Þjóðviljinn - 06.12.1974, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Qupperneq 11
Föstudagur 6. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Gísli Guðmundsson skrifar fréttabréf frá Súgandafirði Sjómenn kvíða því nú mjög að bretar fái að veiða hér áfram Núerunæstum þvlallirskakbátarhættirveiöum. aðeinseinn bátur, Jón GuBmundsson, meö einum manni fer á sjó þegar veöur leyfir, afli er mjög rýr. Sex trillur hættu hér veiöum i endaöan september, tiö var þá farin aö ókyrrast og menn farnir aö huga að atvinnu á hinum stærri skipum, og enn aðrir að pakka sér niöur til aö sigla burt héöan. Það ber þó nokkuð á þvi enn aö fólk haldi héðan á aöra staöi, bæöi i atvinnuleit þótt vinna sé hér nóg, og eins alfarið. Nokkuö margar fjölskyldur hafa flutt héðan á árinu,en alltaf kemur þó eitthvaö istaöinn. Svona gekk trilluútgerðin Ég færi nú hér I letur róöraf jölda og heildarafla þeirra báta er veiöar stunduöu hér i sumar, meö færi Trillukarlar á öðrum stööum hafa kannski gaman af þvi aö bera sig saman við þá hér. Flestallir byrjuöu seinni part I mai. Bátar mánuöir róörafj. tonn áhöfn Einar mai-okt. 54 24.8 2 rn. Tjaldur mai-sept 53 34.5 1 m. Valdís júli-okt 40 10.6 1 m. Þytur mai-okt 63 27.6 1 m. Jón Guömundsson mai-okt 57 45.2 2 m. Bergleifur mai-ágúst 42 16.6 1 m. Voni júli-sept 38 21.2 1 m. Bensi mai-sept 34 44.9 2 m. Leó júni-ágúst 20 5.4 1 m. Jón Jónsson mai-okt 53 34,7 1 m. Trausti júli-sept 28 10.8 1 m. Báru hf bátarnir Kristján mai-sept 55 30.6 2 m. Sjöfn mai-sept 36 14,5 1-2 m. Búi og Jón Gestss. júni-okt 39 10.0 1 m. GuIIfaxi mai-júli 5 10.4 3-5 m. Brynjar hinn nýi júli-ágúst 9 28.7 2-4 m. Samtals 626 róörar 370,5 tonn 23-29 m. Þess skal getiö að sumir af þessum bátum lágu úti frá tveimur og upp i fjóra daga. Fiskverð I sumar var kr. 27.25 á fiski yfir 57 cm en kr. 18.50 á fiski á milli 43 og 57 cm. Talsvert mun hafa verið af smærri tegundum. Ekki er mér ljóst hvort Báran gerir út sina báta I haust og vetur. Eitt sinn átti aö selja þá báöa, en þeir eru óseldir enn. Og stærri bátarnir Erfitt mun nú vera aö fá mannskap, og þá sérstaklega beit- ingarmenn. Og þá kemur afli hinna stærri báta I sept. og okt. Ólafur Friöbertsson september 106,0 tn 20 róðrar október 96,1 tn. 19 róörar; 10,5 tn af þvi tindabykkja. Sigurvon, byrjaði 3. okt. aflaði 113,2 tn 22 róöra^ þar af 10,6 tn tindabykkja. Kristján Guömundss. byrjaöi 5. okt. aflaöi91,0 tn>20 róöra,þar af 8,7 tindabykkja. B/V Trausti byrjaði 6. okt. aflaöi 87,0 tn,2 landanir, fiskur hans var slægöur. Mjög blandaður fisk- ur. Husquarna hagla- byssur á breta Vestfjaröamiö voru samkv. vináttusamningi Heaths og ólafs Jó. frá i fyrra friöuö frá 1. sept til siöasta okt. Strax á miönætti fyrsta nóvember voru bretar komnir á miöin vitt og breitt . Þeir munu hafa aflað litiö og meginþorri þeirra fariö burt aft- ur, og þá austurfyrir land. Eitt- hvert hrafl mun þó vera hér um slóðir, þvl heyrst hefur I talstöðv- um þeirra. A Halamiöum hefur veriö undanfariö, og er raunar enn/' tregur afli að mönnum finnst, þó hefur skotiö I hjá þeim 25 tn höl. Sjómenn telja, að ef sjávarhiti breytist þá muni fiskur koma á Halann. Sjómenn kviöa þvi nú mjög aö bretar fái að veiöa hér áfram við Islandsstrendur eftir að samningar renna út næsta haust, og þá kannski með meiri friöindum en þeir nú hafa. Þaö var ljóta andskotans ólánið aö einungis ihaldsmenn skyldu kom- ast I ráöherrastólana, þvi þaöan má búast viö þvi versta i þeim efnum. ólijófiskveiöisamningur- inn viö breta heimilar sennilega ekki ótakmarkaðan fjölda af Husquarna-haglabyssum um borð i veiöiskip, en þeirra væri þó sennilega