Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.IINN Þriðjudagur 24. desember 1974. Spennistöðin aftur í lag — og svartoliutankur með 700 tonnum af oliu — þótt snjóflóðið og svartoliutankur með 700 tonnum af oliu skyllu á henni Snjóflóöið á Neskaup- stað skall m.a. á spenni- stöðinni í bænum, en hún stendur á milli frystihúss- ins og fiskvinnslunnar. Rafmagn fór af bænum, og óttuðust menn mjög að tæki stöðvarinnar væru ónýt. Á sunnudaginn kom í Ijós, að spennistöðin hafði litið skemmst, og komst hún aftur í gagnið þann dag. Aflskortur hefur verið á sam- veitusvæði Austurlands, en strax á sunnudag gat spennistöðin á Neskaupstað aftur farið að miðla rafmagni i bæinn og i Norðfjarð- arsveit. „Þetta fór betur en á horfðist”, sagði Erling Garðar Jónasson, umdæmisstjóri Rafveitunnar á Egilsstöðum, en Þjóðviljinn ræddi við hann á sunnudagskvöld, er Erling Garðar var nýkominn frá Neskaupstað. „Þegar straumurinn fór af Norðfjarðarsveit, hleyptum við rafmagni af samveitusvæðinu inn á aðallinuna frá Eskifirði og fékk Norðfjarðarsveit þannig raf- magn. Norðfirðingar eru sjálfum sér nógir með mjólk, þar eð i sveitinni eru stór kúabú. Það skipti þvi afarmiklu að sveitin fengi rafmagn, og núna er verið að hleypa straumi á frá spenni- stöðinni”. Erling Garðar reiknaði með að austfirðingar ættu að hafa nægi- lega mikið rafmagn yfir jólin, þar eð álagið um hátiðisdagana er ekki eins mikið og ella. Fisk- vinnslustöðvarnar starfa þá ekki, en þær eru einmitt orkufrekustu aðilarnir. Það þótti undrum sæta, að tæki spennistöðvarinnar skyldu ekki verða illa úti. Það var ekki aðeins að stöðin fylltist af snjó, heldur skall svartoliugeymirinn á henni lika og flæddi olian inn um stöð- ina. Mönnum tókst að bægja oli- unni frá stöðinni og hreinsa hana á undraskömmum tima. —GG Þáttaskil í orkumálum Snæfellsness Suðurhluti tengdur við Landsvirkjun — Norðurhlutinn seinna i vetur 1 framtiðinni ættu Ibúar Snæfellsness ekki að þurfa aö ótt- ast rafmagnsleysi þvi búið er að tengja suðurhluta nessins við dreifingarkerfi Landsvirkjunar og norðurhlutinn verður settur I samband seinna I vetur. Valgarð Thoroddsen rafmagns- veitustjóri skýrði blaðinu svo frá i gær að i fyrravetur hafi verið byrjað að ieggja llnu frá Anda- kilsárvirkjun i Borgarfirði út á Snæfellsnes. A laugardag var lok- ið við lagningu linunnar til Vega- móta og hún tengd. Er þá suður- hluti nessins frá Arnarstapa að Hitardal á Mýrum kominn i sam- band við Landsvirkjun þar sem lina hafði áður verið lögð til Andakils. Þetta er fyrsti áfangi þessarar tengingar. Siðari hlutinn er kom- inn vel á veg en samkvæmt hon- um verður linan framlengd um Kerlingarskarð til Stykkishólms. Hafa allir staurar á þeirri leið verið reistir og er aðeins eftir að strengja virana. Bjóst Valgarð við að þvi verki yrði lokið i febrú- ar eða mars á næsta ári. Linan frá Andakil til Vegamóta er 63 km á lengd og ber 60 kiló- volta spennu. Linan til Stykkis- hólms verður á að giska 20 km löng en fyrst um sinn mun hún að- eins bera 30 kilóvolt eða þar til reist hefur verið spennustöð við Stykkishólm,en það verk er fyrir- hugað að vinna næsta sumar. Með tengingu nessins við Landsvirkjun verður væntanlega þarflaust að skammta rafmagn á nesinu en til þess hefur oft þurft að gripa i verstu kuldaköstum hingað til. A nesinu eru nú tvær disilstöðvar, önnur i Stykkishólmi og hin I Ólafsvik, auk litillar vatnsaflsvirkjunar við Ólafsvik. Þegar lagningu linunnar verður lokið verður unnt að slökkva á disilstöðvunum en þær munu þó verða áfram til vara. Orkunotkun á Snæfellsnesi er nú u.þ.b. 2000 kilóvött, þar af not- ar suðurhlutinn sem nú er kominn i samband við Landsvirkjun um 500. — þh Sigríður Stefáns dóttir lést í gær t gærmorgun, 23. desember lést á Landspitalanum Sigriður Stefánsdóttir, 74 ára að aldri, Sigriður var ekkja Sigfúsar Sigurhjartarsonar, eins fremsta leiðtoga islenskra sósialista. Sigriður var fædd að Brettningsstöðum i Lasárdal aldamótaárið. