Þjóðviljinn - 06.12.1974, Side 4

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1974. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skóiavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. í VINNUMENSKU HJÁ GUNNARI OG GEIR Fyrr i þessari viku fóru fram á alþingi umræður um samkomulagið, sem rikis- stjórnin hefur gert við bandarikjamenn um áframhaldandi dvöl bandarikjahers á tslandi. Talsmenn Alþýðubandalagsins við þessar umræður voru þeir Gils Guð- mundsson og Kjartan ólafsson, og lýstu þeir fullri andstöðu flokksins við þennan nýja samning og undirstrikuðu að alger stefnubreyting hefði átt sér stað i þessum- málum við stjórnarskiptin. Nú væri það stefna Sjálfstæðisflokksins um varanlega' hersetu, sem mótaði gerðir stjórnarinnar þótt utanrlkisráðherrann væri úr Fram- sóknarflokknum. Ræðumenn Alþýðubandalagsins vöktu m.a. athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Gert er ráð fyrir stórauknum fram- kvæmdum á Keflavikurflugvelli. Bygg- ingu ibúðarhúsnæðis, sem samsvarar 2000 ibúa nýjum kaupstað, sem ásamt öðrum ráðgerðum framkvæmdum mun kosta um 7 miljarða islenskra króna, eða 16-falt hærri upphæð, en rikisstjórnin hyggst hækka framlag rikisins i byggðasjóð. 2. Gert er ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir taki allt að 10 árum, en með slikri langtimaáætlun er i raun verið að segja bandarikjamönnum, að islend- ingar muni ekki hrófla við hemum allan þann tima, enda þótt réttur okkar sam- kvæmtfyrri samningi sé sá, að láta her- inn fara samkvæmt einhliða ákvörðun okkar hvenær sem er, með eins og hálfs árs fyrirvara. 3. Samkomulagið við bandarikjamenn gerir ekki ráð fyrir að neitt verði dregið úr hernaðarstarfsemi á Keflavikurflug- velli. Talað er um að bandarikjastjórn muni „leitast við” að fækka i liðinu um rúmlega 400 menn, sem þýðir 10—15%, enda taki islendingar að sér, i bróður- legri samvinnu við herinn, þau störf sem þeir hafa unnið. 4. Gert er ráð fyrir aukinni samvinnu hersins við ýmsar stofnanir islenska rikisins, landhelgisgæsluna, almanna- varnir og flugmálastjórn. Það er sem sagt ætlunin að tengja herinn á Kefla- vikurflugvelli enn frekar en orðið er við okkar eigið þjóðfélag og þá starfsemi, sem islenska rikið heldur uppi. öll eru þessi atriði stórlega varhuga- verð og svo er um fleira i þessum samn- ingi. Stefna rikisstjórnarinnar gengur alger- lega þvert á þær samþykktir, sem gerðar hafa verið hvað eftir annað á flokksþing- um Framsóknarflokksins um að herinn skuli verða burt úr landinu. Þórarinn Þórarinsson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir i for- ystugrein i blaði sinu i gær, að það sé sögufölsun Alþýðubandalagsmanna, þeg- ar talað sé um, að rikisstjómin fylgi nú fram stefnu Sjálfstæðisflokksins i þessum málum. Þvi til sönnunar nefnir hann, að islendingum sé ætlað að taka við rúmlega 10% af starfsemi hersins, og lokun Kefla- vikursjónvarpsins. Við viljum af þessu tilefni vekja athygli á þvi, að lokun Keflavikursjónvarpsins var verk vinstri stjórnarinnar, og fyrst þvi hafði nú einu sinni verið lokað reyndist ekki meirihluti fyrir þvi i þingflokki Sjálf- stæðisflokksins að send yrði bænaskrá um að það yrði opnað á ný. Ekki er heldur kunnugt um, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi neitt við það að athuga, að bandarikja- stjórn „leitist við” að fækka i herliðinu um rúm 10% gegn þvi, að islendingar leggi hernum til mannafla i staðinn og sam- vinna hersins við ýmsar innlendar opin- berar stofnanir aukist. Telji Þórarinn Þórarinsson að þetta sé ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, heldur stefna Framsóknarflokksins, þá hlýtur hann að