Þjóðviljinn - 24.12.1974, Síða 7
1>JÓÐVILJINN — Jólablað 1974 SIÐA 7
GREIN
PRÓF. SIGURÐAR
NORDALS
UM RITDÓMA
hirðuleysi og ræktarleysi. Nýjar
bækur þurfa að jafnaði minni
skýringar en fornar, en að þvi
skapi er brýnni nauðsyn að benda
á þá galla, sem samtið höfund-
anna og sjálfir þeir eiga erfitt
með að koma auga á eða telja
jafnvel til kosta”.
Siðan vikur Sigurður að „orsök-
um, sem gera oss islendingum i
erfiðara lagi að koma ritdömum
vorum i rétt horf:
Háskaleg mannúð
Hér á landi brestur eitt aðal-
skilyrði til þess að hægt sé að vera
harður i kröfum við rithöfunda:
að til mikils sé að vinna, ef vel
tekst. Konungarnir gátu verið
heimtufrekir, af þvi að þeir laun-
uðu kvæðin með gersimum og
metorðum, alþýðan ekki. Þvi fór
sem fór. Mönnum þykir það eðli-
lega hart, að skrifa fyrst bók með
ærinni áreynslu og kostnaði (þvi
timi er fé), eiga svo i basli með að
fá hana gefna út, eiga hvorki von
fjár né frama þó að bókin sé góð,
og fá svo harðan dóm og aðfinnsl-
ur i þokkabót. Það eru svipuð ör-
lög og Skagfirðingurinn kvartaði
undan: að þræla fyrst við sult og
seyru hér á jörðinni- og fara svo
til helvitis.
Nú lifum vér á mikilli mannúð-
aröld. Hér er ekki tekið hart á
neinu. Menn eru alveg vaxnir upp
úr þeirri ónærgætni að sjá veru-
legan mun á góðu og illu, hvitu og
svörtu. Það hvita er kallað ljós-
grátt, til þess að særa ekki það
svarta, sem kallað er dökkgrátt
eða grátt. Yfir þjóðfélaginu ligg-
ur ein allsherjar þokuslæða. Hún
er kölluð fögrum heitum: kær-
leikur, fyrirgefning og skilningur,
— en er i raun og veru allsherjar-
blæja heigulskapar og makræðis.
Hér þarf norðanstorm, yfir
stjórnmál, fjármál, löggæslu, al-
menningsálit og siðferði, ef vér
eigum að halda heilbrigði vorri.
Það er að vonum, að þessar
mannúðar kenni ekki sist i rit-
dómum. Hvergi er hún eðli-
legri. En kröfur listarinnar
eru miskunnarlaustar. Hún
spyr aðeins um, hvort grip-
urinn sé úr hreinum málmi,
án steypulýta og smiðatalla
— hana skiptir engu, hvort
smiðurinn er ungur eða gam-
all, rikur eða fátækur, harður
eða viðkvæmur. Þessi stranga
rödd á að heyrast i hverjum rit-
dómi, þó að raddir skilnings,
skýringar og jafnvel velvildar
megi heyrast þar lika. A bóka-
markaði vorum er nú nóg fram-
boð til þess að hægt sé að herða á
kröfunum. Og þó að þær séu gerð-
ar i nafni smekks og listar, eins
og á blómöld islenskrar sagnarit-
unar, án bakhjalls fjár og frægð-
ar, eiga þær að mega sin mikils
eigi að siður. Auk þess má trúa
þvi, að ef bókmenntir vorar ná
þeirri fullkomnun, sem samboðin
er tungunni og gáfum þjóðarinn-
ar, þá muni fremstu höfunda vora
hvorki bresta innlendan né er-
lendan frama.
Of tannhvass
Enn eru ekki taldar allar afleið-
ingar smæðar vorrar og tá-
tæktar. Islensk blöð hafa hvorki
rúm fyrir rækilega ritdóma
né fé til þess að borga fyrir
þá. Þau taka þvi oft og einatt
aðsenda ritdóma, ritaða af
vinum höfunda og kostnaðar-
manna og i raun réttri grimu-
búnar auglýsingar. Þau fá
en hins er ekki gætt, að lesendum
er oft visað skakkt til vegar. Einn
af ritstjórum vorum er jafnvel
sjálfur bóksali og bókaútgefandi,
og notar blöð sin óspart til þess að
halda sinum bókum fram með
öllu móti. Timaritin eru mörg og
smá. Ekkert þeirra þykist þess
megnugt að flytja rökstudda
dóma um allar helstu bækur, sem
út koma. tirræðið verður oft að
skrifa litilsverðar bókafregnir, en
tilviljun ræður, hverjar bækur
verða alveg útundan. Auk þess er
það sitt hvað að vera góður rit-
stjóriog góður ritdómari. En af
þvi að fáir menn nenna að skrifa
þessar örstuttu bókafregnir,
lenda þær flestar á ritstjórunum
sjálfum. Timaritin eru háð rithöf-
undunum. Þá vilja ritstjórar oft
ekki styggja. Ég man svo langt,
að á stúdentsárum minum fékk
ég tvo ritdóma endursenda frá
tveim timaritum vorum, af þvi að
þeir þóttu of tannhvassir. Ef
margir ungir menn verða fyrir
þvi sama, getur það dregið úr
löngun þeirra til þess að vanda
sig.
Timarit
Sigurður Nordal gerir siðan
grein fyrir þeirri hugmynd sinni,
aðs stofna ætti timarit, sem léti
ritdóma og ritgerðir um bók-
menntir sitja I fyrirrúmi. Þar ætti
að dæma og skýra þær bækur
,,sem þess eru verðar, en geta
hinna stuttlega til viðvörunar”.
