Þjóðviljinn - 30.11.1974, Page 10

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974. Síðari landsleikur Islands og Hollands: Munurínn var aftur aðeins eitt mark — bæöi liöin léku snöggtum betur í síðari leiknum Þær voru ekkert mjúkhentar I vörninni þær hollensku eins og sést á þessari mynd. Hér er þaö Hansina Melsteö sem hindruö er á linunni, en Hansina skoraöi eitt mark i leiknum sem var hennar 15. lands- leikur. (Ljósm. Einar) I síðari landsleik íslands og Hollands í kvennakna+t- leik varð aftur eins marks munur 9:8, Hollandi í vil. Þessi leikur var mun betur leikinn, einkum af hálfu íslenska liðsins, en fyrri leikurinn og nú má segja að það hafi verið hreinn klaufaskapur af íslenska liðinu að tapa leiknum, jafntefli eða jafnvel sigur þess var vel mögulegur. Segja má að hinir hörmu- lega lélegu dómarar leiksins, Magnús V. 3 íslenskar handknatt- leikskonur heiðraðar t hófi sem HSt hélt aö lokn- um síöari landsleik tslands og Hollands I kvennahandknatt- leik, voru 3 islenskar hand- knattleikskonur heiöraðar fyrir aö hafa leikiö 10 lands- leiki fyrir tsland. Þetta voru þær Björg Guðmundsdóttir, Arnþrúöur Karlsdóttir og Hansina Melsteð. Viö þaö tækifæri sagöi Siguröur Jóns- son formaður IlSt, aö nú yröi þetta verðlaunatakmark hækkaö I 25 leiki enda sagöist hann vonast til þess aö is- lenska kvennalandsliöiö léki allt aö 10 leiki á ári I framtið- inni, þannig aö 10 leikja mark- iö þætti ekki mikils viröi i framtiöinni. Þær stöllur hlutu silfurbikar i viðurkenningar- skyni. Þá var þeim Elinu Kristins- dóttur, Jóhönnu Halldórsdótt- ur og Þórdisi Magnúsdóttur afhent merki HSt, en það merki fær alt handknattleiks- fólk okkar þegar þaö leikur sinn fyrsta landsleik. Pétursson og Valur Bene- diktsson hafi komið í veg fyrir íslenskan sigur með fáránlegum dómum undir lok leiksins, en þótt mistök þeirra hafi verið stór og I jót afsaka þau ekki á allan hátt að íslenska liðið sigraði ekki. Alveg eins og i fyrri leiknum komst. Island i 3:1 i byrjun leiksins, Sigrún Guðmundsdóttir skoraði öll mörkin úr vitaköstum en alls voru skoruð 9 mörk af 17 i leiknum úr vitaköstum, en nú náðu hollensku stúlkurnar ekki að jafna og komast eitt mark yfir eins og i fyrri leiknum, heldur hélt islenska liðið forystunni út fyrri hálfleik og i leikhléi var staðan 4:3. Jafnt var i siðari hálfleik 4:4, 5:5, 6:67:7 og 8:8, en sigurmarkið skoruðu hollensku stúlkurnar 40 sekúndum fyrir leikslok eftir að Magnús dómari hafði dæmt ruðning á eina islensku leik- konuna, dómur sem átti sér enga stoð frekar en margir aðrir dómar þeirra Magnúsar og Vals. Islenska liðið Iék, eins og áður segir þennan leik betur én þann fyrri, einkum var varnarleik- urinn mjög góður og markvarslan mun betri en i fyrri leiknum. En sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður og stórskyttur liðsins brugðust algerlega. Þær Erla, Sigrún, Arnþrúður og Björg áttu bestan leik. Hollenska liðið lék mjög svipað og i fyrri leiknum nema mark- vörðurinn Sandra Reinders sem átti hreint stórkostlegan leik og má segja að hún öllum öðrum fremur eigi þennan sigur liðsins. Dómarar voru eins og áður segir Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson. Það, að þessir menn skuli fá að dæma i 1. deild eins og þeir standa sig um þessar mundir er óskiljanlegt, en enn óskiljanlegra