Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974. Sunnudagur 8. desember 1974. ÞJóÐVILJINN — SIDA 13 ... ER HLÝ YFIRHÖFN NAUÐSYNLEG ,,Þjóftbúr.ingurinn”, sem sumir kalla, er alltaf jafnvinsæll. Þessi úlpa er frá Vinnufatagerftinni. Veðráttan í haust hefur verið með eindæmum blíð, enn hefur varla komið slydda hér á suðvestur- horni landsins/ og annars staðar er varla enn um snjó að ræða. Eigi að síður er aldrei að vita, hvað vetur kóngur ætlast fyrir. Frostið getur hert skyndilega eða þá að snjónum tekur að kyngja niður. Og reyndar er það svo, að þótt ekki snjói og ekki sé frost þá er oft fjandi næðingssamt og kuldaúlpan kemur í góðar þarfir allan ársins hring. „Sú fræga islenska kuldaúlpa er raunar nær því að vera þjöð- búningur en nokkurt annað skjól- fat hér á landi”, sagði hann Valdimar i Belgjagerðinni, þegar við ræddum við hann á dögunum. . Og að tala við Valdimar er sál- artötri hverrar kuldaskræfu hollt, þvi hann er.ósmeykur við að út- mála gæði skjólfatnaðarins £rá Belgjagerðinni: „Við stöndum langt framar 'erlendum úlpu- framleiðendum”, fullyrti sá glað- sinna sölu§tjóri„pkkar úlpur end- ast og endast. Þær bila aldrei á saumum, en • eru samansettar með sérstökum teygjanlegum Jvinna. Og fjárfesti menn eitt sinn i hinni hefðbundnu kuldaúlpu okkar, þá hafa þeir eignast*góðan lifsförunaut. Misjöfn meðferð og misjöfn störf manna hafa ekkert að segja. Ef ytrabyrðið bilar, þá er hægt að fá sér nýtt utan yfir gömlu gæruna, Hver gæra á auð- veldlega að geta drepið af sér fjögur eða jafnvel sex ytrabyrði”. Stríðsmódel Við látum Valdimar vitanlega um að halda fram ótrúlegum gæðum úlpunnar, en Belgjagerð- in byrjaði að framleiða það makalausa fat i striðinu og þá fyrir norska flugherinn. Siðan hefur úlpan haldið útlitinu og hefur litið breyst, nema hvað i fyrstunni var gæran áföst og ekki hægt að skipta um ytrabyrði. „Við seljum mjög mikið af þessari úlpu, aldrei undir tveim þúsundum á ári”, sagði sölustjór- inn, en verðið er nú komið upp- undir 10 eða 11 þúsund i smásölu. Pluss Og lambsskinn En Belgjagerðin framleiðir fleira en þá gömlu kuldaúlpu. tslenskir lambaskinnjakkar frá Sambandinu. Mokka-kápa frá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri. Valdimar sýndi okkur kulda- frakka „með plussfóðri, upplagð- ar fyrir þá sem mikið sitja i bil”. Við mótmælum ekki, þótt flögri að okkur sú hugmynd að frakkinn sá arna sé varla ætlaður til að sitja i honum. Og Valdimar bendir á fleira merkilegt i Belgjagerðinni: Lambaskinnjakkar á börn, ung- linga og fullorðna, leðurjakka sniðna eftir fyrirmynd frá Chi- cagó og framleidda fyrir lög- reglumenn þá sem þeysa á móturhjólum og táninga á skelli- nöðrum. Vattfóðruð veiðiföt, „útilokað að nokkrum manni verði kalt i þeim”, segir sölu- stjórinn, bændur kaupa þetta mikið.veiðimenn og björgunar- sveitarmenn. Ég þekki tvo stráka sem voru klæddir þessu meðan þeir flæktust tvo sólar- hringa um 'reginfjöll i leit að manni. Þeim varð sko ekki kalt”. Og lagerinn ætlar engan endi að taka : Anorakkar, úlpur, sem litá út eins og grænlendingur hafi 'hannað þær, svefnpoki fóðraður með gæsadún: „Ég þekki mann sem svaf i tjaldi i fjórtán stiga frosti. Hann hafði svona poka og hikaði ekki við að skriða allsber i hann”. Og sölustjórinn fullyrti lika, að gæsa(dún)-pokinn væri lika merkur fyrir þær sakir, að tvær manneskjur gætu látið fara vel um sig i honum, „ef með þarf”. Améríska sniðið hjá Vír í Vinnufatagerðinni sauma þeir lika kuldaúlpur, sem sumir kalla „þjóðbúninginn”. „Olpurnar þær seljast jafnt og þétt"sagSi Klem- ens sölustjóri hjá Vinnufatagerð- inni, „En við seljum lika mikiö af þessum nýmóöins úlpum meö ameriska sniðinu. Samt eru þær alls. ekki ameriskar. Ætli