að það séu ekki
endilega læknar, sem fram-
kvæma aðgeröina hjá MLAC?
— Það eru læknar, mest konur,
starfandi I hreyfingunni og þær
hafa uppfrætt og kennt venjulegu
fólki sogaðferðina, mjög oft kon-
um, sem sjálfar hafa látið eyða
fóstri og komist þannig I samband
við hreyfinguna.
ORÐ
Ja, þvílíkt!
Maður nokkur sagði mér frá
kunningjakonu sinni, sem ný-
lega fór i eina útsölu ÁTVR,
geröi sin innkaup, og greiddi
siöan fyrir með ávisun.
— Ja, sú var nú tiðin, sagði
þá afgreiðslumaöurinn, að
konur létu bara ekki sjá sig
hér. En nú er svo langt gengið,
að þær koma og kaupa og
borga meira að segja fyrir
með ávisun, sem þær gefa út
sjálfar!
Enginn karlskátahöfð-
ingi?
AS sagðist hafa hlustað á
dagskrá i útvarpinu i tilefni
skátamóts nýlega. Þar var
ma. viötal við „skátahöfð-
ingja” (einhverskonar yfir-
höfðingja) og siðan við „kven-
skátahöfðingja”. En hvers
vegna var ekki talaö við neinn
„karlskátahöfðingja” lika?
spyr hún. Eru þeir kannski
ekki til?
Erfiðleikar brautryðj-
andans
Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins
hringdi og sagði sinar farir
ekki sléttar. Sjónvarpið vant-
aði starfskraft til simaþjón-
ustu og i sönnum rauðsokka-
anda auglýsti hann dag eftir
dag i útvarpinu eftir „sima-
verði”, þvi ekki ætlaði hann
sér að fara að kyngreina starf-
ið fyrirfram.
En ekkert svar kom við aug-
lýsingunni, nema einn maður
hringdi og hélt að hér væri um
einhverskonar næturvarðar-
starf að ræða.
— Daginn eftir auglýsti ég
eftir „simastúlku” og þá bár-
ust 50 umsóknir á einum degi,
sagði Pétur. Þetta vil ég að þið
vitið næst þegar þið farið að
gagnrýna svona auglýsingar.
Já, það er erfitt að ryðja
brautina. En ég vil samt skora
á Pétur og aðra framfarasinn-
aða að gefast ekki upp við svo
búið. Það tekur oft langan
tima að kveða niður gamla
fordóma og venja fólk á
breyttan hugsunarhátt og i
þeirri baráttu væntum við
ekki sist liðsinnis þeirra, sem
— Hvernig veit fólk af þessari
starfsemi? Varla má auglýsa
hana opinberlega?
— Ekki beinlinis, þvi þetta er
náttúrlega óleyfileg starfsemi.
En hreyfingin heldur oft fundi og
fer i mótmælagöngur og það má
að vissu leyti telja til auglýsinga-
starfsemi, að þær gerðu kvik-
mynd af fóstureyðingu, sem þær
framkvæmdu, og sýndu i kvik-
myndahúsi i borginni. Sýningin
var ekki auglýst, en myndin sýnd
sem aukamynd á undan venju-
legri sýningu og siöan boðið uppá
umræður á eftir.
— Tekur hreyfingin peninga
fyrir aðgerðir?
— Nei, þetta er bara hjálp og
unnin i sjálfboöavinnu. Þaö eru
haldnir fundir með konunum,
sem leita aðstoðar, og þar fá þær
nákvæmar upplýsingar um i
hverju aðgerðin er fólgin og eru
hvattar til aö gera sér grein fyrir,
hversvegna þær óska eftir fóstur-
eyðingu, til að þær eigi auðveld-
ara meö að taka ákvörðun. Kon-
unum er siðan skipt niður i smá-
hópa og fengnar til að ræða málin
saman, sem er mikill stuðningur
fyrir flestar. Það fer siðan eftir
aðstæðum, hvort hreyfingin
framkvæmir aðgeröina eða
hjálpar til utanferðar, en mikil á-
hersla er lögð á að halda áfram
sambandi við þær — sem hafa
fengið hjálp og fá þær til aö starfa
meö og hjálpa öðrum.
