Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
^HILE
Langt i burtu situr maður og snýr að okkur baki.
Hryggurinn minnir á land hans. Hann litur undan
i kvöl sem þig aðeins grunar. En við sjáum sárið
milli herðablaðanna og ljósið sem úr þvi sytrar.
Sárið það verður ekki grætt, ekki i bráð.
Lasse Söderberg — Einar Bragi þýddi.
Mynd: Hildur Hákonardóttir.
■ EIN ANGRUN ARGLER ■
Framleiöir tvöfalt og þrefalt
einangrunargler
Meö PRC aðferö
Úr Pilkington
Flotgleri
—
nnn nnii unn
Bwn'OiItiSíiííw
se; imn imn
miunniiiimi mniíJiSfR,
ra"'lll! IKIBBl DOTimiONnmri' '
r mni imn pbhie™"!S'::;:
É mi! mwi Með 10 ára
. ... .. ,
WmmmdVJr verksmiðjuabyrgð
SELJUM ENNFREMUR:
EINFALT GLER 4 MM
EINFALT GLER 5 MM
EINFALT GLER 6 MM
EINFALT GLER 8 MM
EINFALT GLER 10 MM
MYNSTRAÐ GLÆRT OG LITAÐ GLER
ALLT TIL GLERISETNINGA
Húseigendur athugið hinn mikla
mun á Pilkington flotgleri
og véldregnu „A” gleri
Leitið tilboða Fljót afgreiðsla
■ EIN ANGRUN ARGLER ■
SMIÐJUVEGI 7 KÓPAVOGI SIMAR 43100 OG
43101
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um rithandasafnara
Málefnaleg stundvisi þessarar þjóðar er
þreint með eindæmum. Strax og annað fólk
hættir að hafa áhyggjur af einhverju málefn-
inu þá er þetta sama málefni óðara orðið
spursmál dagsins hér.
Um þessar mundir sjá menn viðast hvar
hilla undir endalok þess fyrirbæris sem kalla
mætti dagskrársjónvarp. Ypparalegir dag-
skrárstjórar og sjónvarpsráðsmenn skima
eftir aðstöðu i nýju kerfi til að þægja valda-
fikn sinni.
Ráðstefnur sitja langa daga á rökstólum og
skilgreina vandann sem fylgir nýju tækninni
sem þegar er farin að leysa dagskrársjón-
varpið af hólmi.
Voldugar dagblaðasamsteypur eru að
kaupa upp stór kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðslufyrirtæki og búa sig undir valda-
töku i nýja kerfinu.
Risavaxnir alþjóðahringir með aðsetur i
Japan, Bandarikjunum eða Hollandi eru i
óða önn að kaupa upp dreifingarrétt kvik-
mynda og sjónvarpsprógramma i kasettu-
kerfinu. Innan fárra ára mun einokun þeirra
taka við af einokun dagskrársjónvarpsins.
Hvert heimili á þá kasettusjónvarpstæki
(vitaskuld litsjónvarp) og leigir sitt efni hjá
miðstöðvum hringanna áðurnefndu. Fólkið
velur semsé sjálft eftir að hringurinn er
vandlega búinn að innprenta þvi hvað velja
skal.
Nýja kerfið er þegar farið að snúast. 1
Bandarlkjunum dregst sala stereógrammó-
fóna saman um nokkurn veginn sömu fjár-
hæð og aukningin i sölu kasettusjónvarps-
tækja nemur.
Grammófónaframleiðendur þinga með á-
hyggjusvip og sænskir sósialdemókratar
ræða varnaðaraðgerðir i fitonsmóð.
Hvorugur aðilinn er neitt hress yfir þessu.
Hvað ætli sé þá eðlilegra en einmitt það að
Alþingi taki að deila hart um dagskrársjón-
varp hvort sem það kemur frá dátum ellegar
óbreyttum, enda varla nein von til að þeim
deilum linni fyrr en kasettukerfið og kapal-
sjónvarpsdreifing verða um það bil að syngja
sitt siðasta.
