Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 17

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 17
ÞriOjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Á tjaldi og fjölum um jólin tiU ikjkcfAM W- fi/i W'Hlf/M Gvw. „Traffik” eftir Jacques Tati veröur sýnd I Hafnarbiói. Nú segi ég stopp# nú segi ég stopp# tautaði Þorri þjarkur# hinn veiþekkti kennari hér i bæ# þegar hann reikaði i snjóslabbinu upp Skólavörðustíginn og bar pinkla fyrir frúna. Er eitthvaö aö? áræddi blaöa- maöur aö spyrja, þegar Þorri haföi hamaö sig i undirgangi einum og beiö þess aö fá einn jólapinkilinn i hendurnar; konan var inni i búð. Eitthvaö að? át hann eftir biaðamanninum, ég bara segi stopp. I þrjátiu ár hefur þetta gengiö svona til. Það er vaöiö i búöirnar, við bæði hálfvegis ærö af auglýsingaherferð sölukóng- anna,og það er gengiö svo nærri veskinu, að maður er kominn meö brjóstsviða af blankheitum. Jæja, sagði blaðamaðurinn, svotil orðlaus af meðaumkun. En hlakkarðu ekki dulitið til jólanna samt? Þorri var skritinn i framan. Hann litaðist um, horfði niður, horfði upp, gaut svo augunum á viðmælandann og sagði jú, svo lágt að varla heyrðist og svo kom konan og teymdi hann áfram i slabbinu. Hvað ætlar þú að gera á jólunum, spurðum við fimm ára athafnamann, sem var að koma út af tannlæknisstofu með móður sinni. Ég ætla að leika mér og borða. Hvað ætlarðu að borða? Jólamat. Ég ætla að tyggja jólamatinn sextiu og fjórum sinnum. Sextiu og fjórum sinnum? Já. Tannlæknirinn sagði að Þórbergur hefði gert það og þá fær maður góðar og sterkar tepnur. Heldurðu að þú verðir þá ekki allan daginn að borða? Nei nei. Svo kann ég ekki að telja. Jólafiðringur Jólin, þetta skammdegis- karnival, er skritið fyrirbæri á okkar dögum. Langt er siðan kristnir menn slökuðu á trúar- strengnum og snéru sér að þvl að gleðja fremur munn sinn og maga, en að þeir notuðu hátiðina, kennda við Krist, til að hressa upp á trúna i sjálfum sér. Biskup Islands lætur boð út ganga, og ætlar að spara handa fátækum með þvi að senda ekki jólakort. Hans góði hugur er athyglisverður — menn ylja sjálfum sér um sálina með þvi að senda kunningjunum kveðju á jólunum, og nú geta menn lika glatt sálartötrið með þvi að senda ekki jólakveðju. Þeir hjá Leikfélagi Reykja- vikur ætla að minnast jólanna með þvi að sýna „Morðið i dómkirkjunni” eftir T.S. Elliot. Þetta fræga verk verður sýnt einu sinni, og það telst til tiðinda i menningarsögu okkar, að verkiö verður flutt i kirkju. Leikararnir leysa prestinn i Neskirkju af, og þann þriðja i jólum verður framiö morð fyrir altari Nes- kirkju. Hvað ætlaröu að gera á jólunum? Hvað ætlarðu að lesa á jólunum? Hvað viltu fá i jólagjöf? Ætlarðu á skiði á jólunum? Ætlarðu að vinna á jólunum? Hinir galvösku spyrlar dag- blaðanna leggja ótrauðir I mann- skapinn fyrir hver einustu jól, með þessar sömu spurningar. Og merkilegar félagsfræðilegar upp- götvanir birtast okkur i skamm- deginu: Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra lesa helst glæpasögur og ráðuneytisstjórinn i ráðuneytinu les Andrés önd. Sjálfsagt er Jóakim von And hans uppáhalds karakter og Indriöi G. getur ekki lengur lesið af þvi að gömlu meistararnir eru dauöir og hann skilur ekki þá yngri. Skyldi Ólafur Jóhannesson fara að sjá „Morðið i dómkirkjunni”? spurningin brennur á vörum þjóðarinnar. Jólagleði Prestarnir tala um jólagleði. Þeir eru hættir að senda hver öðrum jólakveðjur, og kannski tekst að bjarga jólagleðinni á lann hátt. Hvað er jólagleði? Gott skap? Ef menn vilja leggja sig fram um að skemmta sjálfum sér og vinum sinum þessa frfdaga i skammdeginu, þá er ekki úr vegi að kanna, hvað leikhúsin og bióin bjóða uppá, þegar hin magn- þrungna