Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 11
Þriðjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Jólaleikrit Þjóðleikhússins: „Kaupmaðurinn IFenevjum” — myndin var tekin á æfingu. Sigurður Skúlason er lengst til hægri, en við hlifi hans er Else Duch.dönsk kona sem hannafi hefur búningana I leiknum. Else Duch hefur starfað við ýms leikhús I Danmörku, og þykir þeim þjóðleikhússmönnum búningar hennar afar sérstæðir. „Herbergi 213 —eða Pétur Mandólin”, nýtt leikrit eftir Jökul Jakobs- son, verður frumsýnt I Þjóðleikhúskjaiiaranum 29. des. Myndin er af hinni sérstæðu sviðsmynd Jóns Gunnars Arnasonar, Fimm kvenhlut- verk eru i leikritinu og eitt karlhlutverk. Shakespeare upp og Jökull niður Stefán Baldursson, lelkstýrlr „Kaupmanninum f „Kaupmaðurinn I Feneyjum” — myndin er af Þór- Feneyjum”. Neðst til vinstri sést á vanga Helgu unni Sigurðardóttur og Helgu Jónsdóttur. Helga leik- Jónsdóttur, sem leikur aðalhlutverkið. ur aðalhlutverkið, Portslu, en það hlutverk hefur iöngum verið keppikefli leikkvenna. „Kaupmaðurinn í Fen- eyjum" eftir William Shakespeare, verður frumsýnt í Þjóðleikhús- inu á öðrum degi jóla. „Kaupmaðurinn" er eitt vinsælasta verk hins mikla meistara, V i I - hjálms, og hér verður leikurinn nú fluttur í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Shakespeare mun hafa skrifað leikrit þetta rétt fyrir aldamótin 1600, kannski 1596, segja fræðimenn, og leikurinn gerist i Feneyjum á endur- reisnartimanum um miðja sextándu öld. Kannski er „Kaupmaðurinn i Feneyjum” eitt vinsælasta leik- ritið eftir Shakespeare, þar eð hann skrifar það þegar hann sjálfur stendur á timamótum ritferils sins. Áður en hann skrifaði „Kaupmanninn”, hafði hann skrifað gamanleiki i stór- um stil, en var að sigla inn i timabil hinna miklu harmleikja. Sveinn Einarsson, Þjóðleik- hússtjóri sagði á blaðamanna- fundi um daginn, að vist væri um það, að Shakespeare væri vinsæll hér á landi sem annars staðar. Við gætum t.d. slegið þvi föstu, að á hverjum einasta degi væri verið að sýna Shakespeáre- leikrit einhvers staðar i veröld- inni. Sjöunda Shakespeare- verkið hér „Kaupmaðurinn i Feneyjum” er siöunda leikritið eftir Shakespeare, sem sýnt er hér á landi.Leikritið var reyndar sýnt i Iðnó fyrir þrjátiu árum, en hin verkin sex eru: Hamlet (þýðing Matthiasar Jochumssonar), Sem yður þóknast, Draumur á jónsmessunótt, Július Sesar, Þrettándakvöld og óþelló og þýddi Helgi Hálfdánarson öll verkin nema Hamlet. „Kaupmaðurinn” er gaman- leikur að ytri gerð, en undir- tónninn er alvarlegur. Portsía Þessi sýning Þjóðleikhússins teldist sennilega um margt óvenjuleg, ef miðað væri við hefðbundnar sýningar á leikrit- um þess enska meistara. Það vekur tam. athygli, að yngstu leikarar Þjóðleikhússins eru i aðalhlutverkum. Ung leik- kona, Helga Jónsdóttir, leikur Portsiu, en Portsia er eitt af þeim hlutverkum sem metnaðargjarnar leikkonur sækjast löngum eftir að fá að leika. Og stundum ná þær markinu, en eru þá tiðum komnar á fimmtugsaldurinn. Gyðinginn Sælokk leikur Ro- bert, Arnfinnsson, en það var einmitt i Kaupmanninum i Feneyjum, sem Róbert þreytti sina frumraun á sviði fyrir 30 árum. Róbert, Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfs- son komu fyrst fram á svið i sýningu L.R. á Kaupmanninum, og þeir leika allir með i þessari sýningu. Sem fyrr segir leikur Helga Jónsdóttir Portsiu, en