þörf, svo sjómenn gætu bá frekar varið veiöarfæri sin meö stórskotahrið að þeim kæru- lausustu og verstu, sem viröa hvorki siglingarreglu né veiðar- færi sem I sjó liggja. Komiö hefur fyrir aö vestfiröingar hafa oröiö fyrir miljóna tjóni á veiöarfærum og afla á einum degi, vegna ágengni útlendinga og þá ein- göngu breta samanber siöastliö- inn vetur, nánar tiltekið 17. febrú- ar 1974. Þann dag lögöu súgfirö- ingar, bolvikingar og dýrfirðing- ar o.fl. veiðarfæri sin norövestur frá Barða við svokallaðan Vikur- ál. Þegar linan var lögö var þar engan togara að sjá, eftir hádegið komu þangað á milli 10 og 15 Gisli Guðmundsson. stykki. Það leit helst út fyrir, samkvæmt þvi sem ég heyröi á samtölum báta, að bretar hefðu viljandi skipulagt árás á veiöar- færin, og einnig munaði minnstu að tvö skip yröu keyrð niöur. Þessi aöför breta var, aö mig minnir, kærö, en út úr þvi kom ekkert. Hvað er helst til ráða I svona tilvikum. Best væri aö skjóta á þá úr Husquarna-byss- um, það mun vist vera þaö helsta sem þessir karlar skilja. Kvenfólk frá Ástraliu Mikill hópur er nú kominn hing- aö af útlendum verkalýð, talið er aö hér sé nú um 30 manns, mikill hluti þess er kvenfólk frá Ástraliu. A bátunum er þó nokkuö af útlendingum, t.d. frá Dan- mörku, Italiu og Kanada, svo eitt- hvaö sé nefnt. Færeyingar sjást hér litið enn. Togskipiö Trausti 1S 300, sem ég áöur hef getið, land- aöi hér 4. nóvember 60,8 tn. þar af voru 18 tn koli. 1 dag, 11. nóv., landaði hann 25,5 tn., blandaöur fiskur. Skipstjóri á Trausta er Ólafur Ólafsson, sem áöur var meö Sverdrupson, fyrsti stýri- maöur er Hafsteinn Sigmunds- son, hann var áöur með M/s Björgvin, bæði þessi skip voru á togveiðum. 1. vélstjóri er Einar Ingólfsson, hann er aö sunnan. Eigandi skipsins er Páll Friö- bertsson, en útgerðarstjóri er Einar Ólafsson, frændi Páls. Hann er lika eigandi og fram- kvæmdastjóri fyrir Vonina hf. Einar er 31 árs gamall, uppgjaf- arskipstjóri af Ólafi Friðberts- syni. Landbúnaður og togaraútgerð Slátrun sauðfjár er nú hér löngu búin, slátrað var 1057 fjár. Meðal-fallþungi dilka var 16.54 kg, er það sennilega mesti fall- þungi á landinu. Þóröur Agúst bóndi á Stað lógar nú öllum sinum stórgripum 40 alls og hættir þar með framleiðslu á mjólk eftir 40 ára þrælkunarvinnu i þvi starfi. Hann ætlar sé nú framvegis aö efla sauðfjárrækt, og setur nú á 160 ær og 120 gimbrar. Barnaskólinn hér tók til starfa á eðlilegum tima, eða nokkru eft- ir mánaöamótin október. Kenn- arar eru nú 4, allt fastakennarar. Allir hafa þeir einhver próf, að minnsta kosti bílpróf. Tala barna og unglinga er nú 82. Nýjustu fréttir herma aö mikill áhugi sé hér á að efla skuttogara- flotann, talaö er um aö næsti tog- ari veröi smiöaður i Stálvik hf. Og hann á ekki aö vera neitt smá- smiöi aö sögn, eða 51 til 52 m aö lengd, og brúttó-lestafjöldi 500 eöa nálægt þvi. Einar Ólafsson, sem er nú forstjóri hjá Voninni hf, og einnig reddari Trausta IS, mun þar vera i broddi fylkingar. Hann ku hafa rætt viö forstjóra Stálvik- ur, Jón Sveinsson, og verður þá skipiö að likindum, ef til kemur, klárt um áramótin 1975—1976. Fari nú svo aö þetta rætist, þá hygg ég að enginn linubátur verði gerður út héðan eftir þann tima. Skip keypt og seld Eins og sjá má, er og hefur ver- iö mikil lyfting hér I útgeröarmál- um. Skip eru hér keypt og seld sitt á hvað. Ég skrái nú hér aöeins timann frá og með árinu 1970, til þessa tima. M/s Kristján Guö- mundsson var keyptur frá Nor- egi. Hann kom hingaö 6/10 1970 og er hér enn, eigandi er útgeröarfé- lagiö Óöinn hf. Trausti var smiö- aður i Stálvik, kom hingaö 16. júni 1971, kaupverö hans mun hafa veriö 34 milj. Hann var seldur eft- ir 24 mánuöi og 4 daga á 47 milj. Eigandi skips þess var Fiskiöjan Freyja hf. M/s Sigurvon var keypt hingað haustiö 1971, hún er hér enn og er eign Fylkis hf. 4. var Guörún Guöleifsdóttir frá Hnifs- dal, sem fór i fyrsta róöur sinn 21.10 1972 og siðasta róöur 8.12. 