Þjóðviljinn - 22.09.1974, Page 15
Sunnudagur 22. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Aö vera
feitur og
aö tolla í
tískunni
Vi nsæ It f ranskt
kvennablað efndi fyrir
skemmstu til skoðana-
könnunar um megrun og
útlit. Niðurstaðan var
m.a. sú, að 54% kvenna
töldu það mjög mikil-
vægt að hafa auga með
vigtinni allt árið um
kring. En þær vildu ná
megrunarmarkmiðum
sínum fyrst og fremst
með hreyfingu, en ekki
með því að gefa upp á
bátinn gersemar
franskrar matarlistar.
Robert Bensaid, franskur
læknir, sem hefur mjög gefiö
sig aö þessum málum, hefur
látiö i ljósi ánægju meö þessi
úrslit. Hann hefur sjálfur
megna óbeit á megrunarkúr-
um og segir, að hin eilifa
streita: að fita sig, að megra
sig — hafi gert konur að eins-
konar harmóniku, sem alltaf
er ósátt við sjálfa sig. Vel-
ferðarþjóðfélagið er, segir
hann, alltaf aö þröngva upp á
konur einhverju sem þær eru
ekki.
Dr. Bensaid segir að álfa-
kroppurinn mjói, sem rikir i
öllum verslunum, sé 1 raun að
miklu leyti sköpunarverk
hómósexúala ; tiskuteiknara.
Draumur þeirra er, segir
hann, ekki Venus heldur Ap-
ollo. Við erum öll meira eða
minna á valdi örfárra manna,
sem ráða tiskunni, en þola að-
eins disir mjóar i hugmynda-
heimi sinum. Og hvort sem
konur gera sér grein fyrir þvi
eða ekki, þá freistast þær til
þess að reyna að troða sér inn i
þennan álfaheim, hvað sem
það kostar.
Doktorinn kvartaði og und-
an þvi, að samfélagiö i heild
væri farið að fordæma feitlag-
iö fólk. Fyrir fjörutiu árum,
segir hann, var það velmeg-
unartákn að vera þybbinn.
(Sbr. islenskan málshátt:
„Hann var svo feitur og falleg-
ur”). En nú er hinn virðingar-
verði miðstéttarmaður, sem
ræður smekk öðrum fremur,
grannur — enda hefur hann
kosið sér mjónann Gisgard
d’Estaing fyrir forseta.
Sá góði franski doktor lætur
að lokum i ljósi innilega
hneykslan yfir þvi, að það sé
orðiö stöðutákn að setja upp
hundshaus andspænis góðum
mat. En hann er bjartsýnn,
þrátt fyrir allt: Heimsvalda-
stefna tiskuteiknaranna er á
undanhaldi, segir hann —
þybbið fólk og feitt er farið aö
klæöa sig mjög fallega — hvað
sem hver segir.
Hvaö vita rússar
um ísland?
Ingibjörg Sigurðardóttir:
Satt að segja, datt mér ekki i
hug, áður en ég kom hingað,
i að Moskvubúar væru svona
fróðir um land okkar, sögu
þess.siði, og bókmenntir. Það
kom i ljós, að þetta er ekkert
undarlegt. Sovéskir stúdentar
eru forvitnir og lesa mikið.
Þeir ætluðu bókstaflega að
drekkja mér i spurningum. 1
námsáætlun málvisindadeild-
arinnar við Rikisháskólann i
Moskvu lesa nemendurnir Is-
lendingasögur og nokkur verk
eftir Halldór Laxness.
Við ákváðum að ganga úr
skugga um, hvort Ingibjörg
heföi rétt fyrir sér og leggja
spurninguna „Hvað vitiö þér
um tsland?” fyrir nokkra
venjulega vegfarendur.
traida Petrova, læknir 40
ára: Þó aö ég hafi aldrei kom-
ið til Islands, get ég sagt, að ég
hafi ferðast um landið. Auð-
vitað er það i yfirfærðri merk-
ingu. Það er ekki langt siðan,
að sýnd var heimildarkvik-
mynd um tsland i sjónvarp-
inu. Auk þess hef ég lesið tals-
vert um landið. ísland er land
eldfjalla og hvera. Þar eru
nokkuð oft jarðskjálftar.
Næstum allar islenskar borgir
og þorp eru staðsett vi'ð
ströndina. tsland heillar til sin
marga erlenda ferðamenn, og
ég held, að tekjur af ferða-
mönnum séu ekki minnsti
tekjuliður landsins.
Evgeni Shilnikov, verkfræð-
ingur 38 ára: tsland var lengi
undir stjórn Danmerkur. Arið
1944 var lýst yfir lýðveldi á ts-
landi. Sovétrikin urðu einna
fyrst til að viðurkenna is-
lenska lýðveldið. Helstu grein-
ar þjóðarbúskapsins eru sjáv-
arútvegur og griparækt.
Vika'Mikovanova, nemandi
við málvisindadeildina i Rik-
isháskólanum i Moskvu, 19
ára: Það er ekki langt siðan,
að hér i Sovétrikjunum kom út
bók, þýðingar á íslendinga-
sögum. Þar er mikið af fornis-
lenskum kvæðum. Efniviður
úr tslendingasögunum er mik-
ið notaður i bókmenntum ger-
manskra og fleiri þjóða. Þeg-
ar við förum yfir sögu er-
lendra bókmennta, lesum við
Eddu hina meir og Eddu hina
minni, en af nútimaverkum
erum við skyldug til að lesa
„Sölku Völku” eftir Laxness.
