Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur i. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Jæja, þá er þjóBhátiöarballiö bráöum bUiö og þjóöin býr sig undir aö sofa úr sér vlmuna og taka út slna timburmenn, ef þeir þá gera vart við sig. Það ku sum- sé vera staöreynd, að sé drukkiö nógu stift og samfellt, láti timburmenn ekki á sér kræla. En þá er llka komið útá hála braut alkóhólismans. Aðrir fá móralska timburmenn eftir mikið skemmt- analif, þó likamsllöanin sé þolan- leg, en til þess þurfa menn vist aö hafa næma og vakandi siðgæðis- kennd, svo þarflaust er að kviöa þvi. Hvaö sem öðru liður hefur þjóð- hátíöarballiö verið viðburöarikt og fyrir margra hluta sakir sögu- legt, en sögulegir viðburöir eru ekki endilega markveröir, og hefur það eftirminnilega sannast á þessu liöna ári, þó vel megi raunar vera aö farsa- og reyfara- höfundar framtiðarinnar eigi eftir aö sækja i þá efniviö til margra góðra verka. Þaö sem vakti kannski ótviræö- asta athygli var glysgirni Fjall- konunnar, sem ég hef ævinlega hugsað mér I gervi dálitiö háleitr- ar, skautbúinnar maddömu meö hreinlegan en svolitið tómlegan svip. Þessi heilaspuni minn hefur heldur betur orðið sér til skamm- ar i upphafinni stemningu dansi- ballsins, þvi ég var eiginlega hættur aö sjá frúna fyrir öllu þvi dómadags glingri sem búið var aö hengja utaná hana, plöttum og peningum, merkjum, frímerkj- um og öðru fargani. Mér fannst hún satt að segja miklu álitlegri og girnilegri i sinni yndislegu bikini-nekt og Isal-orkusólbaöi framaná Þjóðviljanum um dag- inn, en íslenska þjóöin kærir sig ekki um neina aulafyndni, heldur heimtar sitt leikfangaland, sina platta, sin merki og minnispen- inga, sinar skartbækur og sem allra flestar fálkaoröur, hvort sem þær koma frá Bessastöðum, af öskuhaugum eða erlendum uppboöum. Hvers virði er þjóð án sögu, og hvers virði er saga án sýningar? Hvers virði er þjóð án minninga, og hvers virði eru minningar án minjagripa? Er hægt að halda þjóðhátið án þjóð- hátlðarbrags, þjóðhátiðarræðu, þjóðhátiðarljóðs, þjóðhátfðar- nefndar, þjóðhátiðarsinfóniu, þjóöhátiðarlögreglu, þjóðhátiðar- guðsþjónustu og umfram allt þjóðhátiðarveðurs og þjóðhátið- arstemningar? Allt var okkur þetta gefið á þjóðhátiðarári og megum vera þakklát hollvættum landsins og hvlta-kristi þjóðar- innar, sem tóku saman höndum um aö gera árið gott og eftir- minnilegt með mörgum heit- strengingum og jafnmörgum ef ekki fleiri heitrofum lýðsins leið- toga. A þjóðhátiðarári, þegar Fjall- konan skartaði öllu sinu dýrasta og litrlkasta dinglumdangli, kom I fyrsta sinn framá leikvang at- burðanna sú fylking sem gegnum árin og aldirnar hafði liðið önn fyrir tunguhöft og kjúkustjarfa, fylking hins þögla meirihluta; og þó hvorki losnaði um tunguhöft né liðkuðust kjúkur, kom það ekki að sök á tækniöld og tölvu, þar sem sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki, heldur einungis skynja i myrku djúpi sálarinnar, aö variö land og frjáls menning verða þvi aðeins til frambúðar tryggð I landi feðranna, að þjóðin klofni niðri rót og feli síðan örlög sin, efnaleg og andleg, á vald tröllum heimsins og innlendum trúnaðarmönnum þeirra. En tökum upp léttara hjal og ljósara, og snúum okkur að þjóð- hátíð 1974, einstæðri fyrir veður- bllðu, samstillingu manns og bils, brú á milli kynslóða og margt annað þarflegt. Svo merkilegt sem það er, þá hefði þjóðhátíð 1974, að breyttu breytanda, fulit eins vel getað verið haldin árið 1874. Svo mjög sveif andi 19. aldar þar yfir vötnum. Allar goðsagnir, draumsýnir og sögufalsanir sið- ustu