I heimahúsi
Aögerð er ekki framkvæmd á
sjúkrahúsi eða klinik, heldur ein-
hversstaðar i heimahúsi, en það
er alltaf einhver læknislærður
viðstaddur þótt aðrir annist verk-
ið. Yfirleitt eru 6-7 manns úr
hreyfingunni viðstaddur. Kon-
urnar I hreyfingunni halda þvi
fram, aö ekki þurfi neina sér-
staka aðstöðu til fóstureyöingar
með sogaðferðinni þegar hún er
framkvæmd á réttum tima, þ.e. 5-
8 vikur af meðgöngu, en þær
leggja áherslu á, að allt fari ró-
lega og manneskjulega fram og
yfirleitt taka a.m.k. tvær mann-
eskjur að sér að tala við konuna á
meðan á aðgerð stendur. Svæfing
er ekki notuð, en konunni gefið
valium eða annað róandi.
— Fannst þér óhugnanlegt að
vera viðstödd fóstureyðingu?
— Alls ekki. Eg hafði áður séð
kvikmyndina og hún snerti mig
dálitið illa, en þegar ég sá þetta I
raunveruleikanum fannst mér
það mjög eðlilegt og alls ekkert ó-
hugnanlegt. Sú manneskja jafn-
aði sig mjög fljótt, lá eitthvað i 20
minútur eftir aðgerðina og fór svo
heim.
Læknar jákvæðir
— Þú sagðir áðan, að læknar
visuðu konum oft á samtökin þeg-
ar þær leituðu til þeirra um fóst-
ureyðingu. En hvernig taka lækn-
ar þá þessari starfsemi opinber-
lega? Hafa þeir mótmælt eða for-
dæmt?
— Stór hópur lækna hefur mælt
með þessu og mjög margir lækn-
ar i Frakklandi eru hlynntir
frjálsum fóstureyðingum. Milli
400 og 500 læknar hafa t.d. lýst yf-
ir opinberlega, að þeir hafi átt að-
ild að fóstureyðingu, ýmist fram-
kvæmthana eða stuðlað að henni.
Þessir læknar hafa ekki verið
sóttir til saka fremur en kvenna-
hópurinn sem fyrir nokkrum ár-
um lýsti yfir opinberlega, að þær
hefðu gengist undir ólöglega
fóstureyðingaraðgerð.
— Er ekkert gert opinberlega
gegn MLAC heldur?
— Málið er komið á það stig, að
lagabreyting virðist óhjákvæmi-
leg, spurningin er aðeins hvenær.
Hreyfingin er orðin það útbreidd
og þekkt, að það vita i rauninni
allir um starfsemi hennar, sem
vilja vita, auk þess sem hún gerir
ekkert til að leyna fundum sinum
né bækistöðvum. Með þvi að gera
ekkert viðurkenna yfirvöld starf-
semina að vissu marki.
—vh
eru fulltrúar opinberra sofn-
ana. Ef opinberir aðilar gefa
ekki gott fordæmi og fram-
fylgja lögum um jafnrétti
kynjanna þýðir varla að búast
við þvi af öðrum.
Því ekki nemendafélög-
um húsmæöraskólanna?
V.S. beinir fyrirspurn til
menntamálaráðuneytisins
vegna fréttar frá þvi varðandi
Kvennaárið 1975, þarsem
kemur fram, að ráðuneytið
hafi skrifað samtökum einsog
Kvenfélagasambandinu,
Kvenréttindafélaginu, Menn-
ingar- og friðarsamtökunum
og loks Kvenstúdentafélaginu.
