Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974.
Fyrir
hverja
eru
I istasöf n ?
Listasafn A.S.Í. hefur nýlega
flutt niöur um eina hæö i Alþýöu-
bankahúsinu og fengið rýmri og
bjartari salarkynni. Þar hanga
nú uppi verk ýmissa myndlistar-
manna, og ber einna mest á
Gunnlaugi Scheving. Af verkum
annarra mætti nefna mynd Jóns
Engilberts af Þórbergi Þóröar-
syni, abstraktmynd eftir Sverri
Haraldsson frá 1952, æskuverk
eftir Kjarval o.fl. Ekki er um
samstæöa sýningu að ræöa heldur
samtining mynda úr ýmsum átt-
um. Af annarri starfsemi safnsins
er það helst aö segja að nýlega
stóö það fyrir sýningu I Vest-
mannaeyjum, ásamt verkalýös-
félögunum þar, og var sýningin
liður i myndlistarnámskeiöi. Er
þetta lofsvert framtak og óskandi
aö á þvi verði framhald.
Eitt er það við þetta safn sem
mér hefur alltaf fundist nokkuð
einkennilegt, en það er sýninga-
timinn, sem er frá kl. 3—6 siðdeg-
is. Nú er stofnunin kennd við al-
þýöu, og meiningin hlýtur að vera
sú að þarna gefist alþýöu manna
tækifæri til að skoða myndlist. En
hverjir hafa tima til að fara á
myndlistarsýningar milli þrjú og
sex? Furðulegt er að forvigis-
menn Alþýðusambands Islands
geri sér ekki betur grein fyrir
vinnutima fólks en þetta. Ekki
nægir að benda á, að safnið sé op-
ið um helgar til að afsaka svona
klaufaskap, nema þvi aðeins aö
þarna eigi að vera til sýnis ein-
hver sunnudagalist sem ekki sé i
neinni snertingu við daglegt lif
fólks.
Aðskilnaður lifs og listar er
ekkert einsdæmi hjá Listasafni
Alþýðusambands Islands, þótt
þar komi hann nokkuð spánskt
fyrir sjónir. Listasöfn eru yfirleitt
hátignarleg musteri, þangað sem
fólk á að koma snurfusað og i
sparifötunum til að virða fyrir sér
hinar heilögu kýr listarinnar, en
varast að snerta þær.
Frá þvi að almenningslista-
söfnum var komið á fót hafa þau
alltaf átt i erfiðleikum með að ná
tilfólksins, enda löngum litið gert
til aö ná þvi marki. Þau hafa flest
verið ihaldssamar stofnanir sem
litið hafa hætt sér út i tilraunir.
Þangað er safnað þeim verkum
sem þegar hafa hlotið opinbera
viðurkenningu og litil hætta er d
að geri mönnum hverft við. Lista-
menn fóru þvi snemma að koma
upp sinum eigin sýningasölum til
að koma á framfæri þeim verkum
sem enn höföu ekki hlotiö gæða-
stimpil safnanna. Til dæmis eiga
hinir frægu, frönsku „salons” ætt
sina að rekja til þeirra lista-
manna Parisar sem ekki voru i
náðinni hjá virðulegum söfnum
þar iborg. Núna eru mörg þeirra
verka sem þar voru upphaflega
sýnd orðin stolt einhverra safna,
en höfundarnir voru löngu dauöir
áður en svo varð. Skiptingin i við-
urkennda safnalist, og hina sem
enn á eftir að sanna ágæti sitt að
dómi stjórnvalda, minnir einna
helst á hugmyndafræði miðald-
anna sem skipti veröldinni i
tvennt, hina heilögu kirkju og
vanheilagan, syndum spilltan
heiminn utan veggja hennar.
Miðaldakirkjan notfærði sér
óspartmyndlistarverktil að koma
boðskap sinum til skila, þvi þá
var ekki að treysta á prentað mál
eða þá fjölmiðla sem við höfum
nú yfir að ráða. Viðskiptafyrir-
tækin sem nú hafa komist I þann
valdasess sem kirkjan skipaði áð-
ur, hafa ekki erft myndlistar-
áhuga hennar (eða listaáhuga
yfirleitt). Söfnum hefur veriö lát-
ið eftir að sjá að miklu leyti fyrir
þessum þörfum fóks. List — þ.e.
viðurkennd list — er lokuð inni á
söfnum, og fólki er ætlað að koma
til hinna reykelsisangandi lista-
mustera, stara og fyllast andakt.
