Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Stjórnarliðið felldi tillögur Magnúsar um Vísitölubœtur á tekj utryggingu Heimildarákvæði um vísitölubætur var einnig fellt gegn atkvæðum stjórnarand- stæðinga og 2ja íhaldsmanna Við lokaafgreiðslu fjárlaga komu til atkvæða tillögur frá Magnúsi Kjartanssyni um dýrtíðaruppbót á tekjutryggingu lifeyrisþega. Stjórnarliðið felldi þær báðar, en þó hlupu tveir stjórnarþingmenn undan merkj- um i sambandi við þá tillögu er skemmra gekk. Framsóknar- menn sýndu hug sinn til aldraðs fólks og öryrkja og voru allir sem einn á móti hækkuðum framlög- um til lifeyrisgreiðslna. Enginn stjórnarþingmanna vildi standa að því að hækka rlkisframlag til almannatrygg- inga um 500 miljónir króna þann- ig að unnt væri að verja 800 miljónum til að greiða uþpbót á tekjutryggingu til aldraðs fólks og öryrkja samkvæmt fram- færsluvisitölu. Kom þá til atkvæða varatillaga MagnUsar þess efnis að ríkis- stjórninni væri heimilt að greiða vísitöluuppbót á tekjutrygging- una. Brá þá svo við að sjálú stæöismennirnir Oddur Ólafsson fyrrum læknir á Reykjalundi og Péturs Sigurðsson stjórnarfor- maður DAS, Hrafnistu, greiddu þeirri tillögu atkvæði. En enginn framsóknarmaður treysti sér til að heimila ríkisstjórninni þetta — það var þó ekki eins og tillagan skyldaði neinn! Einmitt vegna þess að framsókn brást náði ekki einu sinni þetta heimildarákvæði fram að ganga. Nafnakall var um báðar tillög- urnar. Nýtt afrek Jóns Þórarinssonar Hyggst stöðva þátt með Erni Bjarnasyni, Böðvari Guðmundssyni og Megasi Ekki alis fyrir löngu bauð Ómar Valdimarsson þremur gestum til sin i sjónvarpssal en hann annast þáttinn, Það eru komnir gestir eins og kunnugt er. Þessir gestir voru örn Bjarnason, Böðvar Guö- mundsson og Magnús Þór Jóns- son eða öllu heldur Megas. Þristirni þetta á það saineigin- legt að allir sem ja þeir sönglög og visur við þau og eru þar að auki allir vinstra megin i stjórnmála- skoðunum. t þættinum ræddi Ómar við þá um hvernig væri að vera trúbadúr á íslandi og þeir sungu nokkur af lögum sinum sem yljað hafa róttæklingum undanfarin misseri. Nema hvað að örn Bjarnason gerist forvitinn um hvenær ætti að setja þáttinn á dagskrá og hringir i Jón Þórarinsson yfir- mann LSDeildar sjónvarps. Jón þessi segir Erni að hann sé á móti þvi að þátturinn verði sýndur og rökstuddi þá skoðun sína með þvl að i söng Megasar hefði komið fram argasta guðlast og einnig að óréttlátt væri að sungin yrðu lög sem fjölluðu um Hreggvið rit- handasafnara án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir sig. Þjóðviljinn hafði tal af Jóni og sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort þáttur- inn skyldi settur á dagskrá. — Ég er ekki meðmæltur þvi að hann verði sýndur, sagði Jón. — Hvers vegna ekki, spurðum við. — Ég veit ekki hvort ég þarf að Leitað að lítilli flugvél Kl. 13.07 á sunnudaginn, lagði litil eins hreyfils flugvél upp frá Nassarsuak i Græn- landi áleiðis til tslands. Kl. 23 á sunnudagskvöld heyrðist til flugmannsins. Hann gat ekki gefið upp staðarákvörðun. Siðan hefur ekkert til vélar- innar spurst. Leit var þegar hafin er vélin kom ekki fram. Leitað er bæði á sjó og landi, á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og i Dölunum og á hafinu milli is- lands og Grænlands. Alls munu um 100 manns taka þátt i Ieitinni, auk sjö flugvéla og skipa sem stödd eru á þvi svæði sem hugsanlegt er að flugvélin geti hafa farið niður. Hér er um að ræða, eins og áður segir, eins hreyfils flug- vél og einn maður, erlendur flugmaður, um borð. Vélin er af Týl-gerð og getur bæði lent á sjó og landi. Hafi hún fariö i sjóinn, er ótrúlegt að hún haldist lengi á floti, þar sem ölduhæð á þessu svæði var I gær um 1,5 m. Þótt það sé ekki vitað, eru likur taldar á að vélin hafi verið komin alveg að landinu, eða jafnvel innyfir þaö þegar siðast heyrðist til hennar. Þess vegna er áhersla lögð á leit á landi ekki siður en á sjó. Ekki er vitað um erindi þessarar vélar til Islands, en talið liklegt að hér sé um að ræða eina af þeim flugvélum sem sifellt er verið að ferja milli Bandarikjanna og Evrópu. —S.dór gera grein fyrir þvi opinberlega. Málinu verður skotið til útvarps- ráðs sem tekur endanlega ákvörðun. En þáttur þessi fer ekki á dagskrá fyrr en i janúar eöa febrúar ef hann verður þá sýndur sem ég tel ekki sennilegt. — Hvenær mun útvarpsráð fjalla um málið? — Það gerist nú litið yfir hátið- irnar svo það dregst að öllum