Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1974.
hugun. Þú ættir eiginlega að biðja
lækninn að skrifa handa þér lyf-
seðil á eitthvert svefnlyf.
— Ég gæti auðvitað gert það.
— Ég hringi og bið hann að
taka eitthvað með sér. Hann
kemur hingað i kvöld.
— Ég veit það.
Það gefur ekki sanngjarna
mynd af Viktorsson járnvörusala
að lýsa honum við sfðdegiskaffið
heima hjá sér. Þótt hann væri
fimmtiu og niu ára var hann virk-
ur og athafnasamur á sinu sviði,
sem sé i stjórnmálum og viðskipt-
um. Framkoma hans við kaffi-
borðið byggðist á þvl að hann
hafði skrifstofuna með sér I koll-
inum. 1 raun og veru var hann að
semja við byggingameistara úti á
landi.
— Var kaffið nógu sterkt?
- Hm.
— Hvernig finnst þér þetta kex.
Selmer?
Selmer var járnvörusalinn,
Selmer Viktorsson.
— Ég er ekki sérlega hrifin af
kexi. Er það ekki hálfþurrt.
— Hálfþurrt, sagði hann festu-
lega. — Hvar er Desi i dag?
— Ég veit það ekki, sagði frúin
áhyggjulaus. Kannski úti.
Desi, sem hét i rauninni
Desirée, var sautján ára dóttir
járnvörusalans af fyrra hjóna-
bandi. Frú Viktorsson saknaði
stúlkunnar ekki sérlega mikið
þótthún væri að heiman. Sautján
ára unglingar eru ekki sérlega
mildir I dómum um hina fullorðnu
og lúra ekki á gagnrýni sinni.
— Oti? sagði járnvörusalinn og
vaknaði til lifsins. Hún er alltof
mikið úti að þvælast.
— Ég sagði ekki að hún væri
úti. Kannski er hún inni i herberg-
inu sinu. Ég veit það ekki.
— Ef hún er heima, þá getur
hún látið svo litið að koma á rétt-
um tima i siðdegiskaffið. Stelpur á
hennar aldri —
Enn var ólokið samningunum
við byggingameistarann. Járn-
vörusalinn missti áhugann á til-
litsleysi unglinganna og lækkaði
röddina niður i muldur sem siðan
dó út. Hann tæmdi bollann og leit
á klukkuna.
— Tiu dropa?
— Nei, þakk. Ég held ekki.
— Verðurðu að fara undir eins?
— Ég á von á viðskiptavini.
Hvenær eiga gestirnir að koma i
kvöld?
— Þeir eru boðnir klukkan
hálfniu.
Þegar maðurinn var farinn aft-
ur á skrifstofuna, hellti frúin aft-
ur i bolla handa sér.
— Þær eru hálfþurrar, sagði
hún viö kexkökurnar og teygði
höndina eftir möndluköku.
Hún hafði byrjað sem skrif-
stofustúika á skrifstofu eigin-
mannsins. Þar var ekki annað
starfsfólk. Nú var önnur stúlka
komin I hennar stað. Frúin hafði
sjálf gætt þess að hina stúlkuna
skorti alla þá ytri eiginleika. sem
4
H. K. Rönblom:
Að
nefna
snöru—
gætu komið járnvörusala til að
brjóta heilann.
Járnvörusalinn var næstum
þrjátiu árum eldri en hún. Hjóna-
bandið var ef til ekki fullkomið
sem slikt, en henni féll ekki við þá
tilhugsun að eiginmaður hennar
fengi löngun til að slita þvi. Hún
gerði þvi sitt besta til að rækja
þær skyldur sem stöðu hennar
sæmdi og forðaðist að neitt kæm-
ist i hámæli sem gæti orðið henni
til tjóns.
Hún hætti i miðri möndluköku
þegar Desi kom inn.
— Hvar varstu?
— I herbeginu minu auðvitað.
Ég var að lesa.
— Þú hefðir getað komið i
kaffi. Pabbi þinn spurði um þig.
— Ég fékk mér kók i isskápn-
um og það verður að duga. Ég
kæri mig ekki um að úða i mig
kökum og verða feit eins og belja.
Hafi þetta átt að vera sneið, þá
misstihún marks. Frú Viktorsson
sem sat og maulaði kökur, var
næstum eins og sýningarstúlka i
laginu. Hið sama varð ekki sagt
um Desi: andlit hennar var
grannleitt og madonnulegt, en
kroppurinn þrekinn og luralegur.
Madonna sem hefur of fyrirferð-
armikinn bakhluta, leynir honum
þá að minnsta kosti undir siðu
skikkjunni. Desi lagði áherslu á
sinn með þvi að ganga i aðskorn-
um, svörtum síðbuxum.
