Þjóðviljinn - 17.11.1974, Síða 20

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Síða 20
20 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 VENJULEG VIKA SMASAGA EFTIR N. BARANSKAJA SJÖTTI HLUTI- FÖSTUDAGUR Vikudagar Olgu Voronkovu hafa liðiö með venjulegum hætti. A miðvikudaginn hafði hún leyft sér þann munað að ráfa um snævi þakta Moskvu og rifja upp skóla- daga, fyrstu kynni þeirra Dimu, brúðkaupsferð þeirra. Þegar hún kom heim sá Díma, að hún var „aftur eins og ung stúlka” — og það kvöld gleymdu þau að stilla vekjaraklukkuna. Fimmtudagur var með erfiðasta móti: Fjöl- skyldan svaf yfir sig. Börnin gerðu uppsteyt gegn barnaheim- ilinu. Orusta á rannsóknarstof- unni. Og þegar Olgu gafst loksins tækifæri til að komast að tækjun- um sem áttu að prófa styrkleika þess trefjaefnis sem hún er að setja saman, þá var sá tími of knappur, því hún varð að hlaupa i pólitiskan námsflokk. Og hafði gleymt að undirbúa umræðuefni. Hún kom seint heim, Dima fúll, börnin höföu borðað eitthvað ann- að en heppilegt var, Gúlja litla fékk i magann um miðja nótt... Frá þvi um morguninn hafa hinar konurnar á stofunni uppi á- sakanir um að ég hafi ekki undir- búið mig undir námsskeiðið. Ég hlusta hlýðin á óánægju þeirra og bið afsökunar. Ég er að hugsa um börnin. Við sendum Gúlju á dag- heimilið enda þótt við hefðum átt að láta hana vera heima. Hún getur vel verið heima einn dag án læknisvottorðs, en það get hvorki ég né Dima. Og ef við hefðum kallað á lækni hefðum við orðið að leggja spilin á borðið. Auðvitað lætur læknirinn gera rannsókn ef barnið er með eitthvað í magan- um. Rannsókn tekur tvo daga.... Og við látum Gúlju fara. Þær fyrirgefa mér fljótt. Marja Matvéévna skýrir frá þvi, okkar á milli sagt, að með næstu áramót- um fáum við nýjan leiðbeinanda, heimspekikandidat. Við hverfum hver að sinu verki. Föstudagur er siðasti dagur vik- unnar, allar hafa ærinn starfa. Það þarf að panta bækur eða tfmarit i bókasafninu, ákveða fundi á mánudaginn, skipuleggja einkamál fridaganna, skreppa i handsnyrtingu eða til skóarans i matarhléinu... og við „fjölskyldu- mæður” þurfum að gera innkaup til tveggja daga. Auk þess barf að útfylla spurn- ingalistannTAllar hafa frestað þvi til siðasta dags, allar fresta þvi eins lengi og hægt er að komast að þvi.hve margir veikindadagarnir hafa verið. Við höfum ákveðið að setja þetta i kerfi og Ljúsu hefur verið falið að reikna það út. Ég veit, að það er ég sem hefi oftast setið heima vegna lasleika. En það er enginn timi til að velta vöngum yfir þvi, ég hefi meira en nóg að gera eins og hinar. Ég verð að komast að þvi hvað ég komst til að gera á mekanisku rann- sóknarstofunni i gær. Allt mitt dót liggur i hrúgu á borðinu frá þvi i gær. Það er ergilegt að ég gat ekki notað allan þann tima sem Vala leyfði mér að nota tækin. Ég færi niðurstöður af tilraun- um gærdagsins inn i dagbókina, raða plötunum sem ég notaði i gær niður i öskjuna, rif blokkirn- ar með útreikningunum i tætlur og hendi þeim i pappirskörfuna. ♦ (Spurningalistinn er látinn verða tilefni sögunnar i fyrsta kafla — konur við stofnunina eru spurðar um fjölskylduhagi, barnafjölda, veikindadaga o.s.frv.) Þessu næst tek ég upp úr kössun- um sem komu i gær, fullir af til- búinni vöru. Ég raða nokkrum bútum og stuttum leiðslum á sýnahilluna, festi miða við þá. Sfðan ætla ég að koma linuritinu i lag. En hvar er það? Ég snerti það ekki i gær. t fyrradag setti ég það niður i skúffu, en það er ekki þar. Ég fletti öllum pappirum örk eftir örk — og finn ekki neitt. Ég segi sjálfri mér að sýna