Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 14

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1974. 30 sitt i gólfvasa. Miriam birtist bakvið hann. — Flemming. Hún horfði á hann brosandi. — Var nokkuð athugavert við sherrýið, eða var þetta bara elsta bragð i heimi? — Elsta bragðið — — HUn er indæl. Er það sU með póstkortin? — Nei. — Þeim mun betra. ÞU ættir að gifta þig, Flemming. NU er ég bráöum bUin að vera gift i klukkutima og það er dýrlegt. Ég er bara hrædd um að aspidistran visni ef þU heldur svona áfram. Þegar hann kom til baka var Simonsen að leika Chopin. Jetta stóð i hálfhringnum bakvið hann, Berg var einmitt að hella i glasið hennar. HUn sneri sér að Borck og rétti honum eitthvað sem hUn hafði verið að taka upp Ur tösk- unni sinni. — Hérna, Flemming. Það var lUka af hrisgrjónum. HUn kreisti litlu, hörðu kornin i lófanum meðan hann horfði á hana. Þegar hUn hafði hallað sér fram til að opna töskuna hafði hUn flýtt sér að teygja Ur öðrum fætinum til að missa ekki jafn- vægið, en hann trUði ekki lengur á þetta. HUn var i stuttum, þröng- um kjól Ur einhverju málmofnu, gullsiitu efni, sem gerði andlit hennar með plokkuðu brUnunum enn fölara en fyrr. Hann lagði höndina á öxl hennar og fann óvæntan hita likamans gegnum þúnnt en hrjUft kjólefnið. HUn þrýsti sér ögn að honum og siðan stóðu þau og hlýddu á tónlistina; Simonsen tókst að framleiða furðu mikla hljóma Ur litla hljóð- færinu. Oti var mistur, hrisgrjónin skullu glamrandi á þaki bilsins þegar hann ók burt. Hann þrýsti heitri stUlkunni með þurra ilmin- um nær sér og hár hennar straukst við hálsinn á honum. — BrUðkaup koma mér alveg Ur sambandi. Það var eins og hann yrði að halda jafnvæginu fyrir þau bæði. Þau óku hægt vegna þokunnar. — Það er ekki hægt að fara beint heim? HUn hristi höfuðið. — Má bjóða þér drykk? HUn sat i sófanum hans og raul- aði brUðarvalsinn. Tappinn Ur kampavinsflöskunni flaug i átt að gluggarUðunni. Þegar hUn var bUin að dreypa á glasinu, dró hUn undir sig fæturna, smeygði sér Ur skónum og hallaði sér afturábak, svo að höfuð hennar hvildi upp að hálsi hans. Hann sá það ofanfrá: hársræturnar voru dálitið dekkri en hárið að öðru leyti. Hann ýtti höfði hennar mjUklega niður i kjöltu sér og þar lá hUn og horfði upp til hans stórum spyrjandi augum. Hann kyssti hana og hUn tyllti fótunum aftur á gólfið og sneri sér að honum til að betur færi um hana. — Hefur þéraldrei dottið i hug að gifta þig? hvislaði hUn. Hann kinkaði kolli. — Vilt þU giftast mér? hvislaði hann á móti. HUn hló. — Ég ætti kannski að kynnast þér dálitið betur fyrst,finnst þér það ekki? Meðan hann dró gluggatjöldin fyrir, dýfði hUn fingrunum iglasið sitt og slökkti á kertunum tveim- ur. Stundarkorn var jólalykt i stofunni. Seinna frammi i baðher- berginu, heyrði hannaðhUn var að raula brUðarvalsinn fyrir munni sér. HUn kom inn með kjól- inn og nærfötin á handleggnum; hUn lagði allt á stólbak. — Hvar? spuröi hUn. Hann benti á svefnskotið. — En hvað hann er mjór. Ertu vanur — Hvitur likami hennar glóði i þeirri litlu skimu sem enn var i stofunni. Hann hafði ekki átt von á þvi að hUn væri nakin, röskleiki hennar kom honum á óvart, hann var ekki einu sinni farinn Ur jakk- anum ennþá. Hann lagði hann of- aná kjólinn hennar á stólbakinu og heyrði hana raula fyrir aftan sig. — Hvar eru rUmfötin? spurði hún. — Ég skal ná i þau. • — Nei, leyfðu mér að bUa um. Hann hafði lagt hrein rUmföt i hólfið undir bakinu á svefnsófan- um; hann heyrði hana taka þau fram. Honum kom á óvart hve hvitur likami hennar var heitur. HUn kreppti fæturna og þrýsti heitum hnésbótunum að köldum hnjám hans. Hann hafði