Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Sunnudagur 17. nóvember 1974 • Árslaun allra Dags- brúnarverkamanna fara til verslunarálagningar • Verslunarálagning 7.500 milj. kr. — Kostnaður við verðlagseftirlit 20 milj. kr. Ein verslun á hverjar 20 fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík Hagnabur af verslun var um 300 milj. kr. 1972. Þaö er kannski skýringin á þvl hversu margir fórna sér. SVAVAR GESTSSON: Hvað kosta eitt þúsund eitt hundrað og sjö versl- anir úr vasa neytandans? Aö undanförnu hefur talsverð umræða átt sér stað um versl- unarmál i fjölmiðlum. Hefur Þjóðviljinn gert sitt besta til þess aö koma á framfæri þeim við- horfum, sem þar hefur verið um að ræða, en þau beinast að heita má öll i einn meginfarveg af hálfu neytenda! Að verðlagseftirlit beri að herða frá þvi sem það er nú. í umræðunni hefur- orðið vart við allskonar ákaflega barnaleg- ar staðhæfingar og yfirborðs- kenndar fuilyrðingar. Dæmi: Gunnar Thoroddsen benti á það i útvarpsumræðunum að verðbólg- an hefði aldrei verið meiri en i ár — þrátt fyrir verðlagseftirlitið! Rétt eins og verðlagseftirlit geti stöövað verðbólgu. Verðlagseftir- litið hefur hér á landi ekki annað hlutverk en það að fylgjast með verðlagningu og þvi að hún sé framkvæmd eftir föstum verð- reglum sem settar eru á hverjum tlma. Verðlagseftirlitiö fylgist með verðlagi i verslunum og verðlagsnefnd gerir tillögu um verölagningu vörutegunda til rikisstjórnarinnar, sem nú tekur endanlega ákvörðun um verð- lagninguna á hverjum tima. En þrátt fyrir þá galla sem fram eru taldir á verölagseftirlit- inu eru menn sammála um að það eigi ekki að leggja niður, það eigi að efla verulega frá þvi sem nú er. Vissulega getur ákvörðun i verðlagsnefnd og framkvæmd hennar haft áhrif á kjör fólksins i landinu á hverjum tima. Fundir verðlagsnefndar geta haft i för með sér hundruð miljóna króna tilfærslu frá neytendum til kaup- manna eða öfugt. Enda skin jafn- an i gegnum málflutning kaup- manna heift og hatur i garð verð- lagseftirlitsins, sem yfirleitt hef- ur staðið nær neytandanum þrátt fyrir allt. Verðlagseftirlitið hefur átt við ákaflega erfiðar aðstæður að etja á undanförnum mánuöum. Verð- lag erlendis hefur sifellt farið hækkandi. 1 verslunum er að sjálfsögðu unnt aö finna mörg mismunandi verð á erlendum sem innlendum vörutegundum, en þaö stafar auðvitaö af þeirri gifurlegu erlendu sveiflu sem hef- ur átt sér stað og við Islendingar erum viðkvæmari fyrir en aðrar þjóöir. í fyrsta lagi vegna þess hversu háð við erum innflutningi og útflutningsverslun yfirleitt, en I öðru lagi vegna þess verðbóta- kerfis sem hér er við lýði og vind- ur upp á sig verðhækkunum fjór- um sinnum á ári hverju. Starfs- menn verðlagsstjórans hafa sagt mér að þeir hafi aldrei kynnst er- lendri verðbólgu fyrr en nú sið- ustu misserin. Verðhreyfingar voru áður flestar af innlendum toga spunnar. Álagningaokur Karvel Pálmason sagði i út- varpsumræðunum á dögunum að verðlagseftirlitið væri gagns- laust. Það yrði að efla. Fyrri staðhæfingin er jafnfráleit og sú siðari er rétt. Veit nokkur hversu miklar upphæðir verðlagseftirlit- iö hefur sparað almenningi á sið- ustu árum? Veit nokkur hvaða heildaráhrif á kjör launafólks