Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 24
af erlendum vettvangí
Kreppudraugur ríöur húsum
<
Undanfarna mánuði hafa umræður um vandamál
rikja Vestur-Evrópu fyrst og fremst fjallað um
hraða verðbólgu. Hver stjórnin af annarri hefur
gripið til sparnaðar og niðurskurðarráðstafana i
mismunandi rikum mæli i ekki sérlega árangurs-
rikri viðleitni til að hefta þessa verðbólguþróun. Og
þessar ráðstafanir verða til þess að magna upp
annan draug: atvinnuleysið, sem nú er viðast hvar
meira i þessum löndum en verið hefur i minni okkar
kynslóðar. Þvi er spáð, að i april næsta voru kunni
atvinnuleysi að ná til um 4,1 miljónar manna i lönd-
um Efnahagsbandalagsins. Það er um 4% af vinn-
andi fólki. Nú ganga þegar um þrjár miljónir at-
vinnulausar i þessum löndum.
Tveir illir gestir
Evrópumenn þekkja allvel á
veröbólgu, kunna á hana ef svo
mætti segja, enda þótt það sé
mjög misjafnt eftir löndum hve
mikla verðbólgu menn geta sætt
sig við. Islendingar eru manna
frjálslyndastir i þessum efnum
eins og menn vita, en þjóðverjar
gerast hinsvegar mjög ókyrrir ef
að verðbólgan fer upp fyrir 2,5% á
ári hjá þeim. Allavega finnst
mönnum atvinnuleysi margfalt
verri hrollvekja en verðbólga.
Það leiðir hugann að löngum bið-
röðum fyrir framan opinberar
súpustassjónir kreppuáranna. Og
stjórnmálaforingjar vita, að at-
vinnuleysi er áhrifamesta
kennslubók I ávirðingum kapital-
ismans sem til er: það getur svo
farið aö menn hætti að biða eftir
súpu og taki upp götusteina i stað-
inn og geri úr þeim vigi.
Atvinnuleysið er mjög misjafn-
lega mikið eftir löndum og héruð-
um og svo iðngreinum. Mestur
hefur samdrátturinn'orðið i bila-
iðnaði, byggingariðnaði og vefn-
aði. Hver stjórnin af annarri próf-
ar ráð sem gætu hresst að nokkru
upp á greinar sem þessar — án
þess að þau ýttu að ööru leyti
undir verðbólgu. Auk þess hefur
þaö viðast hvar þótt þjóðráð aö
takmarka ráðningar farand-
verkafólks, sem á undanförnum
árum hefur tekið að sér mikið af
erfiðustu og verst launuðu störf-
unum I velferðarrikjunum — en
sú stefna kemur reyndar sérstak-
lega illa niður á vandræðabarni
Efnahagsbandalagsins, ítaliu.
Atvinnuleysið
Atvinnuleysingjar á ítaliu
eru nú þegar um 800 þúsund
(tölur úr bandarlska vikuritinu
Time) og er það um 5% vinnandi
manna. Stjórnvöld telja verulega
pólitiska hættu á ferðum ef tala
atvinnuleysingja fer yfir miljón
og hefur hingað til verið reynt að
fresta þeirri stöðu með þvi að
stytta vinnuvikuna að mun (eink-
um i bilaiönaðinum), en gripa
ekki til beinna uppsagna.
I Frakklandi er atvinnuleysið
meira en verið hefur i þrjá ára-
tugi — það nær til 750 þúsund
manna, eða um 4% af starfandi
fólki. Stjórnin hefur reynt að
deyfa afleiðingar þess ástands
með hækkuðum atvinnuleysisbót-
um. En þaö getur reynst skamm-
góður vermir: þvi er haldiö fram,
aö hagvöxtur I Frakklandi verði
að nema 6% á ári ef koma eigi i
veg fyrir aukið atvinnuleysi.
I Bretlandi hefur aðeins dregið
úr atvinnuleysi upp á siðkastið —
þaö nær nú til 607 þús. manns
(2,7%). En Time, sem áðan var
vitnað til, segir að ekki sé ástæða
til að hrósa breskum iðnaði fyrir
þetta, heldur sé hér um að ræða
afleiöingu af þvl hve iila virkur
hann sé — nú séu bresk fyrirtæki
að reyna að afgreiða pantanir
sem þau áttu að standa skil á
fyrir löngu. Hér er um bráða-
birgðaástand að ræða, og vofa
yfir uppsagnir sem fjölga mundu
atvinnuleysingjum I miljón.
Atvinnuleysingjar I Danmörku
eru nú um hundrað húsund eða
8,3% af vinnandi fólki og hefur
viðlika ástand ekki þekkst þar
siðan skömmu eftir 1950. Sumir
danir hópast til Sviþjóðar i at-
vinnuleit, en aðrir halda á götur
út til fjöldafunda og mótmælaað-
gerða og þar með pólitlskrar
skólunar. Þegar þetta er skrifað
lafir lif minnihlutastjórnar Hart-
lings á bláþræði og eins liklegt að
hann láti efna til kosninga.
Verklýðsforingjar
Annars verður að játa, að til
þessa hefur verklýðshreyfing
flestra Vestur-Evrópulanda farið
sér hægt I viðbrögðum við at-
vinnuleysi þar sem menn vilja
biða átekta. Til dæmis var þátt-
taka I allsherjarverkfalli I sólar-
hring sem þrjú frönsk verklýðs-
samtök efndu til ekki alls fyrir
Tveir „feöur Evrópu” sitja á gullnum skýjum —Adenauer spyr deGaulle: Var þaö ekki á þessum sama
staö aö viö stigum úr?
löngu, minni en gert hafði veriö
ráð fyrir. Allavega er ljóst, að
enda þótt nú sé til evrópskt verk-
lýðssamband (ETUC) sem hefur
36 miljónir manna innan sinna
vébanda, þá hefur afli þess ekki
verið beitt, stefna hinna einstöku
landssambanda ekki verið sam-
ræmd i þvl skyni ,,að koma i veg
fyrir að verkamenn verði látnir
bera byrðarnar einir” eins og
Piero Boni, aðalritari italska
verklýðssambandsins segir.