Guð- mundur Magnússon leikur lika stórt hlutverk, hann er biðill Portsiu, Bassanió. Erlingur Gislason leikur Antónió, þann feneyska kaupmann sem leikur- inn er heitinn eftir og meðal annarra leikara má nefna Þórunni Sigurðardóttur, Onnu Kristinu Arngrimsdóttur. Randver Þorláksson, Sigurð Skúlason og Þórhall Sigurðsson, en Þórhallur er jafnframt að- stoðarleikstjóri. Stefán Baldursson leikstýrir og Sigurjón Jóhannsson gerir leik- tjöld. Dönsk kona, Elsa Duch, gerði búninga, en hún er þraut- reynd úr starfi við ýms dönsk leikhús. Tónlistin sem við sýningar er notuð, er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Blærinn úr Feneyjum 16. aldar Sigurjón Jóhannsson, leik- myndasmiður tók fram, að alls ekki væri stuðst við myndir af fyrri sýningum á þessu verki við gerð leikmynda, heldur hefði hann kannað nokkuð ýms mál- verk, gerð á endureisnartiman- um, „þetta er ekki söguleg sýn- ing”, sagði leikstjórinn, „blærinn er frá 16. öld — blærinn er eins konar út- gangspunktur sem viö leikum okkur með. En söguleg er sýningin ekki.” /,Herbergi 213 — eöa Pétur Mandólin" Á litla sviðinu, eða mjög nærri þvi, verður um og eftir áramót sýnt nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson, sem hlotið hefur heitið „Herbergi 213 — eða Pét- ur Mandolin”. Jökull mun hafa skrifað þetta verk i haust, og hluta þess i nokkuri samvinnu við leikarana sex. Frumsýning verður þann 29. desember, og leikið er i Kjallaranum. Þessi sýning Þjóðleikhússins er um ýmsa hluti óvenjuleg. Þar er fyrst til að taka, að kvenhlut- verkin eru fimm talsins, en karlhlutverkið aðeins eitt. Konurnar, sem i þessu nýja Jökuls-leikriti leika eru Sigriður Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þoc- bjarnardó11 i r , Brynja Benediktsdóttir, Briet Héðins- dóttir og Guðrún Alfreðsdóttir. Gisli Alfreðsson leikur karlhlut- verkið, „og á nokkuð i vök að verjast”, sagði leikstjórinn, Kristbjörg Kjeld, er við ræddum við hana og höfund leikmyndar- innar, Jón Gunnar Árnason. Jón Gunnar hefur ekki fyrr gert leikmynd fyrir Þjóðleikhúsið, og verður vart sagt annað en hann ryðji nýjungunum braut i leikhúsinu með þessari „frum- raun” þar. Nú býðst leikhúsgestum i fyrsta sinn i sögu leikhússins hér, að sjá hringleikhús. Ahorf- endur sitja umhverfis leikmynd Jóns Gunnars, stólum er komið fyrir á fjóra vegu, þannig að áhorfendur sitja þar sem venju- lega er pallur fyrir danshljóm- sveit Þjóðleikhússkjallarans, en leikararnir leika á gólfinu og af- markast þeirra svigrúm af leik- myndinni, henni er komið fyrir milli súlnanna fjögurra sem á dansgólfinu eru. Af þessu fyrirkomulagi leiðir, að áhorfendur sitja mjög nærri leikurum, horfa lika gegnum myndina og á þá sem sitja handan hennar. „Þetta er tæknibrella”, sagði Jón Gunnar, „aðeins gerð til að fá fólk fjórum sinnum á hverja sýningu. Með þessu móti er hægt að sjá leikritið frá fjórum sjónarhornum”. Grindavík eöa Akureyri Leikstjórinn var dul, vildi litið segja um innihald leikritsins, en þó tókst með brögðum að fá hana til að segja, að i leiknum er drukkinn Mandólin-kokteill uppáhald karlmannsins i leikn- um, og gestum býðst siðan Madolin-kokteill á barnum. Hvort leikurinn gerist á Akureyri eða Grindavik? „Það getur velverið, þetta er amk. leikur sem gerist á tslandi og það er fjallað um ýms mál sam- tiðarinnar...” —GG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.