lita svo á, að stefna Framsóknar- flokksins verði til á Landsfundum Sjálf- stæðisflokksins en ekki á flokksþingum Framsóknarflokksins, og er það út af fyrir sig athyglisverð kenning. En þótt Þórarinn Þórarinsson kalli það sögufölsun að Sjálfstæðisflokkurinn ráði nú ferðinni i herstöðvamálinu og sé þá væntanlega sammála þvi, sem Geir Hall- grimsson sagði við umræðurnar á alþingi, að munurinn á stefnu stjórnarflokkanna tveggja i þessum málum væri mjög ó- verulegur, — þá virðast ekki allir Fram- sóknarmenn vera honum sammála um það. Ritari Framsóknarflokksins, Stein- grimur Hermannsson, sagði við þessar sömu umræður, að hann teldi stefnu flokk- anna tveggja svo gerólika i þessum efn- um, að rétt hefði verið að taka það beinlin- is fram i stjórnarsáttmálanum, að stefna Framsóknarflokksins væri allt önn- ur en þar kæmi fram. En i raun fór nú svo, að Framsóknar- flokkurinn lét ekki aðeins vera að bóka á- greining, þegar sett var i stjórnarsáttmál- ann, að herinn skyldi sitja áfram, heldur tók flokkurinn beinlinis að sér að fram- fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins um var- anlega hersetu með þvi að fela varafor- manni sinum að annast utanrikismálin. Slikt er furðulegt virðingarleysi fyrir eigin flokksþingssamþykktum, en ljóst er að andstaða ritara flokksins við linu Þór- arins og ráðherranna er annaðhvort sjón- arspil eitt, eða hann fær engu ráðið i flokki sinum. Framhald Leirárfundar í þingsölum Þingmenn fengu i gær nokkurt sýnishorn af málmblendifundin- um á Leirá þegar á dagskrá var tekin fyrirspurn frá Jónasi Árna- syni: Hvernig stendur á þvl aö á sama tima og rtkisstjérnin ræöir aftur og aftur viö bandariskan auöhring um aö reisa málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga I Hvalfiröi, lætur hún alveg hjá liöa aö bera þetta undir þaö fólk sem byggir sveitirnar I grennd viö Grundartanga? Sagöi Jónas viö upphaf all heitra umræöna i sameinuöu þingi aö þessari fyrirspurn heföi aö visu hálfvegis veriö svaraö daginn áöur þar sem loks heföi veriö efnt til þess fundar um mál- efniö sem héraösmenn heföu lengi beöiö eftir. Þetta heföi veriö einn sá sögulegasti fundur sem lengi heföi veriö haldinn I Borgar- firöi, enda heföu forsvarsmenn verksmiöjubyggingar fariö hinar hefilegustu hrakfarir fyrir heimamönnum og tveim mývetn- ingum sem sögöu frá reynslu sinni af álika iöjurekstri nyröra. Nú væri ljóst oröiö aö borgfirö- ingar frábiöja sér þessa verk- smiöju og ættu ráöherrar aö taka mark á þvi. Gunnar Thoroddsen iönaöar- ráöherrareyndi aö snúa sig út úr málinu meö þvi aö segja aö fyrir- spurn Jónasar beindist til fyrr- verandi iönaöarráöherra Magnúsar Kjartanssonar. Kvaöst hann ekki vilja blanda sér I deilur manna innan Alþýöubandalags- þíngsjá ins né taka upp hanskann fyrir Magnús Kjartansson. Rakti hann siöan ýmsar dagsetningar nefndaskipana og skýrslugeröa úr tiö vinstri stjórnarinnar. M.a. kynnti hann nefnd er samgöngu- ráöherra skipaöi fyrir ári til aö huga aö hafnargerö og staö fyrir væntaniega verksmiöju en i henni sitja: Ölafur St. Valdimasson samgönguráöuneytinu, Daniel Agústinusson og Gylfi Isaksson Akranesi, Siguröur Sigurösson Stóra-Lambhaga og Vilhjálmur Lúöviksson efnaverkfræöingur. Heföi sú nefnd rætt viö bændur á svæöinu I fyrravetur. Auk þess heföi Halldór E. Sigurösson rætt viö eigendur Grundartanga. 