Þjóðviljinn - 22.12.1974, Side 15
SnnniUlagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
NORRÆNI MENNINGAR-
SJÓÐURINN 1975
Stjórn Norræna menningarsjóBsins mun hafa samtals
5.500.000 danskar krónur til umráða og lithlutunar á árinu
1975.
Sækja má um styrk úr sjóðnum til norrænna samstarfs-
verkefna á sviöi vlsinda, kennslumála, alþýðumenntunar,
bókmennta, tónlistar, myndlistar, leiklistar, kvikmynda-
gerðar og annarra listgreina — einnig til menningarlegrar
kynningar- og fræðslustarfsemi. Þá má einnig sækja um
styrk til upplýsingastarfsemi um norrænt menningarsam-
starf og um menningarlíf á Norðurlöndum, hvort heldur
sú starfsemi fer fram á Norðurlöndum eða utan þeirra.
Veita má styrk úr sjóðnum til norrænna verkefna, sem
samkvæmt áætlunargerð lýkur á ákveðnum og tiltölulega
stuttum tima. Einnig má veita styrk til norrænna verk-
efna, sem samkvæmt eðli sinu eru varanleg og lýkur ekki i
eitt skipti fyrir öll. Yfirleitt er þó styrkur til slikra verk-
efna einungis veittur fyrir ákveðið timabil, sem stjórn
sjóðsins sjálf afmarkar.
Þó er yfirleitt þvi aðeins veittur styrkur úr sjóðnum, að
verkefnin, sem styrkt eru, snerti að minnsta kosti þrjú
Norðurlönd. Ekki er veittur styrkur úr sjóðnum til ein-
staklingsframkvæmda, til dæmis til námsstyrkja og þess
háttar. Sé sóttum styrk til visindaverkefna, er þess venju-
lega krafist, að verkefnin séu unnin i raunverulegri sam-
vinnu milli visindamanna frá Norðurlöndunum, smb. til-
gangsgrein i lögum Norræna menningarsjóðsins. Það er
venjulega ekki mögulegt að veita styrk til framkvæmda,
sem þegar eru hafnar og eitthvað á veg komnar. Þó má
gera undantekningu frá þessari reglu, ef um er að ræða
framkvæmdir, sem byrjað hefur verið á i reynsluskyni.
Það er hrein undantekning, að veittur sé styrkur til að
rétta við fjárhagslegan halla á framkvæmdum, sem er
lokið.
Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar Norræna
menningarsjóðsins. Umsækjandi fyllir út sérstakt um-
sóknareyðublað, sem fæst hjá Nordisk Kulturfond, Sekre-
tariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10,
DK-1205 Köbenhavn K. Simi: (01)11 47 llog hjá Mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik.
Umsóknarfrestur fyrir seinni helming ársins 1975 rennur
út 15. febrúar 1975. Afgreiðslu umsókna, sem sendar hafa
verið fyrir þennan mánaðardag, mun samkvæmt áætlun
vera lokið um það bil 15. júni 1975. 1 júni 1975 verður aug-
lýst á nýjan leik um veitingu styrkja úr sjóönum og þá fyr-
ir árið 1976. Frestur til að sækja um styrki fyrir fyrri
helming ársins 1976 rennur út 15. ágúst 1975.
STJÓRN NORRÆNA
MENNINGARSJÓÐSINS
OG ALÞJÓÐAÁR KVENNA
1975
1 tilefni þess, að ákvarðað hefur verið að gera árið 1975 að
alþjóðaári kvenna, hefur Norræni menningarsjóðurinn á-
kveðið að leggja til hliðar allmikla upphæð af fé þvi, sem
sjóðurinn hefur til umráða 1975, i þvi skyni að styrkja
menningarleg samstarfsverkefni meðal kvenna, og þá
ekki einungis verkefni, sem miða að þvi að breyta hinu
hefðbundna verksviði kvenna, heldur einnig hinu hefð-
bundna verkefni karlmanna.
