Þjóðviljinn - 06.12.1974, Side 5
Föstudagur 6. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Siðferðilegu undan-
haldi snúið í sókn
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Jónas Árna-
son, alþingismaður hef ur verið skeleggur andstæðingur
allra hugmynda um samvinnu við bandaríska auðhring-
inn Union Carbide um byggingu málmblendiverksmiðju
á Islandi, frá því fyrst var farið að ræða það mál fyrir 2
til 3 árum. Snemma varð Ijóst, að verksmiðjunni var
helst fyrirhugaður staður á Grundartanga í Hvalfirði, í
kjördæmi Jónasar Árnasonar. Þegar stóriðjuáform eru
á döfinni koma upp ólík sjónarmið og hagsmunir togast
á. Við höfum kynnst deilum milli landshluta um stað-
setningu og innan kjördæma rísa úf ar (sbr. Kísiliðjan við
Mývatn). Þjóðviljinn ræddi í vikunni um stöðu Union
Carbide málsins á Vesturlandi, en það virðist nú vera að
komast á lokastig f yrir f orgöngu Gunnars Thoroddsens,
iðnaðarráðherra.
Jónas: Það er fyrst til að taka
að fyrir alþingiskosningar i vor
fannst mörgum afstaða Alþýðu-
bandalagsins til áformanna um
málmblendiverksmiðju næsta ó-
ljós. Ég leit svo á að á flokksráðs-
fundinum ’73 hefði komið i ljós
andstaða gegn verksmiðjubygg-
ingu i félagi við Union Carbide.
Við frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins i Vesturlandskjör-
dæmi beittum okkur þvi einarð-
lega gegn verksmiðjunni i kosn- ^
ingabaráttunni, og var afstaða
okkar þvi öllum ljós. Aðrir flokk-
ar voru verksmiðjunni meðmælt-
ir eða tóku ekki afstöðu, eins og
t.d. Samtökin. Það fór nú svo, að
framboðsfundirnir i nærsveitum
Grundartanga og þó sérilagi á
Akranesi snerust að miklu leyti
um verksmiðjuáformin.
Maður heyrði þær hrakspár frá
óliklegustu aðilum, að þessi and-
staða okkar Alþýðubandalags-
manna myndi valda flokknum
miklum skakkaföllum i kjördæm-
inu, og jafnvel fylgishruni. Þetta
andrúmsloft varð til þess á Akra-
nesfundinum, að magna svo upp
frambjóðendur Framsóknar og
Alþýðuflokks, og þá sérstaklega
Daniel Ágústinusson og Benedikt
Gröndal, að þeir eggjuðu kjós-
endur lögeggjan að refsa nú G-
listanum fyrir andstöðu hans við
málmblendiverksmiðjuna með þvi
að kolfella Jónas Arnason.
Eins og kunnugt er varð niður-
staðan hinsvegar sú, að G-listinn
stórbætti fylgi sitt. Eftir það sem
á undan gekk verða þessi úrslit
ekki túlkuð á annan veg en sem
stórsigur fyrir andófsmenn þessa
verksmiðjubrölts.
Viöbrögð fólks
A þeim tima, sem liðinn er frá
kosningum hef ég rætt þetta mál
mikið við fólk i nærsveitum
Grundartanga og viðar um Borg-
arfjarðarhérað. Það hefur ekki
verið spurt álits af stjórnvöldum
fram til þessa þótt komið sé að
þvi að leggja samninga við Union
Carbide fyrir alþingi. Ég get
hinsvegar fullyrt, að andstæðing-
ar þessarar verksmiðju þar um
slóðir eru miklu fleiri en formæl-
endur hennar.
Þjóðv: Það hefur ekki farið
milli mála, Jónas, að þú ert svar-
inn andstæðingur verksmiðjunn-
ar. En á hvaða grundvelli byggir
þú andstöðu þina, hversvegna
ertu á móti þessu máli, sem óneit-
anlega virðist þó geta verið tölu-
vert atvinnuöryggismál fyrir
Vesturlandskjördæmi?
Jónas; Það er af mörgum á-
stæðum, sem eru af félagslegum,
umhverfisverndarlegum, byggða-
legum og siðferðilegum toga
spunnar, svo maður skelli fram
öllum tiskuorðunum á einu bretti.
