Þjóðviljinn - 13.12.1974, Page 1
Föstudagur 13. desember 1974 — 39. árg. 252. tbl.
Bátur á þiirrt:
Vélbáturinn Veröandi KÓ 40
strandaði i gærmorgun við Hóls-
árós á Landeyjasandi. Stóð hann
á þurru um tima i gær.
Ekki hafði tekist að ná bátnum
á flot, er blaðið fór i prentun i
gærkveldi, en bv. Vestmannaey
gerði tilraunir til þess i gær á
miðdagsflæði og ætlaði að gera
aðra tilraun við næsta háflæði.
Verðandi er 165 lesta stálbátur.
Reri hann með net. Verðandi hét
eitt sinn Jón Finnsson og var þá
gerðurútfrá Garðinum. —úb
Hávaði á
vinnustað
Sjá opnu
Tveggja manna af vél-
bátnum Hafrúnu BA 10 er
saknað/ er. báturinn týndist
í línuróðri frá Keflavík á
miðvikudaginn. Viðtæk leit
hefur staðið yfir/ og hefur
fundist brak úr honum og
hálfuppblásinn gúmmíbát-
ur, sem úrskurðaður hefur
verið að tilheyrt hafi Haf-
rúnu.
Hafrún var 15 lesta eikarbátur,
og voru r-'ir menn á honum.
Hannes Hafstein, framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags íslands,
sagði að þegar Hafrún hefði ekki
tilkynnt um hvar hún væri stödd
til Tilkynningarskyldunnar hefðu
bátar og skip á sömu fiskislóð og
Hafrún var talin vera á,verið beð-
in að svipast um eftir henni. Þeg-
ar það bar engan árangur hófst
skipuleg leit siðdegis á miðviku-
daginn og stóð hún fram eftir
Breiðholt
Eins og við sögðum frá
fyrir nokkrum dögum
hafa tæknimenn Breið-
holts h.f. fundið upp
steypumót sem valdið
hafa byltingu í byggingu
einbýlishúsa hér á landi.
Þessi mót gera það kleift
að steypa upp einbýlishús
á 3 dögum og þarf þá
hvorki að pússa það að
utan eða innan og öll ein-
angrun í veggjum er
komin.
Nú hefur Breiðholi h.f. tekist
að fullkomna þessi mót svo að
hægt er að nota þau við
byggingu fjölbýlishúsa. Breið-
holt er sem stendur að reisa
bæði einbýlis- og fjölbýlishús
fyrir vestmannaeyinga, og þar
hafa þessi mót verið reynd með
mjög góðum árangri við bygg-
ingu 2ja hæða fjölbýlishúsa. Það
tekur aðeins 3 daga að steypa
Þessi steypumót sem Brelðholt h.f. hefur fundið upp og valdið hafa byltingu einbýlishtisa hér á landi er
ná báið að fullkomna svo að hægt er að byggja 2ja hæða fjöibýlishás með þeim og aðeins tfmaspursmái
hvenær hægt verður að byggja eins há f jölbýiishás og verkast vill með þeim.
TÆKNINÝJUNG
við gerð fjölbýlishúsa. — Byggð á sömu forsendum
og til þessa voru aðeins notaðar við einbýlishús
hvert stigahús og er þá einangr-
un komin og pússning er óþörf.
Og það sem meira er, kranar
eru óþarfir eftir að búið er að slá
upp mótinu fyrir fyrsta stiga-
ganginn; færa má mótin með
handafli milli stigahúsa.
Þar við bætist, að hægt er að
koma fyrir hverskonar skreyt-
ingum á veggjum húsanna i
mótunum. Til að mynda er
komið fyrir skreytingum i mót-
um húsanna i Vestmannaeyj-
um, þannig að þegar búið er að
taka útveggjamótin af, litur
veggurinn út eins og stuðlaberg.
Þessi skreyting er þýsk upp-
finning.
Sigurður Jónsson forstjóri
Breiöholts h.f. sagði að mótin
byðu uppá hverskonar skreyt-
ingar með mjög litilli fyrirhöfn
og kostnaði. Sagði hann að þessi
mót ættu eftir að valda byltingu
i byggingu fjölbýlishúsa og það
væri aðeins tim'áspursmál hve-
nær hægt væri að byggja eins há
fjölbýlishús og menn vildu með
þessum mótum,en nú sem stæði
einskorðaðist notkun þeirra við
2ja hæða hús. — S .dór
„Riddarar
ömurleikans99:
SENDU ÚT
STEFNUR í GÆR
Þjóðviljinn sagði VL-
menn væru „merkir99
og fyrir það er
stefnt meðal annars!
Enn er stefnt fyrir skrif um VL-
menn og tiltæki þeirra. Er að
þessu sinni stefnt fyrir skrif um
fyrri stefnur þeirra kumpána.