1 þessu tilefni óskar sjóðurinn sérstaklega eftir umsókn-
um frá samböndum, kvenfélögum og öðrum, sem vinna að
verkefnum I sambandi við alþjóðaár kvenna 1975. Frestur
til að senda inn slikar umsóknir rennur út 25. janúar 1975,
og gert er ráð fyrir að afgreiðslu þeirra umsókna, sem
berast, sé lokið I febrúarlok 1975.
Veita má styrk til norræns menningarlegs samstarfs á
sviði visinda, fræðslumála og annars menningarsam-
starfs, samkvæmt venjulegum reglum sjóðsins, eins og
nefnt er að ofan.
Senda ber umsóknir til stjórnar Norræna menningar-
sjóðsins og á umsóknareyðublöðum sjóðsins. Umsóknar-
eyðublöð og nákvæmari upplýsingar getur maður fengið
með þvi að snúa sér til Nordisk Kulturfond, Sekretariatet
for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205
Köbenhavn K. Simi (01) 11 47 11.
Stjórn Norræna menningarsjóðsins
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
ÞANGAÐ Tll__________
Það er sagt að enginn list-
málari hafi getað málað eins
fögur brjóst (nakin) og frakkinn
Renoir. Þegar aðrir listmálarar
undruðu sig á þessari fullkomn-
un, og spurðu, hvernig hann færi
að þvi að ná húðinni svona lif-
andi, svaraði Renoir:
— Ég held áfram þar til mig
fer að langa til að klipa i þau. Þá
veit ég, að þau eru rétt.
BOXFEGRUN
Finnski iþróttalæknirinn, dr.
Lyderik Löfgren, heldur þvi
fram, að konur sem stunda
hnefaleika verði sérdeilis álit-
legar. Að visu veröi þær að iðka
iþróttagrein sina með sér-
hönnuðum hönskum, fylltum
pressuðu lofti. Þá fái þær lika
aukreitis heilnæmt andlitsnudd
sem öl'vi blóðrásina og gefi and-
litinu ferskleika og hreystisvip,
segir Löfgren.
TILBOÐ
Skilti i húsgagnaverslun i
Malmö: „Hvernig væri að leysa
svefnherbergisvandamál okkar
saman?”
VIÐAMIKLAR
RÖKSEMDIR
Lögregluþjónn i Milanó kom of
seint i vinnuna. Sem afsökun til-
færði hann:
— Ég fékk bréf frá kærustunni
með póstinum i morgun. Hún
heimtar giftingu án tafar. Bréfið
var 94 siður.
tVÍSNA-
ÞÁTTUR
S.dór. ==
Gamanmál
Þar sem þetta er siðasti visna-
þáttur fyrir jój skulum við nú
breyta dálitið'útaf og helga þátt-
inn eingöngu gamanmálum.
Þeim er aldrei of oft haldið á lofti.
Þingvisa eftir Eikrik á Hæli:
Þeir sem eiga á þingi sess
og þurfa að éta,
verða að beygjast eins og s
en ekki z.
Sigurbjörn frá Fótaskinni orti
um Friðfinn á Kotmýrum.
Orðavirinn öfugt snýr
ekki hýr i sinni.
Lygum spýr, þá kjaftinn knýr
Kotamýra-Finni.
Egill Jónasson frá Húsavik
varð veikur og óttast var að hann
væri með sykursýki. Hjúkrunar-
konur voru honum umhyggju-
samar og vorkunnlátar og þá orti
hann:
Nú er ég loksins sagður
vera sætur
svo mjög að konur girnast
á mérkroppinn.
Andvara ég þvi á mér hef
um nætur
og er aö verða hræddur
um sykurtoppinn.
Flugfreyjurnar:
Freyjunafni á fljóðin klint
finnst mér vera nokkuð oft
Þerna ekki þykir fint
þegar þær koma upp i loft.
Páll Vatnsdal kveður um
ástina:
Sæt er ástin satt er það
sérstaklega fyrst i stað.
