Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 6
6 stÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974. GUNNAR GUNNARSSON PUNKTAR UM SJÓNVARP Þegar sýnt þótti að ís- lendingar myndu ráðast í að koma sér upp eigin sjón- varpsstöð, var nokkuð um það skrifað í blöð, að nú yrðum við að gæta okkar; áhrif sjónvarpsins gætu orðið geigvænleg, ef ekki væri vel til alls vandað. Mætir menn birtust á þeim fræga ritvelli og létu í Ijósi nokkrar áhyggj- ur af sjónvörpun hér*, bentu sumir á blaðadauða í útlöndum, töldu að sjón- varpið stuðlaði að ólæsi. Reynsla erlendra þjóða af sjón- varpier misjöfn eins og þjóðirnar eru margar, en þar sem sjónvarp er rekið á svipuðum grundvelli og hér, t.d. á hinum Norðurlöndun- um, fer því fjarri að sjónvarpið hafi stuðlað að blaðadauða. Sum Norðurlandablöðin þrifast jafnvel á sjónvarpinu, notfæra sér efni þess út i æsar, þótt oft séu sjón- varpsskrif skandinavisku popp- blaðanna næsta rislág. Sjónvarp hér á landi og annars staðar, hefur að sönnu gerbreytt viðhorfum fólks til fjölmiðla, starfsemi þeirra og tilgangs. Ein- hvers staðar hefur sjónvarp ef- laust orðið til aö hleypa nýju lifi i blaðamennskuna, og þótt sú sé varla raunin hér á landi, þá hefur sjónvarpið sem fréttamiðill og fréttaskýrandi mikil áhrif hér. rækilega könnun á áhrifum is- lenska sjónvarpsins. Bráðum á sú stofnun tiu ára af- mæli, og ef að likum lætur, mun afmælisþjóðin gera sér dagamun þá. BBC hélt upp á sitt aldarfjórð- ungsafmæli með þvi að fela fær- um mönnum að gera nákvæma og Reyndar er ósanngjarnt að benda á téðan þingmann sem dæmi um þá niðurlægingu sem vera hersins og sjónvarps hans hér á landi hef- ur bakað islensku þjóðinni. Hvað er t.d. með þá menn sem hafa ráðið islenskum menntamálum og rikisfjölmiðlunum um ára- tugaskeið? Yfirspenntir „athafnamenn" Svokallaðir athafnamenn komu saman á fiskiþingi um daginn og sögðu margt gáfulegt. M.a. stóð ein mannvitsbrekkan þar upp i ræðustól og lét þingið samþykkja ályktun um að þeir fjölmiðlar sem Iétu „yfirspennta unglinga” eins og það var orðað, leika laus- um hala i dagskrá sinni, skyldu sveltir fjárhagslega. Það sem fiskiþing átti við, var að fólk sem hugsanlega hefði aðr- ar skoðanir en útgerðarmenn og aðrir slikir á þjóðmálum, fengi ekki að koma með skoðanir sinar i fjölmiöla. Svona ályktanagerð gamalla manna heitir á máli stjórnvisind anna fasismi.og maður reynir að gleyma þvi að fasistarnir eiga sér sinn stjórnmálaflokk, dagblað sem er þeim sverð og skjöldur, þeir eiga sina fulltrúa i valda- miklum stöðum og á þingi. Skoöun eöa ekki Visindalegar kannanir á áhrif- um sjónvarps eru ekki mjög margar til, en þær kannanir sem gerðar hafa verið, munu m.a. benda til þess, að sjónvarpið er afar venjumyndandi á tilteknum sviðum þjóðlifsins. Annars vegar hleðurþað skjalli á tiltekinn flokk manna og málefna, en hinsvegar er það neikvætt, það mælir og úthúðar, það þvingar inn a toiK tilteknum félagslegum reglum. Þá eru„ áhrifin, eöa fyrirferð þeirra svo mikil, að viðtakandi situr á endanum óvirkur og hugs- unarlaus. Slikt ástand leiðir til þess að viðtakendur sætta sig við að vita um fjölmargar staðreyndir án þess að bregðast við þeim eða hafast nokkuð að i sambandi við þær. Vegna þessarar niðurstöðu kannana, ættu menn að hafa i huga þann málstað sem vl-menn- in berjast fyrir og þann árangur sem hermannasjónvarpið hefur náð hér á landi. íslenska sjónvarpiö er ekki hóti betra en margar erlendar sjón- varpsstöðvar, þegar kemur að þvi að mynda skoðanir, þvinga inn á fólk félagslegum reglum. Siðgæðisvitund sjónvarpsins hér er hin afdankaða siðgæðisvit- und smáborgaranna. Og fjölmið- ill sem heldur fram ákveðnum reglum i samskiptum, hlýtur þeg ar