Var Þjóðviijanum i gær kunnugt
um tvær stefnur, „framhalds-
stefnur”, gegn Einari Braga rit-
höfundi fyrir grein er hann skrif-
aði I Þjóðviljann 23. júni undir
fyrirsögninni „Fasistatilburöir”,
og gegn Svavari Gestssyni, rit-
stjóra, fyrir skrif I Þjóöviljanum
14. jánl (forustugrein) og 23. júnl
(forustugrein og forsíðuuppslátt-
ur um stefnur VL-manna).
Einari Braga er stefnt fyrir
fyrirsögn greinarinnar, svo og
ýmis ummæli i greininni, þar á
meðal orðin „riddarar ömurleik-
ans”.
Svavari Gestssyni er ma. stefnt
fyrireftirfarandiummælium VL-
menn og tiltektir þeirra:
„Aldrei áður hefur sést grilla i
aðrar eins réttarofsóknir og þær,
sem eru að hefjast...”
„...Þeir, sem vilja setja póli-
tiska andstæðinga sina i tugthús,
eiga sér samherja viða um heim.
Til dæmis er ekki minnsti vafi á
þvi að slikir kumpánar væru i
góðum félagsskap i Grikklandi
eða innan Kremlarmúranna. Hér
er semsé um að ræða augljósar
tilhneigingar þessara forstokk-
uðu afturhaldsafla á Islandi til
þess að koma pólitiskum and-
stæðingum i tugthúsið, um leið og
þeirsjálfir þegja þunnu hljóði ...”
„Þær réttarofsóknir, sem VL-
menn eru nú að hefja gegn Þjóð-
kvöldinu. Tóku þátt i henni bátar
og varðskip, en björgunarsveitir
gengu fjörur. Sú leit bar ekki ann-
an árangur en þann, að lóðabelg-
ur fannst við Hólmsberg, og var
hann merktur BA 10.
I fyrrakvöld var svo undirbúin
viðtæk leit, sem hófst i gærmorg-
un klukkan átta, og tóku þátt i
henni um 25 bátar frá Keflavik og
Sandgerði undir stjórn varðskips.
Tvær flugvélar tóku og þátt i leit-
inni. Björgunarsveitir gengu fjör-
ur frá Ósum við Hafnir, norður
um Garðskaga og til Keflavikur.
Ekkert fannst á fjörum.
Um hádegi, rétt i þann mund er
leitarskilyrði fóru versnandi,
fann vélbáturinn Þorkell Árnason
GK 21 litt uppblásinn gúmibát um
6 sjómilur vestur af Sandgerði.
Bátar fundu og ýmsa planka á
reki, en þá var ekki hægt að úr-
skurða sem hluta af Hafrúnu.
Hins vegar fann varðskip lóða-
belg með bauju og þrjár stiufjalir
um 5 milur vestur af Stafnesi.
Baujan var merkt BA 10.
Gúmibáturinn sem fannst -var
sendur til eftirlitsmanna SVFÍ,
sem fundu sönnur fyrir þvi að
þeir hefðu skoðað hann 6. nóv.
fyrir m/s Hugrúnu.
Leit varð að mestu að hætta
fljótt eftir hádegi, vegna þess hve
veður var orðið slæmt.
—úþ
viljanum eiga sér vissulega
margar hliðstæður erlendis, en
engar hérlendis, nema ef vera
kynni galdraofsóknirnar á hinum
myrku öldum Islandssögunnar
)»
Þá er það rúsinan: Vl-mennirn-
ir stefna fyrir það, að Þjóðviljinn
notaði orðið „merku” um þá VI-
menn — og það i gæsalöppum.
Þetta telja þeir félagar niðrandi
og stefna þvi!
Stefnendur eru 12, þeir sömu og
áður.
Er mikið
um toll-
svik í vöru-
skemmum?
Hef ekki trú
á að svo sé,
segir tollgœslustjóri
Sá spurning hlýtur að vakna,
þegar i ljós kemur með stóra toll-
svikamálinu á dögunum, að fátt
er auðveldara en leika þetta,
hvort mikið sé um tollsvik i lik-
ingu við þetta. Þarna er sem sagt
ekki um að ræða beint smygl,
heldur fá innflytjendur með þessu
móti frest til að borga tolla og
önnur innflutningsgjöld. Þeir
geta náð vörunni át og selt hana,
og þegar þeir hafa fengiö pening-
ana fyrir vöruna ihendur, þá geta
þeir farið og greitt tollinn.
Við spurðum Kristin ólafsson
tollgæslustjóra að þvi hvort hann
héldi að mikið væri um svona toll-
svik.
Hann sagðist halda að þetta
mál sem upp komst á dögunum
væri nánast einsdæmi.Hinsvegar
viðurkenndi hann, aö mjög erfitt
væri fyrir tollyfirvöld að hafa eft-
irlit með þvi að svona hlutir gerð-
ust ekki, ef innflytjendur gætu
fengið afgreiðslumenn I vöru-
skemmum með sér i málið. — En
ég þykist alveg viss um að þetta
er næstum einsdæmi, sagði Krist-
inn.
—S.dór
Tveggja sjómanna
saknað - Brak finnst