Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 9

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 9
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvernig spjarar þessi iðngrein sig eftir áramótin þegar innfluttningur á húsgögnum og innréttingum verður gefinn frjáls? mannahöfn, sem haldin veröur næsta vor. Iðnþróunarnefnd hefur fengiB það verkefni að koma í fram- kvæmd aðgerðum til eflingar húsgagna- og innréttingaiðnaði með það fyrir augum að bæta samkeppnisaöstööu þessara iðn- greina. Fyrir þvi starfi er Vil- hjálmur Lúðviksson. Vilhjálmur tjáði blaðamanni, að nefndin mundi vinna að gerð áætlunar i hagræðingar- og tækniþjónustu, sem siðan yrði tekin upp ef áhugi hjá fyrirtækj- um i iðninni væri fyrir hendi. Nær þessi ætlan einnig til bólsturiðn- aðar. Er ætlunin að vinna eftir tveggja ára áætlun. Fundur með nefndinni og forvigismönnum fyrirtækja i þessum iðngreinum var haldinn á föstudaginn var, en á þeim fundi var ætlunin að skýra hvernig að þessu verkefni skuli unnið. íslensk hönnun Til þess að íslenskur iðnaöur af þessari gerð gæti náð einhverri Innlenda framleiðslan hefur yfirhöndina Til þess að gera okkur grein fyrir því, hver staða islenskra húsgagna á innlenda sölumark- aðnum væri, höfðum við samband við nokkrar húsgagnaverslanir, og framleiðendur húsgagna. Þeir höfðu þetta að segja: Hjalti Geir Kristjánsson hjá Kristjáni Siggeirssyni: Eigin framleiðsla er stærsti hluti þess, sem við seljum af húsgögnum hér i búðinni. Þó erum við einnig með erlenda framleiðslu. Hvort tveggja selst vel. Framleiðsla okkar á tréhúsgögnum stenst fyllilega erlenda framleiðslu. Greiðslukjör á innlendri fram- leiðslu eru rýmri. Jón Péturssonhjá J.P. innrétt- ingum: Við fluttum út innréttingar á árunum 1970—1972 og ég tel að þaö hafi gefist vel. Samanlagt fluttum við út innréttingar fyrir ir við, en þó er eins og fólk hugsi sig betur um áður en það kaupir, heldur en það geröi. Ennþá selj- um við þó allt það sem við getum framleitt. Jón P. Jónsson hjá Gamla kompaniinu: Við seljum eingöngu islensk húsgögn og innréttingar. Megnið af þvi er teiknað hér heima og framleitt af okkur sjálfum. Við höfum ekki orðið varir við neinn samdrátt i sölu húsgagna. Höfum reyndar ekki getað annað þvi sem eftir er spurt. Jón Hjartarsonl Húsgagnahöll- inni: Ég giska á að hlutfalliö á milli erlendra húsgagna og innlendra, sem við seljum, sé um 20% erlent og þá 80% innlent. Við bjóðum oft út smiði hús- gagna og bólstrum sjálfir þau húsgögn, sem við seljum. Rúm og borðstofusett eru sérsmiðuð fyrir okkur. Það eru aðallega smærri húsgögn, sem við flytjum inn. Erlenda vöru þarf viöskipta- vinurinn helst að greiða alla við Splra. Hönnuður Þorkell Guðmundsson. Framleiddur af A. Guðmundssyni. Fluttur dt til Danmerkur. fótfestu á erlendum mörkuðum verður að sjálfsögðu að vera um islenska hönnun á sllkri fram- leiðslu að ræða, en ekki eftiröpun erlendrar framleiðslu. Hönnuðir fylgdu þá eftir framleiðslunni gegn um öll framleiðslustig, allt þar til varan væri orðin markaðs- hæf. Á þvl ættu ekki að vera van- kantar, aö f.á til Isl. hönnuði, þvl t.d. lét finni einn, sem hingað var fenginn I sumar til ráðgjafar i málefnum þessarar greinar, hafa það eftir sér, að hérlendis væri aö finna fyrsta flokks hönnuði, enda hafa sýningarhlutir Isl. hönnuða vakið óskipta athygli á sýningum erlendis. Þorkell Guðmundsson, innan- hússarkitekt, sagði blaðamanni, að um 30 félagsmenn væru i Fé- lagi húsgagna- og innanhússarki- tekta. Næg verkefni eru fyrir hendi hjá þessum aðilum, en þau eru aðallega fólgin i teikningum hús- gagna og innréttinga. Þorkell sagði, að þó væru ennþá til hér- lendis framleiðendur, sem létu framleiða húsgögn eftir erlendum módelum, þó mikið hefði dregið úr því frá þvi sem áður var, og núoröið margir framleiðendur sem kunna að meta verk Islensku hönnuðanna. Þorkell sagði og, að stofnuð hefði verið samstarfsnefnd fram- leiðenda og hönnuöa I húsgagna- iðnaðinum. Verkefni þeirrar nefndar er að sjálfsögðu að vinna að betri húsgagnagerð og aukn- um sölumöguleikum framleiösl- unnar innanlands og utan. rúmlega 3 miljónir. 