Þjóðviljinn - 06.12.1974, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Síða 9
Föstudagur 6. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sagan 1 fortiö hlýtur sifellt að lifa meö rikum hætti i vitund og minni hvers manns sem eitthvað lætur sig varða þann veruleik sem hann býr við: — lika þjóð- sagan, sem við þekkjum sem ótrúlega næman aldarfarsspegil þegar best lætur; hún sýnir okkur oft i hnotskurn skilnlng, skoðun eða óskhyggju alþýðu manna, sem ekki sist varöandi fyrirbæri sem henni sýndust stór — afar ill eöa ágæt um venju fram. I þess- um oröum töluðum á ég við þjóð- söguna, alþýðusögnina, eina hinna mörgu nafnlausu gjafa fólksins, sem Jóhannes úr Kötlum getur I Lofsöng um þá hógværu: Á götu þessa fólks vii ég strá hin- um nýju rósum viö mildan þey: sinu dýrasta hefur það vikið mér flóttamanni úr spilltri veröld — rek ég ljósagarnið rek ég ijósa- dúkinn utanaf þess nafnlausu gjöf- Þvi miður er það ekki hin nafn- lausa gjöf fólksins sem i dag er vegin og metin af veruleikanum. Alkunna er, og liklega aldrei áþreifanlegra en nú, hversu rikj- andi stétt tekst á leingri eða skemmri tima aö ómerkja og af- mynda merkingu orða og hugtaka sér i hag, hremma i klær sér óþægileg og andvig sannyrði og svipta þau inntaki sinu, gera þau að marklitlum umskiptfngum. Dag hvern erum við minnt á, hvernig fariö hefur um orð eins og frelsi og lýöræði. Þarsem tal um frelsi er tiðast gersneytt skilgreiningu á þvi hverskyns frelsi er I boði, til hvers eöa hverj- um til handa — þarsem lýðræði tekur á sig mynd lýökúgunar og almennfngi er talin trú um að hann sé féflettur og prettaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, — þar er gildi orðanna svo komið að orðvarir höfundar beita þeim með öfugum for- merkjum eða fjaila um þau I háði. tslendingar eru eingir eftirbátar annarra I þeirri grein að smyrja orð og hugtök ilmsmyrslum eða tjöru samkvæmt timanlegum og stéttarlegum þörfum, beita veru- leika þeirra valdi. Margir hyggja að þjóðin hafi þvl aðeins lifað af eymdarárin i harðbýlu landi, að hún átti sér dýrar bókmenntir, leit þar I hillfngum fortlð sína og drýgði vikingablóðið óspart með hugmyndum um fullkominn dreingskap, göfgi og siðgæöi. Vafalaust er þar lifandi komin sú þversögn þjóðsögu, er gerir mönnum kleift aö stækka af blekkingunni, kannski fyrst og fremst I eigin augum. Ég er einn þeirra manna sem að sönnu leikur forvitni á lífi, starfi og hugmyndaheimi þess fólks, er fyrst sté af skipsfjöl á ts- land, þá viði vaxið milli fjalls og fjöru að sögn Ara prests; enda er sllkt ævintýri sem landnáms- sagan frábær eign. Vlkingur virðist snemma óljóst starfsheiti með feðrum okkar; hinsvegar er ljós stéttaskipting islenskra landnema, þarsem höfðlngjar ráða lögum og lofum fyrir hönd eignalitils eða allslauss fólks, svo sem leiguliða, búðsetu- manna, vinnuhjúa og þræla. Það fólk sem hér stigur á land, er af ýmsum toga, auðugt og snautt, óviss en mikill fjöldi þess i áþján, undir fjötri og svipu. Mörg fjálg- leg málsgrein um frjálst sam- félag á söguöld, er til skamms tima fyllti minnlngu landnámsins I sögubókum, og hleður utaná sig i meðförum stélprúðra stjórn- málahana, er af heimi þjóðsög- unnar þeirra, — ekki þó endilega af þvi aö Islendfngasögurnar hafi logið aö þeim, heldur hinu fremur, að þeir hafa gert sér far um að lesa þessar ágætu bók- menntir illa, og visvitandi án tillits til sjálfs hreyfi- afls sögunnár, þarsem and- stæður stéttanna hafa tögl og hagldir. Fyrir þessari blekk- ingu liggja rök þeirrar borg- arastéttar sem I sumar hélt þjóðhátlð og lét i veðri vaka að við, Islendingar, byggjum I dag við frelsi, stéttleysi og félagsleg- an jöfnuð, sem forfeður vorir heföu uppgötvaö einhversstaðar á hafinu milli Islands og Noregs. 