i stað að vera farinn að mynda skoðanir. Við getum i þessu sambandi leitt hugann að þvi, hverjir eða hvers konar menn þaö eru sem valist hafa i valdastöður rikisfjöl- miðilsins. Hverjir munu sitja I áhrifastöðum hjá islenska rikisút varpinu til æviloka? Eru það menn sem eru þekktir að frum- leika, liklegir til að ýta undir það, að starfsmenn fjölmiðilsins og aðrir noti hann til andlegra af- reka, beiti honum sem gagnrýnu og upplýsandi tæki? Eru mannaskipti tið i valda- stöðum íslenska rikisfjölmiðils- ins? Skyldi vera hætta á stöönun? Það er hægt að velta þessu fyrir sér á annan hátt. Finnst áhang- endum hinna ýmsu stjórnmála- flokka, að fjölmiðillinn kynni stefnu og verk flokka þeirra hlút- drægnislaust? Hvernig er fjallað um stjórnmálin? Hvernig er f jall- að um listirnar? Hvers konar efni er það sem er ráðandi i dag- skránni? Hvernig eru vinnu- brögðin? Kastljós Núverandi útvarpsráð, sem að meirihluta er skipað fulltrúum vinstriflokkanna, hefur náð að hafa nokkur áhrif á rikisf jölmiðil- inn. Sú ráðstöfun þessa útvarps- ráðs, sem mest ber á, er tilvera fréttaskýringaþáttarins Kastljós. Eins og regla er hér á landi, velj- ast sem stjórnendur þess þáttar, hinir ýmsu fulltrúar stjórnmála- flokkanna. Frá þvi þátturinn hóf göngu sina, hefur talsvert verið um mannaskipti, nú stjórna hon- um aðrir en i fyrra. Kannski er þáð einmitt þess vegna, að þáttur þessi hefur tekist betur en margt það sem sjónvarpið hefur fitjað uppá. Margir umsjónarmanna Kast- ljóssins hafa náð miklum árangri á sviði almennrar upplýsingaöfl- unar og miðlunar, og þannig hamlað verulega gegn sofanda- hætti smáborgarans, þess sem dormar við tækið og þess sem dormar i hægindastól á skrifstofu fjölmiðilsins. Vaka Lista-og menningarmálaþáttur sjónvarpsins hefur verið tekinn öðrum tökum en fréttaþátturinn, og enn sem komð er, er Vaka að- eins frekar léttvæg kynning á þvi sem er á seyði i sýningarsölum, leikhúsum og bókaverslunum. Margar listgreinar lenda út undan i kynningu Vöku, og aðeins örfáum orðum er yfirleitt eytt á hvert viðfangsefni þáttarins. Það væri vissulega mikils virði, ef hægt væri að halda úti burðar- miklum lista- og menningar- málaþætti, sem legði sig fram um að upplýsa um umhverfið i meira mæli en reynt hefur verið i Vöku. Gagnrýni í ýmsum löndum hefur dag- blöðum tekist að veita sjónvarp- inu og útvarpinu ákveðið aðhald með markvissri leiðsögn i formi gagnrýni eða efnisumfjöllunar. íslensku blöðin hafa enn sem komið er litið sinnt gagnrýninni, en almenn skrif um efni sjón- varpsins eru þó nokkuð mikil að vöxtum. Slik skrif verða þegar til lengdar lætur litils virði; hér hafa t.d. útbreiddustu blöðin hreinlega gengið i lið með hinum öfluga Framhald á 22. siðu. sjónvarpið má ekki verða tæki sem beitt er í þágu & sjónvarpið ýtir undir aðgerðar leysi... . að sjón: varpið gæfi sér í HhTiW i rií«T] könnun í afmælisgjöf Um áhrif Ganga sjónvarps hér á landi hófst reyndar með þeim endem- um, að vafalitið hefur þetta tæki notað I þágu bandarikjahers og áróðursmeistara hans sett var- anleg skemmdarmerki á islenska hugi. Nú hefur Islenskt sjónvarp fengið að starfa við hliðina á her- mannasjónvarpinu i tæpan ára- tug. Það hlýtur þvi aö vera for- vitnilegt að frétta, hvort hægt sé að tala um áhrif islensks sjón- varps og áhrif kanasjónvarps. Er munur þar á? Hér um árið var gerð félags- fræðileg könnun á áhrifum her- mannasjónvarpsins. Niðurstöður þeirrar könnunar voru hrikaleg- ar. Könnunin mun aðeins hafa náð til barna á skólaaldri, og herma sagnir að svæsnustu tals- menn hermannasjónvarps, þ.e. þeir þeirra sem verða að teljast hafa meðalgreind, hrukku ónota- lega viö. Þvi er minnst á þessa könnun nú, að fyllilega virðist