ame- riski flugherinn hafi ekki innleitt þessa tisku hér á landi. Gömlu, góðu gæruúlpuna höfum við hins- vegar framleitt frá þvi um 1950 án breytinga”. Vinnufatagerðin framleiðir ekki annan kuldafatnað en þessar úlpugerðir, en svolitið er þó um það að verksmiðjan saumi fatnað fyrir einstakar verslanir, og þá úr gerviefnum og tiðum með loð- fóðri. „Og svo saumum við kulda- frakkana á lögreglumennina”, sagði Klemens sölustjóri og var dulitið stoltur i framan, þegar hann benti á þá svörtu lögreglu- flik með loðkantinum. Við báðum um að fá að kaupa svoleiðis löggufrakka. En af og frá — lögreglan hefur einkarétt á þessu. Gráfeldur að norðan t Ingólfsstræti númer fimm er nú komin glæsibúðin Gráfeldur. Þar er að finna afar vandaðan kuldafatnaö, peysur, húfur, káp- ur, jakka og frakka, allt saumað úr lambaskinnum, unnum i verk- smiðjum StS á Akureyri. Kápurnar og frakkarnir i Grá- feldi eru af allt annarri verölags- ætt heldur en „þjóðbúningar” þeirra i Belgjagerðinni og Vinnu- fataaerðinni — bað er óhætt að segja, að ætli menn að fá sér hlýja flik, þá þýðir litið að fara með tiu- þúsundkall i Gráfeld' Fyrir svo lága fjárhæð kaupa menn ekki jakka eða kápur, i hæsta lagi fallega loðhúfu. En dýr vara er vönduð. Og þeir i Gráfeldi ætla sér ljóslega að hasla sér völl á markaði innan lands og utan og kannski skiptir verðið þá ekki öllu. ' Fjölbreytni i fatagerðum er mikil og það má mikið vera, ef ekki tekst að halda öruggum markaði fyrir vörurnar frá Grá- feldi, jafnt utan lands sem innan. /■ * Alafoss og Volkswagen „Það er með Alafossúlpuna eins og Volkswagen”, sagði sölu- stjóri fyrirtækisins, Magnús Pétursson, er við .ræddum við hann, „hvort tveggja hefur lengi verið framleitt og hvorugt hefur breyst að marki gegnum árin. En við erum reyndar núna að setja á markaðinn nýja gerð af þeirri frægu Alafossúlpu, núja gerð fyrir kvenfólk. Sú úlpa er aðskor- in nokkuö i mittið og með spæl aftan á. Karlmannaúlpurnar veröa áfram eins og þær hafa verið”. Álafoss framleiðir ókjör af fatnaði, aðallega skjólfatnaði hverskonar úr ull, peysur, kápur, frakka og jakka. Meginhluti framleiðslunnar selst erlendis. „Við höfum orðiö öruggan markað erlendis, mjög góðan i Skandinaviu, og Strikið i Kaup- mannahöfn er eiginlega okkar gata. Þar eru fjórar búðir sem selja Alafossvörur undir merkinu „Icewool”. 1 Þýskalandi er nú að koma upp góður markaður, og sama má segja um Bandarikin. í Chicago hefur okkur gengið vel að selja, enda fullurði ég að okkar varningur sé góður. Ég vil i þvi sambandi benda á, að þótt varan teljist dýr erlendis, þá selst hún. Og söluaðilarnir þar eru i hærri verðflokki, aðilar sem aðeins selja vandaða vöru — og dýra”. Álafoss framleiðir flikurnar, sem hún klæðist þessi, þegar kalt er. Útlendingar kaupa Alafoss-vörur fyrir miljónir árlega, bæði erlendis og I túristabúðum hér heima. Svona kápa kostar reyndar inánaðarlaun barnakennara —eða fast að þvi: Kringum 40.000 krónur — en Gráfeldur er þegar orðinn frægur fyrir vönduð föt úr Islensku lambaskinni. FATAFRAMLEIÐENDUR OG FLEIRA Stúlkan er i gæsadúnpoka frá Belgjagerðinni. Oröhvatir strákar kalla svefnpokann reyndar gæsapoka, en það kemur okkur ekki viö. Þessi úlpa er úr Vinnufatagerðinni — ameriska linan. Magnús Pétursson sagði það gamla sorgarsögu, að Álafoss hefði gengið illa að hasla sér völl á innlendum markaði. „Vörur frá Alafossi eru t.d. ekki seldar i fata- eða tiskubúð- um. Þær er aðeins aö fá i verslun Alafoss í Ingólfsstræti og i minja- gripaverslunum, ferðamanna- búðum, svo sem Rammagerðinni. Alafossúlpan selst reyndar jafnan hér innanlands, en sjái maður manneskju I Álafosskápu eða öðru i Austurstræti, þá eru niutiu prósent likur á að þar sé