1 framhaldi af þessu má drepa á, að leingi var tiska meðal sagn- fræðinga og siðan þeirra er á yfir- borðslegan hátt hafa fært sér fræði þeirra I nyt, ekki sist á há- tiöum og tyllidögum, að forðast umræðu um stéttagreiníngu og Þorsteinn frá Hamri AVARP á samkomu stúdenta 1. des. 1974 félagsleg samskipti og gefa i skyn með þögninni að hér hafi varist kúgun Dana stéttlaust þjóðfélag þarsem allir voru bróöurlegir jafnlngjar. Utanveltu verða þá staðreyndir á borð við þá, svo dæmi sé tekiö af aðalstétt islensks þjóðfélags, að gildur bóndi á islenskan mælikvarða var fyrst og fremst verktaki vinnuafls, sem til að mynda sendi vinnumenn sina i verið og hirti svo kaup þeirra; hver sem ekki hafði yfir að ráöa 10 kúgildum, hlaut að lúta kjörum sliks vinnumanns ellegar gerast hjáleigubóndi ef kostur var, kostur sem fátt haföi fram- yfir stöðu vinnumannsins annað en kofahró og ef til vill kú með til- heyrandi grasnyt. Við lok 17. aldar voru meira að segja 94% bænda á lögbýlum leiguliðar, og leiga fyrir kvikfénað var oft svo há að eignalaus lögbóndi var oft ver stæður en hjáleigubóndi eða vinnuhjú. Þannig var Islenska bændastéttin innbyrðis og sér i lagi miklu sundurleitari en marg- ur hefur án athygli hugleitt, og er þó stiklaö á stóru; þó ég drepi á þetta-kýs ég fremur að vikja tal- inu að hlutum sem okkur standa nær I tima. A fyrri öld stigu ljóð skáldanna i fágæta hæð vegna hugsjónalegr- ar samstöðu meö frelsishrærfng- um álfunnar og hinum frjóu hug- myndum þeirra tima um ættjörð, þjóðerni og þjóðleg afrek, List þeirra hafði félagslegt og strlð- andi inntak, og liðs þeirra naut við I rikum mæli þegar róttækir baráttumenn sóttu fram til þjóð- frelsis. Þess tók að gæta fljótlega uppúr 1918 aö feingnu fullveldi að valdastéttin tók af öllu afli að hagnýta sér rómantlskar for- tiðarhugmyndir sjálfstæöisbar- áttunnar I eigin þágu. Síöan hefur hún klifað á ættjaröarljóðum skáldanna við óskyldustu tæki- færi og kappkostað að endur- skapa uppreisnarmanninn Jón Sigurösson sem falskt einingar- tákn I eigin mynd, — eins og sá múmíusvipur klæðir hann nú vel, eöa hitt þó heldur. Sannarlega sker I eyru að heyra Jón Sigurös- son leiddan til vitnis um nauðsyn veru Islands I Nato, eða Jónas Hallgrimsson leiddan til vitnis um verðleika mángaraþjóð- félagsins, þegar einhvern apakött langar að vigja heildsölufyrirtæki eða bilastæði. Þegar sjálfstæðisbaráttuna ber á góma, er minna hirt um ytri að- stæöur, söguleg rök, heimsvið- burðina sjálfa og þá vigstöðu Danaáþjóðavettvángi er um siðir geröi þeim Island lausara I hendi. Einn sambandslaganefndar- manna, Bjarni Jónsson frá Vogi, var á sfnum tfma ekki uppnæmari en svo fyrir hlutdeild islenskra embættismanna aö fullveldis- sigrinum 1918, að hann kallaði hann „sofandans sigur”. Þann sigur hefur siðan hillt uppi sem Islenskan baráttusigur, enda markaði fullveldið djúp spor i vit- und þjóðarinnar; en athugandi væri, hvort yfirborðsleg með- höndlun þeirrar sögu við hátlðleg tækifæri hefur ekki I nokkrum mæli drepið I dróma viljann til að skilja, varðveita og meta gildi fullveldis og sjálfstæöis. Það leiðir hugann áfram, - að stórvið- burðum sem reyndust þjóðinni örlagavaldar: heimsstriðinu siðara og striðsgróöanum I kjöl- far þess, sem kom til manna eins og lukkupenlngur sem allir fundu þó innst inni aö var penlngur af þvi tagi sem ekki fól I sér sanna verðskuldan. Um þær mundir kom llka skýrast i ljós hinn raun- verulegi skilningur og gildismat forustumanna landsins á full- veldinu. Lýðveldisstofnunin 1944 hafði ekki kostaöþá slika baráttu að hún stæði undir þvi orði, og 1946 valdi borgarastéttin Islenska kost uppgjafarinnar, gerði sér hægt um