Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 24. desember 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍDA 7 Frá æfingu á Dauftadansinum, taliöfrá vinstri: Helga Bachmann, GIsli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson I hlutvcrkum sinum. Jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur í ár verða Dauðadansinn eftir Strind- berg og Morðið í dómkirkj- unni eftir T.S. Eliot. Fyrr- nefnda leikritið hefur Helgi Hálfdanarson þýtt og það síðarnefnda Karl Guð- mundsson, leikari. Það verður flutt í Neskirkju þann þriðja í jólum, 27. des., en Dauðadansinn verður frumsýndur sunnu- daginn milli jóla og nýárs, 29. des. Þau Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykja- vikur, og Jón Hjartarson, vara- formaður Leikfélagsins, upplýstu blaðamenn um þetta meðal ann- ars, er þau kölluðu þá á fund sinn nýlega og kynntu það, sem nú er helst á döfinni hjá Leikfélaginu. Dauðadansinum leikstýrir Helgi Skúlason, en með aðalhlutverkin fara Gisli Halldórsson og Helga Bachmann, sem leika höfuðs- manninn og eiginkonu hans, og Þorsteinn Gunnarsson, sem leik- ur þriðja aðila hins svokallaða klassiska þrihyrnings, sem þarna er fyrir hendi eins og oftar en ekki i leikhúsverkum. Með minni hlut- verk fara Þóra Borg og Ásdis Skúladóttir, leikmynd er eftir SteinþórSigurðsson og Alan Cart- er hefur æft dans inn i verkið. Kjartan Ragnarsson stjórnar uppfærslu Morðsins i dómkirkj- unni, og er þetta fyrsta verk hans af þvi tagi fyrir Leikfélag Reykjavikur. Þátttakendur eru þar tólf, en með aðalhlutverkið, Tómas Becketj fer Jón Sigur- björnsson. Vésteinn ölason, lekt- or, kynnir atriði og kór Háteigs- kirkju syngur aldna kirkjutónlist. Kvalræði hjónabandsins Sænska skáldjöfurinn August Strindberg þarf varla að kynna, en mörg leikrita hans hafa áður verið þýdd á islensku og ein þrjú sett á svið, Fröken Júlia hjá Leik- félagi Reykjavikur og Kröfuhafar og Faðirinn i Þjóðleikhúsinu. Strindberg skrifaði Dauðadans- inn árið 1900 og var hann frum- sýndur i Köln 1905. Siðan hefur Dauðadansinn verið sýndur viðar en flest önnur verk Strindbergs og er talinn með rismestu verkum hans. Þar fjallar skáldið eins og viðar um kvalræði hjónabands- ins, enda sjálfur nýskilinn i annað sinn við illan leik er hann skrifaði leikritiö. Er talið að Dauðadans- inn spegli reynslu skáldsins eins og fleiri verk hans. Sviðið er turn kastala, sem áður var fangelsi, og er andrúmsloftið mettað illum hvötum sakamannanna. Hjónin, stórskotaliðshöfuðsmaðurinn og kona hans, eiga að baki tuttugu og fimm ára hjónaband, eöa með öðrum orðum sagt tuttugu og fimm ára ógæfu. Samband þeirra nærist á gagnkvæmu hatri. Leikrit þetta skrifaöi Strind- berg i miklum ham, sem og flest önnur verka sinna, sem uröu um sextiu talsins. Honum lærðist aldrei að vinna skipulega, þrátt fyrir verulegar tilraunir i þá átt. Dauðadansinn hefur verið við- fangsefni margra helstu skap- gerðarleikara þessarar aldar, meðal annarra spreytti Sir Laurence Olivier sig á honum i þjóðleikhúsi breta og Erich von Stroheim lék i kvikmynd, sem gerð var út frá verkinu á