Þjóðviljinn - 30.11.1974, Page 16

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Page 16
DJÚÐVIUINN Laugardagur 30. nóvember 1974. John Sirica Nixon of slappur Washington 29/11 reuter — Nefnd þriggja lækna sem fyrirskipaö var at> kanna heilsufar Nixons fyrrum forsetá skýröi John Sirica dómara i Watergate-málinu frá þvl I dag aö þeir heföu komist aö þeirri niðurstööu aö Nixon væri ekki nægjanlega heilsuhraustur til að bera vitni I réttarhöldunum yfir fimm fyrrum aðstoðarmönn- um sinum. Læknarnir sögðu að Nixon yrði ekki fær um að leggja i langferð frá Kaliforniu til Washington fyrr en eftir 16.febrúar, að þvi tilskildu að bati hans yrði með sama hætti og verið hefur og að ekkert óvænt kæmi fyrir. Þeir bættu þvi við að hann myndi geta gefið skriflegan vitnisburð eftir 6. janúar. Þá sögðu læknarnii; að Nixon yrði ekki fær um að mæta við réttarhöldin þó þau yrðu flutt i nágrenni bústaðar hans i San Clemente fyrr en 2. febrúar I fyrsta lagi. Tyrklandsstjórn fallin Ankara 28/11 reuter — Embættis- mannastjórnin i Tyrklandi sagði af sér i dag eftir að hafa beðið mikinn ósigur á þingi. Stefnuyfir- lýsing hennar var felld i atkvæða- greiðslu i þinginu með 358 at- kvæðum gegn 17. Stjórnin sem laut. forystu Sadi Irmaks sat þvi aðeins i tólf daga. Skýrsla viðrœðunefndar unt járnblendiverksmiðjuna: „Forsendur breyttar Union Carbide í hag” segir Magnús Kjartansson — Það stendur ekki steinn yfir steini í sam- bandi við tölur þær, sem reiknað var með í fyrri gerðáætlunarinnar, sagði Magnús Kjartansson, fyrrverandi iðnaðar- málaráðherra, er Þjóð- viljinn hafði tal af honum í tilefni skýrslu nefndar þeirrar, er átt hefur við- ræður við fulltrúa Union Carbide Corporation um byggingu ferrosilikon- bræðslu (öðru nafni málmblendiverksmiðju) í Hvalfirði. — Allar talna- legar forsendur eru ger- breyttar Union Carbide í hag. Um skýrsluna til rikisstjórn- arinnar, sem send var fjölmiöl- um i gær, sagði Magnús enn- fremur: — Af þvi sem breytt hefur verið má nefna að stofnkostnað- ur hefur hækkað úr þrjátiu miljónum dollara i sextiu og átta miljónir, eða næstum um 130%, og að sjálfsögðu er hækk- unin miklu meiri ef mælt er i is- lenskum krónum. Þá er eignar- hlutur Union Carbide aukinn úr 35% i 45%, verðlag á svokallaðri tækniþekkingu, einkaleyfum og öðru hliðstæðu, frá Union Car- bide hækkar úr 2.3 miljónum dollara i 3.2 miljónir dollaga, söluprósentan, sem Union éan,- bide á að fá, er hækkuð úr 3% upp i 4% að meðaltali ofan á óhemjulega hækkun á vörunni sjálfri. Þetta þýðir að áður var reiknað með að Union Carbide fengi tæpa átta dollara fyrir að selja hvert tonn, en á nú að fá yfir tuttugu dollara á hvert selt tonn. Þetta er hækkun um 160%. Tiltölulega Iftil orkuverðhækkun Orkan frá Landsvirkjun er að visu verðlögð hærra en áður, og er sú hækkun um það bil 40%. En sú hækkun er miklu minni hlutfallslega en á öðrum kostn- aðarliðum. Þetta atriði er sér- staklega eftirtektarvert þegar haft er i huga að undanfarið hefur það einmitt fyrst og fremst verið orkuverðið, sem rokið hefur upp á heimsmark- aðnum og valdið annarri hækk- un. Að öllu eðlilegu ætti þvi þessi kostnaðarliður að hækka mest, og einmitt af hækkun á