Þjóðviljinn - 22.12.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 22. desember 1974. þjóÐVILJINN — SÍÐA 9 ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Ég vil þakka Hjörleifi Sigurössyni opinskáa og einaröa grein i Þjóöv. 17.12., þar sem hann tekur til meöferöar skrif min um listasöfn frá 8.12. Skýr lýsing Hjörleifs á starfsemi stofnunar þeirrar sem hann veitir forstööu gæti oröiö öörum embættismönnum til fyrir- myndar, þvi slíkt yfirlit er vel til þess falliö aö vekja áhuga fólks og efla þar meö starfsemina. Hjörleifur telur aö ég ætti aö geta gert mér i hugarlund ,,aö mjög takmörkuöu fjármagni er betur variö til sýninga um landiö og á vinnustööum en i greiðslu rafmagns eöa gæslu vegna gesta, sem ekki koma.” Þetta má skilja sem svo aö Hjörleifur sé á þvi að loka beri aöalsafninu, en leggja aila kraftana i vinnustaða- og farandsýningar o.s.frv. Þetta er OMAHA "***" —T t'. |gt xW i t SrmsL»1 Frá sýningunni I Omaha Þó eru það þrjú atriði i grein Hjörleifs sem ég vil gera athugasemdir viö, og þá fyrst spurningu hans um, hvort ég viti „hreint ekkert um starf Listasafns Alþýöusambands Islands og listmiðlun þess sérstaklega”, og nefnir hann siöar i þessu sambandi sýningar og vinnustaðafundi, „kynn- ingarerindi, leiðsögn um list og listsögu, kvikmyndasýningar, flutning ljóða og leikþátta” o.fl. en safnið hefur undanfarin ár verið með starfsemi af þessu tagi viöa um land. Mér finnast þau ummæli Hjörleifs ósann- gjörn aö ég meti ekki sem skyldi eða viti jafnvel ekkert um þessa starfsemi, þvi þetta var nú einmitt það sem ég var að hrósa safninu fyrir i umræddri grein, en þar kallaði ég þetta „lofsvert framtak” og sagðist vona að á þvi yrði framhald. Þarna hlýtur einhver misskilningur að hafa komið til, þvi að i þessum punkti virðumst við Hjörleifur vera hjartanlega sammála. Annað mál er það, að við Hjörleifur erum greinilega ósammála um sýningatima listasafns alþýðu, og þó fjarri mér sé að segja ASÍ fyrir verkum, þá finnst mér enn það einkennileg ráðstöf- un að hafa safnið opið að- eins frá 3—6 siðd., jafnvel þótt fyrir hafi komið að opið hafi verið fram eftir kvöldum (og viðurkenni ég fúslega að vita ekki hve oft það hefur verið siðustu misserin eða árin). hrein afstaða og betri en mála- myndasýningatiminn um miðjan dag, en ég get ekki fallist á þá skoðun sem fram kemur i þessum orðum Hjörleifs. Þó ég ætli mér ekki að fara að setja fram einhverja patentlausn á safnrekstri, þá held ég að fullyrða megi að sem fjölbreyttust starfsemi sé vænlegust til árangurs. t þeim tilgangi tel ég aö vel megi nota venjulega sýningarsali. Hjörleifur bendir réttilega á aö hinn óheyrilega langi vinnu- dagur fólks hér á landi sé einn aðalóvinur sýningahalds og ég trúi þvi ekki að hann eigi i raun og veru við að best sé að loka sýningasölum, heldur sé hann að benda á þann vanda sem við er að etja. Það þýðir heldur ekkert að gefast upp og loka, frekar að reyna að koma til móts við þarfir fólks. Þriðja atriðið þar sem ég er ósammála Hjörleifi er begar hann segir að menningarmið- stöðvar séu „i stærstum dráttum komnar af tilrauna- stiginu”. Menningarmiðstöð hlýtur alltaf að vera á tilrauna- stigi, annars stendur hún ekki undir nafni, þvi menning hvers samfélags tekur sifelldum breytingum og gerðar eru sifelit nýjar tilraunir, annars mundi samfélagið geldast og deyja út. Ekki ætla ég að fara lengra út i þessa sálma hér — þakka Hjörleifi góðan pistil og vona aö við höfum bæði gert nægilega hreint fyrir okkar dyrum. — 1 Ken Friedman. staðinn langar mig til að segja frá tilraun sem gerð var vestur i Omaha i Bandarikjunum i fyrra. Upphaf máls var það að lista- safn þar i bæ, Joslyn Art Museum, bauð Ken Friedman aðhalda þar einkasýningu. Ken þessi er einn af Flwtusmönnum sem er alþjóðlegur félags- skapur listamanna, stofnaður upp úr 1960. Félagar þessa hóps fást við ýmsar listgreinar og geta vist flestir talist til framúr- stefnumanna, hver á sinu sviði. Sá þeirra sem kunnastur er hér á landi er likast til Yoko Ono, sem orðin var þekkt sem mynd- listarmaður áður en hún varð fræg fyrir að giftast John