1 sambandi viö fundinn á Leirá sagöi Gunnar aö þeir Halldór E. heföu haft sérstakan hug á þvi aö ræöa einslega viö sveitar stjórnarmenn sunnan heiöar i Borgarfiröi, sýslunefnd þar efra og hreppsnefndarmenn úr Kjós og af Kjalarnesi. Heföi veriö ætlunin aö hafa þann lokaöa fund I gær eftir aö búiö heföi veriö aö snara af hinum almenna fundi. En fundurinn heföi svo sannar- lega haft annaö sniö en þeir fundarboöendur höföu gert ráö fyrir. Tveir háttvirtir þingmenn, þeir Jónas Arnason og Stefán Jónsson, heföu nefnilega haft viö- búnaö og efnt til liössafnaöar og haft landiö allt undir. Þeir heföu sýnilega ekki treyst héraösbúum til aö reifa málefniö og buöu gest- um úr Mývatnssveit, Reykjavik og viöar aö á fundinn. Ræöumenn utan byggöarlagsins voru I meiri- hluta á Leirárfundinum, sagöi ráöherra hneykslaöur. Og vegna þessara sérkennilegu aögeröa þingmannanna var ekki unnt aö halda þann fund „meö hinum kjörnu fulltrúum svæöisins” sem þá ráöherrana haföi svo mjög munaö I. Aö lokum kvaöst hann vilja nefna dæmi um málflutning sendimanna þeirra Jónasar og Stefáns á Leirá: Mývetningar heföu lært það aö ráðamenn skildu aöeins eitt mál, mál sprengjunnar! Stefán Jónsson kvaö ráöherr- ann hafa kynnt borgfiröingum verksmiöjumáliö meö álíka sann- indum og hann nú segöi frá Leir- árfundinum, aö heimamenn heföu ekki komist aö! Svör ráö- herrans þar efra heföu veriö ým- ist loöin, engin eöa ósönn og nefndi Stefán dæmi um þetta. Sagöi Stefán aö ráöherrann heföi gefiö I skyn aö þá fyrst yröi leitaö leyfis heilbrigöisyfirvalda þegar þingiöværibúiö aö leggja blessun sina yfir þaö aö verksmiöjan yröi reist. Halidór samgönguráöherra kvaöst telja aö borgfiröingar væru menn til aö ráöa málum sin- um sjálfir og þyrftu ekki aö stefna til sin mönnum noröan úr landi, sem þá engar upplýsingar gæfu eöa færu meö öfgar. Annar mý- vetningurinn heföi til dæmis haft þær fréttir aö færa aö ungmenna- félagiö I sveitinni heföi klofnaö, karlakórinn lagst niöur og hann sjálfur falliö úr stööu oddvita. Þessi sami maöur hældi kisil- verksmiöjunni noröan heiöa þótt hann heföi ekkert nema illt um hana aö segja sunnan heiöa! (Brostu þá aörir viöstaddir ráö- herrar). Lúövlk Jósepsson kallaöi frammí: Voru mývetningar kannskí I meirihluta á fundinum? SvarHalldórs: Þeir tóku svo mik- inn tima! Jónas Arnason benti á aö Hall- dór leyföi sér hér á alþingi aö ráö- ast aö fyrrverandi oddvita þeirra mývetninga meö dylgjum, fjar- stöddum manninum, en ekki heföi Halldór treyst sér til svona mál- flutnings daginn áöur. Ráöherrar brosa nú, en ekki er aö vita nema þeim veröi það dýrkeypt. Gunnar Thor. sneri hér út úr orðum manna um miökvislarmáliö, en ekki heföi veriö sprengt fyrr en stjórnvöld voru búin að stefna málinu i hreint óefni. Slöan kvaöst Jónas vilja bera fram spurningu sem ekki heföi fengist svar viö á Leirárfundi: Ef systkinin á Klafastööum (en þar á verksmiöjan aö rlsa og ná einnig til skika á næstu jöröum ) vilja ekki láta landiö og neita aö fara, ætlar þá rikisstjórnin aö flytja þau nauöug burt og rýma þannig fyrir jaröýtum sameinaös kar- bíts? Halldór E. Sigurösson kvaðst hafa rætt við systkinin á Klafa- stööum 1973. Þau heföu engan sérstakan áhuga á þessari verk- smiðjubyggingu, en þau mundu ekki koma I veg fyrir hana. Þess- um skilningi sinum heföi ekki veriö andmælt af tveim bræörum sem viöstaddir voru Leirárfund. Jónas Árnason kvaöst hafa ástæöu til aö gruna aö þau klafa- staöasystkinin mundu nú breyta afstööu sinni. Lúövik Jósepsson: Ég heyri ekki betur en 2 ráðherrar kvarti yfir fundinum á Leirá og sýnist þaö benda til að þeir hafi fariö þar halloka. Lúövik kvaöst alltaf hafa veriö mótfallinn hugmyndinni um Frh. á bls. 15 Eyjólfur fyrir Gylfa I vikunni tók Eyjólfur Sigurös- son prentari sæti dr. Gylfa Þ. Gislasonar á þingi þar sem fyrsti varamaöur, Björn Jónsson, treysti sér ekki til þingsetu vegna anna. Gylfi mun ganga meö fótarmein.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.