Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974. EFTIRMÆLIN Umsjón: Vilborg HarOardóttir Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi hefur sent jafnréttissíöunni þessa teikn- ingu meö textanum : . . og hún bjó honum fagurt heimili. . . Við stóra að stríða Hafnfiröingur, sem nú dvelst i Osló, hefur sent jafnréttissfö- unni eftirfarandi grein f tilefni nýlegra atburöa, sem frá hefur veriö skýrt ma. f Þjóöviljanum. Margir foreldrar i Hafnarfirði fá ekki dagheimilispláss fyrir börn sin vegna skorts á dagvist- unarstofnunum. Þetta gefa bið- listar við dagheimilin til kynna. Bæjaryfirvöld hafa ekki i hyggju að bæta neitt úr þörfinni. Meiri hluti bæjarstjórnar vili ekki einu sinni láta kanna þörfina fyrir fleiri dagheimili. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins kom með tillögu þar að lútandi, sem var visað frá af meirihluta meö furðulegum rök- um, sem fengu mig til að bregöast við og taka mér penna i hönd. Þau gleymast fljótt, kosninga- loforðin, og flestir karlmennirnir i bæjarstjórn eru nú ekkert að fela álit sitt á kvenmanninum og hennar hlutverki. Viö lifum á timum breytinga. Þróunin i efnahags- og tæknimál- um er svo ör, að sambýlisformið, sem lengi hefur rikt, nær ekki að fylgja eftir. Atvinnumarkaöurinn byggir á einstaklingum, en tekur ekkert tillit til fjölskyldunnar. Fjölskyldan er i dag lokuð eining, þar sem vinnuskiptingin er bund- in viö kyn og konan er yfirleitt háð karlmanninum fjárhagslega. Skilnaðartala hækkar, fóstur- eyðingum fjölgar, unglinga- vandamál veröa stærri, áfengis- og eiturlyfjaneysla eykst. Konunni kennt um Sjálfstæðisflokksfulltrúi i Hafn- arfiröi talar um upplausn i þjóð- félaginu og kennir konunni um. Nú á sem sagt að kenna kon- unni um öll vandamálin, sem fjöl- skyldan i dag á við aö striða. Kon- an hefur ekki staðiö sig nógu vel i húsmóðurstarfinu, sem karlmað- urinn var svo raunsarlegur að út- hluta henni m.a. ólaunað og skattfrjálst, og nú skal hún fá að heyra það. Karlmaðurinn stendur fyrir utan og á þar af leiðandi engan þátt i þessu vandamála- flóði. Hann notar öll brögð til að halda kúgun konunnar áfram, höfðar til meöfæddra móðurtil- finninga (allar föðurtilfinningar vilja gjarnan gleymast) og hins stóra og ábyrgðarmikla móður- hlutverks, sem er það eftirsókn- arverðasta fyrir allar konur að hans áliti. Sjálfstæðismaðurinn i Hf. talar m.a.s. um dagheimili og jafn- réttismál sem tiskufyrirbrigði. — Kvenfólkið eltist við tiskuna, sem breytist fljótlega svo takið þessu bara með ró — finnst mér ég heyra hann segja. Kröfur giftrar konu um þau sjálfsögðu mannréttindi að henni sé gert kleift að vinna fyrir sér og sinum, og aö þroska sig og mennta, eru hunsaðar ef hún á börn. Dagheimilisplássin i Hafn- arfirði eru aðallega fyrir einstæð- ar mæöur, sem (neyðast til að) vinna úti. (Að margra manna áliti vegna þess að þær voru ekki nógu klókar að ná sér i fyrir- vinnu.) Giftar mæður verða að vera heima, þær eru þvingaðar inn i húsmóðurhlutverkið og ekki tekið tillit til óska né þarfa. Eins og við vitum, er það yfir- leitt karlmaðurinn sem fær betri laun, svo þó að hjón vilji skipta með sér verkum, kemur það óneitanlega niður á fjárhagnum. Hjá mörgum barnafjölskyldum er hann nógu bágborinn fyrir. Vinnan kölluð lúxus! Það eru ekki bara einstæðar mæður sem vinna úti i Hafnar- firði. Margar giftar mæður vinna lika úti, i frystihúsunum, sjúkra- húsunum og i skólunum, svo eitt- hvað sé nefnt. Flestar hluta úr degi. Þetta kallar einn fuiltrúi H-list- ans i bæjarstjórn iúxus fyrir þess- ar konur. Kallar það lúxus, þegar kona hefur mikið fyrir að koma barni eða börnum sinum i gæslu, sem hún þarf yfirleitt að borga fyrir, og fær sér vinnu til viðbótar við hússtörfin, sem samkvæmt venju lenda aöallega á henni. Hann talar ekki um þau forrétt- indi karlmannsins að koma hvergi nærri húsverkum og barnauppeldi. Faðir 6 mínútur á dag? Sjálfstæðisflokksfulltrúinn, sem áður er vitnað i, telur þá spekinga sem fjalla um uppeldis- mái i dag, ekki hafa meira vit á barnauppeldi, en hann sjálfur hefur aflað sér á 60-70 árum. Mig langar til að spyrja þann góða manna, hve mörgum timum hann hefur á þessum 60-70 árum, eytt til að kynna sér barnauppeidi. Nýleg rannsókn sýnir nefnilega aö meðalfaðireyðir ekki meira en 6 minútum, til að sinna börnum sinum á degi hverjum. Tölur hef ég ætið tekiö varlega og vona svo sannarlega að þessi rannsókn gefi ekki rétta mynd af hafnfirskum heimilisfeörum. En ég kemst ekki hjá þvi að sjá, aö fleiri og fleiri feður vinna eftir- vinnu og helgidagavinnu og