lik- indum fram yfir áramót, sagði Jón að lokum. Við bárum þessi ummæli Jóns undir örn Bjarnason. Hann sagði að ljóst væri að Jón hyggðist draga málið þar til búið væri að kjósa nýtt útvarpsráð, væntan- lega hagstæðara fyrir hann. — Þetta er gott dæmi um hvers virði hugtök eins og lýðræði og málfrelsi eru þessum mönnum sem mest hampa þvi. Það væri annars ekkert þvi til fyrirstöðu af minni hálfu að Hreggviður fengi tækifæri til að ræða við einhvern okkar eftir þáttinn. — Við trúbadúrar erum oft spurðir að þvi hvers vegna við sé- um alltaf að syngja um timanleg fyrirbæri. Það segir sig sjálft að við hljótum að syngja um það sem er i kringum okkur á hverj- um tima og það ástand sem rikir en ekki kertaljós frá fyrri öld. Menn þurfa ekkert að undrast það. — En i þessum þætti vorum við mjög óhefðbundnir og vorum eiginlega að gera grin að þáttum eins og Það eru komnir gestir. Við vorum i vinnugallanum, bindis- lausir og „illa til fara” eins og fólk segir. Með þvi vildum við mótmæla þessu stifa formi sem bindið og harðkúluhatturinn hafa i för með sér, sagði örn að lokum. Þess má geta að i þættinum söng Böðvar lag sem hann kvað fjalla um mistök i islenskri skóg- rækt og að það fjallaði ekki um neina ákveðna persónu. Menn hefðu gróðursett græðling og upp af honum hefði sprottið hreggvið- ur . . . En að lokum má varpa þeirri spurningu til núverandi útvarps- ráðs hvort það hefur ekki i hyggju að blanda sér i málið þrátt fyrir að þvi he(ur ekki verið skotið til þess ennþá . — þh SPLIT, Júgóslavía 1975 Sumariö 1975 bjóðum við ferð- ir til Adriahafsstrandar Júgó- slaviu, 30 km fyrir norðan Split, en 4 km frá litla fiski- mannabænum Trogir. Hotel Medena, gott fjögra stjörnu hótel er rétt við Adriahafið. Það hefur sina eigin strönd, tennisvelli, mini-golf, inni- og útisundlaugar með upphituð- um sjó, næturklúbb og úti- dansstað. Auk þess eru verzl- anir, hárgreiðslustofa o.fl. i hótelinu. Ferðatilhögun: Flogið með áætlunarflugi um Kaupmannahöfn. Dvölina i Júgóslavfu er hægt að fram- lengja. Gert er ráð fyrir einni nótt I Kaupmannahöfn á baka- leið. Ferðir: dagar 8. mal—-23.mai 16 22. mai —5.júni 16 5. júni —26.júnl 23 21. ágúst —5. sept. 16 4. sept. — 18. sept. 16 18. sept. — 10. okt. 23 Algarve Suður Portúgal 1975 Ferðir: 21. mal —13. júni 24 dagar 13.júnl — 4. júli 22 dagar 4. júli — 25. júll 22 dagar 25. júli—ll.ágúst 18 dagar 11. ágúst — 29. ágúst 19 dagar 29. ágúst—19. sept. 22 dagar 19. sept. — 10. okt. 22 dagar Suður Portúgal (Algarve) er einn af eftirsóttari ferðamannastöðum Evrópu. Ferðaskrifstofan Úrval mun gefa farþegum kost á að heimsækja þennan stað i ódýru leiguflugi sumarið 1975. Gisting: Vilamoura, stærsti ferða- mannabær Algarve. Gist I Ibúðum, litlum húsum (Villas) og á 4 stjörnu hóteli. 1 Vilamoura eru matsölustaðir, verzlanir, discotheque, næturklúbbar, spilaviti, siglingaklúbbur, útreiðar, iþróttavellir, tennisvellir, golf, barna- ieikvöllur o.fl. Vilamoura: Hvíldar- og baðstaður fjölskyldunnar 1975. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshiisinu simi 26900 Mallorka 1975 Eins og undanfarin ár munum við bjóða Maliorkaferðir frá páskum til október- loka. Sérstaklega hefur verið vandað til gististaða. Ibúðir: APOLO Magaluf. Þennan stað þarf ekki að kynna fyrir úrvals farþegum. Ap- olo er I hjarta Magaluf. Ibúðirnar eru svefnher- bergi, stofa, eldhús og bað. Fyrirmyndaribúðir, enda hefur öllum úrvalsfarþeg- um liðið þar vel. VILLA MAR LL, Palma Nova. Þessi nýja Ibúða- bygging stendur við sjó austast I Palma Nova. Fyr- ir framan húsiö er sund- laug. Auk þess tilheyra mini-golf, barnaleikvöllur og tennisvöllur Villa Mar. Allar ibúðirnar eru með svefnherbergi, rúmgóðri stofu, eldhúsi og baði. PORTONOV A, Palma Nova. Þetta glæsilega I- búðar-hótel var opnað 1. ágúst 1974. Hér er það bezta, sem til er I gistingu i Magaluf og Palma Nova. úrval býður þar þrjár gerðir Ibúða, með eða án matar. Hótel: PLAYA MARINA ILL- ETAS. AYA Arenal. PAX Magaluf. Ferðir 1975: l.ágúst —15. ágúst 15 dagar 25. marz — 4. april 11dagar 8. ágúst — 22. ágúst 15 dagar 4. april —2. mai 28 dagar 15. ágúst — 5. sept. 22 dagar 2. mai —23. mai 22 dagar 22. ágúst —12. sept. 22 dagar 23. mai — 6. júni 15 dagar 5. sept. —3. okt. 28 dagar 6. júni —27.júni 22 dagar 12. sept, —26. sept. 15 dagar 27. júni —18. júli 22 dagar 26. sept, —17. okt. 22 dagar 18. júli —8.ágúst 22 dagar 3. okt, —30. okt. 27 dagar J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.