Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Og læt tímana
rugla reitum
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri: Möttuii
konungur eöa Caterpiilar.
Saga úr sveitinni. Helgafell.
K. 1974. 166 bls.
A einum stað i annarri skáld-
sögu Þorsteins frá Hamri segir
sem svo: „Allt langar til að vera
saga og eingin ein höfuðregla
gildir um samheingi hlutanna
þegar hugurinn fer á sveim og
sópar allar götur jafnt einsog
vindurinn”. Þarna er allmikið
látið uppi um eðli þessarar sér-
stæðu bókar. Timarnir rugla reit-
um sinum með sjaldgæfum hætti.
Sögumaður er einkar þjóðleg
figúra: skáldmæltur draugur frá
söguöld er að hvisla einhverju i
eyra skurðgröfumanns sem er að
róta upp mýrum i Borgarfirði.
Þessi draugur, kominn fram úr
nafnleysi þjóðsögunnar, hefur
öðlast náttúruskyn nútimamanna
á aldalöngu rölti sinu um heiðarn-
ar og virðist vera á svipaðri skoð-
un og Halldór Laxness um það illt
sem hefst af framræslu mýra.
Hvað klifar draugsi
Hvað liggur draugnum á
hjarta? Það er satt að segja ekki
auðvelt að svara þeirri spurningu
hreint og beint, viða eru fiskar
undir steini. Nema hvað það
rennur upp fyrir okkur, að
draugsi var i lifanda lifi einn af
hellismönnum sem við þekkjum
úr frægri þjóðsögu. En hann leið-
réttir þjóðsöguna um leið og hann
skopast lika að þvi, hvernig
sagnir verða til, teygir munnmæli
á ýmsa vegu, ruglar lesanda i
riminu með beinni og óbeinni
skirskotun til nútimans. Til dæm-
is má taka spil hans með það
minni, að konur hverfa frá þvi að
taka þvott af snúru til útilegu-
manna og álfa og koma fram
kannski löngu siðar. ,,Ég sneri á
hefðbundna sögu”, segir draug-
urinn. í sömu andrá er sögð ást-
arsaga hellismannsins sem var
og stefið flutt fram til þess nú-
tima, að stúlkukind villist óvart i
drykkju i vel birgum sumarbú-
stað miðaldra „álfahjóna” sem
vasast i hestamennsku.
En hvort sem viö rekjum þessa
aðferð lengur eða skemur, þá
heldur draugurinn skáldmælti þvi
fram, að lögmál munnmælanna
hafi gert hellismann „allra tima
menn” og siðast búið þá gervi
skólapilta frá Hólum. Reyndar
hafi þeir verið flokkur stiga-
manna sem búa i Surtshelli i
fjandskap viö höfðingjann Illuga
svarta, samtiðarmann Þorsteins
Egilssonar á Borg. Lýkur þeim
viöskiptum svo að Illugi fer að
þeim með ofurefli liðs og kemur
þeim fyrir með eldi og sverði.
Þessi málalok eru einnig tengd
nútimanum. „Það var slátrun en
ekki orrusta um það er lauk.
Hellismenn eru vlða og kannast
viö þær aðfarir. Ein brennunótt i
byggð og morömorgunn á Hellis-
fitjum i ósigri er þá litiö hjá
aldralángri neyðarvörn sem viða
lyktar þó með frægum sigri sem
fáir höfðu treyst sér til að spá”.
Þarna eru hellismenn tákn og I-
mynd hinna útskúfuðu, kúguðu,
ofsóttu og einnig uppreisnarinn-
ar: „Frá banaþúfu minni séð
runnu lif og dauöi okkar félaga
saman I eitt stórt tákn sem timinn
og fólkið eru góðu heilli sem óð-
ast að endurskoða”. Höfðinginn
Illugi tekur á hinn bóginn svip af
„hliðstæðum valda- og embættis-
hlúnkum sem uppi voru Öldum
siðar”. Er sú hliðstæða siðan rak-
in fram á daga „hagvaxtar, her-
stöðva, arðráns” svo nokkuð sé
nefnt. Saga hellismanna og Illuga
er að sinu leyti sett fram sem
hliöstæða við enn eldri sögu. Af
Möttli konungi, sem hratt þvi
fólki sem honum fannst óþarft
fram af Heljarstapa og hræðir
þegna sina á fuglinum Skera sem
steðjar að riki hans — lifa þeir
Mötull og Skeri siðan áfram i
minni og sögu sem imynd valds
og byltingar. Meöal annars er I
þessari bók verið að flytja stétta-
skiptinguna yfir á vettvang þjóð-
sögunnar.