Hvenær sem það kerfi allt saman verður nú
oröið nógu úr sér gengið handa okkur að
þrátta um.
Færustu atvinnurithandasafnarar landsins
hafa semsé verið i þessu nýja þjóðþrifamáli
undanfarið. Það hefur rofað þetta mikið til
hjá þeim að nú sjá þeir greinilega að frelsi
mannsandans er undir þvi komið að gáfað-
asta þjóð veraldarinnar hafi dagskrársjón-
varp frá herstöðinni i Keflavik, helst dag og
nótt, sérlega væri þetta nauösynlegt eftir að
það fyrirbæri væri horfið annars staðar i ver-
öldinni.
Þessir menn standa á verðinum og synd að
segja að þeir væru óþjóðlegir i málefnaval-
inu.
Það er heldur ekkert skyndiupphlaup eða
sólóspil þegar Albert Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi, stórkaupmaður, alþingismaður og
riddari heiðursfylkingarinnar slengir inn á
Alþingi upplýsingum sinum um herfilegar
afleiðingar sem lokun Keflavikursjónvarps-
ins hefur i för með sér.
Simskeytasafn Alberts ber það með sér að
gamalmenni og öryrkjar hafa það nú stórum
verra en i tið vinstristjórnarinnar meðan
kanasjónvarpið var enn i gangi. Vitaskuld er
engin lausn hugsanleg á vanda þessa fólks,
einkum þeirra blindu, nema tafarlaus opnun
stöðvarinnar á ný. Helst i lit.
En vofveiflegast og háskasamlegast er þó
þetta sem visindaleg könnun á háttalagi ung-
linga hefur leitt i ljós. Til að ekkert færi á
milli mála var fyrirmyndarvilluhverfi tekið
til athugunar. Garðahreppurinn er vissulega
til þess fallinn að gera þar félagsfræðilegar
athuganir þvi hvergi stendur einkarigs og
einbýlishúsamórallinn traustari fótum en
einmitt þar.
Visindastörf Alberts þar i hverfinu hafa
leitt i ljós gjörbreytingu á háttalagi unglinga.
Meðan kanasjónvarpið gekk þar i hverju húsi
þá sáust aldrei unglingar við sjoppuna að
kvöldlagi. Nú er þetta gjörbreytt og á hverju
kvöldi þyrpast nú unglingarnir burt úr þess-
um rándýru villum, hvað sem þvi nú veldur,
og safnast saman við sjoppuna. Þar hafa
þessir vesalingar sést tala saman og jafnvel
láta vel hvort að öðru i stað þess að sitja föl
og ein heima hjá sér I bláu skini dátasjón-
varpsins.
Verði dátasjónvarpið ekki opnað aftur hið
snarasta má náttúrlega búast við ömurleg-
ustu afleiðingum. Einhver gæti farið að
krefjast óheillavænlegra lausna á þessum
unglingavanda, jafnvel krafist þess að komiö
yrði upp sameiginlegri aðstöðu fyrir þessa
félagsþarfarónáttúru þeirra. Slikt væri nátt-
úrlega sverasta móðgun við Ólaf sveitastjóra
og hugsjónir einkahibýlanna,
Og iiverju gætu ekki foreldrar tekið upp á
þegar þau eru skilin ein eftir heima með
hrútleiðinlegu fræðsluefni islenska sjón-
varpsins á kvöldin. Kunnugur maður segir
mér aö rannsókn Alberts hafi leitt i ljós þrjú
tilfelli um kynsvall slikra foreldra i Garða-
hreppnum, en alþingismaðurinn hafi bara
verið of hæverskur til að segja frá sliku á Al-
þingi.
Ef þetta er satt þá blasir náttúrlega við
stóraukning vandans alls þvi þetta gæti aukið
barneignir og stækkað þar með þann vanda
sem þegar er fyrir hendi.