Hversvegna Kvenstúdenta-
félaginu? spyr V.S. Þvi þá
ekki líka Nemendasambandi
Kvennaskólans, Nemenda-
sambandi Húsmæöraskólans
á Löngumýri i Skagafirði,
Nemendasambandi Hús-
mæðraskólans á Hallorms-
stað, svo eitthvað sambærilegt
sé nefnt? Hversvegna tekur
ráðuneytið eitt nemendasam-
band kvenna framyfir annað?
Því láta þær
fara svona með sig?
Þarsem meginefni siðunnar
i dag er um fóstureyðingar i
Frakklandi og deilur um lög-
gjöfina þar, sem um margt
minna á ýmislegt það sem
fram hefur komið i umræðun-
um um okkar eigin fóstureyð-
ingarlöggjöf, langar mig til að
enda belginn að þessu sinni
með tilvitnun i bréf, sem ég
fékk I sumarfrá I.B.J., og væri
fróðlegt aö heyra hugmyndir
fleiri lesenda um þessi mál.
En I.B.J.segir ma:
„Eftir á að hyggja og eftir
þvi sem ég bæði kynnist betur
og hugsa meira um fóstureyð-
ingafrumvarpið, finnst mér
eiginlega fáránlegt, að slikt
frumvarp skuli þurfa að koma
fram. Mér finnst miklu eðli-
legra, að kvenfólk taki þetta
vandamál i sinar hendur — al-
gjörlega. Viö eigum nokkra
menntaöa lækna — kvenkyns
— sem gætu tekið þetta að sér,
ef þeim sýndist svo og ef þær
hefðu stuðning kynsystra
sinna á bak við sig.
Ég veit til þess, að i USA
hafa kvenkynslæknar komið á
fót eftirlitsstöðvum, sem eru
þannig að konur geta gengið
þar inn eftir þörfum til þess
t.d. að fá iagi komið á blæðing-
ar sé einhver töf á þeim, segj-
um vika eða tvær. Fóstrum er
ekki eytt á þessum stöðvum,
ef i ljós kemur, að gengið er
með meira en u.þ.b. 4-6 vikur
(ónákvæm tala, skrifuð eftir
minni úr timariti). Sem sagt:
komast má hjá fjasi, tima-
eyðslu, geistlegri vandlætingu
og ógeðslegum fóstureyðing-
um, sem framkvæmdar eru,
þegar fóstrið er raunverulega
orðið barn.
Mér sýnist að konur þurfi
ekki að spyrja þá 57 karlmenn
sem stjórna þjóðinni um þessi
mál, sem aldrei er nokkur von
til að meirihlúti þeirra skilji.
Til þess er vandamálið þeim
beiiúinis of fjarlægt likam-
lega. Þar eð konan er sá part-
ur mannkynsins, sem liffræði-
lega ræður úrslitum um alian
framgang þess að búa til nýja
manneskju i veröldina finnst
mér, að hún eigi að hafa alla
stjórnun þar að lútandi i heila
og höndum. Ástæðan fyrir
þvarginu og slysunum i þess-
um málum er að þar ráða
karlmennirnir, blessaöir, sem
ekki hafa líffræðilegan sans
fyrir þessari hlið mannlifsins.
Ég segi stundum við sjálfa
mig: Æ, þvi eru konur svona
miklir aumingjar? Þvi láta
þær fara svona með sig (ég
meðtalin)?”
Skrifið/ hringið
Aö lokum vil ég bara minna
ykkur á, að siminn er 17500,
þegar þið komist i kast við
eitthvað frásagnarvert, sem
snertir jafnréttismálin. Og
bréfin eru ekki siður vel þegin.
—vh
Plakat, sem MLAC hefur dreift I sambandi við deilurnar um fóstureyðingalöggjöfina. Konan segir: Þeir
skulu ekki ákveða fyrir okkur lengur.