stillingu og flyt allt af hægra helmingi borðs- ins yfir á vinstra helming. Nei. Fór ég kannski með það með dag- bókinni niður á mekanisku stof- una i gær? Ég hleyp til Völu. Nei, hún hefur ekki komið auga á það. Getur það verið að margra daga vinna sé farin i súginn? Það dregur úr mér allan mátt — ég sest niður og halla mér upp að veggnum. Svo kem ég auga á almanak á veggnum, virði það betur fyrir mér, og allt i einu átta ég mig á þvi að 13. desember er i dag. í gær fannst mér enn að des- ember væri rétt að byrja, en þarna stendur það svart á hvitu, komið er fram i miðjan mánuð og eftir tvær vikur verð ég að leggja fram skýrslu. Get ég lokið þessu öllu af á 14 dögum, nei 12 dögum, nei ellefu — ég þarf að ljúka til- raununum á tveim rannsókna- stofum, draga saman niðurstöð- urnar, búa til nýtt linurit, skrifa skýrslu... i stað þess að leita að linuritinu sit ég með hendur i skauti og hugsa um að þetta tak- ist mér ekki... Allt i einu tek ég eftir tveim höndum á öxlum mér, Ljúsa dökkhærða lýtur yfir mig og spyr: — Hvar ertu stödd, Olga? Ertu alveg glötuð? Eða hefurðu týnt einhverju? — Ljúsa, mikið er ég fegin. Ég lagði andartak vangann að hendi hennar. Hún skilur allt. — Ég er alveg glötuð. Ég hefi villst i þoku áhyggju og skyldna — i stofnun- inni og heima fyrir. — Ég er búin að týna linuritinu minu yfir niðurstöður rannsókn- anna, svona blaði. Ég sýni henni með handahreyfingu stærðina. Ég er búin að leita allsstaðar, ég skil þetta ekki... • — Er það ekki þarna? spyr Ljúsa og bendir á hvita örk, sem liggur á miðju borði. Ég tek upp örkina, fletti henni i sundur, hún breytist i linuritið mitt. Ég fer að hlæja, ég skeif af hiát- urskasti, held hendinni fyrir munninn til að aðrir heyri ekki og hlæ þar til tárin skoppa niður kinnarnar. Ég get ekki hætt. Ljúsa gripur hönd mina, dregur mig fram á gang, hristir mig og segir: — Hættu, segi ég. Ég stend með bakið upp að veggnum, tárin velta enn niður kinnarnar, og ég styn lágt. — Þú ert klikkuð Olga, segir Ljúsa, — þú ert móðursjúk. — Þú ert sjálf klikkuð„segi ég ástúðlega og grip andann á lofti. Móðursýki er ekki i tisku lengur — ég bregð erminni yfir tárvott andlitið — ég bara hlæ. Lifið er svo stórskemmtilegt. Ýmist er ég hér eða þar og aldrei næði. Þetta er eins og kokkteill úr hugsunum og tilfinningum. Nei, ég er ekki klikkuð... En littu bara á baugana undir þinum augum. Þú hefur aft- ur orðið andvaka? Það ert reynd- ar þú sem ert klikkuð. — Það hefi ég lengi verið. En ég er sex árum eldri en þú, og þú veist að það er alltaf einhver spenna heima. En þú getur slopp- ið, þú ert ung og hraust og átt á- gætan mann. Hún þrýstir hönd mina meðmjóum fingrum sinum, það er sárt þvi hún hefur langar neglur, en ég læt ekki á neinu bera. Hún horfir beint i augu mér eins og hún vildi dáleiða mig. — Þú ert greind stelpa, þú ert dug- leg, þú hefur þrótt... Það er gott. Ljúsa sleppir af mér hendi. Við skulum fá okkur reyk. Æ, ef þú bara... Hún herpir varirnar að sigarettunni, kveikir i og dregur að sér reyk. — Jæja, það skiptir engu... Það tekur þvi ekki að hugsa meira um það. Við skulum fara i bæinn saman i hléinu, og þú segir mér allt á leiðinni. Við göngum eftir götunni, ég segi henni frá erfiðleikunum á mekanisku stofunni, frá striðinu við Völu, samtalinu við séffann, um magaverki Gúlju, um frestinn sem settur er til að ljúka af til- raununum og um ótta minn um að það takist ekki. Ljúsa hlustar, kinkar kolli, ým- ist pirir hún augun eða opnar þau og segir: — já, já, já, — eða skýt- ur inn i sönglandi nú-ú? Mér er strax léttara i skapi. Við