■ n
Enda þótt mér sé ljóst að rithandasafnar-
arnir þolgóðu liti svo á að andlegt frelsi sé nú
um stundir einkum komið undir þvi að við fá-
um að horfa á kanann og svo náttúrlega hinu
að við getum tekið ólympiuleikana beint
gegnum Telstar og vakað eftir þvi að sjá
Múhameð Ali boxa Gátama Búdda i klessu i
beinni útsendingu klukkan fjögur á nóttunni
— þá er samt eitthvað að væflast fyrir mér i
sambandi við undirskriftasöfnunina.
Hverjum á að afhenda þessa áskorun?
A að skora á Alþingi að setja sérstök lög
varðandi þetta knýjandi málefni og afnema
þá útvarpslögin um leið? Á að skora á her-
stjórnina að halda áfram útsendingunum?
Vitaskuld væri það praktiskara þvi enginn
getur neitt sagt um það fyrirfram hvort her-
inn vill neitt láta Alþingi skipa sér fy-rir verk-
um. Eða á máske áð senda áskorunina til
bandariskra kvikmynda- og sjónvarpsefnis-
framleiðenda? Raunar væri það líka nauð-
synlegt meðfram þó hinum báðum væri sent
skjalið llka.
Það voru nefnilega bandariskir kvik-
myndaframleiðendur sem báðu um lokun á
stöðinni. Þetta mál var orðið allflókið og
varla nein önnur lausn á þvi.
Miili bandarikjahers og kvikmyndafram-
leiöenda eru sérsamningar sem kveða svo á
að herinn lætur i té alla statista, hergögn og
tækniaðstoð við gerð striðsmynda en fær aft-
ur á móti ókeypis afnot af öllum bandarisk-'
um kvikmyndum og meiri hluta sjónvarps-
efnis.
Þennan samning hafa ýmsir gagnrýnt og
sagt aö hann gefi hernum ihlutunarrétt um
þá mynd sem birtist af bandarikjaher i fjöl-
miðlum. Eitthvaðer til i þessu þvi sagan seg-
ir að þessum samningi hafi Pentagon hótað
að segja upp ef „79 af stöðinni” yrði sýnd i
Bandarikjunum. En þeim likaði ekki sú
mynd sem þar birtist af bandarikjaher.
Kanasjónvarpiö á Islandi hefur til skamms
tima verið eina undantekningin frá þeirri
reglu að bandariskum hermönnum sé sýnt
kvikmynda- og sjónvarpsefni innan ramma
þessa samnings og þess gætt að dreifa þvi
ekki á önnur markaðssvæði um leið.
Eins og fyrr er sagt eru nú uppi ný sjónar-
mið varðandi öll þessi mál og framleiðend-
urnir munu hafa farið þess á leit við kana-
stööina hér að hún virti þennan samning ekki
sist þar sem árekstrar hafa orðið vegna sýn-
ingarréttar.
Færi nú svo að undirskrifuðu bænaskjali
þeirra Alberts og Hreggviðar yrði synjandi
frá visað af eigendum sýningarréttarins þá
mætti hugsa sér málamiðlun tengda fata-
skiptahugmynd Alþýðuflokksins i her-
stöðvarmálinu.
Eða væru það ekki einhverjar sárabætur,
Albert, fyrir synjunina ef koma mætti þvi svo
fyrir þegar dátarnir fá Gefjunarfötin að
minnsta kosti topparnir I sjónvarpinu hjá
okkur fengju þá einkennisbúningana frá hin-
um?
Þeir gætu verið meö þeim mun fleiri strip-
ur sem þeir kunna minna til verka og eru
hærra settir.
En náttúrlega mundi þetta ekki leysa fé-
lagsmálavandann i Garðahreppnum. Hann
yrði að leysa með þvi að slátra bara ungling-
unum' Þorgeir Þorgeirsson.