út- lendingur á ferð”. Margir framleiða — Alafoss selur Magnús áleit að Alafoss hefði selt fatnað úr landi á siðasta ári fyrir um 180 miljónir króna. Það er þvi ljóst, að verði áfram haldið á þessari braut, sem svo nýlega hefur verið mörkuð, þá ætti fata- iðnaðurinn að geta orðið afar- mikilvæg framleiðslugrein. „Það er bara þetta með þjóð- söguna”, sagði Magnús, „hér á tslandi eru fjölmargir aðilar út um allt land,_sem framleiða fyrir erlendan ma'rkað. Við önnumst um söluna, og þetta gengur prýði- lega. En af einhverjum ástæðum heldur fólk enn fast i þá þjóösögu, að föt frá Alafossi séu dýrari og* verri en innflutt. Þetta er mikil vitleysa. Ég gleymi ekki konunni sem • gekk Strikið i Kaupmannahöfn. Þar sá hún forláta kápu, merka „Icewool”. Hún setti merkið ekki i samband við tsland ög keypti kápuna fyrir 550 d.kr. Þetta var fvrir tveimur árum. og bá. eins og nú, gat hún fengið hana i verslun i Reykjavik fyrir mun lægra verð — aðekki sé talað um gjaldeyris- sparnaðinn”. Álafoss sem umsvifamikið fvrirtæki hefur t.a.m. um fimm hundruð konur skráðar hjá sér, þ.e. hinar frægu heimilisiðnaðar- konur, sem prjóna peysur til út- flutnings. Saumastofa og lager útflutn- ingsvarningsins er i Kópavogi, sölubúðin á horni Þingholtsstræt- is og Bankastrætis, og svo er sjálf verksmiðjan þar sem bandið er unnið og fleira að Alafossi i Mos- fellssveit. Mokka-kápur, eða jakkar og yfirhafnir úr lambaskinni geta vist allar rakið ættir sinar til StS, hvort sem það er Gráfeldur, Rammagerðin eða aðrir sem framleiða. Sjálft Sambandið framleiðir einnig mokka-kápur af öllu tagi, jafnt á karla sem konur og hefur flutt nokkuð út af þeim varningi. „Það verður reyndar litið flutt út i ár, þvi verðlagsþróunin hér á landi hefur verið þannig, að við getum ekki haldið kápunum niðri á samkeppnisfæru verði”, sagði Jón Arnþórsson, sölustjóri, „það verður þvi litið um útflutning I ár, nema á húfum. Við höfum selt talsvert af skinnhúfum”. — Hvað með söluna innan- lands? „Hún færist i aukana. Fólk er að átta sig á þessu. Þótt skinn- kápa eða jakki sé dýr, þá eignast fólk þarna flik sem er ódrepandi, ef svo má segja, afar endingar- góð, og heldur jafnvel vatni að nokkru marki, en menn vita hve góð islenska ullin og lambaskinn- ið er að þessu leyti”. — Framleiðir Sambandið ekki „þjóðbúninginn” eins og aðris? „Það er nú likast til! Hekluúlp- urnar hlýturðu að þekkja. Hér* á árunum voru allir i þessu. Það sagði einu sinni kona ’frá Siglu- firði, sem kom suður á Sam- bandsstjórnarfund, að nú yrðum við að hætta að framleiða þessar úlpur, þvi þaö væri ekki lengur hægt að þekkja fólk sundur. Um miðjan vetur reyrðu menn hett- una fram yfir enni og svo voru allir eins. Nú er þetta að breytast, úrvalið orðið meira og fólk klæðist meira eftir dutlungum tiskunnar. En .úlpurnar framleiðum við enn og i mörgum gerðum”. Kuldi og trekkur vetrarins leið- ir hugann að hlýjum fatnaði, og það var i og með i þeim tilgangi gert að kynna markaðinn, sem Þjóöviljamenn heimsóttu fjögur fyrirtæki i Reykjavik. Það úrtak var af handahófi valið, og að sönnu hefðum við eins getað skoð- að hlifðarflikur og lúxuskápur annars staðar. svo sem hiá Gefi- unni, Hagkaupi, Elgi, Solido og viðar. Prjónavarningselja og framleiða margir, svo sem Anna Þórðardóttir h.f. Við ljúkum svo fataspjalli að sinni með orðum Ólafs Sigurðs- sonar, blaðafulltrúa Félags is- lenskra iðnrekenda: „Efnisút- vegun er erfið, en fataframleið- endur geta selt allt sem þeir búa til, enda hafa framleiðendur smám saman bætt framleiðsluna siðustu árin. Ég fullyrði að fatn- aður sé góður, ef hann er islensk- ur”. —GG VIÐ HEIMSÓTTUM ÍSLENSKA OG SKOÐUÐUM VETRARFÖT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.