Frakkar deila um fóstureyöingar
15 miljónir hefðu
lent í fangelsi
ef tekist hefði að framfylgja gildandi löggjöf
f Prakklandi eru framkvæmdar
um 400.000 ólöglegar fóstur-
eyðingar á ári. Fjögurhundruð
konur deyja af þessum orsökum,
þ.e. ein af hverju þúsundi. Venju-
iega eru konur þessar fátækar
eða innflytjendur sem ekki hafa
aðgang að uppiýsingum um
getnaðarvarnir eða ekki efni á að
fara til þeirra landa þar sem
fóstureyðingar eru löglegar og
þvi geröar við betri skilyrði. Tólf
þúsund franskar konur fara
árlega til Hollands og þúsundir
annarra til Bretlands, en þar
blómstrar nú fóstureyðinga-
ferðamannaþjónusta.
En I 317. grein frönsku
hegningalaganna eru fóstur-
eyðingar bannaðar, nema I
örfáum tilfellum af heilsufars-
ástæðum, og þar af leiðandi eru
löglegar fóstureyöingar i Frakk-
landi aðeins um 300 á ári. Fóstur-
eyðingalöggjöf þessi var sett árið
1920 og ef tekist hefði að fram-
fylgja henni út i ystu æsar hefðu
um 15.000.000 franskar konur lent
i fangelsi.
S.l. vetur lagði franska stjórnin
fram nýtt frumvarp um fóstur-
eyðingar og ber það með sér að
stjórnin er reiðubúin til að horfast
i augu við staðreyndir, þrátt fyrir
það að hvorki Gaullistar né UDR
(Union D é m o c r a t i q u e -
Republicaine) standi einhuga að
baki þess. Frumvarpið felur i sér
að fleiri ástæður skuli teknar
gildar þegar kona æskir fóstur-
eyðingar, þar á meðal sálfræði-
legar ástæður, og að komið verði
á fót stofnunum til fóstureyðinga
við góð skilyrði. Almenningur
viröist styðja þessar breytinga-
tillögur, þótt ýmsum finnist
frumvarpið ganga of langt og
aðrirbendi á að það nái aðeins til
10% þeirra fóstureyðinga sem nú
eru ólöglegar.
I skoðanakönnun sem gerð var
sl. vetur reyndust 80% Frakka
hlynntir breytingum á núgildandi
fóstureyðingalögum. Samt sem
áður gerðist það i desember sl. aö
stjórnarfrumvarpið um afnám
þessarra fornaldarlaga var sent
til nefndar I þriðja sinn.
Svipuðum tillögum hefur áður
verið visað til laganefndar
þingsins, og einnig til þeirrar
nefndar, sem fjallar um
menningar-, fjölskyldu- og
félagsmál, en þangað var
frumvarpinu nú visað með 255
atkv. gegn 212 til að „gefa
tóm til frekari umhugsunar”.
Stjórnin lofaði þó að málið skyldi
hafa forgang á næsta þingi, en
litil von er til aö úr rætist þvi
ofangreind nefnd hefur þegar
kallað 60 menn til yfirheyrslna,
tekið á móti 41 hópi til viðræðna,
hlustað á 148 vitnisburði, fengið
ýmis gögn upp á meira en 1.000
blaðsiður, rætt máliö i 20 klukku-
stundir og siðan samið 200 blað-
siðna skýrslu.
Hvað hindrar?
Við umræðurnar i þinginu bar
Jean Tattinger, talsmaður
stjórnarinnar, fram eftirfarandi
spurningu: „Ef rikisstjórnin vill
þetta og almenningur einnig, en
þingmeirihluti fæst ekki fyrir
frumvarpinu, getur það þá
kallast lýðræði?” Tattinger benti
þingheimi einnig á þá staðreynd,
að þar væru 480 karlar og 8 konur
að fjalla um mál 15 miljóna
franskra kvenna, sem væru 53%
kjósenda, en við þær hefði ekki
verið ráðgast. Þingpallarnir voru
þéttsetnir konum meðan á
umræðunum stóö, en Tattinger
ásakaði þingmenn um að sýna
málinu ekki nægilegan áhuga og
sagði að ef helmingur þingmanna
væri konur þá „er ég viss um að
hlustað væri með meiri eftir-
tekt ”. Annar stjórnarsinni, Paul
Vauclair, tók I sama streng og
harmaði að ekki hefði verið gerð
skoðanakönnun meðal kvenna, en
viðurkenndi að þjóðaratkvæði
um málið kynni að reynast erfitt.
