Þjóðviljinn - 24.12.1974, Page 15
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 15
— Trúarbrögð hljóta að byggjast á vissum
grundvallaratriðum til dæmis upphafi mannlifs og
tilorðningu jarðarinnar. Fyrsta bók Móse er þekkt
dæmi um það. Svo er það siðfræði og saga, saga
fulltrúa og spámanna guðs eða guða. Sem sagt: það
er ekki nóg að heimurinn sé skapaður, heldur á
hann sér einhverja sögu, og maðurinn og skepnurn-
ar, og guð kemur alltaf með einhverjum hætti inn i
þessa þróun. Þannig er þetta lika i Ásatrúnni. Völu-
spá er upphaf heimsins; þar segir frá hvernig goðin
skipa öllum hlutum, hvernig dráp hefjast og svik.
Hvernig ófriðurinn kemur i heiminn og illskan tor-
timir honum. Þar segir að endingu frá endursköpun
heimsins, hvernig jörðin lifnar endurvigð og verður
heimkynni þúsundárarikisins.
Rætt viö Jón Ásgeirsson, tónskáld, um hugmyndir hans viðvíkjandi Eddukvæðum og Ásatrú
MYNDIR
EFTIR
HARALD
GUÐBERGSSON
menn, sem skrifuðu þessar bækur
og söfnuðu þeim, gerðu sér grein
fyrir að þeir voru með gimsteina
milli handanna. Heföu slikar
bækur fundist annarsstaðar i
Evrópu, hefðu menn komist að
þeirri niðurstöðu að þetta væri
skelfilegur óþverri, sem ekkert
væri hægt að gera við annaö en að
brenna. En þegar sá hálútherski
biskup Brynjólfur Sveinsson finn-
ur þaö, sem hann kallar
Sæmundar-Eddu, þá gerir hann
sér ljóst að hann er ekki aöeins
meö i höndunum skemmtilegt,
gamalt handrit, heldur dýrgrip.
Þannig hefði maður á hans tim-
um og i hans stöðu ekki brugðist
við nema af þvi að heiðnin átti
hug hans hálfan, jafnframt þvi
sem hann var kristinn.
— Eru islendingar einsdæmi
með þessa tvöfeldni i trúnni?
Þeir reyndu ekki
aö
guðina fullkomna
— Nei, siður en svo. Grisk
heiðni og rómversk lifir með Miö-
jarðarhafsþjóðum eftir kristni-
Haraldur Guðbergsson
teiknaði leikmynd
og búninga við óperuna
Þrymskviðu og
er löngu kunnur
fyrir teikningar sinar
um ýmsar
sagnir Ásatrúar.
Flestar teikninganna
með
þessu viðtali munu
ekki hafa birst áður.
Sér hún upp koma
öðru sinni
jörð úr ægi
iðjagræna,
Falla fossar,
fiýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Og Æsir, þeir koma einnig
aftur.
Finnast Æsir
á Iðavelli
og um moldþinur
máttkan dæma
og minnast þar
á megindóma.
Svo finnast gullnar töflur i
grasi.
Munu ósánir
akrar vaxa
böls mun alls batna,
Baldur mun koma...
Baldur er sakleysið, sem heim-
urinn hefur glatað vegna blindu
sinnar, og snýr þá fyrst aftur er
heimurinn hefur fallið á illverk-
um sinum og ris upp endurvigður
og hreinn?
— Já. Hann er guð hins góða.
Svo eru það Hávamál. Þau eru
siöfræði, kannski ekki nægilega
tæmandi en siðfræði allavega.
Hliðstæður með
Eddunni
og Biblíunni
— önnur kvæði?
— Ef til hafa verið kvæði, sem
Snorri hefur notað sem uppistöðu
fyrir Gylfaginningu, hafa þau
sennilega verið sambærileg við
sitthvað i griskri goðafræði um
ævi og athafnir guðanna. Svo eru
kennslubækur, þar sem kveðist er
á, eins og Alvissmál. Þau eru sett
i leikrænt form, þannig kveöast
Þór og Alvis á þangað til dagar og
Alvis verður að steini. Þór hefur
sem sé af honum með prettum
stúlkuna, sem hinn var búinn að
fá loforð fyrir. Og Grimnismál,
þar sem Öðinn kveöur nafnarunu
sina, þetta er ekkert annað en
kennslubók.
— Sérðu hliðstæður með trú-
fræði Eddukvæða og Gylfaginn-
ingar annarsvegar og hinsvegar
ritningum annarra trúarbragða?
— Mér hefur alltaf fundist vera
viss samsvörun milli Völuspár og
Fyrstu bókar Móse, Hávamála og
til dæmis Orðskviðanna, og svona
mætti lengur telja. Þetta eru
trúarbrögð. Það sem ekki kvað
sist bendir til þess er hið leik-
ræna form frásagnarinnar. Þaö
er mjög skiljanlegt að kvæðin séu
i þessu flutningsformi, hafi þau
verið flutt við trúarathafnir og I
fræðsluskyni. Væri þetta bara
bókmenntir, orðaleikur og kveð-
skapur, þá væri ekki yfir efninu
þessi flutningsblær. Avörpin i
kvæöunum til dæmis: Hljóðs biö
ég og allar helgar kindir. Völvan
nefnir þá sem hún ávarpar, eins
og gert er við hátiðleg tækifæri:
Herra forseti, kæru gestir.
— Hvað viltu segja um kenn-
ingar þess efnis, að Eddukvæði
séu mótuð af kristnum áhrifum?
— Menn hafa haldið þvi fram
aö i kvæðunum gætti kristinna
áhrifa og að Asatrúin hafi verið
orðin máttlaus og ekki skirskotað
til manna sem trúarbrögð. Vera
má að kristin áhrif komi fram i
kvæðunum, en allt einsgætu þetta
verið eldri áhrif, sem sameigin-
leg voru heiöni og kristni, eins og
bent efur verið á. Allavega virðist
mér ljóst að þrátt fyrir kristnina
eru guðir heiðninnar, Þór, óðinn
og þeir félagar, lifandi I vitund
þjóðarinnar allt fram á þennan
dag. Ég vil að minnsta kosti halda
þvi fram að allt fram að þvi að
Biblian er þýdd á islensku þá eru
menn miklu meira menntaðir upp
á heiðnina heldur en nokkurntima
upp á kristnina, þótt svo að
kaþólskan væri sterk. Heiðna
lestrarefnið, sem varð til jafn-
hliöa latneskum söngbókum og
latneskum sálmum, hefur haft
miklu meiri og sterkari áhrif á is-
ienska menningu og hugsunar-
hátt allan en nokkurntima krist-
inn boðskapur. Enda er vand-
fundinn sá skáldskapur, frásagn-
ir eða yfirleitt hvað sem er frá
gamalli tið, öðruvisi en það sé
undir sterkum áhrifum frá Asa-
trúnni. Við þekkjum persónuleika
guðanna enn i dag eins og þeir
voru mótaðir til forna. Kristnir
Heiðna lestrarefnið
mótaði
hugsunarháttinn