Italiu. Þess má geta að Dauðadansinn var sýndur hér á landi á vegum Norræna félagsins 1948 og þá á dönsku, og fóru Anna Borg og Poul Reumert þá meö hlutverk höfuðsmannshjónanna og Mogens Wieth lék þriðja aðila þrihyrn- ingsins. örlög Tómasar erkibiskups T.S. Eliot nýtur almennt viður- kenningar sem eitt fremsta skáld enskumælandi þjóða á þessari öld. Hann er kannski þekktastur fyrir ljóðagerð, en leikrit hans eru einnig þegar talin með klass- iskum verkum. Morðið i dóm- kirkjunni var frumflutt i fyrsta sinn 1935 i dómkirkjunni i Kant- araborg, enda byggt á sögunni um Tómas erkibiskup Beckett, sem veginn var i þeirri sömu höfuðkirkju. Tómas Beckett var uppi á tólftu öld og samtimamað- ur og vinur Hinriks annars Eng- landskonungs. Konungur skipaði hann erkibiskup af Kantaraborg i þeim tilgangi að ná þannig tökum á ensku kirkjunni, en Tómas reyndist ekki eins leiðitamur og við hafði verið búist og hélt ein- dregið fram rétti kirkjunnar þeg- ar i odda skarst með henni og konungsvaldinu. Ógætilegt orö- bragð konungs i reiðikasti varð þess valdandi að fjórir riddarar fóru að Tómasi og myrtu hann i höfuðkirkju enskrar kristni 29. des. 1170. En sá atburður snerist svo að segja þegar upp i mikinn sigur fyrir kirkjuna, sem sjá má af þvi að Tómas var lýstur dýr- lingur þegar árið 1173. Náði frægð hans sem dýröarmanns langt út fyrir England, þar á meðal til ís- lands, en hér voru aö minnsta kosti sjö kirkjur honum helgaðar i kaþólskum sið, þeirra á meöal hin víðfræga Strandarkirkja í Sel- vogi, sem mögnuðust hefur þótt islenskra guðshúsa. Ljóst er aö á Sturlungaöld var Tómas Beckett mjög ofarlega I hugum Islend- inga, til dæmis er svo aö sjá að hann hafi haft mikil áhrif á Guö- mund biskup góða, sem einmitt varð frægastur fyrir andóf gegn veraldlegum höfðingjaribböld- um. Hefúr þess verið getiö til að fjandskapur islenskra höfðingja við Guðmund biskup hafi ekki hvað sist komið til af þvi, að þeir hafi þóst sjá i honum einskonar islenskan Tómas Beckett. Nafnið Tumi, sem um þær mundir varö algengt á Islandi, er frá Tómasi komið, og þá var skrifuð hérlend- is saga þessa erkibiskups. Þá sögu þýddi á ensku Eirikur Magnússon i Cambridge, og er talið að Eliot hafi þekkt þá þýð- ingu. Grískur kór og kaþólsk litúrgía Morðið i dómkirkjunni hefur einkum verið flutt i kirkjum, en er þó ekki beint heigileikur, heldur sögulegt verk um örlög Tómasar erkibiskups, tónninn viða launhæðinn og að nokkru dulspekilegs eðlis. Kórinn hefur þar mikið hlutverk, en Eliot studdist i leikritagerö sinni mjög við vestrænar menningarerfðir. Við gerð þessa verks hagnýtti hann sér bæði griska kórinn og litúrgiu kirkjunnar. Það er bæði i bundnu máli og óbundnu, og þykir þar koma sérstaklega vel i ljós frábært vald Eliots yfir stilnum. Um niðurstöður og boðskap i þessu verki, sem mun talið fremst leikrita Eliots, er það helst að segja að aðalpersónan „komist aö þeirri niðurstöðu að taka verði afstöðu”, sögðu þau Jón og Vig- dis. Þess skal getið að þýöandinn, Karl Guðmundsson er einn flytjenda. Um beinan leik er ekki að ræða i uppfærslu verksins, heldur