Frú Viktorsson vissi vel, að
stjúpdóttir hennar leit á hana sem
litilsgilt aðskotadýr. Hið litils-
gilda sætti hún sig við án allrar
eftirsjár; hún hafði engan áhuga
á menntun og vissi ekki til hvers
hún hefði átt að nota hana. Hún
taldi fálæti Desi stafa af kven-
legri öfund og við sliku er ekkert
að gera. Stefna hennar gagnvart
stjúpdóturinni var fyrst og fremst
að forðast árekstra.
— Það koma gestir I kvöld,
sagði hún. — Þú þekkir þá alla.
Ætlar þú að vera með okkur? Þér
er það velkomið ef þú vilt.
Desi hnussaði fyrirlitlega.
— Ef þú ert heima, þá geturðu
aö minnsta kosti litið inn og heils-
að. Pabba þinum þætti vænt um
það.
— Nei, ætli ég fari ekki út.
— Eins og þú vilt. Hafðu plast-
kápuna með þér, þvi að það litur
út fyrir rigningu.
Báðar litu að glugganum, þar
sem vottaði fyrir regndropum.
Desi kipraði augabrúnirnar svo
aö ólundarhrukka myndaðist við
nefrótina.
— Fjandinn sjálfur, sagði hún.
Nú verður auðvitað rigning i allt
kvöld. Hvert eigum við þá að
fara?
Við? hugsaði frú Viktorsson.
Hvað viö? En hún kærði sig ekki
um að spyrja.
2.
Boðin hjá járnvörusalanum
voru yfirleitt ekki haldin til
ánægju, heldur sem liður i póli-
tiskri og viðskiptalegri iðju hans.
Aldrei urðu árekstrar. Gestirnir
voru boðnir saman i vel flokk-
uðum smáhópum: kátir
byggingameistarar, vel greiddir
embættismenn, fágaðir kaup-
menn, hjartanlegir sálusorgarar,
tillitssamir sveitastjórnarmenn
og skáldlegir kennarar við rikis-
gagnfræðaskólann.
Frú Viktorsson áleit það meðal
þyngstu skyldustarfa sinna að
veita þessum veislum forstöðu.
Hún var þreytt á þvi að nýir
gestir fóru einlægt að ræða við
hana um pólitisk vandamál sem
hún hafði engan áhuga á eða
spurðu um álit hennar á nýút-
komnum bókum, sem hún hafði
ekki hugsað sér að lesa.
Kvöldboðið sem stóð fyrir
dyrum var af öðru tagi. Að visu
voru gestirnir úr hópi flokks-
bræðra járnvörusalans, en þeim
var ekki boðið þess vegna. Þeir
voru umgengnisvinir fjölskyld-
unnar, bæði presturinn og prests-
frúin og borgarstjórinn og frú
hans og Skröderström sem átti
enga frú, þar sem hann hafði
veriö ekkjumaður i þrjú ár.
útvarp
Föstudagur
6. desember
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunleikfimi kl. 7.35 og
9.05. Morgunstund barn-
anna kl. 9.15: Sigurður
Grétar Guðmundsson les
„Litla sögu um litla kisu”
eftir Loft Guðmundsson (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir 9.45. Létt lög milli
liða. Spjallað við bændurkl.
10.05.„Hin gömlu kynni” kl.
10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þátt með tónlist og
frásögnum frá liönum ár-
um. Morguntónleikar kl.
11.00: André Pepin, Ray-
mond Leppard og Claude
Viala leika Sónötu i F-dúr
fyrir flautu, sembal og selló
eftir Loeillet / Margot Guil-
leaume syngur þýskar ariur
eftir Handel við undirleik
kammersveitar / Lola
Bobesco og kammersveitin i
Heidelberg leika þætti úr
Árstlðakonsertunum eftir
Vivaldi.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: Or end-
urminningum Krústjeffs.
Sveinn Kristinsson byrjar
lestur þýðingar sinnar.
15.00 Miðdegistónleikar
Suisse Romande hljóm-
sveitin leikur „Eldfuglinn”,
ballettsvitu eftir Strav-
insky; Ernest Ansermet stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Otvarpssaga barnanna:
„Hjalti kemur heim” eftir
Stefán Jónsson. Gisli
Halldórsson Ieikari les (18).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
0 sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.40 Eldfuglaeyjarnar.
Fræðslumyndaflokkur um
dýralif og náttúrufar á
Trinidad og fleiri eyjum i
Vestur-Indium. 3. þáttur af
6, Kolibrifuglar.Þýðandi og
þulur Gisli Sigurkarlsson.
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.45 Þingsjá. Umsjón/ Kári
Jónasson.
