Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 7
Laugardagur 2. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 LEIKHÚSPISTILL Örnólfur Árnason lítur yfir verkefnaskrá leikhúsanna í vetur Leikhússtjórarnir í Reykjavík leika viö alla sína 20 fingur. Það er allt- af því sem næst húsfyllir. Peningarnir streyma inn. Vinir leikhússins fagna þessu. Ekki veitir af. Hvorugt leikhúsið hefur raunverulega möguleika að bera sig — og yfirleitt ekki til þess ætlast í ná- grannalöndum okkar að rikis- eða borgarleikhús lifi af aðgangseyri einum. Hins vegar setur að mér geig, þegar ég reyni að gera mér grein fyrir þvf á hverju þessi mikla og skyndilega aðsókn kunni að byggjast. Þjóöleikhúsið sýnir nú 4 leikrit, 2 á stóra sviðinu og 2 i kjallaran- um. Iðnó sýnir 3 verk. Af þessum 7 verkefnum hefur aðeins eitt verið frumsýnt á þessu leikári — meiriháttar verk — verk samin af meiri metnaði eða þörf fyrir að tjá eitthvað um lifiö og samtim- ann. Nú vitum við hvernig is- lenska skammdegið er. Heföi ekki verið réttara að hlaða grin- inu á erfiðustu mánuðina, janúar og febrúar? Kannski ætti bara að banna að sýna annað en Feydeau og Þórð Breiðfjörð i svartasta skammdeginu. t raun og veru er það leiklistar- deild útvarpsins sem ein hefur haft ofan af fyrir þeim, sem helst þurfa að hafa eitthvað annað með försunum og kabarettunum. Þor- steinn 0. Stephensen skilur við. leiklistarstjórastarf sitt með þvi að flytja eingöngu islensk leikrit frammað áramótum. (Hann læt- ur þá af störfum fyrir aldurs sak ir). Þarna eru lika gömlu lumm- urnar i meirihluta. Og þótt sumar þeirra þættu hvorki prenthæfar né flutningshæfar, ef þær væru eftir núlifandi höfunda, þá eru fá- ein verk, sem áreiðanlega hafa glatt hlustendur mikið. Liklega ber þar hæst 27 ára gamlan Galdra-Loft i makalausri túlkun Lárusar Pálssonar undir leik- stjórn Haralds Björnssonar, sem útvarpað var i fyrrakvöld. Það er Or „Hvað varstu að gera Inótt” eftir Georges Feydeau. Leikendur taldir frá vinstri: Gfsli Alfreðsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Arni Tryggvason og Margrét Guðmundsdóttir. Lummurnar vinsælastar — en von á kjarnmeti í vetur tJr „Flóá skinni” eftir Feydeau. Helga Bachmann, Kjartan Ragnarsson, GIsli Halldórsson, Guðrún As- mundsdóttir og Pétur Einarsson. hin 6 eru lummur frá fyrra ári. Ekki nóg með það — heldur eru af þessum 7 verkum 2 reviur, 3 hlát- urleikir af þvi tagi sem slik verk gerast fisléttust að innihaldi, 1 dægurlagadagskrá og þvi eigin- lega bara eitt stykki venjulegt leikrit, Kertalog Jökuls Jakobs- sonar, sem lifði af þetta góð- viðrissumar. Hvaða ályktun skyldum við eiga að draga af þessu? Senni- lega þá að þetta sé jiað sem fólkiö vill. Og þá i beinu áframhaldi af þvi — að leikhúsin, sem eru til handa fólkinu, en ekki öfugt, standi sig betur en nokkru sinni fyrr. Er ekki eðlilegt, og auðvelt, að slá þessu föstu? Kannski er þetta lika einhvers- konar bakslag. Kannski er fólk þreytt á alvarlegu leikhúsi — hef- ur orðið fyrir vonbrigðum, þegar leikhúsið ætlaði að setja sig i stellingar og koma einhverjum boðskap til skila. Leikhúsið hefur margar skyld- ur. Það á helst að rækja þær allar, auðvitað. En eina af þessum skyldum getur það ekki annað en viðurkennt: Leikhús verður að vera skemmtilegt. Leikhús sem ekki er skemmtilegt hrekkur hreinlega uppaf. Ef