1 fyrra höfö- um við það mikið að gera við aö nægja innanlandsframleiðslunni, að viö gátum ekki sinnt útflutn- ingnum. Viö smiðum eingöngu innrétt- ingar. Innflutningur þeirra verö- ur gefinn frjáls um áramótin. Til þessa hafa verið fluttar inn inn- réttingar, en gefist misjafnlega þar sem um staðlaðar innrétting- ar er að ræða, og oft höfum viö verið fengnir til þess að smiöa inn i slikar innréttingar þar sem þær hafa ekki passað i það rúm, sem þeim var ætlað. Innfluttar amerískar innrétt- ingar eru ódýrari en þær sem við bjóðum, enda til muna lakari að gæðum. Sænskar innréttingar eru svipaðar að verði og þær vestu og dýrustu frá okkur, en ég tel þær siðri að gæðum. Teikningar aö þeim innrétting- um, sem við framleiðum eru inn- lendar. Dýpt og hæð skápa er sú sama I öllum innréttingum okkar, en lengd þeirra er að sjálfsögðu eftir máli. tJtliti framhliöar inn- réttinganna getur fólk ráðið sjálft en það getur valið um næsta ótelj- andi útlitsmöguleika. Guðmundur Guðmundsson hjá Víði: Innflutningur er um 1% af þvi sem við seljum, en við framleið- um hins vegar sjálfir 90% af þvi sem I okkar búðum er selt. Við leitum nokkuð til islenskra hönn- uða. Starfsmenn trésmiöjunnar eru á milli 80 og 90. Samdrátt i sölu höfum við ekki enn orðið var- móttöku, lengst getur hann fengið hana með þriggja mánaða af- borgunum. Innlenda framleiðslu getur hann hins vegar fengið með þvi að greiða þriðjung verösins út en hitt með allt að 12 útborgunum. Ég er mjög bjartsýnn á islensk- ar húsgagnaiðnað. Ég held, að nú eftir áramótin, þegar innflutn- ingur á húsgögnum og innrétting- um verður gefinn algjörlega frjáls, fari húsgagnaiönaðurinn fyrstað blómstra verulega, þvl ég trúi því, að frelsið hafi örvandi áhrif á framleiöslu okkar. Sjálfur býst ég ekki við að auka innflutning erlendra húsgagna þó svo innflutningurinn verði gefinn frjáls. Bjartsýni Af þessu stutta yfirliti er ljóst aö islenskur húsgagna- og inn- réttingaiðnaöur á i ýmsum erfið- leikum. En hann hefur góðum hönnuðum á aö skipa, hann hefur góðum iðnaðarmönnum á að skipa, og hann hefur á að skipa mönnum sem eru bjartsýnir á framgang þessa iðnaðar. Og þó að enn séu eftir ýms ljón á vegin- pm skiptir það þó öllu, til þess að þau vinnist, að þeir sem þar ætla að vega að, séu bjartsýnir á aö það takist sem ætlað er. Og þannig viröist vera með þá, sem standa fyrir eflingu hús- gagna- og innréttingaiönaðarins. —úþ AUt, sem hefur antlkblæ, er nú mjög I tlsku, jafnt I stofum sem I eldhús- innréttingum. Myndin hér að ofan er tekin I húsgagnaverslun Ingvars og Gylfa að Grensásvegi 3 og sýnir samstæðu úr palisander, sem kost- ar 182 þúsund krónur, en samsvarandi samstæða úr tekki kostar um 130 þúsund krónur. Annars eru hjónarúm sérgrein fyrirtækisins, sem hefur um 20 manns I vinnu. A boðstóium eru rúm er kosta frá kr. 39.900 með dýnum, og allt 1170 þúsund krónur meö snyrtiborði og stól. Þegar eftir- spurn er eðlileg, en hún hefur veriö mjög mikil að undanförnu, á fyrir- tækið oft 12—16 tegundir af hjónarúmum I mismunandi breiddum og lengdum. öll húsgögn I versluninni eru smlöuö þar og hönnuð og gefa þvl góða mynd af fslenskri húsgagnaframleiðslu I dag. AÐ PRÓFA STÓL Sigurður Már Helgason, for- stjóri MODEL-húsgagna h.f. vill standa sig I samkeppni viö er- lenda aðila, og þessvegna sendi hann einn sinn besta stól til Teknologisk Institut I Danmörku með beiðni um að hann yrði þol- prófaður og gagnrýndur. Þolpróf- unin fór fram með þeim hætti, að fjórir stimplar (2 á 20 kg. og 2 á 32,5 kiló) voru látnir þrýsta á setu stólsins 250 þúsund sinnum, sem þýðir það sama og að rúmlega aílir islendingar hefðu fengiö sér sæti i stólnum. Inn á milli var at- hugað hve miklum breytingum setan tók. Við þessa prófun komu fram lltiilsháttar gallar, miðað við ströngustu kröfur, og I áfram- haldandi framleiðslu stólsins var þvl kippt I lag. Yélstjórar Aðalfundur Vélstjórafélags Islands verð- ur haldinn að Hótel Borg sunnudaginn 24. nóvember kl. 14.00 Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar 2) Reikningar félagsins 3) Breytingar á reglugerð lifeyrissjóðsins Hlif 4) Kosning nefnda samkvæmt félagslög- um 5) önnur mál. STJÓRNIN Stdlhúsgögn bera af til margra nota. Við framleiðum og seljum úrval af stdlhúsgögnum. Stíll og styrkur eru einkunnarorðln. Það er tilefni til þess að kynna sér SÓLÓHÚSGÖGN. Útsölustaðir í Reykjovík: JL-hús- ið, Hringbraut 121, og Sólóhús- gögn, Kirkjusandi. Komið eða pantið í póstkröfu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.