helgi aðfangadags og jóladags tekur að sitra af manni og allir hafa fengið nóg af Bach i útvarpinu og sjónvarpinu. Við báðum bióstjóra og leikhúsmenn að skýra frá jólasýningum sinum. T.S. Elliott og Strindberg hjá Leilifélaginu Gisli Halldórsson og Helga Bachmann túlka höfuðpersón- urnar i Dauðadansinum eftir August Strindberg, sem frum- sýndur verður i Iönó sunnudaginn milli jóla og nýárs. Þessar persónur Strindbergs, Alisa og Eðgar höfuðsmaður, eru talin einhver veigamestu hlutverk leikbókmenntanna, og hafa margir íremstu leikarar þessar aldar gert þeim eftirminnileg skil. Dauðadansinn er talinn eitt- hvert átakamesta verk Strind- bergs. Hann fjallar þar eins og viðar i verkum sinum um kval- ræði hjónabandsins, þar sem ástin er einatt samofin hfttrinu. Hjónaband þeirra höfuðmannsins og Alisu er 25 ára ógæfa, vita- hringur, sem hvorugt fær yfir- stigið. — Leikurinn gerist i turni kastala nokkurs, aflögðu fangelsi, andrúmsloftið eins og mettað illum hvötum brotamannanna, sem þar hafa gist. Strindberg skrifar Dauðadansinn haustið 1900. Verkið vitnar viða opinskátt um reynslu hans sjálfs. Hann hafði sjálfur litla hamingju af sam- skiptum sinum við konur sinar, en hann varð þrigiftur áður en lauk. — Þó að Strindberg máli hjónabandið nokkuð dökkri mynd er hann jafnan langdrægur i mannlegri skirskotun og Dauðadansinn verður jafnan voldugur og i list sinni fagur vitnisburður um átakanlegan ófullkomleika mannlifsins. Helgi Skúlason leikstýrir Dauðadansinum i Iðnó. Þýöing- una gerði Helgi Hálfdánarson, en Steinþór Sigurösson gerir leik- mynd. Þriðja höfuðpersóna verksins er túlkuð af Þorsteini Gunnarssyni,en með smærri hlut- verk fara Þóra Borg og Asdis Skúladóttir. Verkið hefur einu sinni verið sýnt áður hér á landi, þegar þau hjónin Poul Reumert og Anna Borg léku hér gestaleik, 1947. Annað jólaverkefni Leikfélagsins verður að þessu sinni flutt i kirkju, Neskirkju, enda um að i)h# //,/ ii»/ 'UP Kb U“/iv ræða kirkjulegt verk, Morðið i dómkirkjunni eftir T.S. Elliot. Þýðinguna gerir Karl Guðmunds- son leikari. Þessi mikli og sérstæði ljóðaleikur fjallar um morðið á Tómasi Becket, erki- biskupi og kanslara á Englandi, sem framið var á jólum 1170 i dómkirkjunni i Kantaraborg. Tómas varð siöar einhver frægasta þjóðsagnapersóna eng- lendinga og dýrðlingur. Hann var i miklum metum uppi á Islandi i kaþólskum sið. Nafnið Tumi, sem viða kemur fyrir, til dæmis i Sturlungasögu er talið eftir þeim sæla Tómasi biskupi. Verkið verður flutt i Neskirkju þriðja dag jóla. Tómas erkibiskup er túlkaður af Jóni Sigurbjörns- syni, en alls flytja 10 leikendur verkið auk kórs sem flytja mun forna kirkjutónlist i upphafi og milli þátta. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Aætlað er að sýna þetta verk aðeins einu sinni. Til þess að létta fólki skapið sýnir Leikfélagið Fló á skinni annan dag jóla og verður það 231. sýning þessa vinsæla hlátursleiks og laugardaginn milli jóla og nýárs verður sýning á Islendinga- spjöllum, reviunni sem f jallar um þjóðhátiðarstúss og þjóðmála- þras i spéspegli. Kaupmaðurinn i Feneyjum i Þjóðleikhúsinu A annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið Kaupmanninn i Feneyjum eftir William Shake- speare, i nýrri þýðingu eftir Helga Hálfdánarson. Þýðing þessi hefur ekki birst áður. Leik- stjórar eru Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, en búningar eru teiknaðir af danskri listakonu að nafni Else Duch og er þetta fyrsta verkefni hennar i islensku leikhúsi. Hún hefur starfaðum árabil sem búninga-og leikmyndateiknari i Danmörlu. Leikurinn gerist i Feneyjum um miðja 16.