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson og Guðrún Erlendsdóttir. Börn Sigfúsar og Sigriðar eru Adda Bára, veðurfræðingur, Hulda, bókavörður og Stefán, bú- fræðingur. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um hinnar látnu dýpstu samúð. Sigriður heitin var ein þeirra ótalmörgu félaga sem um ára- tugaskeið hafa lagt sósialiskri hreyfingu lið af einlægni, dugnaði og ósérhlifni. Fyrir það starf eru orðin fátæklegt þakklæti, þó hér verði þakkir fram bornar. Sigriðar verður minnst i Þjóð- viljanum siðar. sjónvarpið um jólin Þriöjudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 14.00 Fréttir og veður. 14.10 Hreindýrið. Rúdolf rauð- nefur. Bandarisk teikni- mynd um lítinn kálf, sem ekki á góðu atlæti að fagna heima hjá sér. Hann slæst þvi I fylgd með Sankti- Kláusi og lendir i mörgum ævintýrum. Sögumaður er Burl Ives, og syngur hann jafnframt nokkur lög. Þýö- andi Heba Júliusdóttir. 15.00 Julie Andrews Breskur þáttur með söngvum og ýmiss konar skemmtiefni i sambandi við jólin. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 15.50 Bláa teppið. Tékknesk ævintýramynd um prins, sem lærir vefnað og hefur af margvislegt gagn i lifinu. Þýðandi Þorsteinn Jónsson. 16.35 Hlé. 22.00 tslensk tónlist. Sjón- varpsupptaka frá setningar- athöfn Listahátiðar 1974. Sinfóniuhljómsveit íslands flytur Passacagliu eftir dr. Pál Isólfsson. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Sinfóniu- hljómsveit Islands og kór Félags islenskra ein söngvara flytja Island eftir Sigfús Einarsson. Stjórn- andi Garðar Cortés. 22.20 Jólaguðsþjónusta i sjón- varpssal. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einars- son, prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór og drengjakór Akraness syngja. Organleikari og söngstjóri Haukur Guð- laugsson. Guðsþjónusta er fluttsamtimis isjónvarpi og hljóðvarpi. 23.10 Gömul guðshús I Skaga- f irði. Mynd um tvær skagfirskar torfkirkjur, I Gröf og að Viðimýri. Litast er um i kirkjunum og rifjuð upp at- riði úr sögu þeirra. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. Fyrst á dag- skrá 29. mars 1970. Jóladagur 17.00 Endurtekið efni. Munir og minjar. „ólafur kóngur örr og friður”. Umsjónar- maður dr. Kristján Eldjárn. Aður á dagskrá 20. október 1967. 17.25 Þjóðgarðurinn f Skafta- felli. Sjónvarpskvikmynd, gerð sumarið 1970. Leið- sögumaður Ragnar Stefáns- son, bóndi i Skaftafelli. Þul- ur og textahöfundur Birgir Kjaran. Kvikmyndun örn Harðarson. Fyrst á dagskrá á jóladag. 1970. 18.00 Stundin okkar. Jóla- skemmtun I sjónvarpssal með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og leikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Pétri Einarssyni. Jóla- sveinninn kemur i heim- sókn. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.15 Höggmyndaskáldið Einar Jónsson. Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Einars Jónssonar, og 20 ár eru siðan hann lést. 1 mynd- inni, sem gerð var siðastlið- ið sumar, er greint frá lifi Einars og list. Meðal annars er svipast um I Hnitbjörg- um, listasafni Einars, og brugðið upp myndum frá æskuslóðum hans, Galtafelli i Hrunamannahreppi. Þulir Magnús Bjarnfreösson og Hörður Bjarnason. Kvik- myndun Sigurliði Guð- mundsson. Handrit og stjórn upptöku Andrés Ind- riðason. 21.00 Frá Listahátfð ’74. Italska söngkonan Renata Tebaldi syngur með Sinfóniuhljómsveit íslands. Stjórnandi Vladimir Ashkenazy. 21.30 Vesturfararnir. Ný, sænsk framhaldsmynd i átta þáttum, byggð á flokki skáldsagna eftir Vilhelm Moberg. Höfundur myndar- innar er Jan Troell. Aðal- hlutverk Max von Sydow, Liv Ullman, Eddie Axberg, Allan Edwall, Pierre Lind- stedt, Hans Alfredson og Monica Zetterlund. 