hver einstök verðlagningará- kvörðun hefur? Svarið er einfald- lega nei. Gögn um afkomu versl- unar koma mörgum árum eftir á og verðlagsnefnd á engan aðgang að gögnum um heildaráhrif ein- stakra verðhækkana. En þó ættu menn að geta sagt sér það sjálfir, sérstaklega þó þeir sem taka þátt i almennu stjórnmálaþrasi, að verðlagseftirlitiö hefur þýðingu. Það hefur verið reynt að gefa alla álagningu frjálsa á fslandi. Reynslan af þvi er ekki alltof upp- örvandi — nema kannski fyrir kaupmenn. Fyrst eftir að álagn- ingin var gefin frjáls tiðkaðist gegndarlaust álagningarokur, sem allt var að keyra um koll — meöal annars einstakar verslan- ir, sem ekki þoldu við. Þá tóku kaupmannasamtökin sig til og létu fjölrita lista með verði, okur- álagningu, og þessum listum var dreift i verslanir. Auðvitað voru þessir listar á engan hátt auö- kenndir —- en þeir komu frá kaup- mannasamtökunum. Þau tóku með öðrum oröum að sér verö- lagsákvarðanirnar. Það er ná- kvæmlega þetta sem gæti gerst ef aftur væri gefinn laus taumurinn viö hækkanagræögi kaupmanna- stéttarinnar. Almenningur brást til nauðvarnar við okurstarfsemi kaupmannastéttarinnar og pönt- unarfélög voru stofnuð i hverju fyrirtækinu á fætur öðru. Að lok- um neyddist ihaldsstjórn Fram- sóknar og ihaldsins til þess aö setja verðlagsreglur á nýjan leik. Onýtur verðlagsdómur Það eru margskonar brotalam- ir i verðlagseftirliti okkar. Ein þeirra er verðlagsdómurinn. Hann skipa sakadómari og einn tilnefndur fulltrúi. Sá siöarnefndi á að hafa sérstaklega i huga hagsmuni neytenda. Verðlags- dómurinn er sjaldan eða aldrei kallaður saman. Þá örsjaldan að hann kveður upp úrskurði, eru sektir svo lágar, að nánast hlægi- legt er. Og dómurinn er svo sein- virkur að hinn kærði aðili er jafn- vel mánuðum saman að selja vöru á röngu verði án þess að dómurinn aðhafist nokkuð. Auð- vitaö á verðlagsdómur að starfa vel og starfa hratt. Hann á aö starfa i nánu sambandi við verð- lagseftirlitið sjálft — en það gerir hann alls ekki. Ég efast um að starfsmenn verðlagseftirlitsins viti hvað hann heitir sérlegur full- trúi neytenda I verðlagsdómi! Verðlagsdómur á að sjálfsögöu að rannsaka nákvæmlega kæru- málin, hann á að birta úrskurði sina opinberlega, þannig að I dómnum felist refsing sem hinn fingralangi kaupmaður tæki mark á. Úr gleri Kaupmaðurinn I sjónvarps- þætti á dögunum reyndi að slá sig til riddara með þvi að nær væri að spara 20 miljónir króna og leggja niður verðlagseftirlitið! Þvllík hræsni og yfirdrepsskapur! Þessi kaupmaður veit áreiðanlega eins vel og aörir að 20 miljónir eru sem dropi I þvi hafi álagningar sem kaupmenn hirða I sinn vasa. Kaupmaðurinn veit aö I verslun- inni er um að ræöa gegndarlausa sóun og sóun aftur. Kaupmaður- inn veit lika að það verðlagskerfi sem hann er að biðja um, danska verðlagskerfið, er margfalt dýr- ara en verölagskerfiö hér á landi, en hann veit kannski lfka aö þaö vcrölagskerfi veitir neytandan- um ekki einu sinni þá vernd sem verölagskerfiö gerir á Islandi. 