þá liggur það i augum uppi að ekki veröur mikill timi aflögu til barnauppeldis. Meðan karlmanninum finnst það eðlilegt, að konan vinni öll störf á heimilinu, fáum við ekki jafnrétti. Þótt við stefnum að þvi að hver manneskja finni sinn rétta staö i lifinu, komumst við ekki langtef karlmaðurinn heldur fast viö þann lúxus að koma hvergi nærri heimilisverkunum. Kona, sem óskar eða er neydd til að vinna utan heimilisins, mun þá ætið þurfa aö þola tvöfalt vinnu- álag. Það er skylda hvers bæjarfé- lags að koma til móts við óskir ibúa þess, að svo miklu leyti sem unnt er. Sjái bæjarstjórn Hafnar- fjarðar sér ekki unnt að gera könnun á þörf á dagheimilispláss- um, verður hún að færa betri rök fyrir máli sinu. Ég og fleiri ger- um okkur þetta ekki að góöu. Helga úr Hafnarfirði. „Sérfræðingar" ákveði! Ja, ekki hafa þær lent i miklu andstreymi um ævina, Akureyrarkonurnar, sem vitna gegn fóstureyðingum i „Alþýðumanninum ” 19. nóvember sl. og eru algerlega á móti frjálsræði i þeim efn- um, segir SG, sem sendi úr- klippu úr blaðinu. Allra verst er þó hve illa þær treysta konum til að taka ákvarðanir sjálfar. Fjórar húsmæður af fimm, sem spurðar eru segja ýmist, að „sérfræðingar eigi að taka ákvarðanir um slikt”, þar verði að koma til „ábyrgir menn, sem um slik mál fjalla”, „kona geti alltaf tekið neikvæðar ákvarðanir i þessu máli undir vissum kringum- stæðum” eða eru hreint og beint „algjörlega á móti fóst- ureyðingum” og þá náttúrlega „algjörlega á móti fram- komnu frumvarpi um þetta mál”. Fróðlegt væri aö heyra hver getur hugsast vera meiri „sérfræðingur” en konan sjálf um mál, sem skiptir jafn miklum sköpum um lif og framtið hennar og þaö aö ala og ala upp barn. Sem betur fer eru fleiri, lika á Akureyri, sammála þessari einu af fimm, sem segist vera fylgjandi frumvarpinu um breytingar á fóstureyðinga- löggjöfinni, sem nú liggur fyr- ir alþingi. Framleiðendur setja skilyrðin Og hér er bréf frá ÞH: „í belgnum fyrir nokkru undrast Guðrún Guömunds- dóttir það fyrirkomulag: að sérstakir umboðsmenn skuli vera fyrir tóbak og áfengi sem, eins og allir vita, rikið hefur einkaleyfi á að flytja inn og selja. Vissulega er þetta undarlegt ráðslag en þaö á sér þó skýr- ingu, a.m.k. hvaö varðar tóbak og áfengi sem kemur frá hinum „vestrænu bræðraþjóðum okk- ar”. Þannig mun það hafa verið þegar rikiö fékk einkaleyfi á verslun með þessa vöru að framleiöendur hennar neituðu blákalt að eiga nokkur viðskipti við slikt „einokunarfyrirtæki”. Settu þeir þaö skilyrði fyrir verslun við landann að við- skiptaaðilar þeirra væru svo- kallaðir athafnamenn eingöngu sem iðkuðu sin viðskipti i anda „frjálsrar samkeppni”. Það er lika til fróðleg saga af viðskiptum ATVR við banda- riska tóbaksframleiöendur sem flestir eru stórir auðhringar. Þegar lög voru sett hér á landi fyrir nokkrum árum þess efnis að á tóbaksumbúðum skyldi vera aövörun til kaupenda um að tóbak gæti valdið „hjarta- sjúkdómum og krabbameini i lungum” eins og þaövar orðað harðneituðu framleiöendur að prenta hana á pakkana. Kváöu þeir allt of sterkt tekiö til orða I aðvöruninni. 1 Bandarlkjunum er aðvörunin mun vægar orðuð og segir aöeins að tóbaksneysla geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Stóðu þeir svo fast á sinu að þeir kváðust myndu hætta við- skiptum við tsland ef ATVR héldi þessu til streitu. Niður- staðan varð sú aö ATVR varð að ORÐ beygja sig og aövörunin var| limd á pakkana hér heima enl ekki prentuð á erlendis eins og’ gert er annars staöar. —ÞH'i Aumingja karlmaðurinn Norðan úr Húnavatnssýslu kom eftirfarandi visa i belginn með yfirskriftinni Aumingja karlmaöurinn!: Ég hélt mig giftan friðri frú | fyrst, — þá var hún tvitug. Þvi er hún oftast ólétt nú, úfin, svekkt, — og þritug? G.B.H. / Æ Gaman væri aö heyra oftar frá áhugafólki um jafnréttis- mál utan af landi, en fram að þessu hefur mest borist frá ibúum þéttbýlissvæöisins hér suðvestanlands. Kannski er misrétti kynjanna áþreifan- legra i þéttbýli en dreifbýli. Hvað segja lesendur? — vh STAGLIÐ Fréttabréf Rauðsokkahreyfingin er farin að gefa út fréttabréf, sem kallast „Staglið” (i sokkana sjálfsagt!). Það er einn af föstu starfshópun- um, Fjölmiðlahópur, sem sér um útgáfuna og bréfið er hugsað sem tengiliður og upplýsingapési fyrir rauðsokka starfandi rauðsokka. 1 þvi eru fréttir af vinnu starfshópanna og sagt frá þvi hvað um er að vera 1 bækistöð rauðsokka hverju sinni. Senda má fréttir og orðsendingar i Staglið til Rauðsokkahreyfing- arinnar, Skólavörðustig 12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.