Union Carbide á sér einna ó-
þokkalegastan feril allra auð-
hringa, að þvi er varðar mengun
og mannréttindi. Ég hef i höndum
skýrslu, sem sannar, að i heima-
landi þessa auðhrings, Banda-
rikjunum, hefur hann neytt allra
bragða til að sniðganga gildandi
lög um mengunarvarnir, og eng-
inn auðhringur er eins illa þokk-
aður hjá þvi fólki, sem berst gegn
mengun og fyrir náttúruvernd.
Ég hef lika i höndum skýrslu,
sem sannar, að enginn auðhring-
ur er eins illa þokkaður og Union
Carbide hjá hinum nýfrjálsu rikj-
um Afriku, enda heyrir maður
fulltrúa þeirra nefna Union Car-
bide i ræðum sinum vestur á þingi
Sameinuðu þjóðanna, þegar þeir
ræða hraklega meðferð á svöru
fólki.
I Rodesiu og Suður-Afriku eru
umsvif þessa auðhrings mikil, og
hvitir verkamenn sem vinna við
fyrirtæki hans þar, fá allt að þvi
tiu sinnum hærri laun en svartir.
Meðferð auðhringsins á svörtu
fólkier öll eftir þessu. Hann hefur
aðstoðað fasistastjórnina i
Rodesiu dyggilega við að rjúfa
það viðskiptabann, sem Samein-
uðu þjóðirnar, og þar á meðal
Bandarikin, samþykktu að setja
á hana. Yfirleitt má segja, að
þessi auðhringur sé sérstakur
ástmögur fasistastjórnanna i
Rodesiu og Suður-Afriku. Þótt
ekki komi til aðrar ástæöur en
þessar, mundi ég beita mér gegn
samningnum um málmblendi-
verksmiðjuna. Union Carbide er
vægast sagt ekki nógu göfugur fé-
lagsskapur fyrir þjóð eins og okk-
ur islendinga.
Enn ein siðferðileg mótbára
min er sú að i Grundartangaverk-
smiðjunni á að framleiða „Ferro-
silikone”. Efni þetta er til margs
nytsamlegt, en fyrst og fremst er
það notað til að herða stál. Og það
þarf hart stál i vopn. Efni þetta er
þvi ein af helstu nauðsynjum
vopnaframleiðenda. Hlutverk
okkar islendinga i sveltandi heimi
á að vera að framleiða matvæli
en ekki efni til að auka áhrifamátt
drápstækja.
Aukið „hernaðar-
mikilvægi"
Þetta hef ég sagt áður og oftar
en einu sinni, en ég vil gjarnan
bæta einu atriði við til viðbótar.
Auðhringurinn Union Carbide er
veldi sem er ekki háð neinum
landfræðilegum takmörkunum.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
sagðir einum þriðja fleiri en
starfandi einstaklingar á Islandi
og þar af vinnur helmingurinn I
nær 200 verksmiðjum auðhrings-
ins utan Bandarikjanna i öllum
heimshlutum. Einn rikasti þátt-
urinn i utanrikisstefnu Banda-
rikjastjórnar á eftirstriðsárunum
hefur verið að halda „opnum dyr-
um” fyrir hið fjölþjóðlega fjár-
málaauðvald, sem hefur höfuö-
stöðvar i Bandarikjunum. Þessi
stefna hefur verið studd af her-
valdi ef þurfa hefur þótt, og al-
kunn eru hin nánu tengsl hers og
iðnaðar i Bandarikjunum.
Vegna þessarar samtvinnunar
herstjórnar og auðhringa hafa
þeir siðastnefndu notað banda-
risku leyniþjónustuna CIA sem
sinn einkaspæjara og raunar orð-
ið uppvisir að stuðningi við fasist-
isk valdarán i ýmsum löndum,
eins og nærtækast er I Chile.