íslenskum leikhúsgestum þykja farsarnir hans Feydeaus og reviur með ekki alltof alvarlegum ádeilu- broddi skemmtilegri en önnur leikrit — nú þá er ekki von að skit- blönk leikhús séu að setja sig á háan hest. Eða — er það? Og svo kemur Kardimommubærinn aft- ur núna eftir helgina. Hann er svo öruggt kassastykki að kannski ætti Þjóðleikhúsið aldrei að sýna annað barnaleikrit — heldur hafa Kardimommubæinn kl. 3 á hverj- um laugardegi og sunnudegi næstu 25 árin eða svo. Ég get kall- að þetta gamla lummu, en hvað um það? Lummur hafa lika alltaf verið mjög vinsælar — og ég verð að játa það aö þótt orðið sé ekki virðulegt (sbr. lummulegur) þá þykja mér þær góðar á bragðið, sérstaklega þá með sykri eða sultu. En þrátt fyrir þennan veikleika minn fyrir lummum, verð ég að viðurkenna að mér þykir þetta með afbrigðum dauflegt haust i báðum leikhúsunum. Og ég skil alls ekki hvernig Þjóðleikhúsið ætlar að láta sér sæma aö bjóða ekki uppá annað en svo þunnar trakteringar sem þessi tvö gam- an- eða hláturleikrit, eina dægur- lagadagskrá og einn kabarett (plús Kardemommubæinn) allt frammað jólum. 1 þetta „reper- toir” hlýtur aö vanta eitt eða tvö mikið lán að slik gersemi sem þessi hljóðritun skuli geymd i safni Rikisútvarpsins. Fer að rofa til Leikfélag Reykjavikur ætlar að hætta á að fara að sýna okkur eitthvað þungmeltara strax núna i næstu viku. Það er Meðgöngu- timieftir Slawomir Mrozek 1 upp- setningu Hrafns Gunnlaugssonar. Þetta ætti nú ekki að vera of stórt stökk úr Feydeau, þvi að Mrozek er meinfyndinn og notar á köflum um mjög farsakenndar aðferðir, þótt 'honum sé meiri alvara og meira niðri fyrir. Leikrit hans Tangó sem sýnt var i Iðnó fyrir nokkrum árum hlaut prýðilegar viðtökur. A annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið Kaupmann I Fen- eyjum eftir Shakespeare i nýrri þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Það eru tveir yngstu leikstjórar Þjóðleikhússins sem setja leikrit- ið á svið, þeir Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson. Með hlutverk Shylocks fer Róbert Arnfinnsson. Kaupmaðurinn hef- ur ekki verið sýndur siðan Haraldur Björnsson lék hann hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1945. Þegar er búið að tilkynna sýn- ingu tveggja annarra meiriháttar verka siðar i vetur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru Þjóðnfð- ingur Ibsens og leikritið Hvernig er heilsaneftir Kent Anderson og Bengt Bratt, höfunda Elliheim- ilisins sem sýnt var á vegum Þjóðleikhússins I Lindarbæ fyrir fáum árum og vakti geysilega at- hygli. Þótt mér hafi ekki þótt mikið um að vera i Þjóðleikhúsinu fyrri hluta vetrar, verður starfsemi þess þeim mun blómlegri þegar á liður, og ekki siður i kjallaranum þar sem sett verða upp hvorki meira né minna en 3 ný islensk verk. Fyrst verður Grimudans- leikur Jökuls Jakobssonar sem þegar er kominn i æfingu undir stjórn höfundar og Kristbjargar Kjeld. Um efni leiksins veit ég lit- ið, en leikendur eru 4 konur og 1 karlmaður. Þvi næst er leikritið Lúkas eftir Guðmund Steinsson, sem mjög forvitnilegt verður að sjá, þvi að allmörg ár eru liðin siðan nokkuð hefur verið fært upp eftir Guðmund. Nú, þriðja nýja islenska verkið i kjallaranum er eftir Erling E. Halldórsson sem, ef ég man rétt, hefur ekki áður skrifað fyrir Þjóðleikhúsið. Svo veröur Þjóðleikhúsið