Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 13
Laugardagur 2. nóvember 1974. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 13
Karl Kvaran vift eitt verka sinna á sýningunni.
Karl Kvaran listmálari
Opnar sýningu í dag
1 dag klukkan 16 opnar Karl
Kvaran listmálari sýningu á
verkum sfnum i kjallara Norræna
húsins. Þar sýnir hann 37 oliu-
málverk, sem hann hefur málað á
siöustu 2-3 árum.
Einkasýningar Karls fylla nú
orðiö heilan tug en siöast sýndi
hann á listahátið 1972. Auk þess
hefur hann tekiö þátt i fjölda
samsýninga og er skemmst aö
minnast þátttöku hans i sýning-
unni September 1974 en Karl var I
hópi þeim, sem hneykslaði góö-
borgarana i september 1947.
Blaðamaður spurði Karl hvort
hann væri að gera eitthvað nýtt i
þeim verkum sem á sýningunni
eru. Færðist hann undan að svara
þvi en visaði á Thor Vilhjálmsson
sem þarna var staddur. — Þetta
er i sterku sambandi viö það sem
hann hefur gert áður, sagði Thor.
— Hins vegar breytist maður
við hverja nýja hugsun og meö
hverjum nýjum lit sem maður
setur i myndina þó enginn taki
eftir þvi og engin þjóðhátiö sé
haldin af þvi tilefni.
Verö myndanna á sýningunni
er frá 64—180 þúsund kr. Sýningin
verður opin klukkan 14-22 daglega
fram til 10. nóvember. — ÞH
Ólöf Grima Þorláksdóttir að störfum.
r
Attrœð og opnar sína
fyrstu málverkasýningu
Ólöf Grlma Þorláksdóttir, sem
vantar 10 og hálfan mánuö upp á
dag aö veröa áttræö opnar sfna
fyrstu málverkasýningu I dag,
laugardag aö Klausturhólum i
Lækjargötu 2. Sýningin stendur
til 16. nóvember, og er opin virka
daga frá 9—6, en sunnudaga frá
klukkan 1 til 6. Grima er úr Fijót-
unum og hefur málaö i tómstund-
um sinum siöastliöin 10 ár. A sýn-
ingu hennar eru 23 myndir. — úþ.
25 ára
Framhald af bls. 10.
forystumanna félagsins og
velunnara, að sá draumur rættist.
A 15 ára afmæli Þróttar af-
henti þáverandi borgarstj. i
Rvk., Geir Hallgrímss., félaginu
athafnasvæði við Sæviðarsund,
en þá hafði verið ákv. að flytja
starfsemina af Grimsstaða-
holtinu og Skerjafjarðarsvæðinu,
þar sem vagga félagsins stendur.
Siðan hefur veriö unnið sleitu-
laust aö þvi að búa i haginn fyr
ir félagsmenn á nýja svæðinu,
þótt sumum hafi þótt miða hægar
en skyldi. I júni 1969 var
knattspyrnuvöllur félagsins þar
formlega tekinn í notkun, og nú er
á svæðinu einnig allstórt
grassvæði, og veriö er að leggja
siðustu hönd á gerð
handknattleiksvallar. — 1 litlu
húsi, eldgömlu, eru tvö
búningsherbergi með böðum, og
litið herbergi til fundahalda og
annarrar félagsstarfsemi.
Reynt hefur verið að leggja
rækt við yngstu félagsmenn-
ina, og hefur ungum knatt-
spyrnumönnum félagsins geng-
ið vel i keppni við jafnaldra
sina i öörum félögum. Nefna má i
þessu sambandi, að þeir piltar,
sem nú erú i 3. aldursflokki, hafa
flestir haldið hópinn frá þvi þeir
voru i 5. flokki, og á þessum árum
hafa þeir sigrað i sjö mótum. —
Það, sem einkum háir
starfseminni nú, er vöntun á hæf-
um leiðtogum og forystumönn-
um. — Þeir, sem nú skipa stjórn
félagsins og nefndir, hafa flestir
starfað að framgangi Þróttar i
mjög mörg ár, — eða í allt að
tuttugu ár, og er það ósk þeirra
og von, aö fleiri leggi hönd á plóg-
inn i framtiöinni. —
Stjórn Þróttar tekur á móti
gestum, — félagsmönnum og
velunnurum, að Hótel Sögu
klukkan 15 á morgun, og annað
kvöld verður afmælisfagnaður á
sama stað. Það er von
stjórnarinnar, að sem flestir sjái
sér fært að koma. — Núverandi
formaður Þróttar er Guðjón
Oddsson.
Iðnó:
„Meðgöngutími”
frumsýndur
Jólaleikritið verður „Dauðadans”
eftir Strindberg
— nýtt, íslenskt leikrit í vetur
„Meögöngutimi”, ieikrit
eftir pólverjann Slovomir
Mrozek veröur frumsýnt i
Iönó á þriöjudaginn kemur.
Leikrit eftir Mrozek hafa
áöur veriö sýnd hér á landi,
Tango i Iönó og Á rúmsjó, ein-
þáttungur sem sýndur var I
Lindarbæ.
Leikstjóri „Meðgöngutim-
ans” er Hrafn Gunnlaugsson,
og sagði hann leikinn vera
pólitiska dæmisögu, „sem höf-
undur klæðir i hálftragikóm-
iskan búning. Húmor Mrozeks
er allt öðruvisi en þessi gamli
nærbuxnahúmor. Hann notar
kimni sina til að koma upplýs-
ingum til áhorfenda. Leikrit
hans eru kennslustundir”,
sagði Hrafn.