Viönám og
Ijóðræna
Saga i sögu, þjóðsögur og minni
rakin sundur og raöaö saman I
nýju samhengi, töfrandi vefnaður
málsins — eins og stundum áður
er Þorsteinn frá Hamri að vinna
úr öllu þessu viðnámsþrek, eitt-
hvað það sem þrjóskir menn og
andstreymingar hafa að fótfestu i
æsingum og glæfraspili timans, i
sljóleikans þoku. Draugurinn,
sem höfundur gerir að talsmanni
sinum, er reyndar sparsamur á
ráðleggingar, en þó kemur það
fyrir að það má festa þær niður
áður en þær hverfa út i vindinn.
Annarsvegar leggur hann það til
að skurðgröfumenn hætti að ausa
mold i hugsunarlausum djöful-
móö fyrir peninga og veröi sér úti
um nýtt lif i náttúrunni: hendi
„steini i einhvern annan stein...
þeim báðum og öðrum steinum til
ánægju og gildisauka” og sjálfum
sér. Eða þá að hann minnir á heil-
ræði sem að honum var hvlslaö
áður en hann gengi á fund hellis-
manna: „Frelsi er það þegar þú
megnar að brjótast út hverju
sinni, eins þótt þú verðir aftur að
leita þess með þvi að brjótast
þaðan sem þú hugðir þig hólp-
inn” (bis. 61). Þetta hljómar
kannski sem véfréttarsvar, en ég
heid það fjalli um byltinguna i
byltingunni.
Möttull konúngur er skáldsaga
ijóðskáids. Frásagan er viða
gædd áleitnum ljóðrænum þokka.
Hún er á miklu máli og auðugu og
ekki tilgerðarlegu. Það er sem
Þorsteinn frá Hamri hafi trausta
fótfestu á öllum flötum tungunn-
ar, viti jafnan hvað honum best
kemur i vef sinn, sem sýnist
hvorki nýr né forneskjulegur. Til
dæmis um það hve fallegur þessi
texti getur verið skal hér tilfærð-
ur kafli úr ástarsögu hins skáld-
mælta draugs úr Hellismanna-
aögu:
„Við hverfum úr vondum veisl-
um og byrjum að sá ásamt
þessari nýju manneskju, hvörfl-
um á vit allra veðra hvar sem
þau bærast með ilmi sinum,
orðum, furöum og striti. Sköpun
heimsins fer fram i tveim mann-
eskjum; þær sem voru næstum
orðnar blind öfl, brim, stormar,
byrja að orka á gróðurinn og setj-
ast að i gróðrinum og verða blóm
og grös, og á endanum fólk, fara
að ræðast við og hjálpast að og
sýsla hitt og þetta. öll eru þau
kynni þó brothætt og stökk, en
stundum gædd undarlegri mýkt”.
A.B.
Falsgreifinn og hinn
íslenskidraumur
Þráinn Bertelsson:
Paradísarviti. Endurminn-
ingaþættir, sem sjálfur hefur
saman skrifað greifinn Yon
d’Islande fæddur Jón Dis-
land, Bakka nú Sólbakka i
Eyjafjarðasýslu, Islandi. 1.
hluti Lúslfer og Ahriman.
Ilelgafell. R. 1974.
