Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur 11. nóvember 1974 ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 UM SJÁVAR- PLÁSS Fyrst kom maöur inn og spilaði á flygil. Siðan kom annar og jafnhattaði flygilinn. Magnús Jónsson. Fiskur undir steini hefur vakið upp sterkari ástriður en nokkuð annað filmukyns á íslandi. Margt er vatn i þeirri ræðu, sérstaklega dólgslegar athugasemdir um inn- ræti höfundanna. Stórmikill hluti af ásökunum sem þeir fá yfir sig er byggður á þeirri snarvitlausu forsendu (sem viðkomandi aðilar gera sér þvi miður ekki grein fyr- ir sjálfir) að islensk kvikmynd eigi fyrst og siðast að vera eins- konar landkynning, héraðskynn- ing eða plásskynning, tekin i glampandi sól af faHegum hver- um,fallegum stúlkum, alúðlegum öldungum, flottum einbýlishúsum og fallegum þorski. Menn hafa sætt sig nokkurnveginn við að fé- lagsleg rýni sé stunduð i skáld- sögum (enda lesa þær miklu færri en þeir sem horfa á sjónvarp). En i hugum firnamargra á kvik- myndin að vera einskonar þjóð- hátið á Þingvöllum og verða frið- arspillar fjarlægðir miskunnar- laust. Mér finnst alveg ljóst á hama- gangi Morgunblaðs og fleiri aðila i þessu máli, að þessa fordóma eigi að fullnýta til að koma i veg fyrir fleiri tilraunir i þessa veru — hamra það i gegn að hin sjálf- umglaða túristastefna skuli ráða i ræmugerð i bráð og lengd. Þvi fimbulfamba menn þeim mun fleira um hjörtun og nýrun 1 Ólafi Hauki og Þorsteini sem þeir tala færra um menningarástand sjáv- arplássa. Hið sýnilega En hvað er þá þetta menn- ingarástand? Þvi er ekki auð- svarað, menning er allt mögu- legt: tónleikar, dansiböll, handa- vinna, postulinshundar, lestrar- venjur og handbolti. Félagsstarf um þetta og annað, hlutföll á milli, afstaða til þessara fyrir- bæra. Menningarneysla i einu plássi er efni i stóran doðrant, menningarlif einnar fjölskyldu er i sjálfu sér æriö verkefni. Reynum samt að búa til laus- legt yfirlit, skema með lauslega áætluðum meðaltölum og stórum frávikum eftir stöðum, en yfirlit samt, sem menn geta prófað sina reynslu á ef til vill'. Byrjum á þvi sýnilega, hlutun- um i kringum fólk. I sjávarplássi eru sjaldan myndsýningar at- vinnulistamanna og ekki mikið sóttar. Abstraktið náði hér ekki fótfestu, er enn i dag sérviska og briari. Landslagiö blifur. Stór- meistarar málverksins, þeir sem „hafa hlotið sina viðurkenningu” eru virtir úr fjarska, en flestir telja vist að þeir séu „ekki fyrir mig”. Kannski á Bogesen eða gamli presturinn eina mynd eftir Kjarval eða Ásgrim. Heimamenn sýna stundum. Þeir búa til mynd- ir úr plássinu af bátum, naustum eldri húsum. Þetta er vinsælt og selst mikið, myndir laghents mál- arameistara eða sundlaugar- varðar eru fyrr en varir komnar inn á gafl i öðru hverju húsi. En oftast er málaða myndin i stof- unni eftir einhvern samislenskan Matthias eða Sigurð, sem gætu breitt yfir meðalfjall með mynd- um sinum, svo lúsiðnir eru þeir. Nokkrar af eftirprentunum Helgafells hafa slæðst með, oftast þær sömu. Húsin Langflestir búa i einbýlishús- um, og þar rikir almenn vorkunn- semi i garð reykvikinga, sem hafa svo margir lent i þeirri ó- gæfu, að deila veggjum við aðra menn. Þessi stóru hús fyllast lygilega fljótt, mest af þvi sem auglýsendur kalla gjafavörur. Fólk virðist yfirleitt mjög ósjálf- stætt gagnvart þvi sem er á boð- stólum hjá Bogesen eða Kaupfé- laginu. Það sem mest fer fyrir af gjafavörum á hverjum tima, það ratar blátt áfram inn i hvert hús með næstu jólum og afmælum: pagóðulampar, aflangir kera- mikskildir, postulinsdrengir — listinn lengist með hjúskaparár- unum og það er ekki til siðs i litlu plássi að móðga neinn með þvi að fela hans gjöf. Þegar húsráðend- ur eru sextugir kemst ekki meira fyrir þótt þá ætti lifandi að drepa. Heimili eru reyndar furðu keim- lik og má hver sem vill draga af þvi sinar ályktanir um áhrif frjálsrar verslunar á persónuleg- an smekk. Fjölmiðlar og smá- vegis um pólitik Að þvi er varðar útvarp, sjón- varp og Moggann er ekkert sér- stakt um sjávarplássið að segja. Kanasjónvarpið