Auk þess ætti það að flytja yfir-
litsgreinar um samtiðarhöfunda,
þætti úr islenskri bókmenntasögu
og greinar um erlendar bók-
menntir. „Færustu menn” ættu
að fjalla um bækurnar og höfund-
um ætti að gefa kost á að and-
mæla. Sigurður varar og við þvi
að útgefendum verði hleypt inn i
slikt rit með keypta ritdóma sem
ekki væru annað en „lævísar aug-
lýsingar” — eins og hann telur ai-
gengt I Danmörku. Siðan heldur
hann áfram:
Aftur á móti er það tóm firra, að
islenskar nútiðarbókmenntir séu
lélegar. Hér hefur á siðustu árum
verið skapað svo mikið af merki-
legum bókum, að furðu sætir, og
ný svið verið numin fyrir islenska
tungu og hugsun. Vér getum með
nýrri reisn og framtaki i þjóðlífi
voru átt bókmennta-gullöld i
vændum, ef vér kunnum með að
fara. Og nú vill einmitt svo ein-
kennilega til, að það, sem yngri
kynslóð skálda vorra og rithöf-
unda virðisthelstskorta.er viljinn
til áreynslu og takmörkunar. Þvi
er ástæða til þess að ætla, að
meira aðhald ritdómara og al-
mennings kæmi i góðar þarfir. Þá
myndi einnig miðstöð fyrir bók-
menntalif vort, sem reyndist rétt-
lát og sannorð, skjótt eyða þeim
kala, sem nýlega hefur tekið að
brydda á i garð hinna nýju bók-
mennta, aður en þjóðin biði af
þvi höfuðtjón. Og það eitt, fyrir
utan allt annað, sem slikt timarit
gæti gert til smekkbóta og menn-
ingar, yrði seint fullmetið.
Heilög íþrótt
Ég sagði i upphafi þessa máls,
að vér islendingar gætum ekki
látið oss það i léttu rúmi liggja, að
litilsvirðing á bókmenntum og
vantraust, sem leiddi til van-
rækslu, breiddist út með þjóðinni.
Bókmenntirnar hafa verið vor
andlega svaialind og arineldur,
þegar vér áttum ekki kost á
neinni annarri list né skemmtun i
fátækt vorri og fásinni. Og enn i
dag eru þær liftaugin i menningu
sveitabúa, og réyndar hvers
sannarlegs Islendings. Þjóðin
hefur snemma kunnað að meta
þetta og þakka, og aldrei hefur
verið betur komið orðum að þvi
en i formála einnar fornsögu
vorrar, Þiðreks sögu: „En flestir
skemmtanarleikir eru settir með
erfiði, en sumir með miklum fé-
kostnaði, sumir verða eigi al-
gervir nema með mannfjölda,
sumir leikar eru fárra manna
skemmtun og standa skamma
stund, sumir leikar eru með
mannhættu. En sagna skemmtun
eður kvæða er með engum fé-
kostnaði eða mannhættu. Má einn
þar skemmta mörgum fnönnum,
sem til vilja hlýða. Þessa
skemmtan má og hafa við fá
menn, ef vill. Hún er jafnbúin nótt
sem dag og hvort sem er ljóst eða
myrkt”. Sagnaritarinn Gibbon
sagðist ekki vilja selja ánægju
sina af að lesa bækur fyrir öll
auðæfi Indilalands. Hann vissi
ekkert jafndýrmætt, sem keypt
yrði fyrir fé. Ég veit ekki, hvort
islendingar, með þeim staðhátt-
um og menningu, sem þeir eiga
við að búa eiga kost á nokkurri
uppbót fyrir yndi sitt af ljóðum og
sögum, ef þeir missa það.
Auk þess eru bókmenntirnar
sómi vor, sverð og skjöldur. Þær
hafa gefið oss tilverurétt og sett
oss á bekk menningarþjóða. Með
þær að bakhjalli, en hvorki her-
vald né fjármagn, höfum vér orð-
ið að semja við erlend riki, og haft
mál vor fram. Og enn eiga þær að
fá oss nýs frama. Heimurinn er
ekki auðugri af andlegum verð-
mætum en svo, að hann myndi
taka þvi fegins hendi, ef vér
kynnum að móta það dýrasta i Is-
lenskri hugsun og reynslu i full-
komin listaverk. En til þess aö
geta slikt, megum vér ekki lúta
að litlu né hugsa eins og kotungar.
Vér verðum að gera bókmennt
vora að heilagri iþrótt, eins og
skáldlistin var islendingum forð-
um. En þvi fylgir heilög vandlæt-
ingfyrir listarinnar hönd. — Mér
er sagt, að til sé flokkur manna,
sem kosið hafi sér það hlutverk að
greiða braut nýjum heimslausn-
ara, hvenær sem honum þóknað-
ist að fæðast. Þetta er fögur hug-
sjón, og svo mætti þeir menn vel
hugsa, sem islenskum bókmennt-
um unna. Þeir eiga að búa undir
komu snillingsins: fá honum i
hendur hreina, auðuga og tamda
tungu, innræta honum frá barn-
æsku lotningu fyrir listinni og
hlutverki hennar, umfram allt
gefa honum hæfilega erfiðleika að
berjast við og rikulega viður-
kenningu, ef hann stenst raunina.
Mikið af þessu er á valdi ritdóm-
ara. Þeir eru vökumenn bók-
menntanna — og laun þeirra eru
að heyra fyrstir manna „hið
fagra fótatak þess, sem sigurboð-
in ber”.
(Sigurður Nordal.)
(Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans)
HRAÐFRYSTIHUS
TÁLKNAFJARÐAR H.F.
óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og farsæls árs,
og þakkar góða samvinnu á árinu sem er
að líða.