Ástæðan fyrir þvi að stjórnin
féllst að lokum á að málinu væri
enn einu sinni visað til nefndar
var sú að ráðherrarnir óttuðust
að atkvæði vinstri manna yrðu til
bess að koma frumvarpinu i
gegnum þingiö, en það hefði
orðið mikill hnekkir fyrir UDR.
Ef þetta er haft i huga verður
spurning Tattinger enn meira
knýjandi: Or þvi að rikisstjórnin
og meginþorri almennings er
fylgjandi breytingum, hvað
hindrar þá að gömlu lögin séu
numin úr gildi?
Sú andstaöa sem fram kom
gegn frumvarpinu i
þingumræðum var margþætt Ein
ástæðan fyrir þvi að frumvarpiö
náði ekki fram að ganga var
afstaða kirkjunnar, þótt fáir
þingmenn hefðu beinlinis orð á
þeim kenningum, en þær eru i þvi
fólgnar að fóstur verði að mann-
eskju þegar við getnað og fóstur-
eyðing sé þvi brot á grundvallar-
reglum um mannhelgi. Þing-
maður frá Rohne hélt þessum
kenningum hvað ákveðnast fram
og fullyrti að þar sem lif væri eftir
dauðann, kæmi fóstureyöing ekki
aðeins I veg fyrir jarðneskt lif,
heldur svipti hún fóstrið einnig
eilifri sælu i öðru lifi. Erki-
biskupinn af Marseilles studdi
þessa fullyrðingu af alefli og taldi
félagslegar ráðstafanir mikil-
vægari en nýja löggjöf um fóstur-
eyðingar. Hann lagði áherslu á
að kirkjan fylgdist vel með fram-
förum i liffræði, en hafnaði jafn-
framt nýjum hugmyndum um
upphaf lifs, þar sem kirkjunnar
menn óttuðust að slíkt leiddi
aðeins til frekari viröingarleysis
fyrir mannlegu lifi. Le Monde
skýrði frá þvi að þeir þingmenn
sem ekki tóku eindregna afstöðu
gegn frumvarpinu við upphaf
umræðnanna hafi allir verið
bannfæröir.
Mannhelgi?
Þekktasta hreyfingin sem berst
gegn fóstureyðingarfrumvarpi
stjórnarinnar er „Látum þau
lifa” (Laissez-les-vivre), en
slagorð hennar er: Kristur er
drepinn við hverja fóstureyðingu.
Aðrir vilja sleppa guðfræðinni, en
halda þvi fram að mannhelgi sé
ekki einkamál kirkjunnar, heldur
sé friðhelgi mannlegs lifs grund-
vallarregla i siðmenntuðu þjóð-
félagi. Fylgjendur frumvarpsins
tóku upp þessa röksemdafærslu
meö þvi aö benda á að mannhelgi
sé I raun ekki skilyrðislaus regla i
þjóöfélaginu, meðalaldur á
Vesturlöndum sé aö visu um 70
ár, en þar sem við neitum að deila
auði okkar með öörum, þá geti
meirihluti ibúa vanþróuöu
landanna aðeins vænst þess að
lifa i rúmlega 30 ár.
Þegar hér var komið beindust
umræðurnar enn að þvi hvenær
fóstur verði að manneskju, og
þingmaður Yvelines, sem einnig
er læknir, reyndi að færa þær yfir
á veraldlegri grundvöll en áður.