1973, þá seld. Kaupverö Guörúnar var 26,5 milj., en söluverö 42 milj. Eigandi aö þvi skipi var Páll Friöbertsson. M/s Björgvin frá Dalvik var keyptur hingaö 9.9. 1973. Hann hætti veiöum i vor, þann 9. mai, og fór héöan alfarinn 30. okt. Afli hans meöan hann dvaldist hér var 418,6 tn. miöaö viö óslægðan fisk. Kaupverö hans var 26,5 milj., en söluverð ekki nema 30 milj. að sögn Þorsteins Auöuns skipstjóra sem sótti hann. Hlutafélagið Björgvin hf. átti hann. Einn af fimmmenningunum hf tjáöi mér, aö þeir heföu sloppiö furöanlega vel. 6. i rööinni er Sverdrupson, en hann var keypt- ur frá Noregi 19.11 1973. Hann er nú farinn héðan, fór i gær, 10. nóvember, til Reykjavikur, sennilega verður hann seldur til Suöur-Afriku. Hann mun hafa kostað i fyrra 54 milj. en fer nú fyrir 74 milj. Útgeröarfélagið Freyja á þennan bát. Afli hans var 808,0 tn. þetta tæpa ár sem hann var hér. Þá er kominn hér annar Trausti, það er togskipiö sem kom hingað 29.10 1974. Eig- andi Trausta er miljónamæring- urinn Páll Friðbertsson. Kaup- verö bátsins hef ég ekki fregnað enn, enda skiptir það engu máli fyrr en aö hann verður seldur. Ennfremur má nefna Gullfaxa sem kom á þessu timabili, 48 lesta bátur og Brynjar sem er 3ja mán. 30 lestir. Þessa báta á Báran hf. og fleiri, en þeir hafa báðir veriö til sölu. A þessu 4 ára timabili hafa lika verið seldir burt héðan M/b Sif 90 br. lestir, M/b Friðbert Guömundsson 81 lest, M/b Stefnir 39 lestir, Björgvin 50 lesta bátur og Hersir 35 lesta bátur. Flugvöllur og snjóbill Loks er nú byrjaö hér á hinni langþráðu flugvallargerð. Jarð- ýta hreppsins er notuö við það verk, þá er veður leyfir. Ætlunin er að vinna i haust, eins og hægt verður. Svo verður haldið áfram i vor, þegar snjóa leysir og klaki fer úr jörð. Vonir standa til að flugvöllurinn verði tilbúinn á næsta ári. Fjórar miljónir króna munu ætlaðar til þessara fram- kvæmda til aö byrja með, en sjálfsagt er það ekki nóg. Stærð vallarins er teiknuð 30x600 metr- ar, og er honum ætlaður staöur á svokölluðum Hjöllum, sem eru utan og ofan við þorpið. Ytri end- inn er fyrir ofan oliutanka BP og Essó, upp af hafskipabryggjunni. Súgfirðingar fagna þessum fram- kvæmdum, sem hefðu mátt byrja fyrr. Þaö hefur oft veriö erfitt um feröir héðan, eftir að Botnsheiöi hefur lokast. Snjóbillinn er eina tækið, sem súgfirðingar hafa til aö komast á milli Súgandaf jaröar og Isafjarðar. Hann veröur aö nota til að komast i flug frá Isa- firöi, og á Isafiröi er læknirinn okkar. Hann kemur hér einu sinni i viku á veturna. Þegar flytja þarf sjúkling til Isafjarðar, er þaö svo veöráttan, heiðin og billinn, sem bera ábyrgð á lifi sjúklingsins. Taliö er að snjóbillinn sé búinn aö bjarga þremur mannslifum, aö minnsta kosti, undanfarin ár. Þaö er dýrt aö starfrækja þennan bil. Hann bilar stundum, og við- geröir eru dýrar. Rikisstyrkur var siðasta ár kr. 275 þús. Flugfé- lagiö greiddi kr. 4000,- fyrir hverja áætlunarferð, þrjár i viku, en frá þeirri upphæö munu far- gjöld dragast. Pósturinn greiöir kr. 800,- fyrir hverja fasta ferð. Fyrir aukaferðir greiöa hvorki Flugfélagið né pósturinn. Tap- rekstur snjóbilsins nam kr. 320 þús. á siðasta ári, en mun senni- lega nálgast kr. 500 þús. á yfir- standandi ári. Glsli Frá Súgandafiröi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.