Þjóðviljinn - 11.10.1974, Qupperneq 5
Föstudagur. 11. október. 1974. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Rauðsokkar mótmæla
kynferðismismunun
Reykjavik, 5. okt. 1974.
Til menntamálaráðherra Vil-
hjálms Hjálmarssonar, fræsðlu-
ráðs Kópavogs og skólanefndar
Akureyrar.
Starfshópur Rauðsokka um at-
vinnumál sendir yður eftirfarandi
ályktun. Fyrir skömmu var veitt
skólastjórastaða við nýjan barna-
skóla i Kópavogi, Snælandsskóla.
Fjórir sóttu um stöðuna, þrir
starfandi kennarar og einn skóla-
stjóri. Allir umsækjendurnir
höfðu tilskilin réttindi og
reynslu i starfi sem kennarar
barnaskóla. Einn af umsækjend-
unum var kona og var menntun
hennar mun meiri en hinna um-
sækjendanna. Auk almenns kenn-
araprófs hafði hún B.A. próf frá
Háskóla Islands i tveimur grein-
um ásamt prófi i kennslu- og upp-
eldisfræðum. Tveir umsækjenda
höfðu lengstan starfsaldur, 9 ár,
og var hún annar þeirra.
Fræðsluráð Kópavogs mælti þó
ekki með henni i stöðuna, heldur
einum karlumsækjendanna og
öðrum til vara. Þegar umsókn-
irnar bárust menntamálaráðu-
neytinu, gerðu fulltrúar þar at-
hugasemd við afgreiðslu ráðsins,
bentu á yfirburði kvenumsækj-
andans og óskuöu eftir þvi, að þá-
verandi menntamálaráðherra
Magnús Torfi Ölafsson bæði um
greinargerð frá ráðinu, þar sem
það rökstyddi meðmæli sin. Þess-
um tilmælum sinnti ráðherra
ekki, en fór að tillögu ráðsins og
veitti stöðuna samkvæmt úr-
skurði þess.
Staða skólastjóra við Tónlistar-
skóla Akureyrar losnaði nú i
haust. Um starfið sóttu þrir, tveir
af þeim, karl og kona, er höfðu
starfað við skólann áður. Konan
hafði starfað þar mun lengur og
gegndi auk þess skólastjórastörf-
um við skólann s.l. skólaár i for-
föllum skólastjóra.
Skólanefnd veitti karlmannin-
um stöðuna. Aðspurður sagði for-
maður skólanefndar, að menntun
og hæfni beggja umsækjenda
, heföu verið talin jöfn, en að öðru
leyti vildi hann ekki tjá sig um
ákvörðun skólanefndar varðandi
þessa stöðuveitingu.
Rauðsokkar átelja harðlega
vinnubrögð fræðsluyfirvalda
Kópavogs, Akureyrar og rikisins
við veitingu áðurnefndra emb-
ætta. Hér virðist greinilega vera
um kynferðismismunun að ræða,
og augljóst er, að konu nægi ekki
að standa körlum jafnfætis um
menntun og starfsreynslu, þegar
sótt er um stöður, jafnvel ekki að
standa þeim mun framar. Allt
hjal um full lagaleg réttindi
kvenna og algjört jafnrétti kynj-
anna á tslandi er þvi miður oft
ekki annað en marklaust orða-
gjálfur, þegar á reynir. (sbr. hér
7. gr. laga um skólakerfi nr.
Framhald á 11. siðu.
PHILIP JENKINS I
AUSTURBÆJARBÍÓI
Laugardaginn tólfta þessa
mánaðar heldur Philip Jenkins,
pianóleikari, tónleika i Austur-
bæjarbiói, og hefjast þeir klukkan
2.30. Tónleikarnir eru haldnir fyr-
ir styrktarfélaga Tónlistarfélags-
ins. A efnisskránni eru verk eftir
Bach, Mozart, Chopin, Prokofieff,
William Alwyn og Gabriel Fauré.
Philip Jenkins kemur frá.
Lundúnum, þar sem hann er bú-
settur, en hann starfar nú að
kennslu við Royal Academy of
Music. Jenkins stundaði nám við
Royal Academy of Music og var
nemandi Harold Craxtons. Við
lokapróf hlaut hann „the Dove
Prize” fyrir afburða frammi
stöðu. Jenkinslagði stund á fram-
haldsnám hjá hinum þekkta
pianóleikara, Jaques Fevrier i
Paris. Árið 1958 sigraði hann i al-
þjóðasamkeppni fyrir unga
pianóleikara, sem enska stór-
blaöið „Daily Mirror” gekkst fyr-
ir og árið 1964 vann hann alþjóða-
samkeppni pianóleikara um
„Harriet Cohn”-verðlaunin og
var veitt „Marjorie Whyte”-verð-
launin. Jenkins er einn þriggja
listamanna, sem stofnuðu Trio of
London, sem gat sér mikillar við-
urkenningar fyrir hljómleika sina
viða um Evrópu, m.a. hér 1
Reykjavik á vegum Tónlistarfé-
lagsins haustið 1967. Sem einleik-
ari hefur Jenkins ferðast viða um
Evrópu og haldið tónleika, auk
þess sem hann hefur leikið inn á
hljómplötur verk eftir Chopin,
Liszt, Brahms, Ravel og Bach.