alda gengu þar aftur ljósum logum, og engum virtist bregða hið minnsta i brún við þessa frá- bæru tlmaskekkju. Svo tamt er okkur orðið að lifa og hrærast i fortiðinni. í öllum þeim stórfeng- lega orðaflaumi sem yfir þjóðhá- tiðargesti dundi þennan sólbjarta sunnudag örlaði varla á viðleitni til verulega gagnrýns endurmats á því sem haft hefur verið fyrir satt og var kannski nauösynlegt að hafa fyrir satt i hita sjálf- stæöisbaráttunnar á síðustu öld. Matthias Jochumsson hafði þau orð um þjóðhátiðina 1874, að hún hefði verið ,,hin miklu aldamót þjóðar vorrar, er urðu aldahvörf I sögu lands vors á ýmsan veg. Olli þvi ekki konungskoman ein og stjórnarskráin, heldur miklu fremur hið nýja skrið og hreyfing, sem hátlöinni fylgdi i innra lifi og hugsun þjóðarinnar; saga hennar fékk lif, endurminning hins um- liðna fékk mál og sál og samúð i huga þjóðarinnar og almenna meðvitund. — Nýár var runnið! Aldrei hefi ég lifað slika hreyf- ingu. Það var hreyfing, sem svæfði allar þrætur og þvergirð- ing, en kveikti allsherjar samúð, allsherjar eftirvæntingar, alls- herjar endurminningar”. Þótt inntak beggja hátiða væri mjög áþekkt, er ekki fjarri lagi að halda þvi fram, að áhrif hátiðar- innar I ár hafi verið þveröfug við áhrifin fyrir hundrað árum. Svo geróliktgeta sömu goðsagnir ork- að á þjóð, sem er að færast mikið i fang, staðráðin i aö endurheimta sjálfsforræöi sitt, og þjóð sem er tvistruð á flótta frá sjálfri sér og ’ samtimanum. Tildrið og tilstand- iö, holar glósur um glæsta fortið og goöumlika forfeður samfara gleymsku á veigamiklar stað- reyndir liðins tima og llðandi stundar stungu þjóðinni svefn- þorn, og hún svaf vært I ylríku sólskininu á Þingvöllum. Aðeins einn viðburður er mér verulega minnisstæður frá þess- ari 50.000 sálna Þingvallahátið 28. júli, kannski vegna þess að hann á sér svo margar ógnvekjandi hlið- stæður úr sögu staðarins á liðnum öldum — hliðstæður sem látlaust er reynt að breiða yfir eða þegja i hel. Þessi viðburður var viöbrögð og meðferð rikislögreglunnar á tuttugu ungmennum sem leyfðu sér þá ósvinnu að bregða upp borðum á efra barmi Almanna- gjár með kröfum um herlaust land og úrsögn úr NATO. Þessum ungmennum var berum orðum ógnað með limlestingum og jafn- vel lifláti af einum undirforingja lögreglunnar, samlanda sem væntanlega hefur verið alinn upp við sama sagnabrunn og þau. Þessi ólánsmaður og þúsundir sálufélaga hans I mannfjöldan- um, sem sennilega þoldu sann- leika ungmennanna jafnilla og hann, voru óafvitandi fyrst og fremst fulltrúar þess dulda og á- genga erlenda valds, sem hefur verið svo einkennilega tengt sögu Þingvalla gegnum tiðina. Þessir aðilar eiga sér andlega ættfeður i þeim sæg islenskra embættis- manna sem á öllum öldum og allt framá þennan dag ráku leynt eða ljóst erindi erlends valds hér á * landi, þrengdu kosti alþýðu manna I landinu og létu sig jafn- vel hafa það aö lifláta samlanda sina, einatt fyrir litilvægustu sak- ir, að boði hinna erlendu hús- bænda. Atburðurinn á Þingvöll- um 28. júli varð mér tákn og itrekun alls úrræða- og mann- dómsleysis sem bundið er langri sögu staðarins og þeirra embætt- ismanna islenskra, sem þar fóru löngum með æðstu völd. Sú saga hefur þvi miður alltof sjaldan verið upp rifjuð og alltof slælega endursögð, að skæðustu fjendur og kúgarar islenskrar alþýðu voru ekki danskir valdsmenn i Kaupmannahöfn né danskir kaupmenn með allt sitt myglaöa og maðkétna mjöl, heldur islensk handbendi danastjórnar á Islandi öld framaf öld. Þá sögu hefði ver- ið vert að rifja rækilega upp á þjóðhátiðarári meö „Varið land” og „Frjálsa menningu” á bak- grunninum. En það var ekki bara á Þing- völlum sem saga alþýðunnar i landinu, saga sjálfrar þjóðarinn- ar gleymdist, heldur I öllu sem laut að hátiðarhaldinu, og kom það kannski áþreifanlegast fram á nýafstaðinni sögusýningu að Kjarvalsstöðum, sem átti að bregða upp mynd af „ellefu alda sambúð lands og þjóðar”. Ekki vantaði glæsilegar myndir af okkar fagra og tilkomumikla landi, jafnt I sumarskrúða sem vetrarhami, ásamt viðeigandi myndum af frægum náttúruham- förum, og ekki vantaði myndir af fyrirmönnum við allskonar hátið- leg tækifæri fyrr og slðar, en hvar var fóWcið I landinu.sú alþýða sem boriö hefur hita og þunga lífsbar- áttunnar i harðbýlu landi, att kappi við höfuðskepnur, drepsótt- ir og aðra óáran og haldið lifs- neista þjóðarinnar glóandi, einatt i trássi við náttúrulögmálin? Hvar voru förumenn og flökku- lýður, bændur og búalið, gangna- menn og gegninga, verkamenn og verkfallsverðir, haröfengir sjó- sóknarar og þeir eljumenn and- ans sem varðveittu menningar- arfinn án þess að komast til virð- inga og metorða? Hvar voru bar- áttumenn fyrir þjóðlegri reisn og sjálfstæði eftir að formlegt sjálf- stæði var fengið? Og hvar var hiö vesturheimska „varnarlið”? Þvi var slegiö fram kinnroðalaust, að bandariskt herliö hafi horfið af lslandi árið 1947, og siðan ekki söguna meir! Gleymska og falsanir af þess- um toga eru mælskari miklu um hag okkar og afstöðu i nútiman- um enlangaroröræöur. Þjóðlygin og þjóðvillan eru orðnar svo sam- grónar ráðamönnum þjóðarinnar og ráðgjöfum þeirra, að almælt- um tíðindum er stungið undir stól og alkunnum staðreyndum hnik- að til að vild, án þess svo mikið sem auga sé deplað. Slikum mönnum getur varla verið sjálf- rátt. Fölsun á staðreyndum liðins tima og flótti frá staðreyndum liöandi stundar eru sjúkdómsein- kenni menningar sem er i hrörn- un. Alþekkt fyrirbæri I ýmsum löndum austan járntjalds og þá fyrst og fremst i Sovétrikjunum. Hrörnun menningar fylgja ýmsir kvillar, sem reynst geta afdrifa- rikir sé ekki við þeim brugðist i tæka tið. Einn þessara fylgi- kviila er tilhneiging til fasisma i einhverri mynd, skoðanakúgunar og jafnvel ofbeldis. Slikrar til- hneigingar gætir mjög i skrifum Velvakanda Morgunblaðsins og raunar viðar á siðum þessa víö- lesnasta blaðs landsmanna. Ann- ar vottur um slika hneigö kom fram I ályktun nýafstaðins Fiskiþings um kvikmyndina „Fiskur undir steini” og fjár- framlög til rikisfjölmiðia. og mun sú makalausa ályktun visasthalda nöfnum aðstandenda sinna lengur á loft I þjóðarsögunni en frammi- staða þeirra i landhelgisbaráttu og fiskverndarviðleitni islend- inga, og er hún þó fræg að endem- um. Þó svefn hafi mjög sótt á þjóð- ina á liðnu sólskinssumri, er ekki þarmeð sagt að hún þurfi að fara að dæmi Þyrnirósar og taka á sig hundrað ára náðir. Hún er aö visu tviskipt og hægri helmingurinn mun þrá rekkjuna, en hjartaö er vinstra megin, og þar leynist von- in. Forsíðan Forsiðumynd Þjóðviljans i dag er eftir Kjartan Guðjóns- son listmálara og myndlistar- kennara, sem er vist alveg á- reiðanlega óþarfi að kynna fyrir lesendum Þjóðviljans sem teiknara svo mikið og margt sem hann hefur lagt blaðinu til I þeim efnum fyrr og slðar. En Kjartan er mjög fjöl- þættur listamaður og auk teikningar og málverks hefur hann unnið margvislegt annaö á þessu sviöi, m.a. hannað sýningar af ólikasta tagi og á nú sæti i safnráði Listasafns Islands. Kjartan var einn þeirra fjögurra, sem mynduðu kjarna fyrstu Septembersýn- ingarinnar 1947.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.