Æfingar á „Meðgöngutima”
hafa gengið vel, enda kvaðst
Hrafn hafa útvegað sér eins-
konskonar forskrift frá höf-
undi verksins.
„Ég skrifaði Mrozek og bað
um útskýringar á ýmsum
atriðum. Mrozek svaraði bréf-
inu”, sagði leikstjórinn, „og
gaf 'mikilsverðar ábending-
ar”.
Leikarar i „Meðgöngutima”
eru: Kjartan Ragnarsson,
„sem leikur mállausan
óskapnað, barn hjónanna i
leiknum. Hlutverk hans er
einna fyrirferðamest”, sagði
Hrafn Gunnlaugsson. Hjónin
leika þau Jón Sigurbjörnsson
og Sigriður Hagalin. Afann á
heimilinu, gamlan hershöfð-
ingja, leikur Helgi Skúlason,
en ungan aðkomumann,
sósialista og anarkista, leikur
Þorsteinn Gunnarsson,
Hólmfriður Gunnarsdóttir
þýddi úr sænsku, en Steinþór
Sigurðsson gerði leikmynd.
Yfir 50.000
hafa séð Flóna.
Þessi frumsýning „Með-
göngutima” er fyrsta frum-
sýning haustsins hjá Iðnó, en
L.R. tók upp óvenjumargar
sýningar i haust frá fyrra ári.
Flóin hefur verið sýnd yfir 220
sinnum, og samtals munu yfir
50 þúsund manns hafa séð það
leikrit. Islendingaspjöll ganga
enn, sýningum tekur að fækka
á Kertalogi og eftir áramót
verður tekið til við sýningar á
„Selurinn hefur mannsaugu”
eftir Birgi Sigurðsson, en
það leikrit var frumsýnt á
listahátíð i vor.
Þrjú verk eru nú i deiglunni
hjá L.R., eru það „Dauða-
dans” eftir Strindberg, sem
verður jólasýning leikfélags-
ins, leikstjóri Helgi Skúlason,
þýðandi Helgi Hálfdánarson.
Þá verður sýnt finnskt leikrit.
„Fjölskyldan” eftir Claes
Anderson og i undirbúningi er
sýning á islensku verki, en
ekki er hægt að skýra frá að
svo stöddu, hver höfundur
þess er. — GG
Lögreglustjóri drepinn
Buenos Aires 1/11 reuter — Yfir-
maður airikislögregiunnar I
Argentínu, Alberto Villar, lést i
dag er sprengja sprakk i lysti-
snekkju hans. Með honum fórust
kona hans og amk. tveir til viö-
bótar. Talið cr að vinstri sinnaðir
skæruliðar hafi verið að verki.
Villar þessi var sérfræðingur i
baráttu gegn skæruliðum og mjög
illa þokkaður i röðum vinstri
manna. Honum var sagt upp
störfum I lögreglunni árið 1971
eftir að hann hafði brotið sér leið
inn I lögreglustöð eina i Cordoba
til að eyðileggja skjöl sem maður
einn hafði lagt fram en i þeim var
að finna ákærur á hendur lögregl-
unni fyrir að beita pyndingum.
Peron forseti kallaði hann aftur
til starfa i janúar sl. og gerði hann
að yfirmanni alríkislögreglunnar
i april. Hann hafði áður komið
upp sérstökum sveitum mótor-
hjólalögreglu sem vann þannig að
tveir menn á vélhjóli óku inn i
kröfugöngur og barði annar frá
sér á báða bóga með langri kylfu.
Vinstri menn hafa ásakað Vill-
ar fyrir að beita þá mikilli hörku i
þeirri ofbeldisöld sem rikt hefur i
landinu eftir lát Perons i júlí. Alls
hafa nú 130 manns látið Hfið i
þeim átökum sem orðið hafa frá
þvi.
Samningar
Framhald af 16. siðu
þessi mið llka. Til dæmis hefðu
grindvikingar fengið i maímánuði
einum á að giska 2.700 tonn i kant-
inum. Þá urðu margir bátar að
hætta veiðum i maimánuði vegna
manneklu, en þetta er stærsti
hlutinn af afla grindavikurbáta i
mai. Að sjálfsögðu stunda neta-
bátar annars staðar að einnig
veiði á þessum slóðum.
„Þetta er dýrmætt svæði fyrir
okkur,” sagði Bjarni, „og við
mundum missa af þvi ef togurum
yrði hleypt inn á það og það gæti
haft býsna afdrifarikar afleiðing-
ar fyrir okkur hér i bæ. Þá má
geta þess að á þessu svæði öllu
stunda á þriðja hundrað bátar
netaveiöar yfir vertiðina.”
Faðir okkar,
Finnbogi Jónsson,
Reykjavlkurvegi 42, Hafnarfirði,
andaðist að Sólvaegi föstudaginn 1. nóvember.
Sesselja Finnbogadóttir
Jón Finnbogason
Rögnvaldur Finnbogason.
Sonur okkar, bróðir og mágur
JÓHANNES ÞORVALDSSON
Nóatúni 24
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 4.
nóvember kl. 1.30 e.h.
Margrét Jónsdóttir, Þorvaldur Ármannsson
Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson
Viktoria Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson.
Guðný Þorvaldsdóttir