Ég óttast að bygging „ferro-
silikon”-verksmiðju á tslandi i
samvinnu við bandariskan auð-
hring muni auka á vilja banda-
riskra hernaðaryfirvalda til þess
að herða enn það tak, sem þau
hafa á þessu landi. Fylgismenn
hersetunnar munu fá eitt tilefnið i
viðbót til þess að berja sér á
brjóst og segja: „Hernaðarmikil-
Jónas Árna-
son9 alþn%
segurfrá
andófi sínu
gegn fyrir-
hugaðri
málmblendi-
verksmiðju
í Hvalfirði
vægi okkar hefur aukist, við erum
ómissandi fyrir varnarkerfi
NATO og Bandarikjanna”. Að
maður tali svo ekki um hætturnar
sem svona „mikilvæg” verk-
smiðja hefði i för með sér. Ætli
hernaðarsérfræðingar komist
ekki að þeirri niðurstöðu aö
Grundartangi veröi forgangs-
skotmark á kjarnorkustriði, eins
og sá sænski Sparring sagði að
Keflavikurherstöðin yrði, ef til
slikra tiðinda drægi.
Engar teikningar til
Ef við vikjum að umhverfis-
verndarhlið málsins hefur fátt
eitt komiö fram um þaö mál.
nema aö sérfræðingar UC „telja”
sig geta haldið rykmengun „i lág-
marki”, en ekkert hefur verið
rætt um hugsanlega jarðvegs- og
sjávarmengun og fenólsull i
svona verksmiðjum.
Mér viröist það litil trygging
gegn mengunarhættu, þó að sér-
fræöingar UNION CARBIDE
ræði við Baldur Johnsen, for-
stöðumann heilbrigðiseftirlitsins,
einhvern tiltekinn dag „i sept. sl.
hér heima” (skv. skýrslur), eða
þó að Baldur Johnsen skreppi
vestur til Bandarikjanna til þess
að ræða við þessa sömu sérfræð-
inga eins og nú um daginn. Mér
finnst semsé auðhringurinn UNI-
ON CARBIDE ekki rétti aðilinn
til þess að skrifa upp á siðferðis-
vottorðið i þessum efnum. Hér
verður að koma til kasta óvil-
hallra aðila, með sérfræðiþekk-
ingu, sem bæöi er hægt að kaupa
hérlendis og erlendis, en hingað
til hefur verið horft i kostnað við
þetta, þótt fyrirmæli séu um það,
að svona skuli staðið að málum i
reglugerð, sem sett var i tlð
vinstri stjórnarinnar. Það dregur
ekki úr grunsemdum þegar mað-
ur kemst að þvi að auðhringurinn
tregðast við að afhenda nauðsyn-
legar upplýsingar. Má i þvi sam-
bandi nefna að nú þegar til
stendur, að afgreiða frumvarp
um málmblendiverksmiðjuna
fyrir jól (sbr. ummæli Gunnars
Thoroddsens), hefur Union Car-
bide ekki enn afhent starfsrekst-
ursáætlanir eða teikningar af
verksmiðjunni. Ekkert liggur þvi
fyrir um hvaða aðferðir af ýms-
um sem til greina koma veröa
notaðar við framleiðsluna og
þvi er erfitt fyrir umhverfissér-
fræðinga að meta mengunarhætt-
una.
Bísnessog ekkert
annað
t þeim skýrslum, sem gerðar
hafa verið um viðræður við for-
ráðamenn Union Carbide er nær
eingöngu reifuð hin hagræna hlið
málsins, eins og það er kallað.
Það er verið að segja okkur hvað
þetta sé „góður bisness” fyrir is-
lendinga, en ekkert er fjallað um
hvaða félagsleg og menningarleg
áhrif verksmiðjurekstur af þessu
tagi hefði á byggðir Vesturlands.
Hvaða röskun veldur verksmiðj-
an á hefðbundnum atvinnurekstri
o.s.frv. Um það er ekki orð að
finna. Það er svo efni i annað við-
tal hve herfilega vondur þessi
góöi „bisness” er. Það er algjör
grundvallarforsenda þess að al-
menningur geti tekið afstöðu til
verksmiðjurekstrar af þessari
gerð að stjórnvöld reifi allar hlið-
ar málsins og kynni opinberlega.
A það hefur svo sannarlega skort
i þessu tilviki til þessa. En með
skynsamlegri umhugsun og skir-
skotun til reynslu mývetninga af
Kisiliðjunni geta menn náttúrlega
myndað sér skoðanir i þessu
máli, og hafa gert.