honum hefðu Islendingar hag. í þessu sambandi er einnig rétt að benda á, að málmblendi- verksmiðjan átti upphaflega að tengjast Sigölduvirkjun og nota orku, sem ella væri ekki mark- aður fyrir I landinu. Nú er ljóst að málmblendiverksmiðjan mun ekki taka til starfa fyrr en einu til tveimur árum eftir að Sigölduvirkjun hefur orkufram- leiðslu, þannig að þetta sam- hengi hefur rofnað. Við það bæt- ist að eftir oliuverðhækkunina miklu er Islendingum það brýn nauðsyn að nýta innlenda orku- gjafa I stað innfluttrar oliu og Sigölduvirkjun hrekkur ekki til að metta þann markað. Þvi mundi koma til árekstra milli verksmiðjunnar og þarfa al- mennings um land allt. En ég er þeirrar skoðunar að til slikra árekstra megi ekki koma og að það verði að ganga fyrir að full- nægja daglegum þörfum al- mennings að þvi er varðar hús- hitun og aðrar þarfir. — Stofnkostnaðarhækkun 130% Skýrslan frá viðræðunefnd- inni, sem Þjóöviljanum hefur borist er sextán blaðsiður að stærð og skiptist i átta aðal- kafla. Það stendur meðal ann- ars að byggingarkostnaður, sem áætlaður hefur verið að nýju af Union Carbide og ráðu- nautum þeirra, Canadian Bechtel and Company i Montreal, muni nema 68 miljón- um dollara. Gert er ráð fyrir að ársframleiðsla tveggja ofna verksmiðjunnar muni nema 47.000 tonnum og að hráefnaþörf á hvert tonn framleiðslu verði samtals 3.38 tonn, og er kvarts þar stærsti liðurinn, 1,69 tonn. Hlutafé skal nema samtals 24 miljónum dollara, þar af 13.200.000 i eigu tslands, eða 55%. Áætlað er að starfsmenn við málmblendiverksmiðjuna verði hundrað og fjórtan alls, þar af áttatiu og sjö i verk- smiðju og tuttugu og sjö á skrif- stofu. Arlegur launakostnaður er áætlaður 1.645.000 dollarar. „ . . . hættulaus dýrum og gróðri" Um umhverfismál stendur skrifað I skýrslunni m.a.: „Frá upphafi viðræðnanna hefur verið lögð rik áhersla á, að mengun frá verksmiðjunni yröi i algeru lágmarki. Hefur þvi ætið verið heitið, og er ljóst, að hugur fylgir þar máli. Hefur rykhreinsun úr reyknum batnað frá þvi sem áður var talið viðun- andi, úr 95 I 99 hundraðshluta ryksins. Jafnframt eru hafnar tilraunir, sem miða aö þvi að ná þvi ryki, sem sleppur, þegar ofnar eru opnaðir til tæmingar. Reykurinn frá ofnunum er kældur og slðan dreginn I gegn- um pokasiur, sem ná 99 hundr- aðshlutum ryksins. Sá hluti, sem sleppur, mun tæpast sýni- legur hér, þrátt fyrir hið hreina loft. Hann er hættulaus dýrum og gróðri”. Kostnaður við hafnar- gerð 200-300 miliónir I lið sem hefur yfirskriftina ,,Um þjóðhagsleg áhrif” stendur að enn vanti heildarskýrslu um þjóðhagsleg áhrif af rekstri járnblendiverksmiðjunnar, en að árlegar vergar tekjur af verksmiðjunni séu söluverð- mætið, sem nemi 29.1 miljónum dollara. Hreinar gjaldeyristekj- ur á meðalári eru áætlaðar 10.8 miljónir dollara. Kostnaður við hafnargerð við Grundartanga er lausiega áætlaður 200-300 miljónir króna miðað við verð- lag i mars s.l. og er sagt að bú- ast megi við að fyrstu árin nægi tekjur frá verksmiðjunni ekki til þess að standa unöir stofnkostn- aði hafnarinnar. Um orkuverð segir að það verði fyrstu tvö árin 1.12 krónur á hverja kilóvattstund for- gangsorku, sex aurar fyrir af- gangsorkuna