Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 8

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 11. október. 1974. Stórleikur Ólafanna og Valur vann Hellas 27:20 Svíarnir áttu ekkert svar við góðum leik Vals í síðari hálfleik Þegar þeir leggja saman Ólafarnir i Vals-liöinu, Jónsson og Benediktsson í markinu, þá er ekki að sök- um aö spyrja. ólafur Benediktsson hefur lítiö leikið með Val i haust, enda byrjaði hann seint að æfa, en hann kom inná um miðjan síðari hálfleikgegn Hellas í fyrrakvöld og sýndi að hann er greinilega kominn i sitt gamla góða form. Hann varði hreint stórkostlega undir lokin. Og nafni hans Jónsson var i sinum mesta ham, og við þessu áttu svíarnir ekkert svar. Þar ofan á bættist að þeir Gunnsteinn, Jón Karlsson, Stefán og Bjarni Guðmundsson voru við sitt besta allan leikinn. Sænska liðið lék mjög svipað því sem það gerði gegn FH og landsliðinu á dögunum. 1 byrjun var leikurinn mjög jafn, frekar slakar varnir og markvarsla hjá báðum og mikið skorað af mörkum. Jafnt var 2:2, 3:3, 4:4, 5:5, 6:5, 7:7, 8:8, 9:9, en siðan sigu Valsmenn framúr og höfðu yfir i leikhléi 12:10. Framan af siðari hálfleik leit út sem Valsmenn gætu ekki breikk- að þetta bil og sviarnir heldur ekki minnkað það. Staðan var 13:11,14:12, og jú, einu sinni náði Hellas að jafna, 14:14, en i kjöl- farið fylgdu 3 mörk valsmanna, staðan 17:14, og þegar hún var 16:14 kom Ólafur Benediktsson inná. Hann fékk á sig 3 mörk úr þremur fyrstu skotunum, en eftir það fór hann að sýna sinar bestu hliðar, enda leið ekki á löngu uns bilið tók að breikka. Staðan varð 18:15, 19:15, 20:15,, 21:16, 22:16, en þá voru 8 minútur eftir af leiknum. Lokatölurnar urðu svo eins og áður segir 27:20 sigur Vals. Það er alveg greinilegt að Vals- liðið er að breytast frá þvi sem verið hefur undanfarin ár. Sökn- arleikur þess er að verða beittari, en hinsvegar er varnarleikurinn ekki nándar nærri eins góður og var, þegar liðið fékk á sig „muln- ingsvélar”nafnið forðum. Það má vera að þegar Ólafur Benedikts- son er kominn i sitt gamla góða form i markinu breytist varnar- leikur liðsins til hins betra, en það verður hann lika að gera, ef það ætlar sér stóra hluti i vetur. Sér- staklega vantar góða varnar- menn i hornin, skarð Bergs Guðnasonar þar er stórt. Þess ber og að geta, að enn vantar tvo sterka varnarmenn i liðið, þá Ágúst ögmundsson og Þorbjörn Guðmundsson, Gisli Blöndal lék hinsvegar með liðinu i fyrrakvöld og átti ágætan leik á köflum. Þá vantaði hinsvegar Guðjón Magnússon, sem var úti á landi þetta kvöld. Hjá Hellas voru það sem fyrr Mats Nilsson og Kenneth Johans- son sem mest bar á, svo og Dan Eriksson sem er þeirra besti varnarmaður. Ólafur Jónsson brýst I gegn og skorar. Myndin er frá leik Vals og Hellas I fyrrakvöld. Mörk Vals: Ólafur H. Jónsson 7, Gisli Blöndal 5, Jón K. 4. Gunn- steinn Skúlason 4, Jóhannes Stefánsson 3, Bjarni Guðmunds- son 2, Torfi Asgeirsson 1 og Stein- dór Gunnarsson 1. Markahæstur svianna var Mats Nilsson með 7 mörk og Tommy Nordlund var með 4. Markvarslan varð banabiti FH-inga sem töpuðu 21:22. - 7 FH-ingar reknir útaf! FH-ingar tryggðu sér með góðum endaspretti prýðilegan möguleika á að komast i 2. um- ferð evrópukeppninnar, sem þeir taka þátt i um þessar mundir. I Sviþjóð iéku þeir i gærkvöldi gegn Saab og náðu þá fjögurra marka forystu heima- manna niður I eins marks mun áður enyfir lauk og er vissulega ekki ástæða tii að ætla annað en að þeim takist að sigra Saab með meiri mun hér heima i sið- ari leik liðanna. Markvarslan var veikasti hlekkur FH og um leið sá þátt- ur, sem úrslitum réði. Þeir Hjalti og Birgir virtust ekki i essinu sinu, en á móti kom stór- leikur Gunnars Einarssonar, sem var i feiknaham I siðari hálfleik ásamt Geir Hallsteins- syni, sem einnig skilaði prýði- legum árangri. Það var mikil harka i þessum leik og dönsku dómararnir sáu ástæðu til að visa 5 FH-ingum sjö sinnum af leikvelli. 