1107 Sannleikurinn er sá að i versl- unarmálum rikir skipulagsleysi, ringulreið og hrein vitleysa. A ár- inu 1972 voru starfræktar 1107 — eitt þúsund eitt hundraö og sjö — verslanir í Reykjavik, eöa ein verslun fyrir hverjar 20 fjögurra manna fjölskyldur! Sist er ástæða til þess aö draga I efa aö versiun- um hafi fjölgab á undanförnum árum. Alls voru verslanir i land- inu þaö áriö — 1972 — 1.952. Skipting fyrirtækja I verslun I Reykjavik eftir stærðarflokkum var þannig, að 23 verslanir höfðu fleiri en 30 starfsmenn I vinnu, 232 fyrirtæki höfðu 5—30 starfsmenn i vinnu og 852 fyrirtæki höfðu fimm starfsmenn eða færri i vinnu. Miðað er við slysatryggðar vinnuvikur ársins 1973. Vörusala smásöluverslunar- innar i landinu nam 20 miljöröum 1972. Sambærileg tala i ár er lík- Iega um 40 miljarðar króna. Þar af er vörunotkun liklega um 32 miljaröar króna, og áiagning lik- lega um 7,5 miljaröar króna á ár- inu 1974. Þaö eru þvi sjö þúsund og fimm hundruö miljónir króna sem ganga til kaupmanna og kaupfélaga I hverskonar álagn- ingu. Þetta er ekki svo litil upp- hæö þegar þess er gætt aö heildarlaunasumman I landinu á þessu ári er um 75 miljaröar króna. Þaö fer þyi tiunda hver króna, sem launamenn fá,i álagn- ingu til verslunarinnar. Þetta sannar aö verslunarbákniö er ó- hóflega dýrt. Þetta sannar að 20 miljónirnar i verðlagseftirlitið er næsta brosleg tala, að ekki sé meira sagt — að minnsta kosti er það vægast sagt fráleitt að vera að fjargviðrast yfir kostnaðinum við verðlagseftirlitið fyrir for- mann kaupmannasamtakanna! Hagnaöurinn Ef nánar er litið á árið 1972 þeg- ar vörusalan nam 20 miljörðum króna varð hagnaður verslunar- innar 294 miljónir króna, þegar laun höfðu verið greidd, skattar og reiknað með nærri 200 milj. kr. i afskriftir. Hagnaður verslunar- innar I ár hefur ekki verið reikn- aöur út af skiljanlegum ástæðum en sé hann framreiknaður á sama hátt og vörusalan og álagningin hér á undan er hagnaðurinn I ár varla minni en 500 milj. kr. yfir heildina. Hagnaöurinn einn yrði þvi tuttugu og fimmfaldur kostn- aðurinn við verðlagseftirlitið. Vissulega er hér ekki um að ræða stórar upphæðir I hvern stað þegar verslanirnar eru á annað þúsund talsins. Og það er einmitt kjarni málsins, að skipulagsmál verslunarinnar eru i megnasta ó- lestri. Og það er með öllu fráleitt að fara að afhenda kaupmönnum miljarða króna, eins og þeir nú heimta — 100 milj. kr. á mánuöi. Það veldur engu tjóni fyrir hinn almenna neytanda þó verslunum fækki nokkuð frá þvi sem nú er. Kaupfélagsstjóri KRON Ingólf- ur ólafsson sagði I viðtali við Þjóðviljann i vikunni, að KRON hefði veitt 10% leyfðrar álagning- ar sinnar I afslátt á sl. ári. Ef öll verslunin fylgdi fordæmi KRON myndi það hafa i för með sér 750 miljóna króna kjarabót fyrir launamenn i landinu á þessu ári. Ef verlunin væri skipulögð enn betur með hag neytenda fyrir augum mætti tryggja þeim enn hærri upphæðir. Það er helber fjarstæða sem einhver maður hélt fram einu sinni að verkalýösbaráttan gæti færst inn i verðlagsnefnd. En með eflingu verðlagsnefndar er unnt að hafa áhrif á afkomu fjöl- skyldnanna I landinu svo um munar verulegum fjárhæðum. (Það ber að taka það fram að tölurnar hér á undan eru byggðar á tiltækum gögnum, sem aftur eru byggð á upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Reynslan kennir að á þeim upplýsingum er litið mark takandi).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.