náði fyrst til plássana suður með sjó og fór um skeið langt með að afnema mann- legan samgang utan vinnutlma. Það hefur allar götur verið sterkt þar siðan: þar má heyra dagfars- prúðar og algáðar húsmæður láta uppi sterkar óskir um að skella undan menningarvitum (Sigurð- ur A. Sigurði Lindal o.fl.) sem hafa beitt sér fyrir lokun þessa miöils. Kanaútvarpið er oftast i fullum gangi i fiskvinnslustöðv- um, verkstæðum og viða á sjopp- um. Ef að kvikmyndahús er rek- ið, er nokkuð vist að það heldur sig viö lakasta hluta kvikmynda- innflutningsins. Ef að hægt er að koma út blaði i plássinu, selst það tiltölulega vel sama hvað i þvi er, og eins þótt ekkert sé i þvi. Bæjarblað er mjög varfærið og móðgar engan (ó- flokksbundið) eða örfáa beina andstæðinga (flokksbundið). Hið bjartsýna viðhorf til tilverunnar, sem er að mestu horfið nema i auglýsingum, það lifir góðu lifi i bæjarblaðinu. Meginefni þess er það, að allir eru önnum kafnir við að bæta þjónustuna. En sá sem reynir að fletta ofan af hneyksli (embættisvanrækslu, fjárdrætti, skattsvikum) er talinn klikkaður og verður það liklega i raun fyrr en sfðar. Annars er umburðarlyndi plássins merkur kapituli út af fyrir sig. Mórallinn er að hafa drift og vinna mikiö, „koma sér áfram”. En vandræðapabba- drengjum er hent á milli einka- fyrirtækja sem forstjórum og gjaldkerum og siðan er þeim hol- að niður i sömu störf hjá bænum og fyrirgefið ailt, af þvi að pabbar þeirra voru gegnir borgarar, þeir voru seigir i kúlukasti þegar þeir voru strákar og af þvi þeir eiga bæði konu og börn. Slikir menn eru heilagir. Auk þess þægilegir, verk þeirra „sanna” að opinber rekstur borgar sig ekki. Það skal tekið fram hér, áður en vikið er að öðrum félögum, að verklýösfélagið er löngu dautt. Það semur bara eftir á um það kaup sem samið var um annars- staðar. Það er talin mikil svi- virða, ef einhver lætur sér detta það i hug, að verklýðsfélagið f jalli um pólitisk mál. Hinsvegar eru tveir strákar, sem eiga að taka við af þeim gömlu, sem stofnuðu félagið með kreppuslagsmálum. þeir hafa sótt Dale Carnegienám- skeið I fundarsköpum, vinsældum og áhrifum. Fyrsta mai var ekki minnst um langan tima (nema kannski með guðsþjónustu og balli um kvöldið), en kannski hafa yngri menn þó komið þvi til leiðar nú, að þeim degi er sýndur nokkur sómi. Bækur og sérviska Bókasafnið hefur stækkað og fengið betra húsnæöi. Börn eru mjög stór hluti viðskiptavina. Þau eru aðallega komin til að fá seriureyfara, en ef vel tekst til með bókavörð og einn eða tvo kennara getur bókasafnið orðið mikils visir. Viðast hvar eru til bækur, 20—150 innbundnar full- orðinsbækur. ( Þar fyrir utan má finna verulega góö heimilisbóka- söfn i öllum plássum). Bækurnar eru eins og sitt beiniö af hverri tikinni, islendingasögur, spirit- ismi, þjóðskáld og eldhúsreyfarar i bland — eins og um allt land reyndar. Sérstaða sjávarplássins er tengd miklum fjölda sjómanna- bóka svokallaðra sem „hann” fær á hverjum jólum. Hvernig bæk- urnar eru lesnar veit enginn. Af- þreyingarrit allskonar eru hins- vegar oft á flakki i svefnher- bergjunum, gjarna margra ára gömul. En allavega eru yngri höf- undar og nútimakveðskapur sjaldséðir fuglar i plássinu. Ann- aðhvort finnst mönnum að þessir höfundar fari með óskilanlegt rugl (getur vel verið) eða að þeir eru ekki vissir i sinni sök, vilja halla sér að þeim sem „hafa hlot- ið sina viðurkenningu”. Stór- meistarar njóta virðingar — úr fjarska. Og Ólafur Kárason á ekki eins erfitt uppdráttar i plássinu og fyrir strið. Samfélagið er orðið það rikt að það telur leti og rit- verkastúss sliks pilts ekki lengur hneykslunarefni. Það er meira að segja talað með nokkurri virð- ingu um þann sem er „alltaf að grúska i einhverju”. Að öðru leyti er mönnum sama um Ólaf þenna. Og enginn vill bera kostnað af sérvisku hans, nema þá móðir hans. Djöfuls aríur Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari segir frá þvi i viðtali við Lesbók Mbl., að á tónleika strokkvartettsins ísamer á Bol- ungavik hafi enginn komið nema prestshjónin. Svona