timi kom- inn til að taka til við að undirbúa áreiöanlega könnun á áhrifum sjónvarps i Bretlandi. (Nefnd undir stjórn Lord Pilkingtons). tsland hlýtur af fámennissök- um að henta vel til félagsfræði- legra kannana. Rækilegar kann- anir eru hins vegar frekar á fé og fólk, og varla á færi annars aðila en rikisins að standa undir könn- un sem slikri. Sjónvarpið ætti að gefa sjálfu sér i afmælisgjöf nið- urstöðurslikrarkönnunar og gefa hana út i bókarformi. Börn — gamalmenni Spurningin verður svo, að hverju ætti könnunin að beinast? Er rétt að kanna einvörðungu áhrif fjölmiðilsins á börn á til- teknum aldri? Hvaða áhrif hefur sjónvarpið (kanasjónvarp yrði væntanlega inni i dæminu) á full- orðið fólk á öllum aldri? Við höfum i kringum okkur ákveðnar visbendingar um áhrif kanasjónvarps. Nægir að benda á vl-mennin og helsta málsvara þeirra, Albert Guðmundsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Af hverju fór selló- snillingurinn vestur? Þaö vakti mikla athygli, viðar en i tónlistarheimi, þegar hinn þekkti sovéski sellóleikari, Mstislaf Rostropovitsj, kom til London i april leiö ásamt konu sinni, söngkonunni Galinu Vísjnévskaja. Þau höföu sótt um leyfi til aö dveljast um óákveöinn tima á vesturlöndum viö tón- leikahald og fengiö þaö. Rostropovitsj hafði áður komið við sögu andófsmanna: Hann er persónuíegur vinur rithöfundar- ins Solzjenitsins og hélt yfir hon- um hlifiskildi, m.a. lét hann hann búa I sumarhúsi sinu. Þá hafði sellóleikarinn skrifað opið bréf til Prövdu þar sem hann varaði við afskiptum misviturra pólitiskra fulltrúa af menntalifi og rakti dapurlegt dæmi um fyrri afleið- ingar slikrar tilskipanastefnu. I viðtali við Stern segir Rostropovitsj, að hann hafi komið vestur einfaldlega vegna þess, að sér hafi verið gert ókleift að starfa með eðlilegum hætti heima fyrir. Möguleikar hans til tón- leikahalds og starfs með hljóm- sveitum voru mjög niður skornir. Þá hafði honum um hrið verið meinað að leika erlendis. Var þvi borið viö, að hann væri veikur, en „það var lýgi” segir sellóleikar- inn. Rostropovitsj hefur einnig skýrt frá þvi, að útvarpi og sjón- varpi i Sovétrikjunum hafi verið bannað að flytja efni þar sem hann kom fram eða kona hans. Meira að segja var breska sjón- varpinu BBC bannað að láta þau koma fram i kvikmynd sem BBC gerði i samvinnu við sovéska aðila um tónskáldið Sjostakovitsj, en tónskáldið hefur skrifað selló- verk sérstaklega fyrir Rostropovitsj. Þá var Rostropov- itsj bannað að stjórna hljómsveit Stóra leikhússins I Moskvu þvert ofan i gerða samninga. Rostropovitsj segir I viðtalinu, að hann hafi ekki litið á aðstoð sina við Solzjenitsin sem pólitiska Galfna Visjnevskaja er liklega sú söngkona sem á frægastan undir- leikara. Refsiaögeröirnar náöu einnig til hennar. framgöngu. Rithöfundinn hefi ég lengi þekkt, sagði hann, og átti ég að kasta honum á dyr, þegar hann var rekinn úr rithöfundasamtök- unum? Auðvitað stóðum við með honum ierfiðleikum hans. Það er blátt áfram það sem siðgæði og raust hjartans bjóða. Hann bjó i húsi okkar i fjögur ár. Rostropovitsj segir i viðtali, að hann hafi vegabréfsáritun heim aftur, og telur það mikla framför, sömuleiðis það, að tiltölulega margir listamenn hafi boriö fram gagnrýni á opinbera stefnu, sem og visindamenn. Hann þakkar þetta að nokkru bættum sam- skiptum austurs og vesturs. Rostropovitsj kveðst halda heim þegar um hægist. Hann kveðst ekki ætla að bera fram gagnrýni á einstökum atriöum i menningarstefnu lands sins nú. Það er ekki hetjuskapur að sitja á Vesturlöndum og iðka gagnrýni. En ég dáist að þeim mönnum sem eru heima og segja skoðun sina afdráttarlaust, sagði hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.