Svo er hún þetta sitt á hvað
og súr þegar allt er fullkomnað.
Tæmd brennivinstunna:
Nú er endað hennar hlaup
hinsta sporið stigið,
og innihaldið uppá staup
út i vegginn migið.
Eirikur frá Garðhúsum.
Vatnsnes og Miöfjörður;
Það má kalla undur að
ýmsir flytja héðan
inni Miðfjörð eftir það
að þeir hafa séð hann.
Sr. Sigurður I Hindisvik.
Á Húsavik voru allmiklir jarö-
skjálftar einn vetur fyrir mörgum
árum. Á öðru missiri þar frá voru
barnsfæðingar með mesta móti i
kauptúninu, og þá kvaö Egill
Jónasson:
Allt er I lagi öllum hjá
eignast börnin hver sem getur.
Loksins bregður ljósi á
landskjálftana i fyrravetur.
Egill kvað eitt sinn er stúlka
átti barn i lausaleik:
Fæddur er á Fossi einn
feikilegur risi.
Nú hefur einhver yngissveinn
orðið fyrir slysi.
Maður nokkur á Siglufirði trú-
lofaðist stúlku sem hét Rósa.
Ástarsambandið var stutt, en
skömmu siðar trúlofaðist hann
annarri sem einnig hét Rósa, og
þá var kveðið:
Vanti þig aldrei vinur minn
vin né sæg af drósum.
Vona ég að vegur þinn
verði stráður rósum.
Þá er hér önnur frá Siglufirði:
Velsæmis úr hoppar höftum
hefur upp nið og skammast frekt.
Til að halda heilsu og kröftum
honum er þetta nauðsynlegt.
A 50 ára afmæli Jóns i
Axlarhaga kvað vinur hans
Haraldur frá Kambi:
1 Axlarhaga sá ég sjón
sem að eykur grinið.
Hálf er öldin.hálfur Jón,
og hálfnað brennivinið.
Flestir kannast eflaust við vis-
una sem niöir niður sildarplássið
Raufarhöfn — Farðu i rassgat,
Raufarhöfn / rotni fúli drullupoll-
ur. En þaö vita kannski ekki allir
aö þessari visu var svarað á
staönum:
Þótt Raufarhöfn hafi ekki
andlegan auð
og enginn sé fegurðarstaður,
að lasta sitt eigiö lifibrauð
er ljótt af þér, aðkomumaður.
Þetta var ort á sildarárunum.
Blaðavisa um Morgunblaðið:
Þekking á hvað þjóð er græn
þarf ei djúpt að grafa,
Mogga fyrir morgunbæn
meðan flestir hafa.
Magnús Gislason.
Þá var ort:
Ei var þröngt á efni i brag
ómað af söng i ranni.
öls við föng og ljóðalag
leiöis öngum manni.
Stefán Vagnsson.
Ungur lögfræðingur gerðist
bæjarstjóri á Isafirði. Hann hafði
þann kæk að róa mjög I sæti sinu;
þá var ort:
Eignast hefur okkar bær
aflasæla veiðikló,
þvi einn er sá sem alltaf rær
þó engirin bátur fari á sjó.
Tómas Guðmundsson sendi
þessa heillaósk:
Leiði þig gæfan sannan sælustig.
Satan og allt hans hyski
frá þér viki.
Himnanna drottinn hoppi
kringum þig,
„helgist þitt nafn og tilkomi
þitt riki”.
Laufey Valdemarsdóttir var að
halda ræðu á fundi i Alþýðu-
flokknum og bar það af sér að
hún hefði klofið flokkinn 1937; þá
var ort:
Við alþýðuna ást ég batt
þótt aðrir fái lofið.
En Þura og Inga, það er satt,
þær hafa báðar klofið.
Sr. Einar á Borg orti til kunn-
ingja sins:
Sankti Pétur sagði mér
að sjálfsagt inn þér myndi
hleypt
en dropann yröi að draga .
af þér
og daður yrði ekki leyft.