Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 13
Þriöjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 OPNU SKORÐIN Vegna annarlegra sjónar- miða hjá stjórnarliðum náðist ekki eining um heiðurslaun listamanna Viö afgreiöslu fjárlaga var samþykkt meö 34 samhljóöa at- kvæöum aö veita eftirtöldum listamönnum heiöurslaun, 350 þúsund hverjum: Ásmundi Sveinssyni, Brynjólfi Jóhannes- syni, Finni Jónssyni, Guömundi Danielssyni, Guömund.i Hagaiin, Gunnari Gunnarssyni, Haildóri Laxness, Indriða G. Þorsteins- syni, Kristmanni Guömundssyni, Itikharöi Jónssyni, Tómasi Guömundssyni, Þorvaldi Skúla- syni. Heiðurslaun listamanna hafa nú um nokkurt skeið verið einn af útgjaldaliðum fjárlaga og fjallar alþingi beinlinis um þá úthlutun, 12 listamenn hafa verið á slikum heiðurslaunum, en þrir menn sem heiðurslauna nutu i fyrra hafa látist á árinu, þeir Guðmundur Böðvarsson, Páll Isólfsson og Þórbergur Þórðarson. Þeir þrír listamenn sem nú bætast nýir inn á þennan sérstaka liðf járlaganna eru rithöfundarnir Guðmundur Danielsson og Indriði G. Þorsteinsson og listmálarinn Þorvaldur Skúlason. Um tillögu að þessari fjár- veitingu var fjallað af mennta- málanefndum beggja þingdeilda sameiginlega. Ekki náðist eining um málið og báru 9 stjórnarliðar þingsjá þjóðviljans fram tillögu þá er áður getur: framsóknarmennirnir Gunnlaug- ur Finnsson, Ingi Tryggvason, Ingvar Gislason og Steingrimur Hermannsson, ihaldsmennirnir, Ellert Schram, Eyjólfur Konráð Jónsson, Siguríaug Bjarnadóttir, Steinþór Gestsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fjarver- andi afgreiðslu málsins var Axel Jónsson. St jórnarandstæðingar i menntamálanefndum stóðu ekki að þessari tillögu, en þar var um að ræða þau Svövu Jakobsdóttur, Ragnar Arnalds, Jón Armann Héðinsson og Magnús Torfa Ólafsson. Við umræður um fjárlög á föstudagskvöld sagði Svava Jakobsdóttir m.a.: Fyrir þvi er hefð hér á alþingi að þeir einir komi til greina við ákvörðun heiðurslauna sem eiga langan listamannsaldur. Helst þurfa þeir að komast sem næst þvi að vera óumdeilanlegir þótt það hafi raunar ekki alltaf tekist. Um val á þeim er heppilegast að riki eining og hefur svo yfirleitt verið, enda er hér um viðkvæmt mál að ræða, ekki aðeins fyrir listamennina heldur og fyrir þjóðina Nú hafa þau tiðindi gerst að meirihluti menntamálanefndar vikur frá þessari meginreglu og gerir tillögu um listamann á miðjum aldri er á vonandi langa starfsæfi framundan og ýmis sin helstu verk ósamin. Hins vegar hefur verið gengið fram hjá mörgum mikilhæfum rithöfund- um sem lengihafa verið i fremstu röö. Slika stefnubreytingu teljum við i minnihluta menntamála- nefnda þvi aðeins réttlætanlega að engir listamenn með lengri starfsaldur að baki og jafnframt eldri að árum komi til greina. Svo er alls ekki nú. Með þessari til- lögu teljum við að gengið sé á rett nokkurra listamanna sem að öllu athuguðu hefðu átt að vera teknir til greina. Ég vil leyfa mér að nefna tvo rithöfunda. Snorri Hjartarson er fæddur 1906. Fyrsta bók hans kom út 1934. Ég hygg að allir ljóðaunn- endur viðurkenni að með bókinni „Lauf og stjörnur” sé það ljóst ef það var ekki fyrr, að hann verðskuldi þann fyllsta heiður sem alþingi getur veitt. ólafur Jóhann Sigurösson er fæddur 1918, en hann á óslitinn rit- höfundarferil allt frá árinu 1933. Með þeirri stefnubreytingu sem nú hefur orðið við val á rithöfund- um til heiðurslauna tel ég að al- þingi sé að fara inn á nýja og varasama braut, braut sem ekki ber að feta ef heiðurslaun á að virða nokkursj á annað borð. Helgi Seljan tók til máls um önnur efni en vék einnig að þessu og minntist á þau skörð sem þeir Þórbergur Þórðarson og Guð- mundur Böðvarsson skilja eftir sig. Helgi kastaði fram eftirfar- andi visu: Nefndin illa áttavillt engan finnur geröum staö. Opnu sköröin eru fyllt þótt enginn maður sjái það. Menntamálaráð — og úthlunarnefnd listamannalauna A síðasta fundi alþingis var kjörið i ýmsar nefndir og ráð, þar á meðal i menntamálaráð og I úthlutunarnefnd