Andrej Efimov, skóladreng-
ur 12 ára: Við erum auðvitað
búin að lesa um tsland i landa-
fræðinni, en það er eins og öll
löndin hafi ruglast i kollinum á
mér. tsland, trland, Sjáland...
tsland, það er landið, þar sem
Spasski tefldi við Fisher.
Vladimir Gorjúnov, verka-
maður 23 ára: Ég veit litiö um
tsland. Eg hef lesið, að tsland
sé land hvera og eldfjalla og
að Islendingar noti heitar upp-
sprettur til að hita upp ibúöar-
Hið óttalega samsæri gegn frelsi og menningu islensku þjóðar-
innar. (Teikning úr italska kommúnistablaðinu Rinascita)
Fyrst lögðum við þessa
spurningu fyrir islendinginn
Ingibjörgu Sigurðardóttur, en
hún stundar nám við málvls-
indadeildina við Rikisháskól-
ann i Moskvu.
hús. Miðhluti landsins, þar
sem eru hraunflákar, sendinn
og steinóttur jarðvegur, minn-
ir mjög á yfirborð tunglsins.
Þess vegna voru bandarisku
geimfararnir þar við æfingar,
áður en þeir flugu til tunglsins.
Ég hef mikinn áhuga á iþrótt-
um og fylgist alltaf vel með
fréttum af alþjóöamótum. En
ég man ekki éftir þvi, að is-
lenskir iþróttamenn hafi tekið
þátt i þeim. Ég veit ekki, en
það getur verið, að islendingar
hafi ekki mikinn áhuga á
iþróttum.
Georgi Kúznctsov, kennari
35 ára: tsland er áhugavert og
sérstakt land. Gennadi Fish,
sem skrifaði bók um Island
kallar eyjuna „Einbúann i At-
lantshafi”. t bókinni kynntist
ég venjum og lifi hinnar fá-
mennu þjóðar. Helsta tekju-
lind islendinga er fiskveiðar
og sjávarafuröir. Þess vegna
eru fiskstofnarnir við strendur
landsins mjög mikilvægir
fyrir velferð landsins. Það
risu jafnvel upp deilur milli
tslands og Englands vegna
fiskveiðilögsögunnar. Atburð-
ir tengdir þeim deilum nefnast
„Þorskastrið”. Það lá viö, aö
þær deilur leiddu til slita á
stjórnmálasamskiptum land-
anna.
Góö samskipti hafa rikt
milli Sovétrikjanna og tsiands
i nokkra áratugi. Virk skipti á
sviði efnahags, vlsinda, tækni
og menningar fara fram milli
iandanna. Ég gleöst persónu-
lega yfir slikum samskiptum.
Stórveldi og smáriki geta og
eiga aö vinna saman i þágu
þjóða sinna.
SÍÐAN
Stangveiði aðildarrikja Efnahagsbandalagsins (Tcikning úr Le point, Paris).
Umsjón Á.B.
BEINT
SAMBAND
VIÐ
NÁTTÚRUNA
Belgiskur tiskufrömuður,
sem Pellens heitir, hefur
teiknað kvenskó með hæl stór-
um og er i honum fiskabú með
öllu sem til heyrir: Sandur.
þang og gullfiskurinn sjálfur.
Þetta kostar sitt, en Pellens
heldur þvi fram, að fyrir verð-
ið fái konur að minnsta kosti
„beint samband við náttúr-
una”.
Hvalamjólk
er
besta
mjólk
Fiskiveiða- og haffræði-
rannsóknarstofnunin hefur
látið framkvæma skipulegar
rannsóknir á hvölum i Kyrra-
hafi. Visindamönnunum hefur
tekist að fylgjast með búr-
hvalamæðrum með kálfa sina.
Kálfarnir sjúga móður sina i
eitt ár en þá eru þeir orönir
6—7 metra langir.
Hvalamjólk er mjög nær-
andi. Fita hennar er 30 til 58%,
en það er miklu meira heldur
en gerist hjá landspendýrum.
Visindamennirnir hafa komist
að þeirri niöurstöðu, aö með
tilliti til fitumagnsins sé hún
ekki óáþekk oliu. 1 mjólkinni
er auk þess mikið af
eggjahvituefni, kalsium og
fosfór sem hefur þær af-
leiðingar, að kálfarnir vaxa
ekki dag frá degi heldur raun-
verulega klukkutima frá
klukkutima. (APN)
Fyrstu plöntur
jarðarinnar?
Kiev (APN). Ukrainskir
vísindamenn hafa fundið og
rannsakað plöntur, sem taldar
éru 400 miljón ára gamlar.
Fundist hafa steingervingar á
bökkum fljótanna Dnestr og
Sbrutj i jarðlögum frá silur-
, timanum. Þetta eru litlar
plöntur, frumstæðar að gerð
aðeins nokkurra cm háar. Þær
skiptast ekki i rót, stöngul og
blöð, aðeins stöngul, sem
hefur gegnt hlutverki þessara
þriggja plöntuhluta og fræin
eru umlukt harðri skel.