Þjóðviljinn - 22.12.1974, Page 2
r
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974.
Vmsjén: Vilborg HarOardóttir
Sólhvarfafundur
rauösokka í dag
Sólhvarfafundur RauOsokka-
hreyfingarinnar veröur haldinn i
dag, sunnudag, kl. 2 sd. i húsa-
kynnum rauösokka aö Skóla-
vöröustig 12, efstu hæö, og er op-
inn bæði starfandi rauðsokkum og
þeim sem áhuga hafa á aö koma
til starfa.
Á ráðstefnu Rauðsokkahreyf-
ingarinnar að Skógum i sumar
voru ma. mótaðar starfsreglur i
stórum dráttum og þá ákveðið, að
halda fasta fundi ársfjórðungs-
lega, á jafndægri á vori og hausti
og við sólhvörf. Á þessum föstu
fundum er skipt um einn i mið-
stöð, sem er tengiliður hinna
ýmsu starfshópa, og starfshóp-
arnir eiga að gefa skýrslu um
hvað þeir eru að fást við, auk þess
sem rædd eru verkefni framund-
an o.s.frv.
Rekstur skrifstofu og félags-
miðstöðvar rauðsokka að Skóla-
vörðustig 12 hefur gengið mjög
vel siðan hún var opnuð, að þvi er
Erna Egilsdóttir i Húshóp sagði
Þjóðviljanum. Þar er „opið hús”
frá mánudegi til föstudags kl. 5—7
fyrir alla sem áhuga hafa á starf-
semi rauðsokka og jafnréttismál-
um og vilja leita upplýsinga eða
Fundur hjá rauösokkum á Skólavöröustlg 12.
bara koma og rabba yfir kaffi-
bolla. Þá lita starfandi rauðsokk-
ar yfirleitt inn i morgunkaffi á
laugardagsmorgnum, en á kvöld-
in nota starfshópar húsnæðið til
fundahalda eða annarrar vinnu.
Frá ráöstefnu um fóstur-
eyðingar í London
Nýlega var haldin I London
mikil ráöstefna um fóstureyö-
ingamál, en nefnd, sem breska
þingið skipaði til aö rannsaka
framkvæmd fóstureyöingalag-
anna siðan þær voru gefnar
frjálsar framaö ákveöinni lengd
meögöngutima, hefur nú skilaö á-
liti, sem er jákvæöara en menn
þoröu aö vona. Veröur þvi gerö
skil á siðunni siöar ásamt frásögn
af reynslu dana I sömu efnum, en
ráöstefnuna i London sat m.a.
Silja Aðalsteinsdóttir og segir frá
þvi helsta I bréfi til siöunnar.
Fundarmenn voru um 200,
skrifar Silja, fulltrúar frá sjúkra-
húsum, læknar, hjúkrunarfólk,
félagsráðgjafar og fleiri, auk
blaðamanna. Þetta var mikil lifs-
reynsla og ákaflega fróðlegt og
stóð ráðstefnan frá 10 um morg-
uninn til 5 e.h. nær stöðugt, 9
fyrirlestrar voru fluttir og tölu-
verðar umræður urðu eftir hverja
þrjá fyrirlestra eða hverja
sessjón eins og þeir segja!
Fyrstir töluðu tveir læknar frá
National Health Service (breska
sjúkrasamlagið), sem lýstu gangi
mála þegar kona kæmi til að fá
fóstri eytt. Þær fara fyrst i viðtal
þar sem þeim er kennt að nota
verjur (verjur eru ókeypis hjá
N.H.S. á Englandi) og siðar eru
þær rannsakaðar. Ef þær eru
komnar lengra á leið en 20 vikur
skildist mér að þær fengju alls
ekki hjálp. Ef fóstrið er yngra (og
þvi yngra þvi betra!) er það tek-
ið, ef konan er ennþá hörð á þvi og
það eru þær flestar. Þær dvelja
svo á sjúkrahúsinu yfir nótt, en .
báðir læknarnir héldu þvi fram að
það væri óþarfi i flestum tilvik-
um, einkum ef konur kæmu nógu
snemma, þá gætu þær farið heim
samdægurs. Þeir lögðu báðir á-
herslu á hvað þetta hefði haft
griðarlega mikinn kostnað i för
með sér fyrir sjúkrahúsin, eftir
að fóstureyðingarlögin hefðu ver-
ið samþykkt hefði álagið aukist
verulega.