göngum hlið við hlið þegjandi um stund. — Olga, manst þú ekki að þú haföir einu sinni áhuga á að vita, hver það var sem fann upp gler- trefjaefnið okkar? Ég lofaði að segja þér frá þvi. — Já þú lofaðir að segja mér „þessa fáránlegu sögu”. — Einmitt. Þetta er reyndar ekki saga, heldur skrýtla. Ég átti hugmyndina. Ég gaf Jakobi hana sjálf. Ekki vegna þess að ég sé svo rik, heldur af þvi að ég var ó- létt. Ég hafði þegar ákveðið að eignast annað barn. Þú skalt ekki halda að Súren hafi talið mig á þetta. Ég hafði sjálf ákveðið að það yrði betra fyrir Markúsja ef hann eignaðist systkini. Ég vissi að á eftir myndi ég ekki geta unn- ið lengi. Ég hugsaði sem svo, að best væri að aðrir ynnu að þessu án min, og gaf þeim hugmyndina. — Og hvað svo? — Með hvað? — Ekkert. Ég varð hrædd á sið- ustu stundu. Ég lét eyða fóstrinu. An þess að Súren vissi, eins og alltaf. — Hvað áttu við með þvi? — Ég segi honum bara að ég þurfi 5—6 daga ferðalag vegna sta rfsins. Ég grip hönd Ljúsu og sleppi henni ekki. Þannig göngum við saraan. Þegjandi. I búöunum, þar sem þrengslin og annrikið eru verri en nokkru sinni fyrr, troðfylltum við fjórar töskur, og klukkan 3 höldum við af stað heim á leið. Mér finnst ekki sérlega erfitt að bera þetta, en Ljúsa er að kikna undir sinni byrði. Allt i einu kemur Sjúra á móti okkur. — Ég ákvað að koma til hjálpar. — Ég bið hana að taka aðra töskuna af Ljúsu, og Ljúsa leggur til að hún taki aðra töskuna af mér. Að lokum setjum við Sjúru i miðjuna, og saman berum við þrjár — fjórar töskur. Við neyðumst til að fara út af gang- stéttinni og öðru hverju verðum við að stansa og hleypa bil framhjá. — Stelpur, leyfið okkur að koma með i þetta parti! kalla tveir náungar á eftir okkur. • -- Við höfum nóga stráka, svara ég. Ég er i góðu skapi, þvi að sólin skin af þvi að við fyllum götuna, af þvi að við erum þrjár saman. Af þvi að ég er ekki ein. Þegar við komum aftur i vinnuna birtist ljóshærða Ljúsa með útreikningana á veikinda- dögunum. Ég er i fyrsta sæti eins og ég bjóst við. Samkvæmt veikindaskýrslum hefi ég setið heima 78 daga, hér um bil þriðjung vinnutimans. Allt vegna barnanna. Allir skrifa hjá sér sinn dagafjölda, m.ö.o. allir sjá hvað hinar eru með. Ég skil ekki hvers vegna mér liður svona illa. Ég skammast min i þokkabót. Mér finnst ég vera einhvern- veginn svo þjökuð og forðast að horfa á hinar. Hvernig stendur á þessu? Ekki hefi ég gert mig seka um neitt. — Eruð þið búnar að útfylla spurningalistann? spyr Ljúsa. Leyfið mér að sjá. Við vitum heldur ekki hvernig við eigum að reikna út tima okkar. „Fjölskyldumæðurnar” bera saman ráð sin. Við ákveðum að vekja endilega athygli á timanum sem fer i ferðir, við eigum allar heima i nýjum hverfum og við þurfum hver um þrjá tima á dag til að komast i vinnu og heim. Við getum ekki svarað þvi, hve mikill timi fer i að „sinna börnunum” — við erum alltaf að sinna þeim með öðru. Eins og Sjúra segir: Við Sers- joska erum öll kvöld saman i eld- húsinu hann er farið að lengja svo eftir mér þegar ég kem heim, að hann vikur ekki frá mér. — En hvað eigum við þá að skrifa um börnin? spyr ljóshærða Ljúsa forviða. — Hvaða viku eigum við að taka, venjulega viku, eða einmitt þessa? spyr Sjúra. — Hvaða viku sem vera skal, svarar dökkhærða Ljúsa,eru þær ekki allar eins? — Til hvers er að velta vöngum yfir þvi, segi ég, ég tek þessa viku. Ósköp venjulega viku. Við komumst að þeirri niður- stöðu, að spurningin sé heimsku- leg. Það er ekki hægt að reikna út þann tima sem fer i húsverk, ekki þótt maður gengi með skeið- klukku I hendinni