Þjóðviljinn - 22.12.1974, Síða 7
Sunnudagur 22. desember 19/4. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Þóroddur Guömundsson:
Hin bjarta
sveit
í fiskiðjuveri Hafnarfjarðar
Við fornan jöfur er kennd sú kvörnin,
er kornið malaði flestum betur.
Þess nutu aldnir sem blessuð börnin
i brauðsins forða jafnt haust og vetur.
Sjá, timinn stefnir að nægð gegn nauðum
með nýjar kvarnir og iðjuver,
lik óargadýrum ekki trauðum.
Og eitt af þvi starfar i bænum hér.
Af dáð og snilli er ákaft unnið
með ótal hjólum og færiböndum
að mölun korns þess, er Grænlandsgrunnið
oss gaf og miðin hjá fósturströndum.
Æ heyrist glymja við hjól og stengur,
sem hrynji skriður um kletta rið.
Likt bröndum þjóta fram rár og rengur
i róstu harðri með sverða klið.
Og skrimslið hótar að hinsta nóni
með hrammi þungum, sem ægir mönnum.
En sveitin verst þvi sem lambið ljóni,
er læsir klónum og nistir tönnum.
Hún temur orku þess öllum stundum
til auðnugengis, að bæta hag.
Af hugkvæmd beitir hún högum mundum,
sem húmi nætur fá breytt i dag.
Vor bjarta sveit er hér búin stendur
frá brumi morguns að næturhúmi,
er vandað starfslið með vaskar hendur
og vilja stæltan, i hverju rúmi.
Hún er sá mergur, er miklu varðar
i mannlifstrénu, þess djúpa rót,
jafnt sólskin heimsins og saltið jarðar,
á sandsins auðnum hið milda fljót.
Hún þrýstir blóði um þjóðlifs æðar,
oss þyrstum svalar af heilsulindum.
Þeim veitir hún flug til himinhæðar,
sem hrekjast annars á leið með vindum,
fær nöktum klæði og svöngum saðning,
þá særðu læknar af kvöl og neyð,
er hryggum og vegarvilltum glaðning
og visar öllum á rétta leið.
Hin bjarta sveit er þar unir inni
við öndvegisstarf á hendur falið,
býr gjöful að yl með sól i sinni,
en sist af öllu er hjartað kalið.
Frá henni komið er brauð á borðin.
Hún blessar oss von og fyrirheit.
Af hennar völdum er himnesk storðin.
Þvi hylli ég vora björtu sveit.
EINANGRUN
Frysti- og kæliklefar
Tökum aö okkur aö einangra frysti- og kæliklefa, skiptum
um einangrun i gömlum klefum. Notum eingöngu
sprautaða polyurethane einangrun. Tökum að okkur að
cinangra hverskonar húsnæði.
EINANGRUNARTÆKNI H/F
P. Box 9154, Reykjavík
Slmi 72163 á kvöldin
SAMTAKA NÚ!
Gerum öll skil í happdrætti
Þjóöviljans semallra fyrst
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
UM BÆKUR
OG FLEIRA
Dapurlegt er það fyrir þessa svokölluðu
bókmenntaþjóð að eiga nú ekki nokkurn ein-
asta læsan gagnrýnanda.
Þetta var kunningi minn einn að segja um
daginn i tilefni af dómum um bók sem honum
þótti eitthvað til um.
Það eru svo margar leiðir til að verða ólæs.
Einu sinni barði Steinn Steinarr Jóhannes
úr Kötlum með spýtu fyrir að hafa kennt sér
að lesa. Þetta er eitt af þvl sem hafa má til
marks um ráöleysi skáldanna. Steini hefur
ekki verið ljóst hversu auðvelt er að verða ó-
læs. Eða hann hefur bara ekki nennt því.
Og þvi fór sem fór.
En það var ólæsi ritdómaranna sem ég ætl-
aði að ræða eöa þó öllu fremur dálitið sem ég
var að hugsa I framhaldi af þvl sem ég hler-
aði um þau mál.
Þaö er afskaplega auðvelt að segja setn-
ingar eins og þá sem vitnað er til i upphafi
þessa skrifs. Og ekki bara það. Sniðugt og
vinsælt lika .
Enda kemur svona tal ekki nálægt kjarna
málsins.
lEkki fremur en það sem fylgdi.
Mennirnir voru semsé afskaplega
skemmtilegir — eða var ég búinn að segja að
þeir voru tveir sem töluðu um þetta vanda-
mál sitt.
Samtalið hélt áfram og afsakaði lika rit-
dómarana I nokkuð svo háðslegum tón. Út-
skýrði ólæsið.
— Það koma út tiu bækur á dag fyrir jólin
og menn eru að dæma þær i hjáverkum sin-
um. Jólapósturinn og afgreiðsla hans ættu að
vera ærið verkefni þó maður sé ekki lika að
skrifa ritdóma, sögðu þeir. Eða undirbúning-
ur jóladagskrárinnar i útvarpinu. Ætli hún sé
ekki ærið verkefni? Eða jólaprófin og tilheyr-
andi leiðréttingar. Eða fyrirlestrar i háskól-
anum.
En með þessum störfum öllum hafa menn
þá hjástund að dæma bækur.
— Skyldi kýnferðislifið ekki verða útundan
hjá þessum mönnum, segir einhver og vill
vera skemmtilegur.
—-Eitthvað hlýtur aö verða útundan, segir
hinn. Allrahelst þó höfundarnir sem dæmdir
eru.
Og vissulega er það satt.