Svo mikið er vist, að lesandi
fjórðu skáldsögu Þráins Bertels-
sonar þarf ekki aö láta sér leiðast
atburðaleysið. Ösjálfrátt vill
maöur lýsa sögunni með visunni:
Mátti friður fullhugi, flækjast
viða á jarðriki.... þótt kvennamál
Jóns Dislands greifa séu að visu
iðkuö við meiri þægindi en I
þeirri visu stendur. Þetta er
flakkarasaga islensk, sagan af
útsmognum einfeldningi eða
hrekklausum skálki sem dettur i
hvert ævintýrið af ööru, af prakk-
araskap, forvitni, kæruleysi eða
þá út úr þeirri neyð, aö glæpa-
menn og höfðingjar gera honum
tilboö sem hann hefur ekki efni á
að neita.
Svo aö dæmi séu nefnd i snar-
hasti, þá er Jón heilagsanda-
braskari I Höfn, falsgreifi I Mar-
seille, sendill dularfulls glæpafé-
lags á Italiu á mektardögum
Mussolinis, milligöngumaður
Albaniukonungs og Mafiunnar,
lærisveinn Gyðingsins gangandi I
Berlin, málvinur Hitlers. Fyrir
nú utan ýmislegt kvennafar. Und-
ir lokin situr hann uppi meö
verndargrip úr grárri forneskju
sem „færir eigendum sinum
meiri völd en öðrum mönnum eru
léð til að koma fram örlögum sin-
um—tilills eða góðs”. (bls. 197).
Þar lýkur þessu fyrsta bindi sög-
unnar, að Jón Disland er kominn i
annað sinn til Þýskalands
skömmu fyrir strið með verndar-
grip þennan meðferðis (sem er
spjót það sem lagt var i siðu
Krists, þvi i þessari bók er fengist
við goðsagnasmið ofan á allt ann-
að) — og ætlar þar að stunda
njósnir fyrir breta.
Frelsi og
gistivinir
Höfundur hefur bersýnilega
mikla ánægju af þvi frelsi sem
þetta söguform hefur upp á að
bjóða. Þótt hann látist öðru hvoru
fá samviskubit yfir þvi „hversu
sundurlaus þessi frásögn min er,
hversu skrásetningin er handa-
hófskennd” á lesandi erfitt með
að trúa þvi, að þar sé um sanna
iðrun að ræða. Enda gerir það
ekki mikið til: höfundur spinnur
þráð sinn af þvi fjöri og hug-
kvæmni að viö föllumstá það, að I
slikri sögu geti allur fjandinn
gerst. Það verður þvi lesandan-
um alls ekki til trafala þótt inn sé
skotið skrýtlum af furöum is-
lensks mannlifs, lagfærðum
helgisögnum, lifsfilósófiskum at-
hugasemdum um eitt og annað i
mannlegu æði. 1 æsilegri at-
burðarás sögunnar, rösklegum
samtölum og hálfkæringsniður-
stöðum megum við greina tvo
gesti og er oft spaugilegt að sjá
hvernig þeim reiðir af. Annars-
vegar verður okkur hugsaö til
Halldórs Laxness og þá sérstak-
lega þátta hans tveggja af Karli
Dúnganon — þaö er meira að
segja full ástæða til að halda þvi
fram, að i Jóni Disland hafi verið
sameinaðir i einn mann áhorf-
andinn (sögumaður) og sá sem
stendur i ævintýrum i þeim þátt-
um. Mest áberandi verður þessi
fyrirmynd i upphafi ferils Jóns
Dislands þegar hann stendur i þvi
ásamt færeyskum manni að
frelsa heiminn með guðsorða-
blaöi og Alheimskassa, og svo i
viöureigninni viö Albaniusjóla.
Hinn gesturinn er hans herra-
dómur reyfarinn, sem kann svo
mörg ágæt brögð i þeirri list að
láta lesanda sætta sig við það, að
tilviljuninni er nauðgað til að
koma saman persónum og at-
buröum. Sumir atburðir sögunn-
ar eru eins og skopfærsla á viður-
kenndu atburðamynstri reyfar-
ans og virðist þá ekki hvaö slst
tekiö mið af dýrlingnum Simon
Templar. Vilji menn prófa þessa
staöhæfingu má benda á kaflann
sem greinir frá viðskiptum Jóns
falsgreifa við dularfullan inn-
brotsþjóf i Róm.