Hann setti þrjú fóstur, 3, 5 og 9
vikna gömul, i krukkur og kom
meö þau i þingið svo þingmenn
gætu skoöað þau. Hann taldi að
fóstur fengi mannleg einkenni 9
vikna gamalt og þvi ætti aö leyfa
fóstureyðingu fram að áttundu
viku. Annar læknir og þingmaður
frá Lot stóð nú upp og játaði að i
starfi sinu sem heimilislæknir
notaði hann það ráð sem hann
vissi að margir starfsbræður
hans yröu einnig að beita, en það
væri að reyna aö sefa ótta þeirra
kvenna, sem teldu sig vera barns-
hafandi, þar til allt væri orðiö um
seinan.
Þá heföi Tumi þumall ekki
fæðst!
Eftir þvi sem á umræöurnar
leið komu fram fleiri sjónarmið,
sum skynsamleg og byggð á
sterkum rökum, en önnur næsta
furðuleg, svo ekki sé meira sagt.
Sumir þingmenn óttuðust að
frjálsleg fóstureyðingalöggjöf
stuðlaði að fækkun barneigna, og
minntu i þvi sambandi á ófarir
Frakka fyrir Þjóðverjum á
öldinni sem leiö og töldu þær m.a.
hafa stafað af lágri fæðingatölu i
Frakklandi. Aðrir vöktu upp
nýtiskulegridrauga og vöruðu við
þeirri hættu sem frönsku þjóöar-
eðli mundi stafa af þvi, ef
fæðingar yrðu tiðari meðal inn-
flytjenda en innfæddra Frakka.
„Látum þau lifa” kom nú aftur
fram á sjónarsviðið með þá stað-
hæfingu að afnám þeirra greinar
hegningalaganna sem bannar
fóstureyðingar væri ólýöræðis-
legt, þvi einræðisstjdrnir eins og i
Chile og Grikklandi, byrjuðu
alltaf á að nema lög úr gildi.
René Fiet, þingmaður úr Jura-
héruðunum benti á að þjóðfélagið
ætti á hættu að útrýma
sérstæðum og mikilvægum
manngeröum, ef fóstureyðingar
væru leyfðar þegar likur væru
taldar á andlegum eða likam-
legum göllum. Nefndi hann Tuma
þumal i þessu sambandi og sagði
aö hann hefði eldrei fæðst ef hann
heföi verið uppi á timum frjáls-
legra fóstureyðingalaga. Fleiri
þingmenn töluðu i svipuðum
anda, einn taldi getnaðarvarnir
leiöa til fyrirburðafæðinga og
fötlunar og bætti siðan viö: „Arið
1967 leyfðum viö getnaðarvarnir
til að leysa fóstureyðingavanda-
málið. Nú eru það fóstureyðingar.
Hver veit nema næst verði farið
fram á að barnamorð verði
heimiluð svo hægt verði að losna
við fötluð börn?” Hér tók annar
þingmaður við og hélt „rök-
semdafærslunni” áfram og
sagði: „Ef við samþykkjum
frjálsari fóstureyðingalöggjöf, þá
verður næst farið fram á
kynvillingah jónabönd. ”
Enn aörir reyndu að setja
fóstureyðingar i samband viö ætt-
leiðingar, en i Frakklandi eru
árlega lagðar fram milli 30 og 40
þús. beiðnir um ættleiðingar, en
aöeins um 4.500 börn eru til
ráðstöfunar. Fylgjendur fóstur-
eyðingafrumvarpsins og ýmsir
hópar sem vinna að endurbótum
á ættleiðingalögunum snerust
öndverðir gegn þessum
málflutningi og sögðu ástæðuna
fyrir þvi að skortur væri á
börnum til ættleiöingar væri
ósamhljóða og rigbundna löggjöf,
en ekki fóstureyðingar. Einnig
lögðu forsvarsmenn frum-
varpsins áherslu á það að
núverandi ástand bitnaöi harðast
á fátæklingum, og að ólöglegar
fóstureyðingar stofnuðu lifi f jölda
kvenna i hættu og siðast en ekki
sist aö gildandi lögum væri ekki
Framhald á bls. 13