Þjóðviljinn - 17.11.1974, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1974
Stuölaskilrúm. Hönnuður Þorkell Guðmundsson. Framleiðandi er Sverrir Hallgrimsson.
Alstóil. Hannaður af Pétri B. Liitherssyni og Jóni Ólafssyni.
STAÐA HÚSGAGNA- OG
INNRÉTTINGAIÐNAÐAR
Á næsta ári verður allur
innflutningur á húsgögn-
um og innréttingum gefinn
frjáls, en til þessa tíma
hafa verið nokkrar hömlur
á, fyrir hversu mikið fé
flytja má til landsins hús-
gögn og innréttingar.
Vegna þessara tímamóta
leitaði blaðið upplýsinga
um stöðu húsgagna- og inn-
réttingarsmíði hérlendis,
og fara niðurstöður hér á
eftir.
Tollar og gjöld
Haukur Björnsson hjá Félagi
islenskra iðnrekenda upplýsti
okkur um, að árið 1972 hefði 1587
mannárum verið varið tii hús-
gagna og innréttingasmiði, en eitt
mannár telst vera 52 vinnuvikur.
Arið 1971 var sambærileg tala
1525, og 1968 var hún 1270, svo
greinileg aukning hefur orðið i
þessari iðngrein.
Tollar af innfluttum húsgögn-
um eru nú 55% frá EFTA og EBE-
löndum og lækkar um hver ára-
mót þar til hann verður afnuminn
árið 1980. Á næsta ári verður þessi
tollur 45% og 35% árið 1976.
Innflutningstollar af húsgögn-
um frá öðrum löndum en þessara
tveggja tollabandalaga er i ár
80%, en verður 70% á næsta ári.
Tollar af innfluttum innrétting-
um frá EFTA- og EBE-löndum er
i ár 35%, en verður 30% næsta ár.
Tollar eru 55% séu innréttingar
fluttar annars staðar frá en frá
löndum þessara tveggja banda-
laga, og verður 50% á næsta ári.
Tollar af hráefnum til hús-
gagnagerðar er 25% af furu, en
yfirleitt 10% af harðviði.
Engir tollar eru af vélum til
þessarar iðngreinar, en eftir 1.
október i ár eru greidd 20,9% af
innflutningsverði vélanna i sölu-
skatt. Er sú tala þannig fundin út
að við 19% söluskatt bætist 10% af
söluskattinum, eða 1,9% innflutn-
ingsverðsins, og sú tala álögð
vegna áætlaðs hagnaðar af véla-
kaupunum. Benti Haukur Björns-
son á, að i sumum tilvikum væri
söluskattur tvitekinn, jafnvel
margtekinn af framleiðslunni,
þegar endanlega söluverðið væri
komið á hana.
295 fyrirtæki
Arið 1972 var heildarvelta i hús-
gagna- og innréttingasmiði hér-
lendis 1752 miljónir króna. I ár er
heimilaður innflutningur á hús-
gögnum og innréttingum fyrir 75
miljónir króna, fobverð, en að
viðbættum öllum aukakostnaði,
flutningsgjöldum, heildsölu-
álagningu og fl. má ætla að talan
tvöfaldist, og má þvi segja erlend
húsgögn verði seld hér þetta árið
fyrir 150 miljónir. Fobverðmæti
þessa innflutnings árið 1972 var 40
miljónir, og 50 miljónir árið 1973.
Húsgagnaiðnaðurinn einkenn-
ist af mörgum smáum iðnfyrir-
tækjum, og hjá útflutningsmið-
stöð iðnaðarins fengum við þær
upplýsingar, að árið 1972 hefðu
verið starfandi 295 fyrirtæki i iðn-
inni. 209 þessara fyrirtækja höfðu
færri en 5 starfsemnn, og aðeins
tólf þeirra yfir tuttugu starfs-
menn. Hlutdeild húsgagna- og
innréttingasmiði i þjóðarfram-
leiðslunni var 1,56% árið 1972.
Utflutningur á húsgögnum héð-
an hefur verið litill, þó hafa nokk-
ur fyrirtæki tekið þátt i sýningum
erlendis, og þannig reynt að koma
framleiðslu sinni á markað þar.
Samkvæmt upplýsingum frá
útflutningsmiðstöð iðnaðarins
hefur útflutningur á húsgögnum
og innréttingum verið sem hér
segir frá árinu 1966.
Verðmæti Magn
(Þús.kr.) (Tonn)
1966 134 0,9
1967 0 0,0
1968 106 0,1
1969 1.259 13,2
1970 1.079 8,9
1971 1.664 12,7
1972 3.522 25,2
1973 6.213 31,0
Stærsti útflutningsaðilinn hefur
verið Stáliðjan h/f, sem flutt hef-
ur til Bandarikjanna og Bret-
lands. Þá hafa eftirtalin fyrirtæki
ein'nig reynt fyrir sér með útflutn-
ing: J.P. innréttingar, Kristján
Siggeirsson h/f, Kaupfélag Ar-
nesinga, A. Guðmundsson og
Modelhúsgögn.
Gengisskráningin
dregur úr
framleiöslunni
Húsgagnaframleiðendur hafa
stofnað með sér samtök til þess
að auka útflutning framleiðslu
sinnar, og er formaður þeirra
Hjalti Geir Kristjánsson. Sagði
hann að i ár yrði sáralitill útflutn-
ingur á húsgögnum. Hjalti sagði,
að þeir útlendingar, sem hingað
hefðu komið til þess að ráðleggja
húsgagnaframleiðendum, hefðu
sagt, að til þess að framleiðslu-
greinin gæti blómstrað hérlendis
yrði að koma til útflutningur á
framleiðslunni. Aðalástæðan
fyrir þvi hversu litið er flutt út af
islenskum húsgögnum er sú, að
fiskiðnaðurinn og fiskvinnslan
stjórna gengisskráningunni, og á
engan hátt tekið tillit til annars
útflutningsiðnaðar. Þessi nýju
samtök ætla að gangast fyrir þvi,
að innlendir framleiðendur taki
þátt i húsgagnasýningu i Kaup-