Þjóðviljinn - 30.11.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974. 50 Borck studdi höndunum á stól- bakiö fyrir framan sig. — Myndir. Djöfull sniöugar myndir. Maður sér þrjár mann- eskjur. Einn sýnist vera stein- dauöur. Hin tvö drösla honum burt og fjarlægja hann. bú getur reitt þig á að þetta eru sniöugar myndir. Borck stóö kyrr, studdi sig viö körfustólinn. — Óttalega hefuröu útsvlnaö þig maöur — þú ert alblóöugur. Er leyfilegt að giska? Náunginn var úr rannsóknarlögreglunni? Æjá, öllum getur oröið á — mis- jafnlega mikið. Og nú mætti segja mér aö blessaður maðurinn hafi lent i bílslysi, og kannski hefur meira að segja kviknað I honum. Já, við hugsum ekki ósvipað, viö þrjú. Sorgenfrey reis á fætur. — Bróðir sæll, þér virðist ekki veita af að sofa dálítið. Mér fannst bara að þú ættir að fá að vita hvernig málum er háttað, svo að þú gerir ekki fleiri glappa- skot. Þvi meira sem maður veit, þvi minni hætta er á glappa- skotum, er það ekki. Já, ég hef ekki lengur áhuga á að útrýma þér. Hver veit nema þú getir með timanum orðið sæmilegur tekju- stofn. Hvað var annars I þessari sigarettu? - Kif. — Ég er hræddur um að þið hafið notað siöasta skotið i byssunni á vitlausan mann, sagði Sorgenfrey. Borck skildi ekki strax hvað hann átti við. — Byssan er farin, sagði hann hljómlaust. — Og Alice? — Farin. — Aha. Gettu hvað ég er með hérna? Sorgenfrey otaði nyndavélinni að Borck sem riöaði á fótunum. — Myndavél. — Gettu hvað er i mynda- vélinni? — Kif? Ofsalega erum við snjöll. Sjáðu til — Hann gekk framhjá Borck án þess að snúa alveg I hann baki og nam staðar i dyrunum. — Sjáðu til, ég held þú losnir ekki úr þessu. Ég óska þér alls hins besta, en i alvöru talað trúi ég ekki á það. Að minu viti hefurðu klúðrað alveg ferlega og það er reyndar ekki i fyrsta sinn. Við hefðum átt að hafa samvinnu frá upphafi, þú hefðir átt að hlusta á mig þegar ég bauð þér fifty-fífty. Manstu ekki eftir þvi, i simann? Hamingjan sanna, við vorum jafrenjallir og mér var alvara, ég vildi deila með þér. Þá hefðum við lika getað haldið litlu mellunni fyrir utan þetta. Jæja, nú er allt um seinan, og nú róa allir einir á báti eins og sagt er. Hann gekk út fyrir og sólin skein á hann og sýndi dökku skeggbroddana I andlitinu. Borck rölti viljalaust á eftir honum. Hann hugsaði um það, að það væri hnifur i eldhúsinu, en hann var of syfjaður til að sækja hann. Hinn myndi hlaupa frá honum, hann hefði ekki vit á að beita hnifnum og hann sá eiginlega enga ástæðu lengur til að útrýma einum eða neinum. Þeir urðu hálfpartinn samferða gegnum sandhólana, eins og Sorgenfrey hefði gert sér fyllilega ljóst hve hættulaus Borck var. 1 fjörunni sneri Sorgenfrey sér við. — No hard feelings, sagði hann. Ég er alveg búinn að missa áhugann á að drepa þig. Ég óska þér alls góðs, af góðum og gildum ástæðum. Ef allt fer i vaskinn, þá það. Ef þú bjargar þér — gott og vel, þá sjáumst við aftur. Þá eigum við eftir að skoða myndir saman, báðir tveir og ég ætla aö mjólka eins og ég get. Allt sem eftir er af þessu sameiginlega afreki okkar, hvern eyri sem þú getur án verið, meðan þú lifir Filmurnar eru ekki til sölu — ekk: að eilifu. Sorgenfrey rétti allt i einu fram höndina. — Bróðir sæll. Láttu þér liða vel. Svei — svei. Ósjálfrátt greip Borck um höndina. Sorgenfrey virti hann fyrir sér grafalvarlegur á svip. Svo dró hann að sér höndina, sneri sér við og gekk af stað. Borck stóð kyrr I fjörunni og sá hann hverfa i átt til bæjarins. Hann gekk kæruleysislega, ár allrar spennu, hann varð minni og minni. Borck stóð kyrr og horfði á eftir honum og fann á meðan hvernig sólin hækkaði á lofti og hitnaði stöðugt. ENDIR útvarp Laugardagur 30. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Veðrið og við kl. 8.50: Markús Á. Einarsson veðurfræðingur flytur þátt- inn. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugs- dóttir íes „örlaganóttin”, ævintýri eftir Tove Janson (11). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.23: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, V: Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan, Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. tslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag flytur þátt- inn. 16.40 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Lestur úr nýjum barna- bókum. Gunnvör Braga Sigurðardóttir sér um þátt- inn. