Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 4
4 SÍPA — ÞJÓÐVILJINn' Þriftjudagur 24. desember 1974. UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 lfnur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. LIÐSINNI SKAL YEITT Ljóst er af atburðum siðustu daga, sem og af þeirri sögu lands okkar sem við þekkjum, að ætið má gera ráð fyrir nátt- úruhamförum i þessu landi. Siðustu dag- ana hafa fallið snjóflóð i fjórum fjörðum: Seyðisfirði, Norðfirði og Mjóafirði eystra og i Siglufirði. Þannig eru staðirnir utan jarðeldasvæðanna ekki siður i hættu fyrir slikri vá. Þessar staðreyndir er öllum landsmönnum nauðsynlegt að hafa i huga og af þeim ber þeim að draga lærdóma. 1 sambandi við snjóflóð og varnir gegn snjóflóðum, sem og fyrirbyggjandi starfi, geta islendingar lært mikið af norðmönn- um og i framhaldi af þeim hörmungarat- burðum sem gerst hafa i Norðfirði er bein- linis nauðsynlegt að visindamenn og stjórnarvöld taki höndum saman um hvers konar varnaraðgerðir og nákvæmar athuganir sem leitt geti i ljós hvaða ráðum er unnt að beita i glimunni við náttútuöflin á þessu sviði ekki siður en öðrum. Þeir hörmulegu atburðir, sem gerðust á föstudaginn i Neskaupstað skilja eftir sig djúp sár meðal þess fólks, sem nú sér á bak ættingjum og ástvinum. Þjóðin öll skynjar á slikum stundum að hún er sem ein nátengd fjölskylda. Vissulega verður aldrei unnt að bæta ástvinamissi, en þjóð- in hefur sýnt það i aldalangri glimu við náttúruöflin að hún er jafnan til þess búin að sigrast á erfiðleikunum og til þess að læra af þeim. Norðfirðingar hafa á undanförnum ára- tugum byggt upp atvinnulif bæjarins af frábærum dugnaði sem eftir hefur verið tekið um allt land. Nú eru blómleg at- vinnufyrirtæki i rústum. Sá dugnaður og kjarkur sem hefur einkennt starf norðfirð- inga undanfarna áratugi hefur einnig reynst þeim vel i björgunarstarfinu und- anfarna sólarhringa samfara miklu æðru- leysi sem þeir hafa sýnt. Ljóst er að i upp- byggingarstarfinu mun enn reyna á þol- gæði heimamanna og baráttuþrek. Þeir munu hafa forustu i því starfi i nánu sam- starfi við þá aðila sem hljóta að beita sér fyrir aðstoð þjóðarinnar allrar við endur- reisnarstarfið i Neskaupstað. Það eru ekki nema rétt tæplega tvö ár liðin siðan eldar á Heimaey hröktu Eyja- menn i burtu af heimilum sinum. Þá var myndarlega tekið til hendinni af lands- mönnum öllum til þess að bæta það tjón sem Eyjamenn höfðu orðið fyrir. Þannig þarf einnig að bregðast við nú i þvi endur- reisnarstarfi sem framundan er i Nes- kaupstað. Jafnframt má vera ljóst að nauðsynlegt er að hafa i landinu starfandi aðila sem er til þess hæfur hvenær sem slikir atburðir gerast að taka til hendinni þannig að enginn timi fari til spillist. Hver einasta minúta i björgunarstarfi og endurreisn er dýrmæt, — ekki aðeins heimamönnum og þeim sem næstir standa voðanum, heldur einnig þjóðarbúinu i heild sinni. Nú hafa landsmenn um nokkurt skeið undirbúið jólahald á heimilum sinum. At- burðirnir i Neskaupstað munu setja mark sitt á hver ja einustu islenska f jölskyldu og tilfinningar hennar um hátiðina. Þeim til- finningum er þjóðin reiðubúin til þess að breyta I framkvæmdir sem styrkja þá sem orðið hafa fyrir þyngstri sorg og þyngstum búsifjum svo unnt sé á ný að taka til við þau störf, sem frá var horfið, er snjóflóðið skall á Neskaupstað. Samúðarkveðjur megna litt að græða þau sár sem náttúruhamfarir hafa veitt; þó er þeim komið hér á framfæri af dýpstu einlægni. En endurreisnarstarfið, sem biður, kallar á hvern einasta islending til liðsinnis. Nú, þegar ljósið er að vinna á lönd myrkursins á ný, munu menn strengja þess heit að taka á hver eftir sinni getu. Þar mun enginn undan skorast. Ávarp forseta sameinaðs þings, yfirlýsing forsætisráðherra og þakkir Lúðvíks Jósepssonar á alþingi síðast liðinn laugardag Ríkisstjómin beitir sér fyrir að tjón verði bætt Áður en þingfundur hófstá laugardag tóku þrír þingmenn til máls utan dagskrár, Ásgeir