Lennon, syngja o.fl. Af öðrum mætti nefna Nam June Paik sem hélt hér tónleika með Musica Nova fyrir mörgum árum, Joseph Beuys o.fl. En nóg um það, Ken Friedman hafði ekki áhuga á einkasýningu, en spurði hvort hann mætti ekki skipuleggja stóra sýningu með mörgum þátttakendum i staðinn. Niður- staðan varð „Flæðikerfi Omaha” (Omaha Flow Systems) sem stóð yfir i tæpan mánuð. Yfir 2000 listamönnum viðsvegar úr heiminum var boðið að senda verk á sýninguna. Rétt er að geta þesá, aö í þeim hópi voru tveir islend- ingar, þeir Guðbergur Bergsson og Jón Gunnar Arnason. Þátt- taka mun hafa verið allgóð, þótt flutningskostnað yrðu lista- mennirnir sjálfir að borga og einnig að gangast undir að verkin væru óendurkræf. Verkunum var siðan komið fyrir i safninu jafnóðum og þau bárust. Sýningargestir gátu svo tekið með sér til eignar það verkið sem þeim leist best á, með þeim skilyrðum þó, að þeir settu i staðinn eitthvað sem þeir hefðu búið til sjálfir, og skrifuðu eða hefðu samband á annan hátt við þann listamann sem gert hafði verkið sem þeir tóku. Þannig gafst öllum tækifæri til að vera i senn sýningargestir og sýnendur. Sem nærri má geta varð þetta mjög fjölbreytt sýning, og var hún alls ekki einskorðuð við myndlist, þarna voru lika kvik- myndir, tónlist, kvæði, uppákomur, video o.fl. Starf- semin var viðar en á safninu, ýmis félög og skólar tóku þátt i þessari listahátið. Haldnir voru fyrirlestrar og námskeið, sjón- varps- og útvarpsþættir fluttir. Sumum myndlistarverkunum var stillt út i verslunarglugga viðsvegar um bæinn, verk- stæðum var komið upp þar sem fólk fékk aðstöðu og nokkra leiðbeiningu við listsköpun. Ég hef sjálf ekki séð þessa sýningu, svo ekki veitég af eigin raun hvernig til tókst. Af blaða- greinum og frásögnum má þó ráða að þótt ýmsir öröugleikar hafi komið i ljós, þá hafi megin- markmiði sýningarinnar verið náð, en það var einmitt að fá saman hinar ýmsu listgreinar og alls kyns umræður og fróðleik um þær. Einnig að útvikka safnið þannig aö 'pao flæddi yfir i daglegt umhverfi fólks, og siðast en ekki sist að gefa fólki kost á að taka þátt i listinni með þvi að veita þvi vinnu- og sýningaraðstöðu. Þannig var reynt að brjóta niður — eða a.m.k. að höggva gat i — þann múr sem oftast er á milli þeirra sem framleiða listaverk og þeirra sem eiga að taka við þeim. Við tilraunir sem þessar ber að hafa i huga að þar eru fram- kvæmdir og skipulagning erfiðari vegna þess að ekki er við sterka hefð að styðjast. Hætt er þvi við að ýmislegt fari i handaskolum. Ekki er heldur nóg að fleytifylla allt af list i einn mánuð og hætta svo. List- kynning og -miðlun verða að vera fjölbreyttar og sibreyti- legar, þvi annars er hætta á að listin einangrist frá lifi fólksins. EHsabet Guðmundsdóttir. GLENS Heiðarleikinn dugar lengst, segja menn. Tja, það má til sanns vegar færa, hann er yfir- leitt aldrei uppgötvaður. — Við skulum lifa, eins og þetta sé okkar siðasti ævidagur, hvisl- aði hann hás og skjálfraddaöur að elskunni sinni. — Já, sagði hún, dálitið hugsandi. — En hvað nú ef við lifum það af? Þessi er gamall og góður. Hann er siðan i bernsku Georgs sjötta, sem hét Albert á þeim aldrei, og einn daginn stóð hann ásamt Edward bróöur sinum og fylgdist með þvi út um glugga, hvernig krakkarnir i nágrenni hallarinnar léku sér i snjóorrustu fyrir utan. Um leið og barnfóstra þeirra vék sér afsiðis þutu bræðurnir út til að taka þátt i bardaganum. Stuttu siðar miðaöi einn þátt- takendanna vitlaust og braut einn hallarglugganna með snjóbolta. Vörðurinn kom æðandi og dró syndarana með sér fyrir varð- sveitarforingjann, sem mælti hvass i bragði: — Hvert er nafn þitt, þorpari litli? — Nafn mitt er Edward, prins af Wales, sagði sá stutti og rétti þóttalega tfr sér. — Hver ert þú þá, spurði foringinn þann næsta i röðinni. — Albert, hertogi af York. — Þvilikur fénaöur, hnussaði i foringjanum, um leið og hann snerisér aö þeim þriðja — Hver ert þú svo? Pjakkurinn þagöi andartak, en sagði svo: — Ég vil ekki svikja félaga mina — ég er erkibiskupinn af Kantaraborg! ©

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.