Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 1
UOÐVIUINN
Laugardagur 2. nóvember 1974 — 39. árg. 217. tbl.
GENGISFELLING
í BÚLGARÍU
Belgrad l/ll reuter — Gengi
búlgarska gjaldmiðilsins, levsins,
var fellt i dag um 25% að sögn
júgóslavnesku fréttastofunnar
Janjug. Fást nú 1.65 lev fyrir doll-
ar i stað 1.20 áður.
Alls hafa þvi þrjú austantjalds-
riki fellt gengi gjaldmiðla sinna á
stuttum tima. Gengi austurþýska
marksins var fellt fyrir skömmu
um 25% og gengi júgóslavneska
dinarsins um 7% nú i vikunni.
Virðist ekki taka stjórnina langan tíma:
Samningar við
v-þjóðverja á lokastigi?
Þýska gæsluskipið „Meerkatze ” I R.vikurhöfn.
Að ósk Sjálfstæðisflokksins (heimild: utanrikis-
ráðherra) hófust þegar eftir að núverandi rikis-
stjórn var mynduð samningaumleitanir við
vestur-þjóðverja. Fór sendinefnd rikisstjórnarinn-
ar utan ,,til að kanna málið” og virðist ekki hafa
þurft langan tíma til þess að komast að niðurstöðu:
Rikisstjórnin mun fjalla um málið á mánudag og
þingflokkarnir fá það til meðferðar eftir helgina.
SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU
Matthlas
Sjávarútvegsráðherra:
Gengið
frá samningi
á mánudaginn
Blaðið sneri sér I dag til
sjávarútvegsráðherra, Matthias-
ar Bjarnasonar, og baö um staö-
festingu á því, hvort v-þjóöverjar
heföu beöiö um veiðiheimild i
fyrrgreindu svæöi.
— Ég get ekki gefið neinar upp-
lýsingar um þessa samninga,
sagði ráðherrann. Ekki fyrr en
rikisstjórnin er búin aö ganga frá
þeim, sem ekki veröur fyrr en á
mánudag.
— Verður gengið endanlega frá
samningunum þá?
— t>aö veröur gengiö frá
ákvöröun rikisstjórnarinnar á
mánudag um frekari tillögur um
samninga.
Þessar umræður eru búnar að
standa lengi, og i þeim svæðisum-
ræöum, sem áttu sér stað með
þjóðverjum og fyrrverandi rikis-
stjórn, held ég að mér sé óhætt að
fullyrða, að ekki hafi verið gerðar
breytingar þar á til muna, og ekki
á kostnað okkar, heldur öfugt.
— Var fallið frá veiðiheimild-
um af v-þjóðverja hálfu i Vikurál
og þeim mun meiri áhersla af
þeirra hálfu lögð á það svæði, sem
áður greinir?
— Ég get ekkert sagt um það,
fyrr en samkomulag liggur fyrir,
en þegar á heildina er litið held ég
að samningaumleitanir standi
betur fyrir okkur en þær stóöu I
vor.
— Kemur til mála, að v-
þýskum togurum verði hleypt inn
á Reykjanesgrunn og i Skerja-
dýpiskantinn?
— Ég vitna bara i samninga
sem eru i gildi við erlendar fisk-
veiöiþjóðir innan 50 milna land-
helginnar. Ég var litið hrifinn af
samningnum við Breta, þvi ég
greiddi atkvæði á móti honum i
þinginu á sinum tima.
— Nokkuð, sem þú vilt bæta við
þetta?
— Ekki á þessu stigi. Eins og
þú veist heyra samningarnir ekki
undir þetta ráðuneyti, nema að
takmörkuðu leyti. Millirikja-
samningar eru fyrst og fremst i
höndum utanrikisráðuneytisins,
þó fagráðuneytin hafi fulla aðild
að samningsgerðinni.
Ef það verður ofan á I rikis-
stjórninni að ganga til samninga
við v-þjóðverja á þeim grund-
velli, sem nú hefur verið talað
um, reikna ég með að málið komi
fljótlega fyrir alþingi til staðfest-
ingar. —úþ
Nemendur Fossvogsskóians I Reykjavik
ásamt kennurum sinum hlýöa á frásögn af eid-
gosinu á Heimaey, en hópurinn var aö skoða
sýninguna tsland-íslendingar aö Kjarvalsstöð-
um þegar blaöamaður og ijósmyndari blaösins
áttu leið þar um sali á dögunum.
t opnu blaösins i dag eru birtar myndir frá
sýningunni og viðtal er við formann sýningar-
nefndarinnar, Gils Guömundsson alþin 'ismann.
(Ljósm. A.K.)
Einar
um
Utanríkisráðherra:
Rætt í þingflokk
á mánudaginn
Einar Agústsson, utanrikisráö-
herra, fer meö samningamáiin
viö vestur-þjóðverja fyrir hönd
rikisstjórnarinnar. Þjóöviljinn
ræddi við hann I gærkvöldi.
Utanríkisráðherra vildi ekkert
segja um efnisatriði þau sem
fram hefðu komið í samningaviö-
ræðunum við þjóðverja. Hann
sagði að uppkast að samningi yrði
lagt fyrir þingflokkana i næstu
viku og að engin ákvörðun yrði
tekin fyrr en þingflokkarnir hefðu
fjallaö um málið. Sagði hann að
lokum að málið yrði rætt i þing-
flokkunum á mánudag.
Blaðið hafði samband við
Ragnar Arnalds, formann þing-
flokks Alþýðubandalagsins i gær.
Hafði þingflokknum ekkert borist
um þessi mál, ekki einu sinni
fregnir um að til stæði að fara
þess á leit við þingflokkana að
taka málið fyrir á mánudaginn.
Einar Agústsson lagði þó á-
herslu á að um málið væri ekki
unnt að taka ákvarðanir i rikis-
stjórninni fyrr en þingflokkarnir
hefðu fjallað um það.
Norðmenn felldu
fóstureyðingar -
frumvarpið
Bonnstjórnin skipaði
togurunum út fyrir —
og þá kom varðskip!
Leikhúspistill
Örnólfs Arnasonar