dæmi eru mörg. Einangrun, lýðskrum, öf- ugt snobb og margt fleira hefur skapað tortryggni i garð svo- nefndrar „æðri menningar”, sem kemur ekki hvað sist fram i tón- listarmálum. Eða að minnsta kosti skapað þá afstöðu að þetta „er ekkert fyrir okkur”. Frá sjávarplássinu hafa borist einna harðorðust mótmæli gegn djöfuls arium i útvarpinu. Tónlistin i plássinu er annars vegar dægur- músik hvers tima, hinsvegar karlakórinn og sælar endurminn- ingar um MA-kvartettinn. Karla- kórinn getur reyndar verið býsna duglegur og visað á ýmislegt ann- að I músik. Viðhorfin hafa verið að breytast mjög nýlega, einnig með aukinni tónlistarfræðslu i skólum. Fyrir utan kóra er leikfélagið einhver helsti mælikvarði á eigið frumkvæði heimamanna. Kannski lognast það út af á mestu aflaárum, eða meðan kaninn hef- ur sem mest umsvif (Suðurnes), eöa meðan sjónvarpiö riður i garð. En það getur rifið sig upp aftur og oröið merkilegur vett- vangur, einnig vegna þess að undanfarin ár hefur æ oftar verið farið út fyrir hinn þrönga hring hávaðasamra alþjóðlegra farsa- leikja sem áhugamannaflokkarn ir voru rigbundnir við. Veikleiki þessa sjálfstæða starfs (og ann- ars hliðstæös) er sá, að grund- völlurinn er i þrengsta lagi, mikið veltur á einum manni eða tveim, sveiflurnar eru stórar frá ári til árs, samhengið getur rofnað. Þorrablót Annars eru félög, jafnvel i litlu plássi, fleiri en talin verði. Þar eru saumaklúbbar fyrir 'karl- menn, Rótari, Læon, Kiwanis, sem réttlæta tilveru sina með fjársöfnun fyrir einhverju nyt- sömu tæki, en magna að öðru leyti hégóma i plássinu og eftir- sókn eftir vindi. Þar er kvenfélag og systrafélag, skátafélag og kvenskátafélag, allt að tiu átt- hagafélögum, ungmennafélag, taflfélag og bridsfélag, starfs- greinafélög, hestamannafélag, björgunarsveit, skógræktarfélag, fegrunarfélag, rjúpnaskyttufé- lag, samtök reiðra vesturhverf- inga og félag enn reiðari nýhverf- inga. Vitanlega má telja margt jákvætt upp um umsvif einstakra félaga, en væri óðs manns æði hér. En sjávarplássið á það sam- merkt með öðrum landshlutum að sjálft félagslifið er i engu sam- ræmi við allan þennan félagasæg. Það er eins vist að litill hópur manna fari með stjórnarþræði i þeim öllum og fari reyndar með pólitikina i plássinu lika. Og manni finnst einatt að það sé al- gjör óþarfi að hafa svona mörg form á tilefni til þess að spila framsóknarvist eða bingó eða éta þorramat. Það er ekki gott að vita hvar best er að hætta þessari romsu. Dansiböll eru allsstaðar svipuð á íslandi — svo hrikaleg að menn eru hættir að tala um þau, beygja sig undir staðreyndina eins og hvert annað veðurfar. Hér er ekk- ert minnst á skólamál — þau eru kapituli út af fyrir sig. Iþróttir eru vissulega mjög stór hluti af öllu sem fellur undir félagslif i plássinu. Það geta leikið margir öflugir straumar um fótboltaliðið i plássinu. En þá þarf það helst að vera af stærri gerðinni, með verkaskiptingu sem leysir nægi- legan fjölda undan beinu likam- legu erfiði, sjómenn og tækja- menn hafa ekki tima til að keppa i fyrstu deild. Ekki annarri heldur. Vinna Þvi það er sama hvort við höld- um lengur eða skemur áfram I upptalningunni: það er vinnan sem mótar allt. Púlið sem skapar útflutningsverðmæti, reisir fabrikkur og einbýlishús, ris und- ir jafnt heildsölum sjoppueigend- um, skólagöngu og mikilli bila- eign. Mikil vinna, eftirvinna, næt- urvinna og helgidagavinna. Vinna sem strekkir á taugum og magnar þorsta i sjaldgæfum hlé- um, lokar skólum öðru hvoru og eyðir leiklistaráformum. Vinna sem hefur þverstæðukenndar af- leiðingar: Getur skapað lifs- reynslu sljóvgað næmleika á alít sem nýtt er og forvitilegt. Getur treyst samkennd fólks þvi að langflestir þekkja hana að eigin raun — en sundrar einnig mönnum, sem hver um sig sjá aldrei út fyrir kröfur hinnar mestu einkaneyslu, sem þeim eru þeim mun lævisari sem þeim verður aldrei fullnægt. Vinna sem veldur þvi að menn nema ekki staöar, lita ekki upp til að spyrja: Hvar er ég, hvað getum við? Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.