aldar- fjórðungsgamalt 20. april næst- komandi og þess afmælis vafa- laust minnst með hátiðarsýningu, en hver hún verður hefur e’kki verið tilkynnt enn sem komið er. 1 Iðnó verður um áramótin frumsýndur Uauðadansinn eftir Strindberg. i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri verð- ur Helgi Skúlason. Um sama leyti verða aftur teknar upp sýningar á Seiurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson, sem sýnt var i fyrravetur. Einnig er ákveðið að sýna seinna i vetur Fjölskylduna, finnskt leikrit um áfengisvanda- mál eftir Claes Anderson. Gott ár fyrir íslenska höfunda Þegar litið er yfir verkefnaskrá leikhúsanna tveggja, er það aug- ljóst að hlutfallstala nýrra is- lenskra verka hefur margfaldast uppá siðkastið- t fyrra voru flutt mörg ný islensk verk, sum þeirra tekin upp aftur i vetur, og fæ ég ekki betur séð en að t.d. Þjóðleik- húsið muni sýna a.m.k. 7 tslensk verk i vetur, öll samin á siðustu árum. Hér áður fyrr þótti gott, ef eitt siikt verk komst á fjalirnar á leikári. Þetta er mjög mikið gleðiefni, ekki sist þegar þess er gætt að all- mörg þessara verka hafa hlotið á- gæta aðsókn og fáum tekið dræm- lega. Forráðamenn leikhúsanna báru sig mjög illa hér áður fyrr yfir þeirri geysilegu áhættu sem uppfærsla nýrra islenskra leik- húsverka hefði i för með sér. Þessi reynsla hlýtur að auka þeim áræði og þá um leið örva höfunda til að skrifa fyrir leikhús. En hvar eru erlendir nútímahöfundar Hins vegar er ómögulegt annað en að taka eftir þvi að Þjóðleik- húsið sýnir ekki nema eitt erlent leikrit yngra en frá þvi fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Og hvorugt leikhúsanna hefurá verkefnaskrá sinni neitt eftir erlenda nútima- höfunda utan Noröurlanda, ef frá er talinn Mrozek, og heldur ekk- ert eftir þá „stóru” og stefnumót- andi höfunda siðustu áratuga. Við fáum liklega engan Brecht i vet- ur, eftir þvi sem ég veit best. Yfirleittsýnist mér að aðrir núti mahöfundar ten þeir sem eru að setja saman'eitthvaö um félags- leg vandamál á hinum Norður- löndunum, einkum Sviþjóð, eigi mjög ógreiðan aðgang að Islensku leikhúsunum nuna á siðustu ár- um. Sú var tiðin að hér var allt grass^randi i Durrenmatt, Frisch, Sartre og Anouilh — og jafnvel Beckett, Ionesco og Arra- bal. Sum bestu verk þessara höf- unda eru þó enn óuppfærð hér. Verstaf öllu virðist þó ganga að koma enskum nútimahöfundum inni leikhúsin hér. Sumir þeirra hafa alveg farið framhjá Islensku leikhúsi, t.d. John Arden, Arnold Wesker, David Mercer, N.F. Simpson og Robert Bolt, svo að nefndir séu af handahófi aðeins fáir þeirra mörgu höfunda breskra, sem sýndir eru mjög mikið utan sins heimalands. Gróska i leikritun hefur kannski hvergi i Vesturálfu verið eins mikil og i Englandi á 7. áratug þessarar aldar, en af einhverri undarlegri tilviljun virðist sam- band forráðamanna leikhúsanna okkar aldrei hafa verið gott við þann stað, enda þótt heilmargir starfandi leikarar hér hafi hlotið menntun sina þar. Kannski þetta sé vegna landhelgisdeilna okkar við Breta. Ef svo er, þyrfti að leiðrétta það, þvi að flest þessara sniðgengnu leikskálda, mundu taka málstað okkar i deilunni, einsog reyndar i flestum málum gegn rikisstjórnum Breta. Hætt- um þessvegna að vera á móti breskum leikritahöfundum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.