alla vikuna. Ljúsa Markorjan stingur upp á þvi, að við reiknum út allan þann tima sem eftir verður, þegar við höfum dregið frá sólarhringnum vinnutimann og þann tima sem fer I að komast úr og i vinnu, og reiknum svo út hvað þarf að gera á þeim tima. Við erum hissa, það kemur á daginnj að við höfum 48-55 stundir á viku til heimilisins. Hvers vegna er það ekki nóg? Hvers vegna drögnumst við viku eftir viku með hluti, sem við ekki komum i verk? Hver skyldi vita það? Hver veit i reynd hve mikinn tima þarf til þess sem kallað er fjölskyldulif? Og hvað er það eiginlega? Ég tek spurningaskrána með mér heim. Ég er með tvær þungar töskur — ég er búin að kaupa allt nema grænmeti. Ég verð að standa i neðanjarðar- brautinni, með eina tösku i hendi og aðra við fætur mér. Það er þröng á þingi og ekki hægt að lesa heitt. Ég stend þarna og reikna út, hve miklu ég hefi eytt. Alltaf finnst mér, að ég hafi týnt einhverju af peningum. Ég var með tvo tiu rúblna seðla, en nú á ég aðeins smámynt eftir. Minna en þrjár rúblur. Ég tel þær aftur, gái hvað liggur i töskunum. 1 ann- arri umferð kemst ég að þvi að ég hafi týnt fjórum rúblum. Ég stöðva sjálfa mig og'tek að horfa á þá sem sitja. Margir eru að lesa. Ungu konurnar sitja með bækur eða timarit, rosknir menn meðblöð. Þarna situr fituhlunkur með skopblaðið Krókódil, fúll á svip. Nokkrir unglingar horfa til hliðar og lygna augum syfjulega — er ekki pláss þarna? Loks er ég á Sokolstöðinni. Allir þjóta út og hlaupa að rúllu- stiganum mjóa. En það get ég ekki með mjólkurhyrnur og egg i töskunni. Ég skokka á eftir. Þegar ég kem að strætis- vagninum eru þar sex manns i biðröð. A ég að reyna að komast upp I troðinn vagn? Hvað með töskurnar? Allavega reyni ég við þriðja vagn sem kemur . En töskurnar koma i vég fyrir að ég geti gripið i handriðið, fótur minn rennur niður af þessu háa þrepi, ég meiði mig i hnénu, og um leið fer vagninn af stað. Allir hrópa og ég veina. Vagninn nemur staðar, maður sem stendur við dyrnar gripur til min og dregur mig inn fyrir, ég hrasa þar um eigin töskur. Mér er illt i hnénu, eggin eru liklega brotin. A hinn bóginn veröur einhver til að standa upp fyrir mér. Þegar ég hefi sest get ég athugað hnéð, gatið á sokkinum, blóðstokkið og skitugt, opnað töskuna og sannfærst um að tvö egg eru komin á flot og það er komið gat á eina hyrnu. Eg sé mikið eftir sokkunum, svona sokkar kosta fjórar rúblur parið. Um leið og ég opna dyrnar koma allir hlaupandi fram á gang — þau hafa beðið. Dima tekur við töskunum og segir: ■ — Ertu frá þér, manneskja! Ég spyr: — Hvernig liður börnunum? — Vel, allt i besta lagi. Kotja stekkur til min og gerir sig liklegan til að snúa af mér fótinn. Gúlja krefst strax appelslnu sem hún hefur séð i töskunni. Ég sýni á mér hnéð og haltra inn a baðherbergið. Dima réttir mer joð og vatn, allir kenna I brjósti um mig, og það sefar sársaukann. Ég kann vel við föstudags- kvöldin, við getum setið lengi yfir borðum, leikið við börnin, sett þau i rúmið hálftima seinna en venjulega. Ég þarf ekki að þvo, get farið i bað. En eftir svefnlausa nóttt erum við skelfilega syfjuð, við háttum börnin og látum eldhúsið eiga sig. Ég er komin i rúmið, Dima er i baðherberginu. Það er stiginn á mighöfgi.enallt einu finnst mér að Dima hafi af vana stillt vekjaraklukkuna. Ég sting henni undir svefnsófann með þeim ummælum að þar skuli hún standa og þegja. En tifið i henni leggur upp um sófann. Ég ber hana fram i eldhús og loka hana inni i eldhússkápnum. Framhaldnæsta sunnudag..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.