Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 24
DJQÐVIUINN Sunnudagur 1. desember 1974. Götumynd frá Tókió: sparnaður var nauösyn, en hve lengi borgar hann sig? OliuhreinsunarstöA: minni hagvöxtur, byggilegra land? timburmenn efnahagsundursins Tanaka: skuggastjórnin hafbl ekki lengur trú á honum. Nú í vikunni neyddist Tanaka forsætisráöherra Japans til að segja af sér. Eins og rakið hefur verið hér i blaðinu var hann held- ur betur flæktur I japanskt Watergatehneyksli. Hafa nú um hrið staðið á honum öll spjót fyrir mútuþægni og mútugjafir, stór- fellt lóðabrask og húsabrask, og einnig hefur hann haft glæfralegt rassvasabókhald á hinum digru sjóöum flokks sins, Frjálslynda demókrataflokknum, sem farið hefur með völd i Japan siðan þingræði komst þar á eftir strið. Tveir erfðaprinsar Blöð segja frá þvi, að fall Tan- aka boði flokki hans mikla kreppu, en flokkur þessi á 271 þingsæti af 4911 fulltrúadeild jap- anska þingsins, sem siðast var til kosið 1972. Til eru nefndir tveir menn sem báðir muni einskis láta ófreistað til að fara I föt Tanaka — samherji hans Ohira fjármála- ráðherra og Fukuda fyrrum fjár- málaráðherra, sem hefur um margra ára skeið reynt að bregða fæti fyrir Tanaka eftir bestu getu. Þessi átök gætu orðið svo hat- römm, að flokkurinn blátt áfram klofnaði í tvennt. Ekki kunnum við enn frá þvi að segja, hvort Fukuda býður upp á önnur úrræði i pólitlskum og efnahagslegum vanda en þeir fóstbræður Tanaka og Ohira. En hitter ljóst, að það voru ekki f jár- málahneykslin ein sem steyptu Tanaka. Forsætisráðherra hafði fyrirgert trausti Keidaneren, hinu volduga sambandi jap- anskra iðjuhölda, sem einatt er kallað skuggastjórn Japans. Tan- aka bauð ekki upp á nein úrræði við höfuðmeinsemdum japansks efnahagslifs: verðbólgu og stöðn- un. Samvaxnir draugar Stagflation er orð sem oft sést nú um stundir — það spannar ein- mitt þessa tvo drauga samvaxna, verðbólgu og samdrátt eða stöðn- un í atvinnulifi. Aöur fyrr gátu menn vel hugsað sér að nokkur verðbólga væri það verð sem menn greiddu fyrir öran hagvöxt. En á siðustu misserum verða mörg lönd að reyna það að verðbólga og stöðnun — hagvöxtur núll — geta vel farið saman. 1 Japan hefur verðbólgan verið um 25% á sl. tólf mánuðum, orkuverð hefur rokið upp úr öllu valdi — en hagvöxtur- inn sést hinsvegar ekki i besta kiki. Fleiri lönd en Japan verða fyrir svipaöri þróun, en hún verð- ur sérstaklega áberandi i Japan, þar sem menn hafa til skamms tima verið vanir 10—11% hag- vexti á ári. Japan var hið sanna efnahagsundur, sem óspart var vitnaö til þegar foringjar sósial- iskra rikja voru að guma af sin- um framleiðsluskýrslum. Að þvi er verðbólguna sjálfa varðar, þá liggur það beinna við fyrir japani en flesta aðra að skella skuldinni á oliukreppuna og miklar verðhækkanir á hrá- efnum, svo mjög sem þetta til- tölulega litla og þéttbýla land er háð innflutningi hvorutveggja. Mengun Mengunarvandinn er eitt af þvi sem hefur nú kippt fótum undan japönskum hagvexti. Japan hefur mikla þörf fyrir ný raforkuver. En vatnsafl i landinu er svotil fullnýtt. Hinsvegar er mikil and- staða meðal almennings gegn byggingu nýrra orkuvera sem brenna oliu — vegna óþrifa sem þeim fylgja — og svo atómorku- vera, en japanir hafa sterkari á- stæöur til að óttast geislavirkni kjarnorkunnar en nokkur önnur þjóö. Auk þess fær japanskur efna- iðnaður nú að súpa seyðið af þvi aö hafa rekið fyrirtæki sin með dæmafáu skeytingarleysi um heilsu fólks og umhverfi. Margs- konar eitrunarhneyksli eru I Jap- an algengari og alvarlegri en menn þekkja til annarsstaðar. Þegar hefur verið unnið tjón, sem áratugi þarf til að bæta fyrir. Áð- ur fyrr skipti almenningur sér ekki mikið af mengunarmálum — fólk var snauðara og fáfróðara og hugsaði um fátt annað en að hafa vinnu. Nú vita japanir fleira um þessi mál og auk þess telja þeir að þeir hafi nú miklu frekar en áöur ráö á aö velja og hafna. Ráð á að taka þá ákvörðun, að þeir geti lát- ið sér nægja