vik og afhenti erlendri rikisstjórn hluta af landinu. Sfðari fullveldisafsöl af sama toga eru, sem kunnugt er, skil- getin afspreingi þessarar upp- gjafar. Með betlihugarfari hins feita þjóns var geingiö á vald þeirri nýlendustefnu sem svo hefur verið best lýst, að hún „þurfi fyrst að útrýma sjálfsvit- und þeirra þjóða sem viö er að etja, allt þar til þær fara að blygðast sln fyrir sjálfar sig”. Vott þess, hvernig þjóðir byrja fyrir alvöru að blygöast sln fyrir sjálfar sig, sáu menn I hnotskurn nú á hátiðarárinu I smánarbeiðn- um Varins lands og Frjálsrar menningar, skinandi rökréttum ávexti afsalspólitikur undan- geinginna áratuga. Hinn beiski veruleiki og vald hinnar þjóð- sögulegu blekkíngar standa nú öndverö og i algleymtngi. Þegar stór hluti islensku þjóðarinnar hafði tekið undir beiðni um er- lenda hersetu um ófyrirsjáanlega framtlð^áframhaldandi hlutdeild i alþjóðlegu ofbeldi heimsvalda- sinna, þá var haldin þjóöhátið á Islandi, og siðan endurnýjaöur herstöðvasamnlngur við Bandarikin. Einginn skilji orð min svo, að ég telji minningu landnáms ekki þess veröa aö menn haldi hana hátlblega i hjörtum sinum. Hitt kom á daginn, aö hátiðin sú var ekki skipulögð fyrir hvern sem var, slst ef hann hélt á loft þeim hugsjónakröfum sem helst kynnu að eiga skylt við hugmyndir um fullveldi og sjálfstæði, til að mynda hlutleysisákvæðinu frá 1918, sem fulltrúar islensku borgarastéttarinnar brutu um leið og þeir sáu sér fyrst færi. Á hinum hátiðlegu stundum viða um land i sumar hefði margur kosiö að heyra fleira um stöðu okkar og vanda i nútið og framtíð, einsog þau horfa við ótryggum heimi; eða um hinn óbreytta mann I sambúð sinni við landiö, striði sinu viö innlend og erlend valdboð, i stað mærðar um glæst norrænt konúngakyn, sem fann upp frelsið. Svariö við þeirri þöglu ósk manna var kannski það, þegar vikfngablóðið rann fulltrúum valdboðsins svo áþreif- anlega til skyldunnar að þeir höfðu við orð að fleygja fólki fyrir björg á Þingvelli við öxará. Þaö vildi þó til að öðrum mönnum mæltist öllu betur daginn þann á Þingvelli, og veður var hið fegursta, og eingin sála sást vist drukkin. Svo mikið er þó vlst, að ástæöa er til að óttast um margan þjóðhátiðargestinn, að hann hafi ekki verið undir áhrifum, þeim sönnu áhrifum sem grlpa um sig á góðri stund á góðum stað og góöra vina fundi; — ég óttast, að andi Varins lands hafi þar i of rik- um mæli svifið yfir margri logn- værri og sakbitinni sál. Auövelt er að undanskilja þá, sem hófu með hugsjónakröfum sinum heiður landsins og æru til vegs á Al- mannagjárbarmi: Herinn burt — Island úr Nató. Góðir áheyrendur, þjóðsagan sem við fjöllum um i dag er illu heilli ekki sagan af Sigriöi Eyja- fjaröarsól eða Sæmundi fróöa, — hún er ekki hin nafnlausa gjöf fólksins, þess fólks sem Jóhannes úr Kötlum kvað um sem „upphaf sitt, endi og von” og minntist þannig, svo ég vitni aftur i Lof- söng hans um þá hógværu: Sannarlega lifir þetta fólk ekki á einu saman brauði: stundum á það ekkert brauð stundum er allt brauðið tekiö frá þvl en það hiær þá bara að ræningj- anum eða grætur kannski dálitið og segir: ojæja blessaður auminginn! og kýs hann svo á þing honum til veröugrar háðungar — svona góölátieg er þess hefnd Nei, þeim mun nær sem okkur dregur I tima, er þaö einmitt þjóðsaga ræningjans, helgisagan sem hann hefur i blekkíngarskyni ofið utanum eina höfuðskömm, sina eigin. Sú þjóðsaga annars- vegar og veruleikinn blákaldur hinsvegar hafa ef til vill aldrei staöiö jafn átakanlega öndverð og á þessu minnlngarári, og þaö i teinglsum viö þau málefni sem mestu varöa þegar fullveldis er minnst 1. desember. Frá samkomunni f Háskólabió.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.