lista- mannalauna. Hið nýkjörna menntamálaráð skipa: Björn Th. Björnsson list- 'fræðingur, Jón Sigurðsson skrif- stofustjóri, Kristján Benedikts- son borgarráðsmaður, Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri og Matthias Johannessen rit- stjóri. Varamenn þeirra eru: Arni Bergmann blaðamaður, Þorsteinn Ólafsson deildar- stjóri, Aslaug Brynjólfsdóttir kennari, Eirikur Hreinn Finn- bogason borgarbókavörður og Halldór Blöndal kennari. í úthlutunarnefnd lista- mannalauna voru kjörnir: Sverrir Hólmarsson mennta- skólakennari, Helgi Sæmunds- son ritstóri, Halldór Kristjáns- son bóndi, Jón R. Hjálmarsson skólastjóri, Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri, Magnús Þórðarson (NATO-Mangi) og Hjörtur Kristmundsson fyrrv. skólastjóri. Fjárlögin afgreidd Tillögur stjórnarandstæð- inga voru stráfelldar Atkvæöagreiösla um fjárlögin fór fram á alþingi á laugardag. Var hún mjög langvinn þvi aö fjárveitinganefnd haföi gert fjöl- margar breytingar viö upphaf- legt frumvarp. Stjórnarandstæð- ingar voru hins vegar mjög hóf- samir i aö bera fram breytingar- tiliögur en þær voru samt — með einni undantekningu — allar felidar. 8 sinnum var beitt nafnakalli i atkvæðagreiðslunni. Að lokum voru fjárlögin samþykkt i heild með 35 samhljóða atkvæðum og munu þá nokkrir stjórnarþing- menn hafa verið horfnir af vett- vangi eftir nokkuð stranga setu þennan siðasta dag fyrir jól. At- hygli vakti að Albert Guðmunds- son sat hjá við þessa siðustu at- kvæðagreiðslu eins og raunar yfirleitt einnig þegar breytingar- tillögur voru bornar upp. Nýjasti styrkþegi rikisins er Kaupmannasamtökin og nutu þau stuðnings allra viðstaddra fram- sóknarþingmanna, en ihaldsþing- maðurinn Jón Sólnes taldi þau ekki þurfa að lifa á bónbjörgum og greiddi atkvæði gegn fjárveit- ingunni einn allra stjórnarsinna. Af f járveitingarliðum sem naut áberandi litils stuðning þótt sam- þykktur væri samhljóða og á- greiningslaust var styrkur handa listdansfiokki Þjóðleikhússins, 2 miljónir króna. Hlaut hann 33 at- kvæði. Nánar verður greint frá af- greiðslu fjárlaga siðar. Sjúkrahúsið í Neskaupstað hélt sínu Eina tillaga stjórnarandstæð- inga sem samþykkt var við lokaafgreiðslu fjárlaga var til- laga frá Lúðvik Jósepssyni og Helga Seljan um framlag til byggingar sjúkrahússins i Nes- kaupstað. Upphafleg tillaga frá ráöuneyti hafði verið 28 miljónir króna og er það nauðsynlegt til þess að unnt sé að ljúka ákveðn- um áfanga viðbyggingar. Við undirrbúning fjárlaga og i með- förum f járveitinganefndar hafði þetta verið lækkað niður i 18 miljónir. Þeir Lúðvik og Helgi lögðu til að fjárveitingin yrði aftur hækkuð upp i 28 miljónir og var það samþykkt sam- hljóða. LÖG UM SJÁV- ARÚTVEGSMÁL Á fimmtudag og föstudag voru sett 5 lög á alþingi sem snerta sjávarútveg og sjóferðir. Fyrst er að telja hið umdeilda frumvarp um „ráðstafanir i sjávarútvegi”, þá ákvæði um skipulagningu loðnulöndunar sem einnig urðu nokkrar deilur um, og svo þrenn önnur lög sem full eining varð um: um framleiðslueftirlit, um rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins og árekstra á sjó. Gerð hefur verið grein hér i blaðinu fyrir sjónarmiðum al- þýðubandalagsmanna um þær ráðstafanir i sjávarútvegi sem skerða sjómannakjörin stórlega og færa sjávarútvegsráðherra miljónahundruð til að valsa með án aðhalds frá reglum sem ella væri eðlilegt að alþingi setti. Að visu sagði Steingrimur Her- mannsson i efri deild að hann teldi sig hafa fengið nokkra tryggingu fyrir þvi að rlkisstjórn- in mundi sem heild standa að setningu reglna um úthlutun fjár- ins og sjávarútvegsnefndir al- þingis mundu fá tækifæri „til að fylgjast með”, og kvaðst hann gera sig ánægðan með það. Litið dregur vrsælan! 1 skemmstu máli sagt: allar til- lögur stjórnarandstæðinga I sam- bandi við ráðstafanirnar voru felldar i báðum deildum. 