Hver er Jón?
Þaö eru atburðirnir sem ráöa
rikjum i þessari sögu sem þjáist
þá um leið af vissu persónuleysi.
Eiginlega er ekki nema ein per-
sóna i sögunni meö sérstökum
einkennum og eru þau samt ekki
alltof skýrt fram dregin. Aðrar
persónur eru náskyldar falsgreif-
anum i viðbrögðum og talsmáta.
Til dæmis er ástkona Jóns, Hel-
Þráinn Bertelsson
ene, einskonar tilbrigði viö hann
sjálfan. Hún er eins og hann öll i
þversögnum, hálfkæringi, fyrir-
vörum, gagnrýnin á heiminn, en
gætir þess vel að láta ekki hanka
sig á neinu sem heitiö gæti alvar-
leg afstaða til þessa sama heims.
Jóns Dlsland er ekki marksæk-
inn þýskur skálkur eins og Felix
Krull i sögu Tómasar Manns.
Miklu fremur er hann partur af
hinum islenska draumi um aö
maöur leggi undir sig heiminn
fyrirhafnarlitið I krafi óræðrar
og latrar snilligáfu sem gengið
hefur I bandalag við slembi-
lukku. Mér finnst t.d. að vernd-
argripurinn áhrifamikli, sem
Jón fær I hendur undir lok
þessa bindis, sé holdtekning
hins sibernska smáþjóðar-
draums um að hafa fingur á ör-
lögum heimsins: ef ég bara
gæti.... Og verður gaman að
sá til hvers gripur þessi verð-
ur notaður I næsta bindi.
Tökum eftir þvi að Jón hefur
fátt til ævintýra sinna unnið
eöa þess trúnaðar sem gyðing-
urinn gangandi sýnir honum —
hans verðleikar eru þeir einir, að
taka öllu eins og það kemur af
skepnunni, láta ekkert koma flatt
upp á sig, og þessi afstaða virðist
Jóni meðfædd, þvi hann breytist
ekki i sögunni.
Aðan var látið að þvi liggja að
sitthvað væri óráðið um lýsingu
Jóns Dislands. öðru hvoru freist-
ast höfundur til að láta persónu
sina velta vöngum yfir ýmsum al-
vörumálum og þá getur það vel
komið fyrir;, að hinn háðski tónn
sögunnar sé rofinn. Hér skulu
nefndar til vangaveltur falsgreif-
ans um sjónvarp og eymd heims-
ins, um það hvernig amriskir
koma sér áfram i heiminum, um
bölvun rikidæmis og fátæktar. En
það er augljóst að persóna og höf-
undur vita ekki almennilega hvað
á að gera við þessi innskot. Stund-
um er þessari heimsádeilu haldiö
i vissri fjarlægð með þvi að setja
hana fram I goðsöguformi. Til
dæmis i messu Gyðingsins gang-
andi um Lúsifer.sem hellir oliu á
eld einstaklingshyggju og fær
menn til að trúa þvl að þeir séu
útvaldir til að drottna yfir öðrum,
og Ahrfman.sem stefnir að þvi að
drekkja mannkyni I fánýtum efn-
islegum gæðum. En oftar eru slik
tilhlaup til að flytja nakinn boð-
skap stöðvuð i miðju kafi, sögu-
maður biöst afsökunar „á þessum
útúrdúr”, bregður aftur á hálf-
kæring, danglar I rassinn á sjálf-
um sér til að minna sig á aö hann
sé hingað kominn til að skemmta
öðrum og segja sögur.
Þráinn Bertelss. hefur eins og
margir góðir menn komist að
þeirri niðurstööu að skáldsögu-
höfundar megi ekki vera leiöin-
legir, og það er hann heldur ekki.
Hann getur blátt áfram verið
skratti hnyttinn. En hann kemst
vart hjá þvi að marka skemmtun-
inni ákveönari braut i næsta bindi
sögunnar, það væri ofrausn að
láta hana ganga lausa til fram-
búðar i jafnrikum mæli og gert er
i Lúsifer og Ahriman.
A.B.