1 fyrri hálfleik fengu þeir Gils, Sæmundur og Geir Hallsteins- son reisupassann og i þeim sið- ari þeir Ólafur Einarsson tvisv- ar, Gils og Gunnar Einarsson. Siðari reisupassi ólafs kom vegna leiðindaatviks á siðustu sekúndum leiksins, en þá var al- islenskt kjaftshögg sent einum svianna, sem svaraði fyrir sig á sænskan máta og fékk einnig brottrekstur af leikvelli að laun- um. A meðan þeir Birgir og Hjalti áttu i erfiðleikum i islenska markinu, voru þeir sænsku i miklu stuði'og vörðu á köflum i fyrri hálfleik með miklum glæsibrag. Mörg af mörkum svianna (t.d. fjögur i röð i fyrri hálfleik) komu úr hraðaupp- hlaupum eftir misheppnuð skot landans, en FH-ingar fóru sér hins vegar að engu óðslega og lögðu enga áherslu á hraðaupp- hlaupin. Reynt var að leika af öryggi og skjóta ekki nema úr öruggum færum og gaf það þokkalega raun i siðari hálfleik. Staðan i leikhléi var 10-7 fyrir sviana. 1 siðari hálfleik skoruðu sviarnir 11-7, en skömmu siðar var staðan orðin 12-10 en siðan skyndilega 16-11 fyrir Saab og var sá slæmi kafli FH-inga af- drifarikur. Er fimm min. voru til leiksloka var staðan 19-15, en þá þétti landinn vörnina veru- lega og með harðfylgi tókst að minnka muninn niður i eitt mark á þriggja minútna fram- lengingartima, sem kom vegna tafa i leiknum. Eins og áður sagði bar Gunn- ar Einarsson af hjá FH ásamt Geir Hallsteinssyni. Mörk FH skoruðu: Gunnar Einarsson 7, Geir Hallsteinsson 6, Ólafur Einarsson 3, Gils 2, örn 1 og Þórarinn 1. Ekki ánægður, en þetta er að koma, — sagöi Hilmar Björnsson þjálfári Vals eftir leikinn við við Hellas — Ég er ekki ánægður með þetta hjá okkur, það eru enn of mikiir veikleikar I vörninni og við erum rétt að byrja að æfa sóknarleikinn, sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals við blaðamenn eftir leikinn við Hellas i fyrrakvöld. — Hins vegar verður að athuga það, að við notuðum alla mennina i þessum leik, og enn vantar okkur nokkra sterka menn sem koma fijótlega inni iiðið, þannig að þetta á eftir að breytast mikið hjá okk- ur, sagði Hilmar. Áhugi vaxandi fyrir kastíþrótt- inni hér á landi Kastnámskeið þau er Stanga- veiðifélag Reykjavikur, Stanga- veiðifélag Hafnarfjarðar og Kast- klúbbur Reykjavikur hafa haldið sameiginlega undanfarin ár hefj- ast að nýju I Iþróttahöllinni I Laugardal á sunnudaginn kemur, og verður þeim hagað I aðalatrið- um eins og undangengin ár. A námskeiðum þessum kenna ýmsir af snjöllustu veiðimönnum landsins köst með flugu og kast- stöngum, og samtimis er veitt til- söen i fiueuhnvtineum otí hnútum sem að gagni mega koma við stangaveiði. Aðsókn hefur verið mjög mikii að þessum námskeiðum á undan- förnum árum og veruleg aukning nú siðustu árin. Félagsmenn sitja i fyrirrúmi, en þátttaka er annars heimil ölium á meðan húsrúm leyfir, og er þá einkum von fyrir utanfélagsmcnn að komast að á fyrstu námskeiðunum. Fram að jólum verður hluti hallarinnar notaður til kennslu i Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.