öld og eru búningar unnir með hliðsjón af tisku þeirra tima, en Else Duch hefur viða leitað fanga, þvi að hún skreytir búninga með islensku netagarni og skartgripir eru búnir til úr is- lenskum steinum. Tónlist er eftir Þorkel Sigur- björnsson. Um 30 manns taka þátt i þess- ari sýningu Þjóðleikhússins, en helstu hlutverk eru i höndum Ró- berts Arnfinnssonar (gyðingurinn Sælokk), Erlings Gislasonar, (Antónió, kaupmaöur i Feneyj- um), Helgu Jónsdóttur (Portsia) og Guðmundar Magnússonar (biðill Portsiu). Kaupmaðurinn i Feneyjum hefur einu sinni áöur veriö leikið hér á landi. Það var árið 1945 hjá Leikfélagi Reykjavfkur, þá var Lárus Pálsson leikstjóri en Haraldur Björnsson lék gyðing- inn Sælokk. Sá mikli Gatsby og hinn fyndni Hulot Kvikmyndahúsin munu mörg hver sýna forvitnilegar myndir á jólunum. Þar er kannski fyrst aö nefna „The Great Gatsby”, Gats- by mikla, sem Háskólabió mun sýna. Þetta er mynd ný af nálinni og hefur þegar valdið breytingum á fatatisku um viða veröld, gott ef Gatsbyarnir og Daisyarnar eru ekki farnar að steðja um kaldar götur Reykjavikur nú þegar — og munu eflaust hittast i Háskóla- biói. „The Sting”, eða Gildran, heitir mynd sem Laugarásbió tekur til sýninga á jólunum. Þessi mynd var fyrst sýnd kringum siðustu áramótog undir vor hafði hún krækt i Öskarsverðlaun. Með aðalhlutverk fara garpar tveir, Paul Newman og Robert Red- ford. i Tónabióstóð yfir mikið kapp- hlaup við timann, þegar Þjóðvilj- inn grennslaðist fyrir um hver yröi jólamynd biósins. Ef Lofti Guðmundssyni rithöfundi tækist að þýða textann við Siðasta tangó i Paris.þá átti sú mynd að verða jólamynd. Siðast þegar við frétt- um, voru hinsvegar meiri likur á að myndin yrði „Fiðlarinn á þak- inu”. Ef „Tangóinn” kemst á tjaldið um jólin, eru talsverðar likur á að ákveönar sálir finni i Tónabiói þá sönnu jólagleði, en Siðasti tangó- inn fjallar um mann, sem nýlega hefur misst konu sina og á vegi hans verður stúlka . . . Jacques Tati, sá stórkostlegi fransmaður, birtist á tjaldinu i Ilafnarbióium jólin, og veröur nú sýnd ein nýjasta frásögn Tatis af ævintýrum herra Hulots i nútim- anum, það er myndin „Traffik”, sem fyrir nokkrum árum var mikið umtöluð, en hún var gerð 1972. Nýja bíó býður fólki upp á ný- lega mynd, ameriska, sem heitir á enskunni „The heartbreak kid” og i þýðingu kallast hún „Söguleg brúðkaupsferð” — „létt gaman- mynd i litum” segir „prógramm- ið”. Slagsmálahundar og karate- aðdáendur fá sina mynd i Austur- bæjarbiói.Þar verður sýnd mynd er nefnist „1 klóm drckans”. Stjöinubió verður með mynd svipaðrar ættar; sú er bandarisk og heitir „Ilættustörf lögreglunn- ar”. Sá frægi George S. Scott leikur annað aðalhlutverkið. Gamla bió sýnir fræga Disney- mynd, „mynd fyrir alla fjöl- skylduna”, sagði bióstjórinn, og heitir „Sú göldrótta”,á enskunni „Bednots and Bloomsticks”. Aðeins einn bióstjóri i Reykja- vik tók fram, að kvikmyndahús hans byði upp á barnamynd um jólin. 1 Laugarásbiói gefst yngstu biógestunum kostur á að sjá „Ævintýri Robinson Crusoe”, en þessi mynd er ný af nálinni, rússnesk, og verður með sérstök- um texta fyrir börn. Hér hefur verið stiklað á stóru fyrir þær skemmtanir sem boöiö er upp á i Reykjavik þessa há- tiðisdaga, og að siðustu er rétt að minna á sýningu Þjóðleikhússins á nýju verki eftir Jökul Jakobs- son. Jökull mun hafa skrifað það leikrit sérstaklega fyrir Þjóðleik- húsið, og verður það sýnt á litla sviðinu i kjallaranum. Upplýsingar um málverkasýn- ingar. söfn og annað af þvi tagi er að finna i dagbók Þjóð\iljans — og við óskum mönnum náöugrar hátiðar. — GG Tónabió sýnir „Fiðlarann á þakinu” — og myndin er af Tevje, þeim sem Róbert Arnfinnsson gerði svo góð skil i Þýskalandi og hér heima. Þessi leikari heitir Tobol.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.