Þjóðviljinn - 02.11.1974, Side 11

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Side 11
Laugardagur 2. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ENN VIL EG SÁL MÍN UPP Á NÝ Á Hallgrímsártíð um daginn var illilega þrengt að okkur Hallgrími hér í blaðinu af auglýsingum og annarri heimsins villu. Verðum við því að gera bæn okkar að nýju eins og Hallgrímur eftir að hann drap tófuna með ákvæða- vísu (eða Gudda brenndi handritið) og segja: Enn vil ég sál mín upp á ný / upphaf taka á máli því. Við lögðum til um daginn að Hallgrími skáldi yrði reistur sá bautasteinn í túni íslenskra mennta að gefin yrði út vönduð heild- arútgáfa á verkum hans, byggð á grundvelli rann- sókna á því hvað er eftir hann og hvað eftir aðra af því sem honum er eignað. Þótti okkur komið nóg af því að menn hlæðu grjóti einu á Hallgrím, grjót- hleðslumönnunum sjálfum til upphefðar. ,,Þetta gerðu Stephensenarnir á öndverðri síðustu öld og því hafa menn haldið áfram í stórhrikalegum mæli á öndverðri síðustu öld". Til skilnings á þess- ari síðustu athugasemd átti að birta mynd af leg- steininum yfir Hallgrím í Saurbæ, og bætum við nú fyrir mistökin þótt seint sé. Erfitt mun að finna nokkurt þjóðskáld sem ekki er jafnframt ádeilu- skáld í einhverri mynd. Og einmitt í verkum Hall- gríms Péturssonar er víða að finna bitra þjóðfélagsá- deilu sem hefur furðu vel staðist tímans tönn. Vænt- um við þess að útleggingar hinna mætu manna, Magnúsar Jónssonar og Árna Björnssonar, færi þjóðviljalesendum heim sanninn um það að Hall- grímur stendur okkur vinstri mönnum býsna nærri! Legsteinn þeirra Stephensena á leiöi Hallgrfms f Saurbæjarkirkju- garöi. Stefán amtmaður Stephensen á Hvftárvöllum gaf, en hann lést áður en áletrun var gerð. Um hana annaðist bróðir hans Magnús og má sjá það á oröalaginu: „Lét stein þennan landshöfðingi sárast saknaöur hver sannri trú af alhug unni ættmenn rista eftir sinn dag að auldnum inoldum háleits sálmaskálds HALLGHÍMS fræga PÉTURSSONAR Lifi beggja minning landi blessuð 1831”. Hallgrimur tekur lítt þátt i þeirri „heimsádeildu” Stefáns Ólafssonar og fleiri austfirsku skáldanna að kvarta um leti og ómennsku vinnufólks, sem i þeirra augum virtist álika böl- valdur i samfélaginu og kaup- kröfur láglaunafólks eru i eyrum auðmanna nú á dögum. Einna bitrust er þó samfélags- ádeilan i 27. og 28. sálmi, sem fjalla um Pilati rangan dóm og samtal hans við Gyðinga á dóm- stólnum. Þegar séð er, hversu hraklega Pilatus muni breyta sakir hræðslu við að missa hylli keisarans, þá kveður Hallgrimur og hefur vafalitið bak við eyrað lögmenn sins eigin lands og þjónkun þeirra við danska kon- ungsvaldið: Vei þéim dómara, er veit og sér vísl hvaö um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að vikja af götu sannleikans. Pílatus keisarans hræddist heift. ef honuin vrði úr völdum steypt. Þetta, sem lielst nú varast vann, varð þó að koma yfir liann. Ó, vei þeim. sem með órétt lög umgangast og þau tiðka mjög, sannleiknum meta sitt gagn meir, svivirðing drottni gjöra þeir. I næsta sálmi, þegar dómurinn hefur fallið, beinir Hallgrimur sjónum nær nútimanum og biður af augljósri áhyggju: Guð gefi. að yfirvöldin vór varist þau dæmin glæpa stór. En næsta erindi þessa sálms er mest i ætt við hið greypilega ádeilukvæði frá 15. eða 16. öld. sem þekkt er undir nafninu Útleggingar á Hallgrími Bfij »1 a (i I u ni h 4J i ÉS&riHfnBMHHUMBMMMHaABÍNHHHHHHHH Hér verða tekin tvö dæmi um útleggingar siðari tima manna á atriði sem svo mjög verður vart við i kveðskap Hallgrims Péturs- sonar, andlegum sem veraldleg- um, en það er þjóðfélagsádeila. Annars vegar verður vitnað til hinna ágætu bókar Magnúsar Jónssonar guðfræðiprófessors og