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 18.00 Söngvar I iéttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skotlandskvöld. a. Hörð- ur Filippusson lifefnafræð- ingur spjallar um land og þjóð. b. Lesin ljóð eftir Robert Burns i islenskri þýðingu, svo og smásaga. c. Flutt skosk tónlist. 21.05 Að brunnum,Gisli Hall- dórsson leikari les úr nýrri ljóðabók Ólafs Jóh. Sigurðs- sonar. 21.15 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 0 sfónvarp Laugardagur 30. nóvember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar, Bandarisk mynd með leið- beiningum i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón Þ. Edwald. 16.55 Iþróttir, Knattspyrnu- kennsla. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan, 17.55 Keppni vikunnar. Mynd frá kör f ub olta kepp ni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan, Þáttur um störf Alþingis; umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Læknir á lausum kili, Bresk gamanmynd. „Min er hefndin” segir Bingham. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Ugla sat á kvisti.Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.30 Um eldforna slóð i Raufarhólshelli. Kvikmynd, gerð af Þrándi Thoroddsen, I Raufarhólshelli, sem er steinsnar frá Þregslavegi og er talinn annar stærsti hellir landsins. Þulur og textahöfundur Arni Johnsen. 21.50 María skotadrottning, (Mary of Scotland) Banda- risk biómynd frá árinu 1936, byggð á sögulegum heimildum um Mariu Stúart og valdaferil hennar i Skotlandi. Aðalhlutverk Katharine Hepburn og Frederic March. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin hefst er Maria Stúart kemur frá Frakk- landi til að taka við völdum i Skotlandi. Siðan er rakinn ferill hennar og þar á meðal skipti hennar við frændkonu sfna, Elisabetu, drottningu i Englandi. 23.45 Dagskrárlok. Bíla- Í0ss eigendur SNJÓNEGLUM. Látið okkur negla upp gömlu hjólbarðana yðar. HJÁ OKKUR ER HJÓLBARÐAURVALIÐ. Gúmmlvinnustofan h.f. SKIPHOLTI 35. Sími 31055 Er útihurdin ekki Dessvirdi? <id ciUln'od sc (ijrir luiiui ijcrt. Ciítid luirdvióiitn vcrtt /)<? prýdi scin til cr <rthist. Vió /löfdllt /lclÁ'illljll OlJ litbi'nuid. Mngnús og Sigurdur Sími 7 18 15 bækur Menn i öndvegi: Hallgrlmur Peter Freuchen: ina út, en ferðabækur þess forlags eru orðnar margar. Freuchen þekkja fjölmargir is- lendingar og nafn hans er hér sem vföa annars staðar sveipað ljóma ævintyra og hugrekkis, Hann dvaldi meira en manns- aldur á Grænlandi, var lands- stjóri I Thule, nyrstu nýlendunni i Grænlandi. Hann giftist innfæddri konu, Navarönu og var þátekinni tölu innfæddra, klæddist eins og þeir, mataðist eins og þeir og ferðaðist eins og þeir. Tröllasögur Jóns r Arnasonar Pétursson A þrjú hundruð ára ártið Hall- grims Pétursonar gefur ísafold- arprentsmiðja út bók um sálma- skáldið i bókailokknum „Menn I öndvegi”. Helgi Skúli Kjartans- son ritaði bók um Hallgrim, en i þessum bókaflokki tsafoldar- prentsmiðju hafa áður komið út sex bækur um frægar persónur Islandssögunnar, svo sem Gissur jarl, Brynjólf biskup Sveinsson, Jón biskup Arason, Skúla fógeta og fleiri. Þessi bók Helga Skúla Kjart- anssonar um Hallgrim Pétursson skiptist i sextán kafla og blaðsið- urnar eru 163. „Æskuár mín á Grœnlandi” „Æskuár min á Grænlandi” eft- ir Peter Freuchen er nú komin út i nýrri þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Það er Skuggsjá sem gefur bók- SHOWRAX búðarinnréttingar Kjöt & Fiskur hefur opnað nýja kjörbúð í Seljahverfi með nýtísku innréttingum frá okkur. Haes Gledhill & Co. John Lindsay hf. Showrax Ltd. ÞJOÐSOGUR Tröllasögur ) tsafold hefur nú gefið út trölla- sögur, úrval úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Óskar Halldórsson annaðist út- gáfuna fyrir forlagið, en Halldór Pétursson teiknaði myndir við sögurnar, en þær eru 51 talsins. Bókin er 133 blaðsiður og hefur að geyma allar þær tröllasögur sem flestir munu kunna eða kannast viö, en auk þeirra margar; sem ekki hafa eins oftlega heyrst. Auglýsingasíminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.