Þjóðviljinn - 08.12.1974, Page 5
Sunnudagur 8. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
c7VIyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
Út í
náttúruna
Einsog áöur hefur veriö getiö i
þessum þáttum átti það sinn
þátt i að styrkja samstöðu liðs-
manna verklýðshreyfingarinn-
ar og annarra sósialista, að þeir
áttu ekki einungis saman hinar
erfiðari og átakameiri baráttu-
stundir, heldur gáfu sér einnig
tima til að gleðjast saman, á
samkomum og Uti guðsgrænni
náttúrunni i ferðalögum, sem
þeir efndu til.
Þetta efldi kynnin auk þess
sem margir hafa sjálfsagt ekki
átt annan kost á að komast i
skemmtiferðalög. Og ferðalögin
voru reyndar jafnframt tengd
baráttunni, — þar voru haldnar
ræður, flutt hvatningarljóð
o.s.frv.
Mynd nr. 20 er tekin i einu
þessara ferðalaga og það er
FUJ, Félag ungra jafnaðar-
manna, sem fyrir henni stend-
ur, einsog sjá má á fánanum.
Ferðin var farin i Hvanneyrar-
skál sumarið 1930 og þátt i henni
tóku verkamenn og sisialistar,
búsettir á Siglufiröi eða þar i
vinnu. Ungi maðurinn, sem
þarna stendur og heldur ræöu,
er Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur.
Nokkrir aðrir þekkjast, en
þökk væri á ýtarlegri upplýsing-
um frá lesendum
Á boddíbílum
Munið þið eftir boddibilunum
svokölluðu? Þetta voru vörubil-
ar með húsum aftaná, en i þeim
trébekkir til að sitja á, — mjög
vinsæl farartæki til ferðalaga á
sinum tima. Á mynd nr. 21 sést
ein slikra hópferða og aftaná
myndinni stendur: ASV býður
börnum I skemmtiferð. Hvenær
var sú ferð farin og hvert?
Ráðleggur
hvernig
á að vinna
Þegar Billie Jean King var
ellefu ára sagði mamma hennar,
að nú fengi hún ekki lengur aö
flækjast úti á götum og leikvöll-
um i fótbolta og baseball, sem
mömmunni fannst bara fyrir
stráka. Billie yrði að velja eitt af
þrennu: sund, tennis eða golf.
Það varð tennis og fimm
sinnum meistaratign i Wimble-
don.
En nú er Billie Jean King ásamt
eiginmanni sinum Larry farin að
gefa út timaritið „Women
Sports”. Það kemur út i hátt á
fjóröa hundrað þúsund eintökum
og i fyrsta blaðinu voru ma. ráð-
leggingar frá Billie um hvernig á
að vinna- og læknisskýrsla um
möguleika kvenna i iþróttakeppni
gegn karlmönnum.
King-hjónin vonast til, að bæði
karlar og konur komi til með að
lesa blaöið, og amk. einn karl-
Billie Jean King
áskrifanda er vitað um þegar.
Það er Bobby Riggs, sem Billie
Jean sigraði i tennisleiknum
fræga hér um árið...
«Víkingur»
hevur
uppfunnið
nýtt mál
Hamburg fekk nýliga vitjan av
hesum gamla víkingi, sum
sjálvur kallar seg «Moondog».
Hann er úr íslandi og hevur
verið blindur seinastu 40 árini.
Síðani tá hevur hann skrivað
yrkingar og sangii, suin hann
hevur samlað saman í sin lítlan
bókling á einum nýggjum ljóð-
ligum enskum máli, sum hann
sjálvur hevur uppfunnið.
«Moondog» heldur nú fraro
ferð sína til aðrar partar av j»essa mynd og frétt birti færeyska biaðið ,,14. september”. Skyldi
Vesturtýsklandi. nokkur hérlendis kannast við „Tunglhundinn”?
Og svo voru það jónsmessu-
mótin sælu á Þingvöllum eða
Hvalfjarðarbotni, sem Æsku-
lýðsfylkingin hélt. Margt var
um þau skrafað, gott og illt, ekki
sist af andstæðingunum og
nokkur öfundsýkisköstin fékk
Mogginn vegna þess hve margt
ungt fólk sótti þessar samkom-
ur. Mynd nr. 22 er frá einni
þeirra. Kannski getur einhver
skýrt frá, hvaða ár?
Gylfi= Guðni
Eyjólfsson
Það stóð ekki á að fá uppgefið
hver væri sá Gylfi, sem orti
gamanvisurnar um atburðina
viö Suðurgötu 14, sem birtust i
siðasta þætti. M.a. sonur Olafs
Friðrikssonar, Atli, skýrði frá
þessu. Hann hafði, einsog Elias
Mar, sem lánaði kortið, kunnað
og sungið þessar visur i æsku.
Höfundurinn að baki nafninu
Gylfi var Guðni Eyjólfsson, sem
lengst af vann i gasstöðinni, en
hann orti mikið af gamanvisum
á sinum trha. Guöni var fæddur
2. febrúar 1883 og lést snemma á
þessu ári, 91 árs að aldri.
Enn biðjum við um samvinnu
við lesendur. Gefið nánari upp-
lýsingar um myndirnar úr
Dagsbrúnarsafninu og lánið
myndir til eftirtöku og birtingar
ef þið eigið. Þetta eru ómetan-
legar sögulegar heimild;r og
mikils virði að sem mest sé að-
gengilegt á einum og sama
staðnum.
—vh