minni hagvöxt ef þeir i staðinn fá hreinna land að búa i. Kapphlaupið mikla Þetta með öðru verður til þess, að japanir draga úr hraðanum I þvi kapphlaupi upp á hátinda framleiðsluafreka sem ráðamenn þeirra kváðust fyrir skemmstu ætla að sigra I. Kapphlaupinu um framleiðslumet á hvern einstakl- ing. Þaö var árið 1969 að hver sem vildi gat sannfærst um hvað jap- anskir ráðamenn vildu i þessum efnum. Þá sendi japanska fjár- málaráöuneytið frá sér fram- tiðarspá. Hún gerði ráð fyrir þvi, aö japanir yrðu orðnir rikasta þjóð heims árið 1988 I þeim skiln- ingi, að þá yrði þar meira fram- leitt á hvert mannsbarn en i nokkru öðru landi. Hér var reyndar um að ræða af- ar stórt stökk I efnahagslifinu. Ariö 1961 voru japanir enn 37ndu i röðinni af þjóðum heims og með- alborgari i Japan fékk I sinn hlut aðeins tólfta hluta af þvi sem bandariskur meðalborgari taldist hafa. Japanir áttu samkvæmt framtiðarspánni að jafna þennan mun árið 1984 og fara þá fram úr bandarikjamönnum og aðeins siöar svium, sem spáð var að færu fram úr Bandarikjunum 1976. Ráðuneytið japanska hafði það mikla trú á dönum, að það setti þá I þriðja sæti árið 1988 — á eftir Japan og Sviþjóö en á undan Bandarikjunum. En I spánni var að sjálfsögöu ekki gert ráð fyrir þeim breytingum sem hafa orðið að undanförnu á verðmyndar- kerfi orku og hráefna. Tæknin Japanir geta þess sjálfir, að það dragi nú úr þeirra hagvexti, að þeir hafi áður vanist þvi að flytja inn tækninýjungar frá lönd- um sem lengra voru á veg komin — t.d. Bandarikin og Vestur- Þýskaland. Þeir játa, að I ýmsum tilvikum hafi verið um stælingar að ræða — þeir kræktu sér I ýms- ar hugmyndir og voru lagnir við að laga þær að fjöldaframleiðslu. Meö timanum höfðu þeir ráð á að kaupa einkaleyfi i stað þess að „kikja á þau”. En nú gefur þessi innflutningur á tæknilegri visku ekki eins mikið i aöra hönd og áöur. Japanir hafa náð öðrum á mörgum sviðum og leggja mikið fé i rannsóknir — en þeir kvarta yfir þvi sjálfir að af- rakstur I nýjum hugmyndum sé ekki sem skyldi. A hinn bóginn hafa eigendur erlendra einka- leyfa gerst viðskotaverri. Þeir eru ekki sérlega fúsir til að selja, en kjósa heldur að bjóða upp á samvinnu um framleiðslu, sem japanir telja sér ekki nógu hag- stæða. IJtflutningur arðráns Enn ein ástæða fyrir efnahags- legum vandkvæðum japana er ástandið á vinnumarkaði. Hinn mikli hagvöxtur hefur að mestu komið I veg fyrir atvinnuleysi — það nær núna til 1,4% af vinnandi fólki og er það sýnu minna en i flestum iðnrikjum öðrum. En þetta þýðir lika, að japanskur iðnaður á ekki lengur varaforða af ódýru vinnuafli upp á að hlaupa. Þvi þótt japönsk verk- lýðshreyfing sé að mörgu leyti veikburða og vinnandi fólk I rik- ari mæli háð fyrirtækjum, sem það vinnur við, en við þekkjum, þá hefur hinn öri hagvöxtur og þar með þörfin fyrir stækkandi innanlandsmarkaö tryggt verka- fólki bætt launakjör og miklu meiri neyslu en áður. Þvi stundar japanskur iðnaður nú I vaxandi mæli útflutning á verkefnum og arðráni til ann- arra landa sem fátækari eru og veikari pólitiskt og efnahags- lega. Gerist m.ö.o. aðili að ný- lendustefnunni nýju sem Vestur- veldin hafa iðkað af kappi i þriðja heiminum. Margkonar vinnufrek framleiðsla er flutt út, einkum til landa Suðaustur-Asiu. Til landa þar sem laun eru lág, atvinnu- leysi mikið og almenn lýðréttindi I lágmarki, þar sem meðaltekjur á Ibúa eru aðeins tiundi hluti þess sem gerist i Japan, eða ennþá minna. Iðnaður sem skákaði keppinautum sinum á heims- mörkuöum með lágum launum heima fyrir er á leið út úr þvi hlutverki og gerist I auknum mæli Framhald á 22. siðu. iQrJlUckadl Nýjung frá Marks & Spencer. Kvenfata-samstæður í fjölbreyttu litaúrvali: Golftreyjur, vesti, blússur, pils, peysur og síðbuxur. Fallegur og smekklegur klæðnaður í völdum litasamsetningum. Fæst í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91, Vöruhúsi KEA Akureyri og kaupfélögum um land allt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.