Eftir þessar ræður reis upp
kona úti i sal og vildi meina að hér
væri ekki um meiri kostnað að
ræða heldur sparnað. Hún sagðist
vera yfirhjúkrunarkona á spitala,
sem ég náði ekki nafninu á, og
sagði að áður fyrr hefðu stúlkur
komið hundruðum saman eftir
hálfkaraðar fóstureyðingar eða
eitrun i legi eftir skottulækni. Þær
hefðu verið fárveikar margar og
orðið að dvelja miklu lengur á
spitala en þær sem núna létu eyða
fóstrum á löglegan hátt. „Það er
sparnaður að gera þetta vel”,
sagði hún að lokum!
/#Að koma reglu
á tíðir"
Næsti fyrirlestur var fluttur af
ungum lækni, sem sjálfsagt á
eftir að verða þekkt fyrir athug-
anir sinar. Hún heitir Judy
Stringer og hefur undanfarna
mánuði gert tilraunir með að
„koma reglu á tiðir” (menstrual
regulation) eða „eyða hugsan-
legu fóstri” (Early Termination
of expected Pregnancy). Fyrra
heitið sagði hún að vel mætti nota
i löndum þar sem fóstureyðingar
væru ekki frjálsar, en hægt að
nota þessa aðferð engu að siður.
Hún kallaði til sin konur, sem
voru komnar 14 daga framyfir og
höfðu ástæðu til að ætla að þær
væru óléttar. Hún tók þvagsýni,
sem hún lét athuga til að gá að þvi
hversu örugg þau væru svona
snemma, og koma siðan tiðum af
stað með smáaðgerð, sem tekur
um tvær minútur. Ekki þori ég að
lýsa aðferðinni, en rannsóknin
verður kunngerð eftir u.þ.b. einn
mánuð og þá er vafalaust hægt að
fá betri heimildir um hana. Stúlk-
urnar gátu svo farið aftur i vinn-
una eftir hálftima. 67% kvenn-
anna reyndust hafa verið ófrisk-
ar, en sýni 29% þeirra voru samt
neikvæð. Sýnið er þvi óöruggt
svona snemma eins og menn
vissu raunar fyrir.
Það kom fram, að flestum þótti
aðgerðin sársaukafull, þær sem
fundu minnst til voru konur sem
höfðu eignast börn. Þó sögðust
89% kvennanna vilja nota þessa
aðferð aftur i sömu aðstæðum,
þ.e. hún væri svo fljótleg, 11%
þeirra fannst hún of sársaukafull
til þess. Þær voru spurðar að þvi
iika hvort þær gætu hugsað sér að
nota þetta i stað verja. 4% svör-
uðu þvi játandi, hinum fannst það
flestum fáránlegt.
Spurt var úr sal hvort heimilis-
læknar gætu notað þessa aðfprð
við venjulegar aðstæður á iækna-
stofum. Ekki fengust skýr svör
við þvi, en heldur voru þau
neikvæð.
Siðferðisboðskapur ekki
í verkahring lækna
Allir fyrirlesarar voru sam-
mála um nauðsyn þess að kenna
fólki að nota verjur. Næstur Judy
kom upp heimilislæknir, sem
sagði að það ætti að vera jafn-
sjálfsagt að kenna fólki að nota
getnaðarvarnir og það þótti eðli-
legt að banna fólki að spýta á
gangstéttir hér áður fyrr. Þessi
læknir var lika á þeirri skoðun að
það væri ekki i verkahring lækna
að messa siðferðisboðskap yfir
sjúklingum sinum, þeir ættu fyrst
og fremst að hugsa um hag hans
og heilsu til likama og sálar, ekki
yfirheyra hann né ávita.
Næsta sessjón var lögð undir
auglýsingabaráttu. Þar kom
fram að PAS (Pregnancy Advis-
ory Service — Ráðleggingaþjón-
usta fyrir vanfærar konur) hefur
verið bannað lengst af að augíýsa
starfsemi sina á neðanjarðarlest-
arstöðvum og annars staðar þar
sem áhrifarikt þykir að auglýsa.
Hins vegar sýndi auglýsinga-
stjórinn auglýsingamyndir frá
kvikmyndahúsum, sem þættu
sjálfsagðar alls staðar, myndir af
nöktu fólki með viðeigandi texta
o.fl. Tvær auglýsingar frá þeim
hafa þó komist gegnum ritskoð-
unina, hvorug þeirra eins sláandi
og þeir vildu hafa þær. önnur er
svona: If you’re pregnant and
happy about it, fine — if not,
phone.... (Efþú ertólétt og ánægð
með það, gott — ef ekki, hringdu
þá I....).Og hin er eitthvað á þessa
leið: When your best friend can-
not help, your boyfriend or hus-
band doesn’t understand and your
mother is the last person you’d
talk to, phone.... (Þegar besta
vinkonan getur ekki hjálpað, kær-
astinn eða eiginmaðurinn ekki
skilið og móðir þin er sú siðasta
sem þú mundir leita til, hringdu
þá I...) Ein af þeim sem ekki
komust I gegn hljóðaði svo: Thé
most important pill is the one you
forgot.... phone....! (Mikil-
vægasta pillan var sú sem þú
gleymdir....hringdu....!)