1 flokki stuttra viðtala við verk-
lýðsforingja frá nokkrum
Evrópulöndum (Timé) kemur
það fram, hvernig mismunandi
pólitisk staða og hefðir I verklýðs-
samtökum vinna gegn slikri sam-
ræming. Formenn verkamanna-
sambanda i Vestur-Þýskalandi og
Bretlandi, Heinz Vetter og Jack
Jones,boða fyrst og fremst sam-
vinnu við sinar sóslaldemókrat-
isku rikisstjórnir. Sá þýski segir
að opinberu fé verði að veita til
opinberrar fjárfestingar til að
skapa atvinnu og að rikisbankinn
eigi að lækka vexti til að stuðla að
aukinni fjárfestingu. Sá breski
vill aö fé það, sem rennur tíl at-
vinnuleysistryggingar fari til aö
halda gangandi fyrirtækjum sem
ramba á barmi gjaldþrots. Hann
vill einnig afnema eftirvinnu til
aö fleiri fái einhverja vinnu.
Eins og 1930?
Bæöi Otto Kersten frá Alþjóða-
sambandi frjálslyndra verklýðs-
félaga og Piero Boni frá hinu rót-
tæka ítalska sambandi kvarta
mikið yfir þvi að verklýðssam-
tökin hafi ekki mótað sér sam-
eiginlega stefnu sem gæti hamlað
gegn fjármálabrellum alþjóðlegu
auðhringanna, sem hafa jafnan
lag á að hafa sinn gróða á hreinu,
hvernig sem allt veltist. Þeir
leggja áherslu á það, að þjóðrlkin
og þá einstök verklýðssambönd,
megi sin litils gegn afli auðhring-
anna, en eins og menn vita eru
þeir löngu vaxnir meðalstórum
þjóðrlkjum yfir höfuð og geta fal-
ið fyrir skattheimtumönnum
þeirra ágóða sinn og þarmeð
svipt þjóðrikið möguleikum á að
takast á við ýmislegan félagsleg-
an og efnahagslegan vanda. Ker-
sten er einn þeirra sem spáir þvi,
aö I vændum sé kreppa sem verði
ekki siður alvarleg en sú sem
skall yfir árið 1930.
Harðorðastur er Croése frá
franska sambandinu CGT, sem
kommúnistar stjórna. Hann vlsar
á bug þeirri viðleitni að kenna
oliurikjunum um verðbólguna og
þar með atvinnuleysiö, sem hann
telur að ná muni til fimm miljóna
manna I EBE-löndum næsta vor,
en ekki rúmlega fjörugga
miljóna. Croése segir, að verð-
hækkunin á oliu valdi aðeins 1-2%
hækkun á tilbúnum iðnaðarvör-
um og sé það næsta litið miðað við
18% verðbólgu i Frakklandi og
25% á Italiu. Hann er fulltrúi þess
hluta verklýðshreyfingarinnar
sem rekur ástandið til vaxandi
kreppu hins kapitaliska þjóðfé-
lags og telur, að ekki verði annað
svar fundið við atvinnuleysi en
róttækar pólitiskar breytingar.
Ringulreið
Efnahagskreppan hefur gert
sitt til að auka á ringulreið i
höfuöstöðvum Efnahagsbanda-
lagsins þar sem allar tilraunir til
samræmdrar stefnu i gjaldeyris-
málum, i landbúnaðarpólitik og
byggðastefnu (hvenær og hvernig
skuli hressa upp á afskipt héruð)
hafa verið mjög i skötuliki. Nú
siðast hefur Willy Brandt, fyrrum
kanslari Vestur-Þýskalands,borið
fram hugmynd sem hann telur
endurspegla staðreyndir: að
vestur-evrópsku samstarfi verði
skipt I tvennt —■ á hinu efra plani
standi fjáðari riki með Vestur-
Þýskaland og Frakkland að
kjarna og iðki „raunverulega”
samstarfspólitik. En á neðra lofti
séu hin efnahagslegu vandræða-
börn ítalia og Bretland (með Ir-
landi), sem séu með nokkrum
hætti stikkfri undan ýmsum
ákvæðum Rómarsamkomulags-
ins um EBE. En hinir betur stæðu
eiga með ýmsum ráðum að
hjálpa vandræðabörnunum til
þeirrar virðingar sem góð gjald-
eyrisstaða veitir.
Parkinson enn
Hinn þekkti breski höfundur og
sagnfræðingur, Parkinson, sem
fann upp það skriffinnskulögmál
sem við hann er kennt, skemmtir
sér hinsvegar við að búa til önnur
svör við vandræðum Vestur-
Evrópu, og leitar þeirra i léns-
skipulagi miðalda. Parkinson tel-
ur að samstarf Evrópurikja verði
best treyst með þvi að hólfa hin
stóru þjóðriki niður I smærri ein-
ingar, sem verði hver um sig
miklu viðráðanlegri einingar i
stjórnsýslu en t.d. Frakkland og
Italia nú. Milli þessara eininea
verði siðan miklu auðveldara að
koma á virku bandalagi á jafn-
réttisgrundvelli en milli hinna
missterku þjóðrikja samtimans.
Og muni i kjölfar þess fara ný
gullöld i Evrópu . . .
En á meðan Parkinson lætur
sig dreyma snúast hjól hins
evrópska efnahagslífs hægar og
hægar . . .
A.B. tók saman.