1 neðri deild var nafnakall um tillöguna að verja 80 miljónum af gengis- hagnaði til að verðbæta lifeyris- greiðslur sjómanna, en það var fellt með 28 atkvæðum gegn 12. Enginn stjórnarliði greiddi at- kvæði með tillögunni, enda voru þeir hinir hreyknustu yfir 11 mil- jónunum sem þeir ákváðu að verja I þessu skyni — það væri þó alltaf betra en ekki neitt sem upp- haflega stjórnarfrumvarpið gerði ráð fyrir! Ríkið kosti útibú Breyting sú á lögunum um rannsóknir I þágu atvinnuveg- anna sem samþykkt var hljóðar upp á það að útibú Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins skuli að öllu kostuð af rikinu, en i lögum frá 1973 var gert ráð fyrir þvi að heimaaðilar á hverjum stað stæðu undir þeim að helmingi. Þá var rikisstjórninni með lög- um heimilað að staðfesta fyrir Is- lands hönd samþykkt um alþjóða- reglur til að koma i veg fyrir árekstra á sjó, en hún var undir- rituð i London 1972. Hefur sam- þykktin þá lagagildi hér á landi og ógildist þar með svipuð tilskip- un frá 1965. Sjávarafurðaeftirlit. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða heitir sú stofnun sem tekur til starfa á næsta ári og kemur hún i staðinn fyrir Fiskmat rikis- ins og Sildarmat rikisins. Skulu stöður forstjóra, deildarstjóra og yfirmatsmanna hjá framleiðslu- eftirlitinu auglýstar lausar til umsóknar og forstjóri skipaður eigi siðar en 1. april nk. en aðrir veröi væntanlega ráðnir frá 1. júli þegar hinar gömlu stofnanir verða lagðar niður. Hin nýja stofnun skal hafa eft- irlit með eða meta allan fisk, krabbadýr og skeldýr sem veidd eru úr sjó, svo og meðferð i flutn- ingi, geymslu og vinnslu þeirra. Framleiðslueftirlitið skiptist i 4 deildir: hreinlætis- og búnaðar- deild, ferskfiskdeild, freðfisk- deild, saltfisk- og skreiðardeild. Tekið er fram að við skipun i starf forstjóra skuli ráðherra taka tillit til háskólaprófs i mat- vælafræðum eða annarrar sam- bærilegrar menntunar umsækj- enda. — Nemendur sem lokið hafa prófi frá fiskvinnsluskólan- um skulu njóta forgangs við ráðn- ingu matsmanna. tsafold verður inni Ekki alls fyrir löngu var flutt stjórnarfrumvarp um breytingu á ársgömlum lögum um löndun á loðnu til bræðslu og er það gert i samræmi við reynslu siðustu ver- tiðar. Setteru skýrari ákvæði um tilkynningarskyldu skipstjóra til loðnunefndar, sett inn refsi- ákvæði gagnvart loðnufrystihús- um o.fl. Enginn ágreiningur varð á þingi um efni frumvarpsins. 1 meöförum efri deildar var sett inn bráðabirgðaákvæði, að til- hlutan sameinaðrar sjávarút- vegsnefndar deildarinnar, svo- hljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði laga nr 33/1922, um rétt til fiskveiöa i Danmörku, vera heimilt að veiða loðnu I landhelgi og landa henni á svæðinu frá Patreksfirði noröur um til Seyðisfjarðar sem Islenskt skip i febrúar og nrars 1975, enda hliti það reglum er sjávarútbegs- ráðuneytið setur, sé rekiö af is- lenskum aðila og áhöfn þess sé is- lensk. Meirihluti sjávarútvegsnefndar i neðri deild var þessu ósamþykk- ur og lagði til að bráðabirgða- ákvæðiðyrði fellt, þar eð i þvi fæl- ist hættulegt fordæmi á timum sem væru okkur enn viðsjárverð- ir i hafréttarmálum. Urðu nokkr- ar deilur um þetta i deildinni og tóku þátt i þeim: Sverrir Her- mannsson, Guðlaugur Gislason, Tómas Arnason, Pétur Sigurðs- son, Lúðvik Jósepsson, Ólafur Jó- hannesson, Matthias Bjarnason og Garðar Sigurðsson. Haft var nafnakall um ákvæðið og var það samþykkt með 21 at- kvæði gegn 8, 1 sat hjá (Sigurl. Bj.d.) og 10 fjarverandi. Nei sögðu Kjartan Ólafsson, Lúðvik Jósepsson, Skúli Alexandersson, Ragnhildur Helgadóttir, Sverrir Hermannsson, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Tómas Arna- son, Vilhjálmur Hjálmarsson. Meðal þeirra sem sögðu já voru Garðar Sigurðsson, Gils Guð- mundsson, Karvel og Magnús Torfi, 5 framsóknarmenn og 11 sjálfstæðisf lokksmenn. Að öðru leyti varð eining um hin nýju loðnulöndunarlög. Samræming veiða og vinnslu Frumvarp til laga um sam- ræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sérstökum leyfum varð nokkurt deiluefni við 2. umræðu I neðri deild á fimmtu- dag. Er þvi ætlað, ef að lögum verður, að heimila sjávarútvegs- Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.