Þjóðviljinn: Nú hefur þér orðið
tiðrætt um þina afstöðu til Union
Carbide og málmblendiverk-
smiðjunnar og forsendur andófs
þins. Eru þeir vestlendingar, sem
snúist hafa gegn verksmiðjunni,
andstæðingar hennar af sömu á-
stæðum og með sama þunga?
Jónas: Þau margendurteknu
vinnubrögð stjórnvalda I stór-
málum, að taka ákvarðanir án
minnsta samráðs við almenning
eða i andstöðu við vilja hans, hafa
þvi miður haft sin áhrif. Það er
komin siðferðisþreyta i sumt fólk,
sem lýsir sér helst i þvi að menn
yppta öxlum og segja: „Er ekki
hvort sem er búið að ákveða
þetta”.
Ég held þó siður en svo að of
seint sé að stöðva þessa verk-
smiðju. Menn eru andsnúnir
verksmiðjubyggingu af mörgum
ástæðum: A byggingartimanum
mun hún draga mikiö vinnuafl og
ómissandi frá sjór >kn okkar og
fiskiðnaði, mönnui 1 finnst að
frekar ætti að byggja upp ýmis-
konar smáiðn.sð kjördæminu
sem betur fé’ili inn i núverandi at-
viniiuhætti og væri fyrst og
fremst tengdur landbúnaði og
fiskveiðum. Bændur hafa ekki
verið spurðir hvort þeir vilja láta
land undir þessa stóriðju og það
sem henni fylgir o.s.frv. o.s.frv.
Að öllu samanlögðu treysti ég
a.m.k. á það að nauðsynlegt bar-
áttuþrek og samstaða fyrirfinnist
viðar en hjá þingeyskum bænd-
um.
En jafnvel þótt þeir sem land-
inu ráða, fari sinu fram, teldi ég
það skyldu okkar að berjast og
berjastog halda áfram að berjast
og leggja þar með fram okkar
skerf til þess að þvi siðferðilega
undanhaldi, sem þvi miður hefur
um of einkennt þessa þjóð að und-
anförnu, veröi snúiö upp i sókn.
Einar Karl skráði.
Bækur
til jólagjafa
Mýjar bækur á
hóflegu verði
Jrval eldri
bóka á lágu
verði
[Geymiö
bókaiistann)
//Þ j óðhá tíða r ro I la"
nýtt snilldarverk eftir
Halldór Laxness.
Kannske metsölubókin.
//Þyrnar" og //Eiðurinn"
eftir Þorstein Erlingsson,
ný myndskreytt útgáfa.
//Nýtt Kjarvalskver"
Ný samtöl við meistara
Kjarval, hin síðustu er
hann átti við Matthias.
Fjöldi nýrra mynda frá
vinnustofu listamanns-
ins, flestar í litum.
Ný skáldsaga,
„Móðir sjöstjarna"
ef tir f ærey inginn
Heinesen: Hans besta
saga. Uppseld hjá
forlaginu.
,, Paradísarviti"
ný spennandi skáldsaga
eftir Þráinn Bertelsson.
Ævisaga listmálarans
Gunnlaugs Scheving, ein
forvitnilegasta bók árs-
ins.
„Þjóðsagnakver
Helgafells"
sjötta hefti, mynd-
skreyttar þjóðsögur eftir
Harald Guðbergsson.
Fyrri fimm hefti, einnig
Dimmalimm, enn til hjá
forlaginu.
„Möttull konungur"
spennandi ný skáldsaga
eftir Þorstein frá Hamri.
j,,óður til Islands"
eftir snillinginn Hannes
Pétursson. Hörður
Ágústsson hefur annast
útgáfuna, gert allar
teikningar og hannað
band bókarinnar. Mjög
falleg bók.Þjóðhátíðarút-
gáfa í sáralitlu upplagi.
Allar skáldsögur Halldórs
Laxness til í fallegum út-
gáfum. Verk eftir Davíð
Stefánsson frá Fagra-
skógi, Þórberg Þórðar-
son, Tómas Guðmunds-
son, Jónas Haligrímsson,
Hannes Hafstein, Jón frá
Kaldaðarnesi, Steingrím
Thorsteinsson, Stefán frá
Hvítadal, Stein Steinarr,
Ævisaga Eldprestsins,
Jóns Steingrímssonar og
margt fleira.
Helgafell, Unuhúsi