Philip Jenkins hefur á undan-
förnum árum unnið frábært og
árangursrikt starf á Akureyri
sem pianóleikari og kennari við
Tónlistarskólann. Það hefur vak-
ið athygli hvað Jenkins hefur látið
sér annt um framgang Islensks
tónlistarlifs. Hann hefur haldið
tónleika viða um landið, til dæmis
Philip Jenkins
flutti hann ailar pianósónötur
Mozarts á kynningartónleikum,
sem haldnir voru á vegum Tón-
listarfélags Akureyrar, fyrir hóp
þakklátra áheyrenda.
Tónleikar Jenkins eru aðrir i
röðinni fyrir styrktarfélaga Tón-
listarfélagsins á þessum vetri.
(Frá Tónlistarfélaginu)
Stormurinn
eftir Sigurð Róbertsson
sett upp á Sauðárkróki
1 siðustu viku frumsýndi Leik-
félag Sauðárkróks ieikritið
Storminn eftir Sigurð Róbertsson.
Hlaut leikritið góðar viðtökur á-
horfenda og hefur verið fullt hús á
þeim þremur sýningum sem ver-
ið hafa á þvi en fjórða sýning
verður I kvöld.
Stormurinn hefur ekki verið
settur á svið áður en fyrir nokkr-
um árum var það flutt i útvarpi
undir stjórn Gisla Halldórssonar.
Fékk leikfélagið Gisla til að leik-
stýra þvi fyrir noröan. Leikritið
gerist i Palestinu og fjallar um
fæðingu Mariu með þjóösögulegu
ivafi.
Meðal frumsýningargesta voru
höfundundurinn og Vigdis Finn-
bogadóttir leikhússtjóri i Iðnó.
Eftir sýninguna bauð hún Leikfé-
lagi Sauðárkróks að koma suður
tilReykjavikur i vor og setja leik-
ritið upp á fjölum Iðnó.
Sýningin i kvöld verður sú sið-
asta á Króknum i bili en verið
getur að það verði tekið upp siðar.
Hins vegar er ætlunin að fara i
leikför með verkið og verður það
sýnt á Siglufiröi, Akureyri og
e.t.v. Blönduósi.
Með aðalhlutverk i Storminum
fara þau Kári Jónsson sem leikur
Jóakim smið og Helga Hannes-
dóttir sem leikur Onnu konu hans.
—ÞH
Kári Jónsson og Helga Hannesdóttir I hiutverkum Jóakims smiös og önnu konu hans. (ijósm. Stefán
Petersen.)
w
r--
h
i
! RAFAFL
■ Vinnuféiag
Irafiðnaðar-
manna
^^Barmahlíð 4
HÚSEIGENDUR,
HÚSBYGGJENDUR
allar nýlagnir og
á gömlum raflögn-
önnumst
viðgerðir
,um.
Setjum upp dyrasima og lág-
■spennukerfi.
Ráðgjafa og teikniþjónusta.
Sérstakur simatimi milli kl.
1-3 daglega, simi 28022.
BRUNAHANAR
Vatnsveita Reykjavikur vill, að gefnu til-
efni benda á að öllum öðrum en Slökkviliði
Reykjavikur við skyldustörf og starfs-
mönnum vatnsveitunnar er stranglega
bannað að taka vatn úr brunahönum.
Vegna frosthættu hafa brunahanar verið
vatnstæmdir fyrir veturinn. Vatnsveitan
vill benda á að hver sá sem notar bruna-
hana án leyfis getur orðið valdur að eigna-
tjóni og skapað margvíslegar hættur.
VATNSVEITA REYKJAVÍKUR.
IÐJA,
félag verksmiðjufólks
Iðjufélagar, enn eru nokkrir miðar óseldir
að afmælishófi félagsins sem haldið
verður að Hótel Loftleiðum föstudaginn
18. þ.m.
Miðasala og borðpantanir á skrifstofu fé-
lagsins daglega frá kl. 9 til 6.
F élagsstjórnin
Ferðir Akraborgar
eru alla daga frá Akranesi kl. 8.30, kl.
13.15 og kl. 17.00. Frá Reykjavik kl. 10.00,
kl. 15.00 og kl. 18.30.
Bilar eru fluttir með i öllum ferðum ef
óskað er.
Sérstakur afsláttur fyrir skólaferðalög og
aðrar hópferðir.
AFGREIÐSLA AKRABORGAR
Atvinna ■ Atvinna
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis viö Lyflækningadeild Borgarspital-
ans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. des. n.k. til 6eða 12 mánaða.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavik-
ur. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinn-
ar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
skulu scndar yfirlækni deildarinnar, fyrir 12. nóv. n.k.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn.
Reykjavik, 10.10. 1974.
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.
Kona óskast
til að annast kaffihitun tvisvar
á dag
r
vOÐvium
3
Skólavörðustig 19
Simi 17500