En safnið hefur ekki hið forna
vald kirkjunnar, það getur ekki
sett hina listalausu út af sakra-
mentinu fyrir lélega safnsókn, og
þvi stendur það autt, og hættir að
lokum að hafa opið nema um
miöjan daginn, þegar allir eru aö
vinna.
Fyrstu viðbrögðin til að brúa
það bil sem orðið var á milli safn-
anna annars vegar og listamanna
og áhorfenda hins vegar, var að
koma á fót sérstökum nútimalist-
arsöfnum, en þau féllu fljótlega I
sömu gryfjuna og hin eldri. A
millistriðsárunúm fara svo ýmis
söfn i Evrópu og Bandarikjunum
að færa starfsemi sina I nýjan
búning með þvi að halda sam-
stæðar sýningar I stað þess aö
hafa uppi eitthvert ákveðið sund-
urlaust úrval af verkum safnsins.
Yfirlitssýningum yfir feril ákveð-
ins listamanns, stefnu eða timabil
var komið upp, fyrirlestrar
haldnir. Reynt var að gera söfnin
aögengilegri t.d. með breyttum
sýningatima, kaffistofum þar
sem safngestir gætu hvilt lúin
bein, listbókasöfnum; seldar voru
eftirprentanir, grafik, póstkort
o.fl. A seinni árum hafa söfn einn-
ig farið inn á þá braut að flytja
listaverk sin út á götur og torg,
mitt inn I hringiðu hversdagslifs-
ins. Þetta vakti mikla athygli t.d.
eins og þegar jafn ráðsett safn og
Louvre sýndi dýrmæt verk á
brautarpöllum neðanjaröarlest-
anna i Paris.
Sænska sópransöngkonan MARGARETA
JONTH heldur tónleika i Norræna húsinu
þriðjudaginn 10. desember n.k. kl. 20:30.
Undirleik annast Leif Lyttkens (gitar) og
Lennart Valiin (pianó).
Efnisskráin nefnist „Gullkorn úr heimi
bamsins”.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Allir velkomnir.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Einnig hefur verið reynt aö
flytja listaverk inn á vinnustaöi
til að gera þau virkari I daglegu
lifi fólks. 1 þessu sambandi mætti
minnast á kinverja sem þetta
hafa gert með myndlist eins og
aðrar listgreinar, og ef tekið er
dæmi aðeins nær okkur, þá er til I
Danmörku stofnun sem heitir
„List á vinnustað” og er I eigu
eöa amk. I nánum tengslum við
dönsku verkalýösfélögin og hefur
það verkefni eitt að lána myndlist
á vinnustaði. Þar er safnhúsið
orðiö að raunverulegri geymslu
eða birgðastöð til að annast dreif-
ingu.
Eitt er það vandamál sem hin
eiginlegu söfn standa nú frammi
fyrir, en það er list sem ekki er
hægt að safna og hafa til sýnis til
langframa. A seinni árum hefur
það farið I vöxt að listamenn
blandi saman mörgum listteg-
undum, ekki aðeins ýmsum
greinum myndlistar heldur einn-
ig myndlist, tónlist, kvikmyndun,
dansi, leiklist o.fl. Noti sömuleiðis
tækni sem ekki þykir viðeigandi I
hefðbundinni myndlist s.s. fjar-
skipti, verksmiðjuframleidda
hluti o.fl. Verk af þessu tagi
sprengja utan af sér hið hefð-
bundna safn. Virðuleg kyrrð sal-
anna breytist i ys og þys, marglit
ljós og alls kyns hljóð og óhljóð.
Listaverkið hangir ekki lengur
stillt og prútt á veggnum, og sum
er jafnvel ekki hægt aö kaupa til
eignar s.s. hugmyndaverk
(concept art) og þau sem
byggjast á ákveðnu atferli þátt-
takenda, en of langt mál yrði aö
fjalla um hér. Ýmis söfn hafa
reynt að bregðast við þessum nýj-
ungum með þvl aö feta I fótspor
listamannanna og gerast raun-
verulegir tengiliðir milli þeirra
og fólksins. Söfnin eru þá ekki
lengur eingöngu geymslur og
sýningasalir, heldur starfsvett-
vangur og samkomustaöir, ein-
hvers konar menningarmiðstöðv-
ar fyrir margbreytilega liststarf-
semi.
Það er út i hött að minnast á Is-
lensk listasöfn i sambandi viö
svona tilraunir. Þau eru enn á 19.
öldinni hvað þessu viðvikur, hvort
sem þau heita Listasafn Islands,
Listasafn Alþýðusambands ís-
lands eða eitthvað annaö.
Elisabet Gunnarsdóttir