Og það má tala lengi um þessar forsendur
fyrir ólæsi ritdómaranna. Það má tala um
þær þungu búsifjar höfundarins sem árum
saman er búinn að hugleiða efni sitt og sitja
svo máske hálft ár eða meira við skriftir,
njörfandi saman bókina sina. Og svo kemur
ritdómari og segir almenningi að þetta sé
bara tilfallandi samtiningur, áhugaverð stil-
æfing eða annað millibilsástand. Hann hefur
ekki haft tima til að athuga þetta betur. Meg-
ininntak bókarinnar hefur farið framhjá hon-
um vegna þess að hann er orðinn ólæs af
timaskorti.
Svona hluti er hægastur vandinn að segja.
Maður er bæði skemmtilegur, beiskur, sann-
gjarn og hittinn.
En samt er aðalspurningin eftir.
Hvernig stendur á þvi að það þarf tima til
að dæma baekur? Ég meina þegar einstakl-
ingur sest niður og dæmir bækur. Þvi til þess
þarf tima. Annars væri þetta greindarfólk
varla orðið ólæst af einberum timaskorti.
x X x
Sjálfur á ég mér uppáhaldsbækur sem ég
hef gaman af að ræða viö aðra. Og svo hef ég
lika skrifað bækur. Um hvorutveggja er fólk
stundum aö ræða við mig. Ég þekki þá dap-
urlegu reynslu sem verður þegar fæðingar-
hálfviti eöa ólæs maður fer að bulla um þessa
hluti. Og ég hef lesið ummæli ritdómara um
þessi verk. Það getur verið dapurlegt. Allt að
þvi fullkomin afsökun fyrir sjálfsmorði.
En svo hittir maður allt i einu einhvern
sem hefur lesið þessa bók og ræðir um hana
af viti. Sá hefur skoðað viðfangsefnið frá
mörgum hliðum og velt þvi fyrir sér undir ó-
likustu sjónarhornum, fordómalaust eða
fyrirtektarlitið. Og tal hans opnar manni
nýja sýn, sýnir manni óvænt og fyrirvara-
laust að þetta er nú ekki svona einfalt allt
saman. Eða þaö sem maður hélt vera full-
komið og klárað berast allt i einu að ófull-
komleika og vöntun.
Og hvaða fólk er það nú helst sem kemur
manni svona á óvart?
Það eru ekki bókmenntagagnrýnendur.
Það eru ekki háskólakennarar.
Það eru sjómenn.
Fyrsthéltég að þetta væru sjómenn upp og
ofan og hugsaði I fullkomlega rómantisku æöi
og vana. Vitaskuld, saltur sjórinn skolar af
þessum mönnum alla fordild. En svo sá ég að
þessi hugsun var ekki nothæf einu sinni I
þriðja flokks skáldsögu.
Og ég fór lika að skilja að það voru einkum
tvenns konar sjómenn sem lásu bækur svona
vandlega.
Það voru farmenn og togarasjómenn.
Hvernig gat staðið á þvi að einmitt far-
menn og togarasjómenn voru læsari en ann-
að fólk?
Þetta var spurning sem snerti við kjarna
málsins.
Vitaskuld vinna þessir menn á vöktum. Og
svo eiga þeir fri tvisvar sinnum sex tima á
sólarhring. Þeir eru innilokaðir eða eigum
við að segja útilokaðir frá ýmsu og hafa næði
sem kallað er. Um borð eru bókakassar.
Þetta var nokkur skýring en ekki nóg.
Ég fór að spyrja mig áfram um þetta og
komst að þvi að yfirleitt er það einn bóka-
ormur um borð i hverju skipi sem sér um að
panta I bókakassann. Hann nauðaþekkir á-
höfnina og veit hvaö hver meðlimur hennar
vill lesa og vel gat það verið að einmitt þessi
maður æli upp smekkinn I félögum sinum,
segði viö sjálfan sig: Nú þessi les þetta i dag.
Nú læt ég hann hafa ofurlitið betri bók, og svo
enn betri þangað til hann er farinn að lesa
eins og manni sæmir.
Og ég hef hitt bókakassastjóra á skipum
sem hafa játað fyrir mér hlutdeild i svona
starfsemi.
En samt var þetta ekki skýring sem nægði.
Eitthvað vantar enn.
Og ég hef haldið áfram að ræða þessa hluti
við alla þá togarasjómenn og farmenn sem
ég hef náð i.
Loksins um daginn var það mágur minn,
Páll, sem kvað uppúr með skýringuna á
þessu. Hann er skipstjóri og þekkir þetta,
raunsýnn maður.
Og málið er undarlega einfalt.
Um borð i togurum og farskipum hafa
menn náttúrlega tima og næði til að lesa, það
er forsendan, en hitt sem mestu máli skiptir
er það að menn eru þar líka stöðugt að
drekka saman kaffi, borða saman mat. Og
þeir sem drekka saman kaffið og borða sam-
an matinn lesa lika sömu bækurnar og meðan
þeir eru að sötra kaffið og slafra I sig matinn
ræða þeir bækurnar sem þeir hafa verið að
lesa.
Þetta er afar mikilvægt.
Þessir menn þurfa engan extratima til að
skilja bækur þvi þeir hjálpast að við að skilja
þær. Umhverfi þeirra er, ef svo má segja,
náttúrlegur bókaklúbbur.
Þeir samsvara tilganginum með þvi að
semja bækur.
Bók er samin handa mörgu fólki, bók er
handa fólki saman en ekki einstaklingum,
hvort sem þeir eru bókmenntafræöingar eða
annars konar misheppnun.
Þetta er ástæðan fyrir þvi að þeir sem ætla
sér að vera einir með bókum veröa ólæsir
smám saman eða skyndilega.
Einfalt mál.
Þorgeir Þorgeirsson