og 59 aurar að meðaltali. Hækkanir verða i byrjun þriðja árs, á fimmta ári og I byrjun sjöunda árs, en þá hækkar meðalverðið i 73 aura. Meinhof fékk 8 ár — en á von á meiru Vestur-Berlin 29/11 reuter — Ul- rike Meinhof, einn af leiðtogum Baader-Meinhof hópsins, var i dag dæmd I átta ára fangelsi fyrir morðtilraun. Meinhof á þó þyngri dóma yfir höföi þar sem þessi dómur fjallaði aðeins um það er Andreas Baader var frelsaður úr fangelsi áriö 1970. Snemma á næsta ári á hún ásamt fleirum úr hópnum að mæta fyrir rétti ákærö fyrir fimm morð og 54 morðtilraunir. Við réttarhöldin sem lauk i dag fékk annar verjenda Meinhof, Horst Mahler, tveggja ára fang- elsi til viðbótar tólf ára fangelsis- dómi sem hann er þegar byrjað- ur að afplána. Hann var dæmdur fyrir aðild að stofnun hópsins og hlutdeild i þremur bankaránum. (Raunar héldu margir þvi fram að Mahler heföi verið dæmdur fyrst og fremst fyrir það að taka að sér vörn hópsins). Hans- Jurgen Baecker var hins vegar sýknaður. Alþýðubandalagið Námshópar um sósialisma og nútimaþjóðfélag Vegna jólaanna og prófa I skólum hefur verið ákveðið að gera hlé á starfi námshópanna i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði i desember. Námsstarfið hefst að nýju i byrjun janúar, og verða hóparnir þá kvadd- ir saman. Albanía Engin samskipti við kremlverja Moskvu, Tirqna 29/11 reuter — Sovéska stjórnin sendi i gær al- bönum heillaóskaskeyti itilefni af þvi að I dag, 29. nóvember, eru liöin 30 ár frá þvl landið losnaði undan hernámi itala og þjóð- verja. Fylgdi skeytinu ósk um velgengni albönum til handa I að byggja upp sóslalisma i landi slnu. Þetta kom nokkuð á óvart, þar sem samskipti landanna hafa nær engin verið siðan stjórnmálasam- bandi þeirra var slitiö fyrir frum- kvæði albana áriö 1961 en albanir hafa sem kunnugt er hallað sér Magnús Kjartansson Orkuverð skal endurskoða á fjögurra ára fresti, og skal það hækka hlutfallslega jafnt og orkúverð norsku rikisrafveitn- anna til norsks iönaðar. Lands- virkjun er nú að ganga frá skýrslu um hagkvæmni þessa samnings, og má vænta hennar næstu daga. I lið skýrslunnar um eignar- aðild er tekið fram ao einn nefndarmanna, Ingi R. Helga- son, hafi talið eðlilegt aö halda upphaflegum eignarhlutföllum óbreyttum. dþ. Enver Hoxha, leiðtogi albana — jafnharður gegn sovétum og fyrri daginn. mjög að kinverjum i deilum þeirra og sovétmanna. 1 skeytinu óskuðu sovétmenn eftir þvi að eðlileg stjórnmálasamskipti yrðu aftur tekin upp milli landanna. Þessari ósk var hafnaö af á- kveðni við hátiöarhöld sem fram fóru i tilefni dagsins i Tirana I dag. Þar var haldinn hátiðar- fundur leiðtoga Verkamanna- flokks Albaniu og rikisstjórnar- innar að viðstöddum sendinefnd- um átta rlkja, þar með talin sendinefnd háttsettra embættis- manna frá Kina. BLAÐ- BURÐUR bjðöviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Skjól Tómasarhagi Seltjarnarnes Melar Drápuhlið Stigahlið Hverfisgata Laugarvegur Akurgerði Brúnir Kleppsvegur Vinsamlegast hafið sambarid við af- greiðsluna. þjóðviljinn Sími 1 7500 Kópavogur Blaðburðarfólk óskast i Reynihvamm og Birkihvamm Uppl. i sima 42073.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.