Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
NESCO HF
Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788
Og svo fóru allir aö sofa
Dagný
Kristjánsdóttir
skrifar um
barnabækur
Þórir S. Guöbergsson:
Ljós aö næturlagi
isafoldarprentsmiöja h.f.
Ég held að þessari bók veröi
best lýst með þvi að gera nokkra
grein fyrir efni hennar.
Þrlr drengir fara I útilegu og
tjalda á landareign góðrar, guð
hræddrar sveitakonu. Þar I sveit-
inni eru staddir forhertir glæpa-
menn, að þessu sinni i gervi jarö-
fræðinga. Drengirnir þrlr fá fljótt
veður af þvl að þetta eru engir
sauðmeinlausir jarðfræðingar
heldur „flögð undir fögrum
skinnum”.
Fyrsta nóttin gengur I garð,
þeir ganga til hvilu I tjaldi sinu og
ræðast við:
„Þessi bók inniheldur mesta
leyndardóma llfsins, sagði prest-
urinn þeirra einu sinni I ferming-
arundirbúningnum. 1 henni er allt
veganesti, sem þið þurfið á lifs-
brautinni.
Vinir hans tóku upp Ný ja testa-
menti sin. Einlægni og einbeitni
skein úr svip þeirra. Augu þeirra
hvörfluðu frá einu versi til ann-
ars, þangað til Gunnar slökkti á
vasaljósi sinu.”
Eftir þessar samræður þriggja
skólastráka verða mikilvæg hvört
I sögunni. Einn þeirra þarf að
ganga örna sinna. Hann sér ljós
loga i dimmri fjallshliðinni og það
er fyrsta örugga sönnun bókar-
innar fyrir glæpsamlegu athæfi
hinna tveggja útlendu jarðfræð-
inga sem hafa viðlegu skammt
frá tjaldstæði drengjanna.
Inn I þessa sögu af drengjunum
fléttast isaga af litilli, fátækri,
guðhræddri og góðri stúlku sem á
vonda foreldra. Við sjáum fyrst
til hennar i rútubilnum sem flutti
drengina til ævintýrsins. Þeir
spotta hana ákaflega en við fyrir-
gefum þeim þvi þeir vita ekki
hvað þeir gjöra og fáfræði þessi
stendur ekki út alla bókina. Þegar
þeir eru að hæða þessa litlu varn-
arlausu stúlku stendur góði odd-
vitinn upp úr sæti sinu I rútubiln-
um og kastar fram þessari spurn-
ingu: „Er það ykkur að þakka
hve góða foreldra þið eigið?”
Ævintýrið, sem brast á þegar
fyrstu nóttina, gengur i mesta
þófi meiri hluta bókarinnar. Þó er
sitthvað að gerast. Tveir drengj-
anna fá systur sinar i heimsókn
og við það batnar maturinn að
sjálfsögðu til mikilla muna.
Stúlkurnar sofa heima á sveita-
bænum hjá gömlu konunni en
ekki I tjaldi eins og drengirnir —
enda bara stelpur. Onnur þeirra
bjálfast til þess að snúa á sér
löppina og það hefði getað farið
illa ef drengirnir hefðu ekki
bjargað henni. Slik óheppni er
fljót aö gleymast og börnin láta
hnyttnar skritlur fjúka, eftir sem
áður:
„Sjáðu Gústa, sagði Ósk. Hann
er reglulegur eplastrákur I dag.
Hlátur þeirra ómaði i kyrrðinni.”
„Gunnar brosti og sagði glettn-
islega: Við skulum leyfa „vitan-
um” að lýsa á „oddvitanum” og
sjáum svo hvað gerist.”
Og það er sannarlega af nógu
að taka ef horft er eftir gaman-
sömum tilsvörum i þessari bók.
Gunnar, einn drengjanna, er
dreyminn og hinir kalla hann
lok, hratt og örugglega. Gamla,
guðhrædda konan og litla stúlkan
siga unga, góða oddvitanum á
jarðfræðingana eftir að þær hafa
sannað á þá glæpinn. Jarðfræð-
ingarnir okkar eru nefnilega eng-
in smámenni. Þeir eru hvorki
meira né minna en italsk-enskir
fálkaþjófar sem stela islenskum
fálkaungum og selja þá mr.
Abraham ibn Abdullah, oliukóngi
i Arabiu fyrir stórfé — en nóg um
það.