20.10 Kórsöngur.'- Arnesinga-
kórinn i Reykjavik syngur
lög eftir Árnesinga; Þuriður
Pálsdóttir stjórnar. Pianó-
leikari: Jónina Gisladóttir.
20.30 Upplýsingaskylda fjöl-
miðla.Páll Heiðar Jónsson
stjórnar þætti I útvarpssal.
22.00 Fréttir,
22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis-
og byggingarmál: Ólafur
Jensson sér um þáttinn.
22.35 Bob Dylan. Ómar
Valdimarsson les úr þýð-
ingu sinni á ævisögu hans
eftir Anthony Scaduto og
kynnir hljómplötur; — sjötti
þáttur.
23.20 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
21.10 Lögrcgluforinginn.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Kúla ætluð Keller.
Þýðandi Auður Gestsdóttir.
22.05 Kastljós, Frétta-
skýringaþáttur. Umsjónar-
maður Eiður Guðnason.
Dagskrárlok um kl. 23.00
Þá var
öldin
onnur
— eftir Einar
Braga
Komin er út hjá Isafoldar-
prentsmiðju bók eftir Einar
Braga, Þá var öldin önnur II,
Darraðardansinn i Suðursveit og
fleiri þættir. Fyrra bindið kom út
á siðasta ári. Bókin er 275 blaðsið-
A bókarkápu segir: „Þetta er
bóksemeggjarmenntil að ferðast
ekki blindandi um landið, en
hyggja að sporum kynslóðanna
utan við akveginn. Fyrir ókunn-
ugan lýkur hún upp heimi, sem
ekki verður séður gegnum bilrúð-
ur. Fyrir skaftfellinga er lestur
þessarar bókar eins og að koma i
fjöru og hitta fyrir hundruð for-
feðra sinna nýkomna af hafi eftir
langa útivist á timans sjó”.
„I bókinni segir frá breyskum
stórbokkum eins og sýslumönn-
unum Jóni Helgasyni I Hoffelli og
Kristjáni Vigfússyni á Kálfafells-
stað. Sveinn og Rannveig á Felli
setja allt á annan endann með ó-
timabærri dirfsku, meðan öxin og
Einar Bragi
Stóridómur vaka yfir siðferðinu.
Hér bætist nálega öld við byggða-
sögu Suðursveitar, i annálsformi
raðast atvikin samán og verða að
dálitilli innansveitarkróniku”.
Möttull kon-
ungur eða
Caterpillar
Skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri
Helgafell hefur gefið út nýja
skáldsögu eftir Þorstein frá
Hamri, og nefnist hún Möttull
konungur eða Caterpillar. Þetta
er önnur skáldsaga Þorsteins,
sem er höfundur sex Ijóðabóka og
eins safns sagnaþátta.
í bókarkynningu segir á þá leið
að „timaleysi þjóðsögunnar og ei-
lif endurtekning verður að smá-i-
mynd þjóðarsögunnar i dularfull-
um, sögurikum heimi uppsveita
Borgarfjarðar i sögu Þorsteins
frá Hamri. Stef þjóðhátiðarlegs i-
myndunarafls lifa hér auðugu og
dálitið haustlegu mildu lifi I hlý-
legum og jafnvel ástúðlegum
skopstælingum höfundarins bæði
á þjóðsögum og ýmsum nútima-
hugmyndum um sögur vorar og
sögu”.
Bókin er 166 bls.
Saga íslenskrar
togaraútgerðar
Ut er komin hjá Bókaútgáfu
Menningarsjóðs Saga isl. togara-
útgerðar fram til 1917.
Höfundur Ileimir Þorleifsson
cand. mag. fjallar hér um mikil-
vægan þátt I atvinnusögu islend-
inga. Sagt er frá upphafi togveiða
viö tsland og bernskuárum tog-
araútgerðar. t ritinu er leitast við
að svara spurningum sem þess-
um: Var þorskastrið um aldamót-
in? Hvers vegna töpuðu útlendir
kapitalistar stórfé á íslandi árið
1899? Var ofsagróði á togaraút-
gerð? Voru hásetar hátekjumenn
þegar þeir fóru I verkfall 1916?
Bókin er 212 blaðsiður, prýdd
fjölda mynda m.a. af flestum tog-
urum I eigu islendinga á þessu
timabili.
Þetta er þriðja bókin I ritröð-
inni Sagnfræðirannsóknir —
Studia historica, sem Sagnfræði-
stofnun Háskóla Islands stendur
að, en Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs annast útgáfu, en Prent-
smiðjan Hólar sá um prentverk.
Ritstjóri ritraðarinnar er Þór-
hallur Vilmundarson próf.
Bókin kostar innbundin 2190,00
en I kiljuformi 1.964,00.