Þeim sem gefa
börnin líður verst
Siðasta sessjónin var um ráð-
gjöf' þar töluðu félagsfræðingar,
allt konur. Það fróðlegasta sem
þar kom fram voru niðurstöður úr
könnunum, sem hafa verið gerðar
á Englandi og Skotlandi undan-
farið. Þaðkom fram þar, að þrem
mánuðum eftir fóstureyðingu
höfðu 13% kvennanna sektartii-
finningu vegna hennar, eftir 2 ár
höfðu aðeins 4% sektartilfinn-
ingu. Vægar sálrænar truflanir
komu fram hjá 19% kvennanna,
2/3 þeirra höfðu einkennin fyrir.
Konum, sem hafði verið neitað
um fóstureyðingu leið hlutfalls-
lega miklu verr — og þeim sem
gefa börnin sin liður verst. Einn
læknirinn sagði, að ástandið á
mæðraheimilum, þar sem stúlk-
urnar eru nokkrar vikur með
börnin áður en þau eru gefin, væri
vægast sagt átakanlegt. Stúlkun-
um liði verulega illa. Það er enn-
þá ótrúlega algengt að börn séu
gefin hér; um daginn kom fram i
sjónvarpsþætti að þau hafa verið
um 20.000 að meðaltali á ári und-
anfarin þrjú ár.
HKfVgillWCMMMMM
ORÐ
í
BELG
Sko þá . . .
Þetta gat þeim dottiö I hug
hjá Heimilistækjum sf. og er
óhætt að segja, að áróðurinn
hafi sin áhrif, þótt hinsvegar
megi fyrr rota en dauðrota og
hætt sé við, að það sé nú ekki
akkúrat þetta, sem rauðsokk-
ar ætlast til. Þvi þegar rauö-
sokkar tala um breytta verka-
skiptingu á heimilunum er
reyndar átt við verkaskipt-
ingu í þess orðs fullu merk-
ingu, þ.e. að verkin skiptist
________iCrruc
Her eru rettu
Jélagjaffirnar
ffyrir eiginmanninn!
I
philips kann tökin
á tækninni
heimilistæki sf
Sætúni 8 — Hafnarstræti 3
Simar 20455 og 25655
milli heimilisfólksins eða
hjónanna, en ekki, að þau
verk, sem konan hefur aðal-
lega unnið hingað til færist
yfir á karlinn einan. En húrra
þó fyrir húmor auglýsenda!
Yrðu þeir verkefnalaus-
ir?
Eftirfarandi bréf barst frá
kennara i jólaprófaönnunum:
„Ég sat yfir I þýskuprófi um
daginn og eitt þýðingarverk-
efni nemenda i „hlutlausum
og þroskandi” menntaskóla
var m.a. þetta (lauslega snar-
að úr þýsku):
„Konurnar hafa auövitað
sérstakan áhuga á tiskufötum
og skartgripum; karlmennirn-
ir á tæknihlutum.bókum og oft
lika á hálsbindum. Tiðum
horfir karlmaður i laumi á
eftir laglegri konu og fylgdar-
kona hans hugsar eflaust:
„Svona er lifið — ég þarfnast
nauðsynlega nýs kjóls”.”
Ætli þýskir kennslubókahöf-
undar og islenskir mennta-
skóiar yrðu verkefnalausir ef
konur tækju upp á þvi að hafa
áhuga á „öllu” og berðust
fyrir rétti sinum til starfs og
jafnréttis? Ari”.
Gildir ekki!
Edda hringdi sár og reið og
hafði hugsað sér að taka út
fjölskyldubæturnar (á þrjú
börn), en hringdi fyrst i
Tryggingarnar til að fá upp-
lýsingar um, hve mikið þau
hjón ættu inni. Hún sagði til
nafns, bæði sins og eigin-
mannsins, en var þá spurð um
nafnnúmer, sem hún siðan
þuldi.
— Er það hans númer? var
spurt.
— Nei, það er mitt.
— Það þýðir ekki, var þá
svarað. Það gildir ekki!
Og það er sama sagan ef gift
móðir ætlar að ná i fjölskyldu-
bæturnar. Hafi hún ekki nafn-
skirteini eða a.m.k. nafnnúm-
er eiginmannsins og geti sann-
að (t.d. með sjúkrasamlags-
skirteininu), að hún sé gift
þessum manni, fær hún bæt-
urnar ekki greiddar.
— Óþolandi! fannst Eddu,
og ég hlýt að taka undir það,
-• vh