er það að þeir skuli látnir dæma saman. Með góðum dómurum væri kannski hægt að nota hvorn fyrir sig, alla vega Magnús en saman, hjálpi okkur allir... Mörk Islands: Sigrún 4 (3 viti) Erla 2 (2 viti) Arnþrúður og Hansina sitt markið hvor. —Sdór Fimleikasýningar í dag og á morgun Um helgina gengst Fimleika- samband tslands fyrir tveim fim- leikasýningum i Laugardalshöil- inni, en eins og eflaust allir vita hefur sambandiö gert þett.a und- anfarin ár um mánaöarmótin nóv./des. Aö þessu sinni veröur meira vandaö til sýninganna en veriö hefur, m.a. koma tveir fimleika- flokkar frá Noröurlöndum fram á sýningunni. Piltaflokkur frá Dan- mörku og stúlknaflokkur frá Svi- þjóö. Aö þcssu sinni munu 10-11 is- lenskir flokkar veröa meö i sýn- ingunum, en aöeins tveir þeirra eru frá skólum. Alls munu um 260 einstaklingar vera meö i sýningunum og veröur þvi um mjög fjöibreytta fimieika að ræða. Sýningin i dag hefst kl. 15 en á morgun, sunnudag kl. 20. . 1. deild karla í handknattleik: Heil umferð verður leikin um helgina — í dag mætast Haukar — ÍR og Grótta — FH en á morgun Ármann — Víkingur og Fram — Valur Um þessa helgi, laugardag og sunnudag, fer fram heil umferð I 1. deild karla i handknattleik en slikt hefur ekki veriö reynt áöur, heldur hafa aðeins tveir leikir farið fram um hverja helgi og þá á sunnudagskvöldum. Þetta er skemmtileg nýbreytni sem von- andi veröur framhald á. Og þaö sem meira er, leikirnir veröa ekki leiknir aö kvöldi til, heldur um miöjan dag, bæöi f dag og á morg- un. í dag leika i Hafnarfirði Haukar og 1R og Grótta og FH og hefst fyrri leikurinn kl. 15:30 og verður áreiðanlega um jafna og skemmtilega leiki að ræða. IR- ingar hafa enn ekki fengið stig i mótinu og verða nú að sigra ef þeir ætla að vera með i toppbar- áttunni. Tap i dag þýöir það fyrir liðið að það verður að fara að undirbúa fallbaráttu. Grótta sigraði FH fyrir nokkr- um vikum i Reykjanesmótinu og það sem einu sinni hefur gerst getur hæglega gerst aftur og vist er um það, Gróttumenn eru fullir bjartsýni á þennan leik þótt flest- ir' búist við sigri FH. Á morgun kl. 15 hefst i Laugar- dalshöllinni leikur Ármanns og Vikings, viðureign sem gaman verður að fylgjast með. Ármenn- ingar ætla að koma mjög á óvart i þessu móti. Þeir sigruðu 1R á dögunum eins og menn eflaust muna og fóru raunar létt með þá og vist er um það, að Armenning- ar verða Vikingum ekki auðunnir. Strax á eftir þeim leik hefst leikur Fram og Vals, gömlu stór- veldanna sem bæði virðast vera i nokkrum öldudal um þessar mundir. Tapi Valsmenn þessum leik, verða þeir ekki meira með i toppbaráttunni i vetúr en eiga enn nokkra möguleika, sigri þeir. Fram hefur að visu 3 stig eftir 2 leiki, en liðið hefur alls ekki verið sannfærandi i þessum tveim fyrstu leikjum sinum og verður að sigra i dag ef það ætlar að fylgja toppliðunum eftir. Staðan Staðan i 1. og 2. deild karla I handknattleik er nú þessi: 1. deild: Haukar 2 2 0 0 39—34 4 FH 2 2 0 0 38—36 4 Fram 2 1 1 0 35—31 3 Ármann 2 1 0 1 37—36 2 Vlkingur 2 1 0 1 37—36 2 Grótta 2 0 1 1 35—38 1 Valur 2 0 0 2 35—39 0 ÍR 2 0 0 2 38—44 0 2. deild: Þór 2 2 0 0 44-28 4 K.A 2 2 0 0 52-36 4 K.R. 2 2 0 0 36-26 4 Þróttur 1 1 0 0 29-19 2 Í.B.K. 1 0 0 1 12-18 0 Stjarnan 1 0 0 1 19-29 0 Fylkir 3 0 0 3 45-65 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.