1. þáttur Steinrikið. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvisi- on—Sænska sjónvarpið) Sagan hefst i harðbýlli sveit i Smálöndum um miðja 19. öld. Aðalpersónurnar eru ungur smábóndi, Karl Ósk- ar, og Kristin kona hans. Þau eiga sjálf ábýlisjörð sina, en henni fylgja þó ýmsar skuldir og kvaðir. Auk þess er jarðvegurinn magur og ekki nóg af neinu nema grjóti. Þar kemur þvi loks, að Karl Óskar, sem erft hefur bæði ættarnefið og áræðni forfeðra sinna, ákveður að flytjast búferl- um til Vesturheims, þar sem hann vonast til að geta tryggt börnum sinum betri framtið. Höfundur Vestur- faranna, Vilhelm Moberg, fæddist i Smálöndum laust fyrir siðustu aldamót og er þvi sprottinn úr sama jarð- vegi og þau Karl Óskar og Kristin. 011 systkini foreldra hans höfðu farið til Vestur- heims, og hann þekkti þvi ekki aðeins þær aðstæður, sem knúðu fólk til fararinn- ar, heldur einnig það, sem við tók, þegar komið var á leiðarenda. Sagnaflokkur- inn Vesturfararnir kom út á árunum 1947-59, og hefur fyrsta bókin komið út i is- lenskri þýðingu Jóns Helga- sonar. 22.25 Að kvöldi dags. Fimmtudagur 26. desember Annar dagur jóla 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Heimsókn. Handan við Hraundranga. Sjónvarps- menn dveljast að þessu sinni daglangt að Staðar- bakka I Hörgárdal og fylgj- ast þar með vetrarstörfum fólksins á bænum. Umsjón Ómar Ragnarsson og Þrándur Thoroddsen. Kvik- myndun Haraldur Friðriks- son. Hljóð Oddur Gústafs- son. 21.15 Don Juan. Leikrit eftir Jean Baptiste Moliere. Frumsýning i sjónvarpi. Leikfélag Akureyrar sýnir. Leikstjóri Magnús Jónsson. Leikendur Arnar Jónsson, Þráinn Karlsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Marinó Þorsteinsson, Kjartan Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Axelsson, Saga Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Steinar Þorsteins- son, Gestur Einar Jónasson, Jón Kristinsson, Karl Guð- mundsson og Jón Júliusson. Þýðing Jökull Jakobsson. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. Leikrit Molieres um don Juan var samið um miðja 17. öld, og er efnivið- urinn sóttur i alkunna flökkusögn. Aðalpersónan er spánskur aðalsmaður, sem lætur sig engu varða boð guðs og góðra manna, en helgar sig kvennamálun- um einvörðungu og svifst einskis á þvi sviði Þar kem- ur þó að lokum, að hann verður að taka afleiðingum verka sinna. 22.45 Dagskrárlok. Sjónvarpið um hátíðarnar Sjónvarp, aðfangadag Útsending hefst klukkan 14, eins og venja hefur verið á að- fangadag. Sjónvarpið vill gera sitt til að dreifa hugum barnanna, sem stundum eru orðin fjári þungt haldin af streitu af að biða eftir stundinni stóru, þegar jóla- pakkarnir eru opnaðir um kvöldið. Og á meðan steikurnar brasast i ofnunum og húsráð- endur skarka i heimilisstörfum og öðru þvi sem til jólaundirbún- ings heyrir, gefst börnunum kost- ur á að fylgjast með ævintýrum hreindýrsins Rúðólfs, sem fer i för með þeim útlenska jólasveini, Kláusi heilaga. Þetta er banda- risk teiknimynd, og sjálfur Burl Ives er sögumaður og söngvari. A eftir hreindýrakálfinum Rúðólfi kemur Julie Andrews á skjáinn með enn einn skemmti- þáttinn og baðar börnin úr amerisku tónaflóði og jólagrini sem hún býður upp á i tilefni dagsins. Lestina rekur svo Bláa teppið tékknesk ævintýramynd um prins, sem er þvi leyti ólikur öðrum prinsum, að hann fer i iðn- skólann og lærir vefnað — vefnað „Vesturfararnir”, fyrsti þátturinn af átta, verður sýndur á jóiadag. Þetta mikla verk svfans Jans Troells, hefur stundum verið sagt taka öllu því fram sem norðurlandabúar hafa lagt kvikmyndalistinni til. sem prinsar geta haft af ýmislegt klukkan 22 um kvöldið, og þá gagn. verða börnin væntanlega komin á Útsending hefst svo aftur kaf i glanspappir jólanna, gjafir,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.