Þjóðviljinn - 17.11.1974, Page 15

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Page 15
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt I DAG opnum við JÓLA- Markaðinn Úrval af leikföngum fyrir börn á öllum aldri Skoðið borðstofuhúsgögnin JRVALIÐ ER HVERGI MEIRA Fura — Hnota Eik - Palisander Teak Opið til 10 á öllum hæðum "%r Bílaeigendur SPARIÐ og kaupið sólaöa hjól- barða hjá okkur. Látið okkur sóla slitnu hjól- barðana. •** BARÐINN Ármúla 7, Sími 30501 og 84844 Stálhúsgögnin, sem standa sig ■ Við framleiðum flestar tegundir stál- húsgagna fyrir heimili (margar gerðir), skóla (einnig margar gerðir), félagsheimili og fundarsali. ■ Tökum jafnframt að okkur sérsmíði. SÍMI 33590 og 35110. Stálhúsgagnagerð Steinars Jóhannssonar Skeifunni 8, Reykjavík Fallega spillir... Við báðum um það hér i þætt- inum fyrir háifum mánuði að ef einhver kynni visuna — Fallega spillir frillan skollans öllu — að sá hinn sami léti okkur vita og ekki hefur staðið á undirtektum. En eins og með svo margar vis- ur sem komist hafa i hámæli, þá ber mönnum ekki saman um hvernig þær eru. Oft er það ekki nema eitt orð eða tvö sem mönnum kemur ekki saman um, cn eins og gefur að skilja getur það breytt afar miklu. t sambandi við þessa visu, þá hefur mönnum alls ekki borið saman, þó munar þar ekki miklu. Allir nema einn hafa sagt að visunni fylgdi saga um feðgin sem tefldu mikið og voru snjöll i skák. Þau bjuggu afskekkt. Ef einhver beiddist gistingar þá varð sá sami að vinna karlinn i skák, annars var sá sami gerður höfðinu styttri. Svo kom ungur og glæsilegur maður og beiddist gistingar. Hann varð að tefla við karlinn og þegar ungi maðurinn ætlaði að fara að leika af sér þá á stúlkan að hafa mælt visuna fram og mun hún vera ákveðin leikjaröð sem leiddi til sigurs i skákinni. Hún vildi nefnilega eiga pilt i stað þess að gera hann höfðinu styttri og það tókst fyrir tilstilli visunnar. Svo kom til min kona sem sagði visuna vera eftir Stefán Ólafsson skáld á Völlum og væri hún ort til Þorsteins Magnús- sonar, þegar skáldið missti mann i skák við hann og það var ekki bara þessi eina visa heldur aðrar tvær og þær eru svona: I. Mæli ég um og mæli ég á, að menn hans Steina falli i strá honum hrifi glertan grá, gefi I einu einn, tvo, þrjá, gamla hrapi fjörinu frá, fækki um reitapeðin smá, falli þannig fræðaskrá, fái hann mátin há og lág. il. Jón leikur skár skák, skók hann af mér hvern hrók, biskupinn fékk rórask, riddarinn og peðsnidd, á gömlu er komið gangsvingl, gáði hún ekki að ná bráð, kóngurinn með forfang fékk mátið oflát. III. Fallega spillir frillan skollans öllu, frúin sú, sem þú hefur nú að snúa, heiman læðist hamin i slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka. Riddarinn staddur, reiddur, leiddur, hræddur, reiður veður með Ögeði að peði. Biskupsháskinn blöskrar niskum húska, við bekkinn gekk, svo hrekkinn þekkir ekki. Og nú er bara eftir að vita hvort fleiri útgáfur eru til og bið ég menn að senda okkur linu ef þeir kunna visurnar öðru visi. Böðvar Guðlaugsson færði okkur tvær nýjar visur i vik- unni. Um landsfeðurna: ,,Ekki báru þeir höfuðið hátt i húsi bandariskra og vilja nú ólmir lægra en lágt lúta að fótum þýskra”. t tilefni 300. árstiðar Hallgrims: Með guðsorð á vör útað grafar- reitnum gengur allt að þvi heilög þrenning. Loksins kom að þvi að Hallgrimi heitnum hlotnaðist dáiitil viðurkenning. Og Magnús Einarsson sendi okkur þessa: Af stjórninni ekki ber nú blak Björn i þessu sloti. Ég held að þurfi heljtartak að hald’enni á floti. S.H. hefur trú á hagmælsk- unni meðal landsmanna, þótt margir séu þeir sem telja hana á undanhaldi: Fyrir island allt i senn öll náttúran syngur. Hér ef hittir maður menn mætir hagyrðingur. Eins og svo margir aðrir er V.L. ekkert hrifinn af VL-mönn- um eða „frjálsmenningum”: t dómsalnum mikla er kveljandi kliður þegar kveður sér dómarinn hljóðs. t stúkunni húkir Hregg-barinn viður með handarbök nöguð til blóðs. Þá er hér ein gömul visa sem N. sendi okkur: „Það er vandi við að standa véla grandi Yajah Kan þegar fjandinn fer að blanda fidonsanda i Pakistan”. Lltið finnst mér heyrast nú frá hagyrðingum sem kunna að meta gleðina eins og hinn snjalli hagyrðingur frá Sauðárkróki, Friðrik Hansen kunni og þessar visur hans bera með sér. Þó að ég sé gleði gjarn og gangi á vegi hálum cr ég saklaus eins og barn i öllum kvennamálum. Eg vil feginn óspilltur æskuveginn ganga og svo dcyja ölvaður undir meyjar vanga. Eða þá GIsli Ólafsson þegar hann kveður: Oft á fund með frjálslyndum fyrrum skunda réði. Nú fæst undir atvikum aðeins stundar gleði. Björn Sigvaldason ort.i þegar viðreisnarstjórnin féll sællar minningar: Viðreisnin er fallin frá fagnar þjóð að vonum, ef ekki bregðast heitin hjá Ilannibal og sonum. Og þessi er timanna tákn seg- ir XY. Fyrrum efni ástar brags — ung með bjarta lokka — en náttúran er nú til dags ncydd i rauða sokka. Svo að lokum fyrripartur: Ætlar Geir að semja sátt og svikja i landhelginni? -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.