ekki gert sér i hugarlund að henni tækist að örva hann svo fljótt. Fingur hans struku stutt hárið i hnakka henn- ar sem hélt áfram eins og mjUk ló langt niður á bakið. Fingurnir struku augnabrUnir hennar, dUn- inn sem mættist næstum fyrir of- an nefrótina, slétt og heitt hör- undið fyrir ofan efri vörina. Litlu, heitu dældina bakvið mýksta hlutann af eyrnasneplinum. Rif- beinin, hvert af öðru, meðan hann hvislaði: kemur maður gangandi — og mittið; rétt áður en hann kom að mjöðminni fór um hana hrollur vegna þess hve fingur hans voru kaldir og hUn hló stutt- um, hljómlausum hlátri. — Þér er svo kalt á fingrunum — Það er til þess að ég geti bet- ur — — Amma, af hverju...... Hann gleymdi þvi ekkert and- artak að hann lá i sinu eigin rUmi, i sinni eigin stofu, meðan á því stóð. Hann heyrði i bilunum niðri á aðalgötunni og hann heyrði matarundirbUninginn i næstu eld- húsum. — .....er þU veist svona stór? Þau hlógu hvort til annars. 1 næstu ibUð var einhver að negla i veginn. — Af hverju var..... Það var eins og hamarinn væri að verki nokkra sentimetra frá þeim. Milli högganna var eins og steinryk hryndi niður og einhver andaði ákaft, kannski hUn. — Dacapo. HUn vafði sveittum hand- leggjunum um sveitt bakið á honum og kyssti hann á hamrandi slagæðina i hálsinum. Hann slakaði á öllum likamanum og lá þarna sveittur og þungur og tómur, með þá notalegu kennd að hafa staðið sig og að hið erfiðasta sem framundan var myndi lika heppnast. Seinna — Seinna gekk hann berfættur yfir gólfið. A sófaborðið sótti hann útvarp Laugardagur 2. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8 15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Veðrið og við kl. 8.50: MarkUs Einarsson veður- fræðingur flytur þáttinn. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa „Flökku- sveininn” eftir Hector Malot (18). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Óskaiög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir Umsjón Jón As- geirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist Atli Heimir Sveinsson tónskáld byrjar nýja röð Utvarps- þátta. 15.00 ,,Hin mikla freisting”, smásaga eftir Þorvarð Helgason Höfundur flytur. 15.45 LUðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur nokkur lög Stjórn- andi: Hans P. Franzson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Islenski mál Asgeir Bl. MagnUsson cand mag. talar. 16 40 Vikan framundan MagnUs Bjarnfreðsson kynnir dagskrá Utvarp os og sjónvarps. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: ,,A eyðiey” eftir Reidar Anthonsen, samið upp Ur sögu eftir Kristian Elster. Fyrsti þátt- ur: Hvar erum við? Þýð- andi: Andrés Kristjánsson. Leikstjóri: Briet Héðins- dóttir Persónur og leikend- ur: Eirikur / Kjartan Ragn- arsson, Andrés / Randver Þorláksson, Jörgen / Sól- veig Hauksdóttir. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 19.35 Austur-þýskt kvöld Franz Gislason sagnfræð- ingur og fleiri bregða upp svipmyndum frá þýska al- þýðulýðveldinu. Auk hans koma fram Árni Björnsson, Elín Guðmundsdóttir, Guð- mundur AgUstsson, dr. Ingi- mar Jónsson, Stefán ögmundsson og Vilborg Harðardóttir. Einnig flutt þýsk lög. 21.05 Dr. Hallgrimur Helga- son lónskáld sextugur (3. nóv.)a. Atli Heimir Sveins- son flytur inngangsorð. b. Fiðlusónata eftir Hallgrim Helgason. Dr. Howard Ley- ton-Brown og höfundurinn leika. c. Sönglög eftir Hall- grim Helgason. Ólafur Þ. Jónsson syngur: höfundur leikur á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. s|ónvarp 16.30 Jóga til heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með leiðbeiningum i jóga- æfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 17.55 íþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvika. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmynda- flokkur. Vinir I raun. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans.l þættinum eru flutt gömul og ný rokk- og bitlalög og önnur vinsæl lög. Hljómsveitina skipa, auk Ragnars, Birgir Karls- son, Halldór Pálsson, Jón Sigurðsson, RUnar Georgs- son, Stefán Jóhannsson og frska söngkonan Mary Connolly. 21.20 Á fornum slóðum.Mynd með söguiegum heimildum og getgátum um hinar fornu byggðir norrænna manna á Grænlandi og eyðingu þeirra. Þýðandi Dóra Háf- steinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.45 Lukkupotturinn. (Rancho Notorious) Banda- rísk biómynd frá árinu 1952, byggð á sögu eftir Sylviu Richards. Leikstjóri Fritz Lang. Aðalhlutverk Marlene Dietrich, Arthur Kennedy og Mel Ferrer. Þýðandi GuðrUn Jörunds- dóttir. Myndin gerist i „villta vestrinu” fyrr á ár- um. Unnusta aðalsöguhetj- unnar er myrt, og hann leggur af stað að leita morðingjans. Hann kemst brátt á sporið og finnur hinn seka á bUgarði þar sem illvigir bófaflokkur hef ur aðsetur sitt. 23.15 Dagskrárlok Frá Erni og Örlygi Jesús Kristur í dálestrum Edgars Cayce Jesús Kristur i dálestrum Edgars Cayce nefnist bók sem BókaUtgáfan örn og Örlygur hefur gefið Ut. Reynslu dávaldsins hefur Jeffrey Furst ritað en Dagur Þorleifsson blaða- maður hefur þýttbókina. Er þetta fjórða bókin um Edgar Cayce sem örn og örlygur gefa Ut. Um innihald bókarinnar er svo aöorðikominstiinngangi: „Hver sá, er kynnir sér Edgar Cayce og verk hans hlýtur fyrr eða siðar að koma að þeim krossgötum I hugsun (og trU), að hann verði að taka afstöðu til ákveðinna atriða. I fyrsta lagi til spurningarinnar um grundvallargildi upplýsing- anna, sem sjáandinn sofandi gaf. I öðru lagi til þess hver heimildin sé frá sjónarmiði fyrirbæra- fræðinnar — og hvernig upplýs- ingunum var safnað og þær tindar Ur ómeðvituðum hug Cayce. 1 þriðja lagi verður Cayce-neminn að taka afstöðu til spurningar af ýtrasta mikilvægi: Hverja þýðingu er hugsanlegt að Cayce geti haft viðvikjandi heilagri ritningu, og þá alveg sérstaklega þeim einstaklingi, sem þekktur er sem JesUs frá Nasaret? Um þetta siðastnefnda atriði er einkum fjallað I þessari bók, og svör við spurningunni geta þeir einir fundið, sem opnum huga vilja lita á öll sönnunargögn og tileinka sér þýðingarfulla árvekni I sambandi sinu við Sköpunina, eins og við kynnumst henni á siðum bókarinnar.”' Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð hjá prentsmiðjunni Viðey , og bundin i Arnarfelli. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. Brúðkaup Þann 14/9 voru gefin saman 1 hjónaband i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, SigrUn Erla Hákonardóttir og Guðmundur Elias Pálsson. Heim- ili þeirra er að Stórholti 32, Rvik. STUDIO GUÐMUNDAR 12. október s.l. gaf séra Sigurð- ur Pálsson saman I hjónaband I Hraungerðiskirkju, Vilborgu Þórarinsdóttur og Einar Axels- son. Heimili þeirra er i Alfheim- um 64. STUDIO GUÐMUNDAR Þann 14/9 voru gefin saman I hjónaband í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni, Mar- grét Sverrisdóttir og SkUli MagnUsson. Heimili þeirra er að Lundarbrekku 10, Kópavogi. STUDIO GUÐMUNDAR Þann 3:8 voru gefin saman I hjónaband af séra Guðmundi Þorsteinssyni, Halldóra Arna- dóttir og Pétur Hauksson. Heimili þeirra er að Hraunbæ 20. STUDIO GUÐMUNDAR öllum þeini, sem glöddu okkur með kveðjum og gjöfum á 70 ára og 75 ára afmælum okkar, færum við innilegustu þakkir. Guðfinna Pálsdóttir Magnús Gamallelsson. Ólafsfirði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.