öllu fremur ljóð- rænan flutning. „Þetta er i fyrsta sinn hér á landi sem leikhús knýr dyra á kirkju”, sagði Vigdis Finnbogadóttir. Eftir áramótin verður það fyrsta verk Leikfélagsins aö byrja æfingar á Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðs- son, en sýningar á þvi verki verða nú aftur teknar upp. dþ. JOLAVEÐUR MEÐ FYRIRVARA Austlæg átt og svalt Blaðið hafði tal af Markúsi A. Einarssyni veöurstofustjóra og bað hann að segja lesenduin hvernig veðri þeir mættu búast viö um jólin. — Það er nú alltaf erfitt að spá svona fram i timann. En eins og er nálgast lægð landið og i nótt (þe. aðfaranótt aðfanga- dags) má búast við vaxandi norðaustanátt og snjókomu við- ast hvar. Við gerum ráð fyrir þvi að áfram riki austlæg átt á landinu og sums staðar norð- austlæg. Ekki er heldur neitt út- lit fyrir þiðu og að öllum likind- um verður þvi svalt áfram. — Megum við reykvikingar búast við hvitum jólum? — Það getur verið að eitthvað snjói i nótt, en ekki held ég að það verði i neinu magni. Hins vegar verða hvit jól viðast hvar um allt land. Sæmileg færð Þá náðum við tali af Hjörleifi Ólafssyni hjá Vegagerð rikisins og inntum hann eftir færð á veg- um landsins. — Það er ágæt færö frá Reykjavik suður um til Vikur. A Mýrdalssandi er hins vegar hraglandi og skafrenningur en við gerum ráð fyrir aö stórir bil- ar komist samt um sandinn. Siðan er fært allar götur til Reyðarfjarðar.en ástandið er þó viða ótryggt, t.d. er farið að hvessa á Lónsheiðinni. — Nú, svo er ágæt færð i Hvalfirði, Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi, þó er verið að moka i Kerlingarskarði og á Fróðár- heiði. f Dölum er fært um Strandir fyrir Gilsfjörð i Reyk- hólasveit en Svinadalur er ófær. Veriö er að moka milli Patreks- fjarðar og Bildudals og stórir IL' bilar verða aðstoðaðir yfir Kleifaheiði til Barðastrandar. Til stóð að moka i Dýrafirði en þá bilaöi veghefill svo allt er óvist hvort það tekst. Frá Isa- firði er verið að moka til Bol- -■ ungarvikur og Súðavikur. Ann- ars er mikill jafnfallinn snjór um alla Vestfirði og erfitt með mokstur. — Það er verið að opna leið- ina frá Reykjavik til Akureyrar og fært er til Sigluf jarðar. Verið er að hreinsa veginn frá Akur- eyri til Daivikur og stórir bilar verða aðstoðaðir um Dalsmynni til Húsavikur og áfram fyrir Tjörnes i Axarfjörð. Af Norð- austurlandi hef ég litlar fréttir fengið en þar var ófært þegar siðastfréttist milli staða. Þó átti að opna milli Þórshafnar og Vopnafjarðar. A Austurlandi er fært um Hérað umhverfis Egils- staði og um Fagradal til Eski- fjarðar. Fjallvegirnir um Odds- skarð og Fjarðarheiöi hafa ver- ið lagfærðir fyrir snjóbila, en sérstaklega i Oddsskarði er mikið fannfergi vegna snjóflóða sem mörg hver eru miklu stærri en þau sem féllu á Norðfjörð. Er dýptin allt upp i 20 metra á veg- inum. Möðrudalsöræfi eru iokuð og eru austfirðingar reyndar búnir að afskrifa þau að vetrar- lagi siðan suðurleiðin opnaðist. Og þá held ég að hringurinn sé lokaður, sagði Hjörleifur. —ÞH Hvít jól víðast hvar nema í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.