stjórnmálamanns, um Hallgrim, hins vegar til greinarinnar „Upp upp mitt skáld” eftir Arna BjörnSson þjóðháttafræðing. Magnús Jónsson fjallar ræki- lega um passiusálmana, bæði i heild og hvern fyrir sig. Hér verð- ur drepið niður þar sem hann fjallar um 8. sálm en þar er m.a. þettavers: „Fyrst makt heims er við myrkur likt / min sál halt þér I stilli / varastu þig að reiða rikt / á rikismanna hylli”. „.... með myrkrinu koma yfir- völdin i huga Hallgrims. Þetta er tækifæri til þess að segja „vald- stjórnendum” „orð i eyra”. Svo meistaralega heldur hann á þessu, að hann talar um að skýla skálkinum i „skugga” maktar- innar. Valdsmaðurinn hefir sinn skugga með sér, sjálf maktin kastar sinum skugga. 1 honum má ýmsu leyna, sem opinbert ætti að vera. Og ekki bitur háðskutinn ver en stórsverðið, og enn má nota myrkralikinguna: Myrkrið tekur allan höfðingsskapinn af, þvi að enginn sér skrúðann eða höfðingssvipinn, þar sem allt er koldimmt. Hann ávarpar sál sina i áheyrn höfðingjanna og segir: Varaðu þig, sál min, á þvi, að reiða þig á hylli þessara herra. En fegurst er að sjá, hvernig Hallgrimur lætur svo ljósið skina inn i þennan myrkrageim. Þegar hann nefnir nafn Jesú, er eins og ský sveipist frá og sólin baði allt i geislum sinum. Og ádrepan mikla til yfirvaldanna snýst upp i ein- hverja þá fegurstu bæn fyrir þeim. Jesús, lifsins ljós, sigrar hvert myrkranna riki og lætur þá, sem „ráða.yfir oss”, eflast að öll- um dyggðum og mannkostum. Þetta er fyrsta verulega ádrep- an til yfirvaldanna i Passiusálm- unum, en þær eru fleiri. Fólkið fann þetta og taldi það ástæðuna til þess, að svo seint gekk að koma Passiusálmunum út. Meðal annars var þetta talið ástæðan til þess, að Brynjólfur biskup greiddi ekki götu þeirra til prent- unar. t þessu öllu hefir fólkið ver- iðinnilega með Hallgrimi og tekið undir af hjartans lyst”. Yfirherrarnir njóta þess Arni Björnsson leggur áherslu á að sýna fram á hvað Hallgrimur er dýrlegt skáld — ekki endilega sem trúarskáld heldur þjóðskáld. Siðan segir hann m.a.: Og sem þjóðfélagslegt ádeilu- skáld var séra Hallgrimur auk alls annars mestur þeirra, sem fengust við yrkingar á 17. öld. Þótt hin, veraldlegu” ádeilukvæði hans eins og Aldarháttur og Flærðarsenna beri af öðrum i lik- um dúr sakir beinskeyti og hnittni, þá er þjóðfélagsádeilan i sjálfum Passiusálmunum þó einna meinlegust. Hér er ekki að- eins um að ræða hina almennu vandlætingu rétttrúaðra sálma- skálda á þessum tima, sem vissu- lega deildu á trúleysi og verald- arhyggju samtiðarmanna sinna. Skeyti Hallgrims eru markvisari og naprari og beinast meir gegn yfirstét tinni en titt er meðal presta á þessari öld. Þar er bænin ekki einasta: yfirvöldunum sendi lið, heldur sjái valdsmenn aö sér! (Ps. 25, 4). Heimsósómi Skáld-Sveins. Þetta eina erindi er sigild lýsing á póli- tisku og réttarfarslegu vændi. andvaraleysi og félagslegri deyfð alþýðu manna, sem gerir óprúttnum fjárplógsmönnum og framagosum kleift að sitja yfir hlut hennar. Hvaö margur nú i heiininum hér fyrir lastar Pilatuin, sem þó elskar og iðkar niest atliæfið hans og dæmin verst. Óttinn i dómi oft fær sess, yfirlierrarnir njóta þess. HAUSTMOT Taflfélags Kópavogs hefst í Vig- hólaskóla sunnudaginn 3/11 kl. 2 e.h. öllum heimil þáttfaka. Innritun á mótsstaö og í síma 41862 STJÓRNIN alniúgans lirösun olli þvi, illgjarnir skálkar hlaupa fri. Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Félagsráðgjafa. 2. Fulltrúa. 3. Forstöðukonu að nýju dagheimili við Ármúla. Upplýsingar veitir framkvæmdastjór- inn i sima 27277. Umsóknir um störf þessi þurfa að berast skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 11. nóv. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.