Bjarna- son, Geir’Hallgrímsson og Lúðvík Jósepsson í tilefni af hinum hörmulegu at- burðum i Neskaupstað. Forseti sameinaðs þings, Asgeir Bjarnason, flutti eftirfar- andi ávarp: ,,Sá hörmulegi atburður gerðist um kl. 2 e.h. i gærdag, að snjóflóð féll yfir innsta hluta Neskaup- staðar með þeim afleiðingum að siðast, þegar fréttist, höfðu 9 manns látið lifið, þar af 2 konur og tvö börn. Fjögra karlmanna er saknað og eru taldar litlar likur á þvi að þeir hafi lifað af. Á sjúkra- húsi eru 5 manns. Atvinnulif bæjarins er i rúst, þar sem snjó- flóöiö féll á sildarverksmiöjuna, lýsisgeyma hennar og frystihús- iö. Þá eyðilögðust steypustöö og bifreiðaverkstæöi og bilar ásamt ibúðarhúsum og fleiru. Ekki er vitaö um að þarna hafi fallið snjóflóð áður, en um alda- mótin féll snjóflóð nokkru innan við bæinn. Islendingar hafa lengi háð haröa baráttu við óbliö náttúru- öfl, elda, isa og veöurofsa. Þessi atburöur I Neskaupstað, snjóflóð- iö, er eitt hiö mesta, sem komið hefur hér á landi. Islenska þjóðin er fámenn. Hvertmannslif hjá fámennri þjóð vegur mikiö. Viö erum fátækari i dag en i gær. Hér á margur um sárt aö binda, Asgeir Bjarnason. foreldrar, börn, eiginkonur, syst- kini og annað venslafólk. öllu þessu fólki vottum við einlæga samúö og dýpstu hluttekningu. Minningin um látinn vin er hugg- un harmi gegn. Megi góður guö halda sinni verndarhendi yfir landi og þjóð. Ég biö háttvirta al- þingismenn að taka undir orö min með þvi aö risa úr sætum”. Aö því búnu kvaddi sér hljóös Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og mælti: „Starfsamt en fámennt samfé- lag hefur verið lostið þungu höggi. A andartaki eru börn, konur og karlar hrifin burt i miöri önn dagsins. Þar sem áöur rikti gleöi og eft- Geir Hallgrimsson irvænting i jólamánuði grúfir nú sorg yfir bæ og landi. Á stundum sem þessum verður okkur islendingum ljóst, að viö erum ein fjölskylda og viljum bera hver annars byrðar. I morgun héldu forsætisráð- herra og dómsmálaráðherra fund með þingmönnum Austurlands vegna atburðanna i Neskaupstað. 1 framhaldi af þeim fundi hefur rikisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir, að ráðstafanir verði gerðar til að tjón vegna náttúruhamfar- anna i Neskaupstað veröi bætt. Ahersla er lögð á að láta i té alla þá hjálp og aðstoð af opinberri hálfu, sem unnt er, til að atvinnu- lif i Neskaupstað geti sem allra fyrst komist i eðlilegt horf. Ég veit að þessi ákvörðun er i samræmi viö hug og vilja allra þingmanna og alþjóöar. Ég vona, að samhugur og sam- úð allra landsmanna verði norö- firðingum styrkur i sorg þeirra. Megi hátiðin sem i hönd fer milda sorgina og græða sárin”. Lúövik Jósepsson, 2. þingmað- ur austfirðinga og einn fremsti leiðtogi norðfirðinga um 35 ára skeið, flutti þakkir: „Fyrir hönd alþingismanna af Austurlandi þakka ég forseta sameinaðs þing hlý orð i garð fólksins i Neskaupstað, einnig þakka ég þingmönnum fyrir undirtektir þeirra við þau orð. Jafnframt þakka ég ríkisstjórn fyrir skjót viðbrögð og þær yfir- lýsingar sem hún hefur þegar gefið og forsætisráðherra flutt hér þess efnis að aðstoð verði lát- in i té við norðfiröinga. Ég efast ekki um að allt verður gert til þess að mæta þeim vanda sem nú steðjar að byggðarlaginu og tjón verður bætt eins fljótt og tök eru á að svo miklu leyti sem unnt er að bæta slikt tjón sem nú hefur orðið. Ég itreka þakkir fyr- ir auösýnda samúö og gefin fyrir- heit”. Sama daginn: Snjóflóð í Mjóafirði Snjóflóö féll í Mjóafirði — næsta firöi norðan viö Noröfjörö — á föstudag- inn, líklega um sama leyti og snjóflóðin á Neskaup- stað. Eftir þvi var tekið um hádegi á laugardag aö ekki hafði verið haft símasamband frá Mjóafirði við Norðfjörð frá þvi á föstudag. V ar þá haft talstöövarsamband og kom i ljós að snjóflóð hafði eyði- legt simalinuna á stóru svæði. Hafði flóðið fallið rétt innan við Brekku og Hesteyrar. Sleit snjó- skriðan simalinuna. Skriðan er talin 800—1000 metra breið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.