Þegar bókinni er rétt að ljúka
ræða stúlkurnar litillega um
glæpamennina sem leika nú ekki
lengur lausum hala:
„Þeir eiga skilið að verða
dæmdir, slikir menn, sagði Osk
og lagði áherslu á hvert orð.
Já.settir i langt varðhald, bætti
Ella viö.”
Höfundur endar þessa sögu sina
siðan snoturlega með þvi að allir
fara að sofa. Ætli megi ekki skilja
þann endi sem táknrænan?
skáldið. Geir, vinur hans, er hins
vegar mikill gárungi. Hér kank-
ast þeir á:
,,.. sagði Gunnar glaðlega. Við
erum vanir öllu mögulegu og ó-
mögulegu. Það er helzt hann
„gárungi” minn. Honum er alltaf
svo illt i afturendanum, siðan
pabbi hans flengdi hann á unga
aldri.
Gunnar brosti. Gamla konan
lika. Geir svaraði i sömu mynt.
Sjáðu til, amma. Pabbi hans þorir
nefnilega aldrei að senda hann
einan að heiman, sem er ósköp
skiljanlegt. Stundum veit hann
naumast hvað hann segir. Það er
svo stutt á milli draums og veru-
leika hjá honum. Þess vegna bað
pabbi hans mig um að passa
hann. Hann má bara ekki vita af
þessu, strákurinn. Hann gæti
fengiö minnimáttarkennd. Hlátur
glumdi i litlu stofunni á Hjalta-
stöðum. Gamla konan skemmti
sér konunglega. Unglingarnir
ekki siður.”
Gamla konan er afar góð við
börnin enda eru þau að hennar
skapi:
„Mér finnst alltaf eins og strák-
ar eigi að vera strákar og stelpur
stelpur. Þó leiðist mér ekki, þó ég
sjái hrausta og snaggaralega
stelpu, sem minnir mig á strák,
en frekar ef ég sé strák, sem
minnir mig allt of mikið á
stelpu.”
í lok bókar lýkur hún þvi trú-
boöi sem góði oddvitinn hóf I upp-
hafi sögunnar. Hún rekur harma
Svönu, litlu, góðu stúlkunnar, og
lýsir þvi hvernig hún hafi fyrir
guðs náð bjargast frá raunveru-
leika sinum — á flótta:
„Svo kom hún hingað. Við töl-
uðum við Jesúm og sögðum hon-
um frá öllu. Hann hefur verið at-
hvarf mitt og hjálp i sextiu ár,
börnin min.”
Börnin hrifast mjög af þessu og
gera skoðanir þeirrar gömlu þeg-
ar að sinum.
011 vandamál leysast I bókar-
Þérir S. Guðbergsson
Hér sýnum við samstæðu, sem mundi sóma sér vei,
hvar sem væri, GRUNDIG Studio 1600 ásamt tveim-
ur SCANDYNA M-5 hátölurum. Studio 1600 er
hvorttveggja i senn útvarpsmagnari og plötuspilari.
Útvarpið er vandað og næmt, og er það með FM-
stereobylgju, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju.
Magnarinn er 2x12,5 sinus/RMS wött, og býður
hann upp á hvort heldur er stereo- eða fjórvíddar
(4 — D = Four Dimensions) notkun. Fékk þessi
magnari hæstu einkunnir, sem gefnar voru, í próf-
un, sem fram fóru í fyrra á 26 útvarpsmögnurum á
vegum norsku neytendasamtakanna (sjá Forbruker-
Rapporten nr. 8 1973 — RTV 800). Plötuspilarinn er
2ja hraða og gerður fyrir hand- eða sjálfvirka notk-
un. Er hann með Shure M75-D segulþreif. SCAN-
DYNA M-5 hátalararnir standa einnig vel fyrir sinu.
Er flutningsgeta hvors þeirra allt að 25 wöttum og
tónsvið 60—20.000 rið. — Verðið á þessari glæsi-
legu samstæðu er kr. 113.600,00, og er þá fótur
fyrir Studio 1600 ekki reiknaður, en hann kostar
kr. 7.400,00. Sambærilega fætur er lika hægt að
fá fyrir hátalarana á kr. 6.600,00 (stk.). — Er þetta
ekki einmitt samstæðan, sem þú hefur verið á
hnotskóm eftirl?
i